Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 B 5 T DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF tvar PHur C«Awhw lífmeið sYkursyki Þeir eru að gera upp gamla svifflugu Nýjar bækur Dútl til skrauts og skemmtunar HERÐATRÉ eru gripir sem við notum flest daglega, en van- rækjum alveg hvað fagurfræð- ina snertir: Hengjum uppá- haldsflikur á ljótan vír eða / \ tré sem einhvern- tíma hefur flækst inn í skáp hjá okk- ur. Hvernig væri nú, næst þegar rignir, að draga fram nokkur herðatré og skreyta með því sem til er í hús- inu. Hvort heldur dag- blöðum eða þurrkuð- um blómum (kannski fjólum), skrautlegu bandi eða efn- isbút, slauf- um, vír eða snæri Mynd irnar hér tala sínu máli og nærri má geta að lesendum dettur fleira í hug. Lím er líklega helsta þarfa- þingið við „uppdjössun“ herða- trjánna en ekki alltaf nauðsyn- Iegt. Það má til dæmis mála mynstur á herðatré úr tré, lakka plastherðatré og vefja vír um vírherðatrén vinsælu úr hreins- uninni. Annars eru / f ^ v blöðin, snærið eða þurru blómin límd á herða- 'réð og lakk- að yfir. Mynstrað efni nægir að líma á. Ef einhverjum þykir nú sem of mik- ið væri þannig fyrir lífinu haft, má hann auðvitað hafa sína skoðun, en myndi þó eflaust kætast við að opna skápinn sinn að morgni dags og Sykursýki og lífið með henni SYKURSÝKI er talin arfgeng en samt fá margir sjúkdóminn án þess að hann sé að finna í fjöl- skyldunni. Það gerðist hjá ívari Pétri Guðnasyni, sem nýlega gaf út bókina Líf meðsyk- ursýki. I formála seg- ist hann reyna að nota lífs- reynslu sína til að varpa ljósi á sjúk- dóminn. „Sykur- sýki er efna- skiptasjúk- dómur, sem lýsir sér með því að brisið dregur úr framleiðslu insúlíns, hættir henni alveg, eða framleiðir óvirkt insúlín," segir meðal ann- ars í bókinni. Þar segir einnig að í fornum ritum séu að finna lýsingar á sykursýki. „Þessi fornu rit segja frá fyrstu mæling- um á sykri í þvagi, en þær fóru fram á þann hátt að sjúklingur kastaði af sér vatni nálægt mauraþúfu. Ef maurarnir sóttu í þvagið var sykur í því og sjúk- dómsgreiningin þar með stað- fest. Forn-Grikkir þekktu sjúk- dóminn og gáfu honum nafn fyr- ir um 1.800 árum en insúlín varð ekki til sem lyf fyrr en árið 1921. Það var fyrst gefið manni 1922.“ Fram kemur að ekki sé vitað með vissu hvað veldur sykur- sýki. „Innihald nýjustu kenninga er að einstaklingar fæðist með tilhneigingu til sykursýki. Um- hverfi, lífsvenjur, hreyfing, fæði og fleira ráði því síðan hvort sjúkdómurinn komi fram eða ekki. Því hefur t.d. verið haldið fram að ef börn, sem eiga sykursjúka að, fái kúamjólk í æsku geti það komið af stað insúlínháðri sykur- sýki mörgum árum síðar. El þessi kenning er rétt getur sykursýki verið kröftugt fæðuof- næmi.“ í upphafi bókarinnar er varpað ljósi á eðli sjúkdóms- ins, en síðan taka við persónulegar lýs- ingar höfundar á því hvernig hann hefur tekist á við sjúkdóminn. Bókin er 160 blað- síður og gefin út af bókaforlag- inu Silja. * Morgunblaðið/Árni Sæberg LITIR voru til forna unnir úr náttúrunni og hér má sjá sambærilega liti í landslagi og í þessu altarisklæði sem er frá fyrri hluta 16. aldar. Tekið úr bókinni íslenskur útsaumur eftir Elsu E. Guðjónsson. GRÁSTEINN er skýli á Akureyrar- flugvelli þar sem Svifflugfélag Ak- ureyrar hefur verkstæði og fundar- aðstöðu. Þar eru tveir gamlir svif- flugmenn, Ágúst Ólafsson og Dúi Eðvaldsson að vinna við að gera upp gamla svifflugu, svonefnda Olympíu, sem kom hingað til lands um 1950. Takmarkið er að flugan verði tilbúin og frágengin 1997 þegar 50 ár verða liðin frá því að svifflugu af þessari gerð var fyrst flogið. Þeir Ágúst og Dúi sögðu að Olympía ætti rætur að rekja til Þýskalands. Árið 1938 hefði verið ákveðið að svifflug yrði ein keppnis- greina á Olympíuleikum. Til þess að allir sætu við sama borð yrði notuð ein gerð svifflugu. Fyrir val- inu varð þýsk sviffluga af gerðinni DSF Meise, sem reyndist afar vel, og varð vinsæl eftir keppnina. Olympía kemurtil íslands Árið 1946 var svo farið að fram- leiða Meisefluguna með svolitlum breytingiim hjá Elliots of Newbury á Englandi. Hún nefndist EoN Olympia, og var fyrst flogið 1947. Um 1950 kom hingað fyrsta svif- flugan af þessari gerð á vegum ein- staklinga í Svifflugfélagi íslands, svokallaðs Olympíuklúbbs. Það mun hafa verið 1952 eða 1953 sem Svif- flugfélag Akureyrar eignaðist flug- una og hún kom norður. Hér var henni flogið 200-250 tíma, en um 20 ár munu liðin síðan hætt var að nota Olympíu, aðallega vegna smá- bilunar sem varð á henni. Síðan hefur hún verið geymd í skýli svifflugmanna á Melgerðismelum og hefur hangið þar uppi undir rjáfri. Ágúst og Dúi sögðu að Olympía væri mjög góð sviffluga, ekki síst miðað við aldur. Rennigildi hennar (fluglengd miðað við eins metra fall) væri um 25 metrar. Nú væru þó komnar svo fullkómnar svifflugur smíð- aðar úr tefjaplasti að rennigildi þeirra væri allt að 50 metrum. Ágúst gekk í Svifflugfélagið 1943 og Dúi 1947. Báðir eiga að baki reynslu í svifflugi og saga flugsins er þeim töm. Þeir félagar. eru nú að gera við vængi Olympíu, hreinsa þá og lagfæra smávægileg- ar skemmdir sem orðið hafa við tveggja áratuga geymslu. Flugan er smíðuð úr úrvalsfuru og vængir- sjá þar mikla dýrð. Hans per- sónulegu herðatré, svo sérstök og fín. Engar venjulegar lyklaklppur Þeir sem ekki treysta sér í herðatrén, eða hefur hlaupið kapp í kinn við tijábjástur, geta sem best sett eigið mark á lykl- ana. Lyklakippur fást í ótrúlegu úrvali í búðum, en óneitanlegra er skemmtilegra að opna dyr húss síns með óvenjuleguin og einstökum hætti. Heimatilbúin lyklakippa get- ur verið sáraeinföld (eða mjög flókin) og aftur er vísað til myndanna. Þær skýra sig sjálfar og ættu að minnsta kosti að kalla fram drátthaga blýantinn í fólki og efla með því fram- kvæmdagleði. Smáatriðin gleðja, kannski mest, en ábyggi- lega oftast. ■ Þ.Þ. F ortíðin lumar á mörgum góðum hlutum sem fallið hafa í gleymsku Morgunblaðið/Rúnar Þór Ágúst Olafsson og Dúi Eðvaldsson að dytta að vængnum af Olympíu. A veggjum sjást hlutar úr Grunau 9, elsta loftfari á Islandi nir eru kæddir birkikrossviði, þriggja laga, 0.8-2 mm að þykkt. Framundan eru ótaldar vinnustund- ir, gætu skipt hundruðum ef ekki þúsundum, því þetta er mikið ná- kvæmnis- og nostursverk. En Ág- úst og Dúi sögðu að tíminn væri afstæður og ekkert lægi á. Þeir þyrftu ekki að vera búnir fyrr en eftir tvö ár. Greinilegt var á öllu fari þeirra félaga að þeir nutu þess af sannri gleði að geta varið tóm- stundum á fullorðinsárunum við dægradvöl sem verið hefur aðal- áhugamál á langri ævi. Dýrgripurinn frá 1937 Á veggjum og í lofti Grásteins er dýrgripur Sviffflugfélagsins, Grunau 9 rennifluga, sem mun vera elsta loftfar sem varðveitt er á Is- landi. Ágúst og Dúi sögðu að Svif- flugfélag Akureyrar hefði verið stofnað 1937. Sama ár hefðu verið útvegaðar teikningar af Grunau 9 og smíði hennar hafin á verkstæði Kristjáns Mikaelssonar, eins stofn- enda félagsins, við Hafnarstræti, þar sem nú er leikfangamarkaður. Þessari renniflugu var fyrst flogið árið 1938. Það var þýskur flugmað- ur og kennari, Carl Reichstein, af- skaplega vandaður maður og góður drengur sem flutti þá til Akur- eyrar. Hann kenndi mönnum einnig ■ að nota hana. Grunau-flugunni var komið á loft þannig að tveir menn héldu henni fastri með böndum sem fest voru í lykkju við stélið en 6-8 menn fóru með teygju í V fram og út frá flug- unni. Flugmaðurinn kallaði fyrst: „Ganga!“ Þegar slakinn var farinn af teygjunni kallaði hann svo „Hlaupa!“ og dráttarmennirnir hlupu og strengdu á teygjunni sem mest þeir máttu. Þegar teygjan var orðin nægilega strekkt kallaði flug-, maðurinn „Sleppa!" og þá slepptu' þeir sem héldu að aftan og þannig var flugunni ævinlega skotið af stað og á loft. Grunau-flugan hafði ekki mikið flugþol en að sögn Ágústs og Dúa var henni flogið víðs vegar á og við Akureyri og í Eyjafirði, eiginlega alls staðar þar sem menn fundu nægilegt uppstreymi. Grunau 9 var gerð upp fyrir nokkrum árum og er hið fegursta stáss. ■ Sverrír Páll Erlendsson asti ullarþráður var dýrmætur og nýttur. Ennfremur tók ég eftir hvað ull- arflíkurnar voru þæfðar og oft erfitt að sjá hvernig flíkin var pijónuð eða saumuð saman. Saumar voru víða ósýnilegir og komst ég m.a. að því að ullarklæðin voru vörpuð saman með nokkurs konar varpsaumi en hann er nú lítið notaður. Varpsaum- ur er í raun mjög einfaldur og hægt að kenna krökkum að búa til ýmsa hluti með honum. Upp úr þessari áhugavakningu á sögulegum klæðnaði á íslandi fór ég í þjóðháttarfræði í Háskóla ís- lands og hef sérhæft mig í íslenskum fatnaði fyrr á öldum, en ég hef sér- staklega rannsakað karlmannafatn- að bæði hér og í Kaupmannahöfn. Eg hef og borið hann saman við samtíðarfatnað í nágrannalöndunum og hef ekki enn fundið neitt í líkingu við mörg íslensku ullarfötin.“ Endurmenntunarnámskeið fyrir kennara Endurmenntunarnámskeiðið fjall- aði um, eins og áður sagði, íslenska verkmenningu og textíliðju, sögulegt og menningarlegt gildi hennar og verklegan þátt. Kennt var hvernig íslenska ullin var unnin allt frá ullar- reyfi til spunnins þráðar og hvernig tog og þel er skilið sundur. Einnig var litið á menningarlegt gildi ullar- vinnunar og sýnt fram á tengsl nátt- úru og ullarvinnu. Svo og hvernig náttúrulegir litir voru notaðir til þess að lita ullina, og hvaðan litirnir eru sóttir. Fríður fann landslagsmyndir sem höfðu sam- bærilega Moreunblaðið/RAX Á ÞESSU gamla mynstri má sjá hvernig litir voru sóttir til náttúrunnar og landslagsins. Tekið úr Handíðir horfinnar aldar eftir Elsu E. Guðjónsson. „ÍSLENDINGAR eru fyrstir Norð- urlandabúa að læra að pijóna, en þeir fóru að pijóna snemma á sext- ándu öld. Talið er að pijónið hafi komið sunnan úr Evrópu en þangað kom það líklega austan að,“ segir Fríður Ólafsdóttir, dósent við Kenn- araháskóla íslands, en hún hélt ný- lega endurmenntunamámskeið í ís- lenskri verkmenningu og textíliðju. „Pijónaðir ullarmunir frá sextándu öld fundust í fornleifagreftri við Stóruborg og eru taldir elstu pijóna- munir sem fundist hafa á Norður- löndum. íslenskur ullarvarningur var fyrr á öldum helsta útflutningsvara landsins og var íslenskt vaðmál notað víða um Norður-Evrópu. Það stunduðu flestir ullar- vinnsiu og ísland var þekkt sem ullarframleiðsluland. Það er sambærilegt við það að nú þekkja flest- ir til persnesku tepp- anna frá íran.“ íslenska iðnbyltingin Upp úr fyrri iðnbyltingunni svokölluðu var lárétti vefstóll- inn orðinn al- gengur erlend- is og þá var hægt að vefa fínna vaðmál í Evrópu svo að erfiðara var a_ð selja þar íslenskt vaðmál. Þá tóku íslend- ingar upp pijónana og fóru að pijóna og seldu út íslenska pijónavinnu. Það var svo ekki fyrr en árið 1752 að lárétti vefstóllinn, fyrstu þel- Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÍÐUR Ólafsdóttir og nokkur sýnishorn af gömlum textílmunum sem hún setti upp fyrir námskeiðið. liti og notaðir voru til þess að lita ullina og hengdi sýnishornin upp við hliðina á myndunum til samanburð- ar. „Námskeiðið stóð í fjóra daga og var eftirsókn og áhugi gífurlegur," segir Fríður, „það sóttu 130 manns um að komast á námskeiðið en að- eins 16 komust að. Áhuginn kom mörgum mjög á óvart og sýnir það að sá orðrómur um að með framför- um séu gömlu vinnubrögðin úrelt og tímaskekkja sé að grafa það gamla og úrelta upp, er rangur. Fólk hefur víst áhuga, og ekki síður börnin sem námskeiðið á að ná til. í barnaskólunum á Eiðum og á Hall- ormsstað var gömul textíliðja kennd í handavinnu í fyrra. Börnin höfðu ótrúlega mikinn áhuga á öllu sem viðkom ullinni, kemba og spinna á snældu og lita ullina með náttúrulit- um.“ Fortíðin lumar á mörgum góðum hlutum sem við höfum gleymt „Markmið námskeiðsins var að minna á hversu sem við höfum ýtt til hliðar og gleyrnt," segir Fríður. „Satt að segja var verkkunnátta með gamla Iaginu næstum útdauð þegar ég fór að kynna mér hana fyrir nokkrum árum og sannfærðist um gildi hennar í íslenskri menningu og því er mér það kappsmál að koma henni áfram til komandi kynslóða. Einnig er eftirtektarvert hversu þessir gömlu ullarhlutir eru slitsterk- ir og endingargóðir, en það er af því hvað ullarvinnan var vönduð og allar flíkur þæfðar. Því miður hefur ullarvinnan ekki verið nógu vönduð síðustu ár þar sem meira er litið á afköst en vandvirkni. Ef maður ber saman gömlu textílhlut- ina við marga nýrri þá sér maður því miður tvo ólíka hluti. Nú er hægt að þæfa ullarvoðir í þvottavél á sextíu gráða hita. Ull- in þéttist og fær aðra eiginleika. Ullarefnið verður sterkara og raknar ekki upp, jafnvel þó að það sé klippt til. Sem betur fer hefur orð- ið eins konar vakning um vandaðri vinnubrögð á ull- inni og fólk er að gera mjög góða hluti núna í fram- leiðslu gams og ullarmuna." Kennslumyndband Kynningarstarfi á gömlu vinnu- brögðunum verður haldið áfram. Nú er verið að gera kennslumyndband sem verður m.a. notað í skólum, og vonandi verður það tilbúið um jólin. Einnig verður gert sérstakt kynning- armyndband fyrir bændur. Þar að auki verður gefin út 30-40 síðna leiðbeiningabók um ullarvinnu fyrri tíma og hvemig nýta má þá þekkingu i framtíðinni." ■ Þórdís Hadda Yngvadóttir m BB qaHsvm Veist þú hvers vegna skorið epli verður brúnt? Það er súrefnið í andrúmsloftinu sem veldur oxun í sárinu. Þegar súrefnið umbreytist í líkamanum getur svipað átt sér stað af völdum svonefndra sindurefna. Hver fruma líkamans er varin með himnu sem inniheldur m.a. hátt fituhlutfall. Sindurefnin valda því að þessi fita oxar, sem veikir vörn frumunnar og gerir hana viðkvæma fyrir árásum. Þetta getur gerst vegna utanaðkomandi áhrifa, t.d. reykinga, streytu og mengunar. Rannsóknir vísindamanna benda til að slíkar frumuskemmdir geti skaðað heilsuna. Líkaminn getur varist sindurefnum með svonefnd- um andoxunarefnum. Sum andoxunarefni fáum við úr fæðunni. Andox inniheldur valin andoxunarefni í einu öflugu hylki. Eitt hylki á dag getur hjálpað líkama þínum að verjast sindurefnum. 90 lófliir ANDOX andoNiinarcmi sindurefnum xíkavnattum leilsuhúsið Skólavörðustíg &Kringlunni ALOE VERA FRÁ JASON 84% Aloe Vera Hand & Body Lotion (Líkams- og handáburður), frá JASON á engan sinn líkan. Kgssk kambarnir og rokkurinn komu til landsins, en þá hafði þráður til þessa verið spunninn á halasnældu. Þel- kambarnir leystu íslensku kambana af hólmi en þeir voru það grófir að þeir lfktust hrífu- hausum. Þetta var íslenska iðn- byltingin sem Skúli Magnússon stóð fyrir um þetta leyti þegar hann flutti inn fyrstu ullarverksmiðjuna sem var til húsa í Aðalstræti. Áhugi vaknaðl á sögulegum klæðnaðl við búningahönnun Fríður útskrifaðist úr handíða- deild Kennaraskólans og fór svo utan til Berlínar þar sem hún lærði hönn- un í fimm ár. Hér hefur hún kennt jafnframt því að stunda hönnunar- vinnu. „Áhugi minn á sögulegum klæðnaði vaknaði fyrir alvöru þegar ég fór að vinna við búningahönnun fyrir kvikmyndir, en þá varð ég að grúska í söguleg- um heimildum um klæðnað karla og kvenna fyrr á öldum. Ég komst þá að ýmsu merkilegu. Til dæmis hversu ullarvinnan var stór þáttur í menningu íslendinga. Allt heimilisfólk fékkst við ullina. Ullar- vinnan markaði daglegt líf jafnframt hinum hefðbundna búskap. Hver bær varð eins og lítið iðnaðar- samfélag þar sem allir unnu við ullina, allt frá börnum til gamalmenna í kör. Hver ein- Ullarvinna með gömlu aðferðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.