Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Eru kvennaráðstefnur S.þ. ekki annað en pappírssóun? „Erum við að eyða meiri starfsorku og fella fleiri tré eingöngu til að endurtaka eitthvað sem þegar hef- ur verið sagt - og þýða það á sex tungumál SÞ - hundrað sinnum?“. Þessi orð lét Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum falla í vor um ráðstefnur á vegum Sameinðu þjóðanna. Hún lagði til að bann yrði lagt við frekara ráðstefnu- haldi. Þijár stórar kvennaráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Sam- einuðu þjóðanna, sú fyrsta í Mex- íkó árið 1975, önnur í Kaupmanna- höfn 1980 og sú þriðja í Nairobi í Kenýa 1985. Engin þeirra vakti eins mikið umtal fyrir fram og sú sem halda á í Peking í haust. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um staðsetningu ráðstefn- unnar og mannréttindaástand í Kína, jafnvel svo að megintilgang- ur ráðstefnunnar sjálfrar hefur fallið í skugga. En Albright og fleiri hafa gagnrýnt sjálfa grunn- hugmyndina að baki ráðstefnunni, að slíkir Qöldafundir skili árangri. „Við verðum að nýta þá krafta og fjármuni, sem til þessa hafa farið í markmiðssetningu til þess að ná markmiðunum fram.“ Árangurinn ekki alltaf áþreifanlegur Sigríður Lillý Baldursdóttir, for- maður íslensku undirbúnings- nefndarinnar íyrir ráðstefn- una í Peking, viðurkennir að kvennaráðstefn- urnar séu þung- ar í vöfum og árangurinn ekki alltaf áþreifan- legur. En ákveðnar fram- farir megi þó rekja til þeirra. í framhaldi af ráð- stefnunni í Mex- íkó 1975 var UNIFEM-sjóð- urinn stofnaður. UNIFEM er þróunarsjóður fyrir konur sem starfar í tengslum við Sameinðuðu þjóðimar. Hann markaði að ýmsu leyti nýjar braut- ir í þróunaraðstoð með því að ein- blína ekki á innflutning vestrænn- ar tækni heldur styrkja hefbundnar leiðir kvenna'til að framfleyta fjöl- skyldum sínum. Jafnframt var INSTRAW sett á fót, en það er kennslu- og rannsóknarstofnun sem ætlað er að auka tækniþekk- ingu kvenna í þróunarlöndunum. Árið 1979 var fyrir áhrif frá undirbúningi Kaup- mannahafnarráðstefnunnar samþykkt á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna álykt- un um að afnema alla mis- munum gegn konum. Þessi ályktun var fullgilt á Islandi sex árum síðar, þá vegna þrýstings frá undirbúnings- nefndinni vegna Nairobi- ráðstefnunnar 1985. í sendinefnd íslendinga til fyrstu ráðstefnunnar í Mexíkó voru aðeins þrír og enginn tími hafði gefist til undirbúnings. En fyrir ferð- inar til Nairobi og Kaup- mannahafnar var unnið töluvert undirbúningsstarf og safnað upp- lýsingum um stöðu kvenna á Is- landi samkvæmt spurningalista frá Sameinuðu þjóðunum. Undirbún- ingsnefnd Pekingráðstefnunnar FULLTRÚAR arabaríkja ganga af fundi í mótmælaskyni í Kaup- mannahöfn 1980. Ástæðurnar voru pólítískar deilur. VIÐ UPPHAF kvennaráðstefnunnar í Nairobi 1985. Morgunblaðið/JK BÓLIVÍSK kona af óopinberu ráðstefnunni lætur opinbera full- trúa ríkisstjórna vita af hluskipti kvenna í heimalandi hennar í Kaupmannahöfn 1980. ■I / AftllM AftUP til fontíðar Baðherbergið er kannski ekki stærsta herbergið í húsinu en það er eitt það mikilvægasta þegar kemur að umhverfisvernd. Við erum mjög upptekin af því að snyrta okkur og fegra og þær vörur sem við notum eru flestar mengunarvaldar. Umhverfisvænni leiðin er þó oft ekki flóknari en það en að fara eitt skref afturábak og gera hlutina eins og við gerðum þá fyrir bara svona tíu árum. Enda byggjast aðalframfarir í sambandi við hreinlætisvörur á því að pakka þeim i flóknari umbúðir, hvetja okkur til að nota meira magn og selja þær dýrari. Að vera hrein og sæt... Handsápu þykir nú fint að hafa í fljótandi formi i litlum plastbrúsum með pumpu. Á þennan hátt notum við þrisvar sinnum meiri sápu en með gömlu góðu sápustykkjunum þar sem við notum alltaf rétt magn og sitjum ekki uppi með neinn plastbrúsa til að bæta á ruslið. Raksápa þykir sniðug i járnbrúsum með plasttappa, i stað sápustautanna gömlu sem eru ódýrari bæði fyrir mann og umhverfi. Hárlakk i ósonspillandi spreybrúsum ætti enginn að nota enda fæst það í brúsum með pumpu. Klósettpappír ætti umfram allt að vera óbleiktur til að minnka klórmengun. Sjampó sem er umhverfisvænt fæst nú hér á landi og jafnvel hægt að fá áfylllngu á gamla brúsann sem minnkar óþarfa umbúðaþvarg. Rakvélar ættu aldrei að vera einnota. Konum er oft beint inn á þann markað. Ef þær raka á sér fótleggina og undir höndunum reglulega er ekkert sem segir að þær geti ekki átt góða alvöru rakvél. ....og umhverfisgóð Hér gilda sömu reglur og við alla umhverfisvernd. Athuga að innihald í þeim vönim sem er notað sé sem minnst mengandi, nota minna, og passa að umbúðir séu ekki óþarfar. Maria Ellingsen Umhverfi Dorint orlofshúsagarðsins Daun er skógi vaxið, fremst eru íbúðarhúsin sem rúma 2-5 manns Dortint Hotel- und Ferienpark Daun, orlofsgarðurinn í Daun í Grafenwald í S-þýskalandi er einstakur í sinni röð. Þarna ræður Gerber hótelstjóri ríkjum og hans mottó er að láta gestum sínum líða sem best „því þá koma þeir örugglega aftur." Það er óhætt að segja að á þessum stað séu mikil umsvif. Orlofsgarður- inn er 85 þús. fm, í honum eru 72 hús af tveim stærðum auk húsa sem rúma 30 íbúðir og 34 smáíbúðir. Alls er rými 582 gesti. Bygging orlofshúsanna hófst fyrir 17 árum. Á þessu svæði voru þá all- mörg hótel og inni í Daun og í nær- liggjandi bæjum var farið að þrengj- ast um, því borgarbúar leita gjarnan til smábæja og orlofshúsa á frídög- um. Mönnum kom saman um að Grafenwald væri kjörinn staður til að losna við borgarstressið, sem líka hefir komið á daginn. Orlofsgestir koma víða að, einkum úr Þýskalandi en einnig frá nágrannalöndum. Skemmtun fyrir alla aldurshópa í Orlofsgarði Dorint er lagt kapp á að jafnt ungir sem aldnir hafi nóg fyrir stafni. Þarna eru 6 tennisvellir, þar af fjórir innan dyra. Tennismót eru af og til. Þeir sem iðka körfu- bolta eða Squash finna líka sitthvað við hæfí, gönguleiðir um græna skógana eru stórskemmtilegar og á eftir er kjörið að fá sér sundsprett í lauginni eða að fara í gufubað. Þeg- ar ég var á leið í sund stóðu nokkrir stæðilegir karlar við bar sem er á milli laugar og gufubaðsins og kneyfðu Bitburg bjór! Síðan sjálfsagt aftur í sund og gufu. Reiðhjólaleigan er mikið notuð. Þótt landslag sé hæðótt og brattar brekkur háir það ekki hjólamönnum enda fjallahjól með mörgum gírum í boði. I Orlofsgarðinum er mini golf- völlur en 18 holu völlur er í Hilles- í orlofs garðinum í Grafenwald heim í um 18 km fjarlægð. Sem gamall Skagamaður spurði ég um knattspymu og kom í ljós að Gerber hótelstjóri hafði þar ráð und- ir rifi hveiju. Þegar stórleikir eru í þýsku úrvaldsdeildinni geta gestir setið í sal þar sem leikir bestu liða eru sýndi í beinni út- sendingu á stóru tjaldi og þar nutu áhuga- menn um þessa frá- bæru íþrótt sannarlega stundarinnar, jafnvel ekkert síður en á sjálf- um vellinum. Margir hafa gaman af borðtennis, úti og inni. í næsta nágrenni hefir hestamannafélag staðarins stórt hesthús og þar geta gestir leigt hesta fyrir sanngjama þóknun. Tveir leikvellir eru fyrir yngstu kyn- slóðina, annar inni en hinn undir beru Iofti. Barnaklúbburinn er opinn alla daga vikunnar og um helgar eru sérstakar skemmtidagskrár fyrir börnin. Að- spurður sagði Gerber hótelstjóri að 90 af hundraði gesta væm hjón með börn og ýmsum aldri. Flestir koma á föstudegi og dvelja í viku. Fleira mætti telja en snúum okkur að öðm því margt er merkilegt að sjá í nágrenninu. I bænum Mandersc- heid sem er 13 km frá Daun em fornir kastalar, sá eldri frá 11. öld. Frá brekkubrún ofan þeirra er frá- bært útsýni yfir dalinn sem er sögu- frægur mjög og geta ferðamenn og aðrir lesið sér til um hertoga og jarla og þeirra slekti sem byggði þessi fornu virki. Til tveggja stöðuvatna í nágrenn- inu er skemmra. Þessi tvö vötn em útbrunnir eldgígar því fyrir um 10 þúsund ámm var hér mögnuð eld- virkni. Nú ber þess fátt merki að eldspúandi gýgar hafi puntað upp á landslagið, heldur fagrir skógar og grösugir dalir en innan um lítil bændabýli eða smábæir. Það er að segja af þessum tveim stöðuvötnum að þar er góð veiði og fanga fiski- menn þar t.d. geddu, vatnakarfa og silung. Við annað vatnið er baðstaður en í hinu er öllum bannað að synda. Ástæðan er sú að þar hafa sundmenn og sér- staklega kafarar horfið og aldrei fundist. Kappakstur og rokk Daun er vinsæll ferðamannastaður og hefir verið um langan aldur. Bæjarbúar em um 8 þúsund en ferða- menn s.l. ár um 800 þúsund! Þjónusta við þá ásamt verslun og smá- iðnaði er aðalatvinnuvegur íbúa og eins og einn orðaði það: Við vinnum verkið en yfirvöldin hirða afurðimar! Það er víða sem menn em ósáttir við_ skattheimtuna. í bæ um 18 km frá Daun er kapp- akstursbraut og þangað fara ferða- menn og aðrir til þess að verða vitni að æsispennandi akstri. Þarna var haldin stórkostlega rokkhátíð fyrir Artur Gelert hótelstjóri ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.