Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 1
_ -^,^^^ i % ¦*»' i\, ^fff 1» 1 -1 K ¦ '1 5 Í lí i : 9K&' 'a^R'., Én? *_|í_|I f~;" .--- Kvennaráðstefnur/2 Alþjóðleg brjóstagjafarvika VIKAN 1.- 7. ágúst er alþjóðleg brjóstagjaf- arvika. Það er Alþjóðlega brjóstagjafarfélag- ið La Leche League sem stendur að uppá- komunni en félagar frá um 50 þjóðlöndum eru í samtökunum. Unnið er að því þessa viku að koma fræðsluefni til fjölmiðla um nauðsyn brjósta- gjafar. Reynt er að vekja athygli á starfsemi samtakanna með öðrum hætti líka, víða um heim er efnt til göngu sem er þá tileinkuð brjóstagjöf.' Að sögn Arnheiðar Sigurðardóttur sem er félagi í samtökunum verður ekki efnt til sérstakrar göngu hérlendis enda íslendingar rétt að byrja þessa starfsemi ef miðað er við önnur lönd. Meðlimir hér á landi eru innan við tíu en mörg hundruð þúsund á heimsvfsu. Arnheiður sem hefur lokið námi hjá Alþjóðlegu brjóstagjafarsamtökunum hefur sótt ráðstefnur þeirra og nú eru þrjár aðrar íslenskar konur í slíku námi. Samtök- in hafa hlotið viðurkenningu frá barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegu heilbrigð- isstofnuninni WHO. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson FRÖNSKU hjólreiðamennirnir áðu í Vík á leið sinni um landið. 17 hjólandi Frakkar á hálendinu SAUTJÁN manna hópur frá Frakklandi hefur nú hjólað frá Seyðisfirði til Þórshafnar, suður yfir Sprengisand með viðkomu í Nýjadal, við Þórisvatn og í Vík og er á leið um Búrfell, Gullfoss og Þingvelli. Þaðan hjólar hópurinn til Reykjavíkur. Alls eru í hópn- um 25 manns með fylgdarliði. Hópurinn kom með Norrænu 13.júlí. Safariferðir skipulögðu ferðina í samráði við Mat- hieu Morverand. Hann gat sér orð er hann fór einsam- all á kajak yfir Norður-Atlantshaf í fyrra. Frakkarn- ir eru flestir undir 26 ára aldri. Þegar þeir snúa heim munu þeir hafa hjólað hér um 1308 kílómetra. Nokkr- ir munu þó hafa hjolað lengra því þeir fóru á reið- unum frá Nanterre í Frakklandi til Danmerkur Ferðamönnum verði sagt að verðlag hér hafi lækkað AUKNA áherslu þarf að leggja á útgáfu kynningarefnis um ísland á þýsku, að mati Dieters Wendler Jóhanssonar forstöðumanns skrif- stofu Ferðamálaráðs í Frankfurt. í nýlegri skýrslu Dieters um land- kynningaraðgerðir í Þýskalandi kemur fram að á síðasta ári komu um 54 þúsund þýskumælandi ferðamenn til landsins, en megnið af upplýsingaefni um landið sé þó gefíð út á ensku. Þá kemur fram að fjölda blaða- manna hafi verið boðið til íslands á árinu 1994 og í kjölfarið hafí margar greinar birst um ísland í tímaritum og dagblöðum á Þýska- landi og ítalíu. „Þær eru yfirleitt bæði fróðlegar og skemmtilega skrifaðar," segir í skýrslunni, en jafnframt bent á að ekki komi fram að verðlag á íslandi hafi lækkað töluvert á síðstu mánuðum. Lagt er til að leiðsögumenn bendi ferða- mönnum á lækkað verðlag, því enn þar sem farið var um borð í ferjuna. Enn sem komið er eru frönsku hjólreiðakapparnir á undan áætlun og hefur ferðin sóst vel miðað við veður og hafa þeir hjólað 70-120 kílómetra á dag. Þeir hættu yið að fara Melrakkasléttu vegna veðurs og einnig Öskju en þangað var ófært vegna snjóa. Leiðinlegt veður hefur fylgt Frökkunum, rigning og kuldi og hafa þeir aðeins átt tvo þokkanlega veður- daga á ferð sinni. Fylgst með f rá Frakklandl Ferðin hefur vakið athygli í Frakklandi og með í för eru menn frá frönsku sjónvarpsstöðinni Antenne 2 sem sýnir vikulega frá ferðinni. Þar fyrir utan verð- ur settur saman sjónvarpsþáttur um ferðina í heild. Binnig eru Ijósmyndarar með í för. Ferðin er styrkt af ýmsum frönskum fyrirtækjum, s.s. Conseil General des Hauts de Seine, Comptoir d'Islande og Flugleiðum í Frakklandi. séu ríkjandi hleypidómar um ísland sé dýrasta ferðamannalandið. „Eg viðurkenni að ég hef verið einn þeirra sem staðið hafa í þeirri trú að nauðsynjavörur væru tals- vert dýrari á íslandi en á helstu markaðssvæðum okkar. Það kom mér því skemmtilega á óvart að starfsmaður okkar í Þýskalandi skyldi komast að því að sú er ekki lengur raunin," segir Magnús Oddsson, ferðamálastjóri. „Okkur hefur verið ljóst að verðlag í ferða- þjónustu, t.d. gistingu og á matvæl- um hefur farið lækkandi. Enn stöndumst við þó ekki samanburð á ýmsum sviðum og mest er kvart- að undan verði á bílaleigubílum og áfengi. Upplýsingar Dieters Wendler gefa okkur tilefni til að láta kanna verðlag hér og í löndum sem við eigum í samkeppni við, svo og að koma upplýsingum um verðlag á íslandi betur til skila." Kræklingur í lagi EITUR mældist ekki í kræklingi úr Hvalfirði í júlí, en hætta er á þör- ungaeitrun í skelfiski yfír sumarið og fram í október. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsýslu sendi kræklingasýni til Rannsóknar- stofnunar fískiðnaðarins fyrir 2 vik- um og þaðan fór vökvi úr þeim á Keldur, þar sem honum var sprautað í mýs. Mælingarnar gætu gengið greiðar að sögn Guðjóns Atla Auð- unssonar á RF óg það er mikilvægt því eitur getur gosið hratt upp í kræklingi. Árni Davíðsson hjá eftirlitinu í Kjós segist gera ráð fyrir að sýni verði aftur-tekin í ág^ist. Reglulegar mælingar hefjist í september ef haf- in verði kræklingataka í Hvalfirði og Breiðafirði til útflutnings, sem krefst eftirlits með vörunni. E6 BRA6ÐA ALDREl M3ÓLK, HÚN ER AUUTOF 60Ð1. /fiÓL^^HBfcl l/ ÍSUNSKIR TANNFRÆÐINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.