Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 B 7 FERÐALÖG Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir NÁTTÚRUFEGURÐ er mikil í Hvanngili þar sem unnið er af fullum krafti við bygginguna. FERÐAMENN nútímans gera kröfur um hreinlæt- isaðstöðu á helstu viðkomustöðum, en snoturt hús hefur risið í Hvanngili með salemum og vöskum. Anino í Hvanngili lækjum sem renna út í beljandi Jök- ulsá. Aðalleiðin í þjóðgarðinn liggur af þjóðvegi númer 85 í Kelduhverfi. Frá Húsavík er þá ekið um Tjörnes. Einn- ig má aka þjóðveg 864 frá Gríms- stöðum á Fjöllum, norður í Keldu- hverfi og er þá ekið um Hólssand. Þjónusta og möguleikar í garðinum eru rekin tjaldsvæði í Ásbyrgi og Vesturdal. Aðaltjald- svæðið er í Ásbyrgi en þar er þjón- ustumiðstöð og aðstaða fyrir gesti mjög góð. í Vesturdal er fallegt tjaldsvæði frá náttúrunnar hendi. Jökulsárgljúfur eru kjörið land til gönguferða enda verða þau ekki skoðuð að gagni nema leggja land undir fót. Merkt gönguleið liggur eftir endilöngum þjóðgarðinum, frá Ásbyrgi og suður að Dettifossi og liggur leiðin víðast með gljúfrunum. Það er 2ja daga gangur með við- komu í Vesturdal. Einnig eru merktar gönguleiðir í og kringum Ásbyrgi, í Hljóðaklettum og Vest- urdal og í Hólmatungum. Leiðir eru mislangar og margbreytilegar og getur hver fundið gönguleið við hæfi. Landverðir eru í þjóðgarðinum yfir sumarmánuðina. Þeir hafa að- setur í Ásbyrgi og Vesturdal og er hlutverk þeirra margþætt. Þeir veita upplýsingar um þjóðgarðinn og fræða gesti um náttúrufar og söguna, einnig hafa þeir með hönd- um eftirlit, umsjón tjaldsvæða og gönguleiða. Gestum býðst að fara í skipulagð- ar gönguferðir með landvörðum. Eru það stuttar gönguferðir 1-2 klst. og lengri ferðir 3-4 klst. Sér- stök dagskrá er fyrir börn og í sum- ar er eitthvað um að vera á hveijum degi fram til 14. ágúst. í gönguferð- unum er kynnt náttúra og saga og eru gestir hvattir til að slást í hóp- inn og nýta sér þessa þjónustu sem er ókeypis. Hlutverk þjóðgarðsins er tvíþætt. Annars vegar að varðveita sérstætt náttúrufar og svo að veita almenn- ingi aðgang að svæðinu með þeim takmörkunum sem eru nauðsynleg- ar til að vernda það. Með því að virða reglur sem í garðinum gilda leggjum við einnig grunn að því að komandi kynslóðir geti notið svæð- isins eins og við gerum nú á dögum. Sigþrúður Stella Jðhannsdóttir ® Höfundur er landvörður Hellu - Framkvæmdir eru langt komnar við uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðalanga í Hvanngili á Rang- árvallaafrétti, sem er miðja vegu á svokölluðum „Laugavegi“ milli Þórs- merkur og Landmannalauga. Á síðasta ári hófst starfsémi Rangárvallahrepps á afréttinum með því að byggja landvarðarhús. og vatnssalerni. Einnig voru útbúin tjaldstæði og hestagirðing og bygg- ing skála stendur nú sem hæst. Land- vörður tók til starfa í fyrra en hann hefur eftirlit með afréttinum fyrir hreppinn, sér um leigu á hestagirð- ingunni og heysölu til hestamanna en þeir eiga mjög oft leið þama um. Stofnað var félag um byggingu nýja hússins í Hvanngili en að því standa Rangárvallahreppur og Flugbjörgun- arsveitin á Hellu. Að sögn Áma Þ. Guðmundssonar formanns byggingamefndar er stefnt að því að taka húsið í notkun í næsta mánuði. „Húsið er samtals um 140 fermetrar á tveim hæðum en svefn- plássier í kojum íyrír 40 manns á þeirri neðri og á dýnum á þeirri efri. Það er vaxandi þörf fýrir aðstöðu á afréttinum, sérstaklega fyrir hesta- menn sem fara hér um í stórum hóp- um. Nú er hægt að taka vel á móti þeim með nýju girðingunni, heysölu og hesthúsi sem er fyrir hendi í gamla gangnamannahúsinu en það er stutt frá því nýja. Þá nýtist húsið gangna- mönnum á haustin og vélsleðamönn- um á vetrum." Landvörður í Hvanngili er Guðjón Marteinsson en varsla mun verða á staðnum út ágústmánuð. Hann sagði það góðan kost að dvelja í Hvanngili í nokkra daga og annað hvort aka eða ganga um afréttinn. „Það eru svo margir kostir í boði sem vert er að skoða, alltof margir eru að ganga þessa sömu leið á „Laugaveginum“. Það er t.d. hægt að veiða í Álftavatni sem er hér skammt frá, fara í Strúts- laug, inná Krók og Þverárbotna. Þetta svæði er ósnortið og náttúrufegurð einstök en aðalatriðið er að sýna var- kámi og vera ekki að þvælast um óbyggðirnar einbíla." ■ Ferðamenn sneiða hjá Sviss og flykkjast til ftalíu Ziirich. Morgunblaðið. HÓTELEIGENDUR í sviss- nesku kantónunni Tessín við OO landamæri Ítalíu búast við allt að 70% færri hótelgestum í sumar en á sama tíma í fýrra. Sterk staða svissneska frankans og veik ítölsk líra er fyrst og fremst ástæðan fyr- ir því. Ferðamenn kjósa að dveljast ítal- íumegin við landamærin þar sem landslagið er svipað en uppihald kostar aðeins brot af því sem það er í Sviss. Hótelin eru mun ódýrari og þriggja rétta máltíð með víni á meðalgóðum matstað á Italíu þarf ekki að kosta miklu meira en 1.100 krónur. Samskonar máltíð í Sviss er tvöfalt dýrari. íbúar Tessín streyma því einnig til Ítalíu til að borða úti og kaupa inn. Samtök hóteleigenda í Tessín hafa nú farið fram á það við stjórn- völd að þau styrki ferðamannaiðn- aðinn í Tessín. Allir eru ekki sam- mála um að það sé nauðsynlegt og telja hóteleigendur geta leyst hluta vandans sjálfir með því að bjóða betri þjónustu fyrir lægra verð. Tryggir gestir a Costa del Sol ÞÓ SVO að mjög hafi dregið úr ferðamannastraumi til Costa del Sol á Spáni allra síðustu ár kemur fram í könn- un spánska ferðamálaráðsins að þriðjungur ferðamanna sem sækir þangað hefur verið þar sex sinnum áður eða jafnvel oftar. Og 59% þeirra segjast vilja koma aftur innan þriggja ára. Um 80% gesta býr á strandlengjunni frá Torrimol- inos til Marbella. Um helmingur er í hópferð- um og 58,2% sögðust vera ánægð og þriðjungur að þeir væru mjög ánægðir. Aðeins 2% voru óánægð. ■ Kajakmot Flóka í Vatnsf irði KAJAKMÓT Flóka Vilgerðarsonar verður í Flókalundi í Vatnsfirði dagana 4.-7. ágúst. Mótið er opið öllu áhuga- fólki um sjókajakferðalög við strendur íslands. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sjókajakmót er haldið hér og er tilgangurinn að fræðast og skemmta sér. í Vatnsfirði er mikil náttúrufegurð og hentar strandiengjan öll vel til ferðalaga á sjókajak. Mótið er haldið í samvinnu Flókalundar og Ferðamanna, sem eru reyndir kappar í sigl- ingum og ferðalögum á sjókajökum. Hótelið gefur mótsgestum 20% afslátt á gistingu í 3 nætur og í boði er sérstakur kajakmat- seðill. Tjaldsvæðið í Vatnsfirði er öllum opið meðan á móti stendur. Auðvelt er að komast vestur í Vatnsfjörð, annaðhvort, KAJAKMOT verður haldið við Flókalund í Vatnsfirði 4.-7. ágúst. akandi eða með Breiðafjarðarfeijunni Baldri sem leggur upp frá Stykkishólmi í Bijánslæk með viðkomu í Flatey. Meðal atriða eru stutt námskeið í félagabjörgun og er þá t.d. farið yfír ýmis öryggisatriði. Á laugardag er róið í úteyjar og sker Breiða- íjarðar. Á sunnudag er keppt í ýmsum greinum á sjókajak og um kvöldið heldur Baldvin Kristjánsson hjá Ferðamönn- um erindi um sjókajakferðir og sýnir myndir. Síðan er rabbstund og mótslok en mánud. 7. ágúst er opin dag- skrá og verður þá áfram hægt að leigja báta og fara í stuttferðir. Hægt er að fá leigða kajaka, eins eða tveggja manna og er allur búnaður innifalinn. Leiga er kr. 500 fyrir 1 klst. og kr. 1.500 fyrir dagsferð. ■ hafa ferðalangar, innlendir og er- lendir, getað sótt upplýsingar um þá þjónustu sem býðst. Upplýsingamið- stöðin er nú í Bankastræti 2 og um 50 upplýsingamiðstöðvar víða um land. Sumar eru reknar af sveitarfé- lögunum sem þá væntanlega kynna alla þá þjónustu sem veitt er. Aðrar eru reknar af einkafyrirtækjum og ráða eig- endur hvort þeir kynna bara eigin þjónustu eða allt sem í boði er. Sumar upplýsingamiðstöðv- arnar eru merktar með „i“ ein- göngu. Það þýðir að á staðnum eru upplýsingaskilti þar sem merktir eru inn áhugaverðir staðir, en ekkert afgreiðslufólk er á staðnum. Aðrar miðstöðv- ar eru merktar með „T“, (sjá nánar í reglugerð frá dóms- málaráðuneyti sem fæst í Bókaverslun Lárusar Blöndal), sem merkir að þar er af- greiðslufólk sem gefur upplýs- ingar. Enn ein merkingin er „i“ ásamt íslenska fánanum og táknar að upplýsingamið- stöðin er viðurkennd af Upp- lýsingamiðstöð ferðamála í Reykjavík. Eins og sést á þessu starfa þær upplýsingamiðstöðvar sem reknar eru hér á mismunandi grunni. Víða erlendis verða upplýs- ingamiðstöðvar að fá viðurkenningu opinberra aðila til að mega nota „i“- merkið. Hér ríkir sú stefna að allir geta opnað upplýsingamiðstöð og notað alþjóðlega merkið „i“, án þess að ferðamenn hafi tryggingu fyrir að þeir fái áreiðanlegar og tæmandi upplýsingar. Allir einstaklingar eiga að búa við það frelsi að geta opnað og rekið þá þjónustu sem þeir vilja. Við, ferðamennirnir, verðum bara að reka okkur á og læra af reynslunni hvaða upplýsingamiðstöð er áreiðanleg. Hvað ætli neyt- endasamtökin segi um þetta? Miðaldra hjón sem fóru ak- andi norður í land sl. sumar gerðu sér ekki grein fyrir muninum á þessum ýmsu merkingum fyrr en leið á ferð- ina. Þau sóuðu tíma sínum oft til einskis, fóru inn þar sem „i“-merkið var uppi, en þá var þar aðeins venjuleg pylsusala með skilti á veggnum þar sem merktir voru helstu ferða- mannastaðir í sveitinni. Engan var hægt að spyija og engin svör að fá. Það þótti þeim hálfgert svindl og að alþjóð- lega „i“-merkið stæði ekki undir þeim væntingum sem hinn venjulegi ferðamaður gerir til þessa merkis. Þess vegna eru þessar leiðbeiningar teknar saman að þeir sem nú eru að fara í sumarfrí geti gert greinarmun og þurfi ekki að eyða tíma sínum til spillis. Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn geta verið mjög gagnleg- ar til að fá upplýsingar um þá þjón- ustu sem er í boði, en spuming er hvort ekki þurfi að uppfræða hinn almenna ferðamann um hvaða mun- ur er á öllum þessum „i“-um. ■ Birna G. Bjarnleifsdóttir. Höfundur er leiðsögumaður Merki þetta er notað til að visa á stað þar sem ferðamönn- um eru veitt- ar upplýs- ingar á skrifstofu. Merkið visar á stað þar sem ferða- mönnum eru veittar upp- lýsingar með upplýs- ingatöflum. Fjögur ny serkort fra Landmælingum íslands KOMIN eru út fjögur ný sérkort frá Landmælingum Islands. Þrenn em nýendurskoðuð og gerð á hefðbund- inn hátt og nýtt kort er af Vest- mannaeyjum sem unnið er í tölvu. Er þetta einn liðurinn í því að fjölga sérkortum um ís- land, en með þeim er komið til móts við þarfir ferða- manna, hvort sem þeir em gangandi, akandi eða á öðr- um fararskjótum. Nýtt sérkort af Vestmannaeyjum Sérkortið af Vestmanna- eyjum er nýtt í flokki sér- korta og er það í mæli- kvarðanum 1:50.000. Kort- ið er að öllu leyti unnið í tölvu og á bakhlið þess er loftljósmynd í lit af Heima- ey í mælikvarðanum 1:10.000. Á kortinu er auk þess að finna jarðfræðikort og götu- kort með nafnaskrá. NýendurskoAað kort af Þórsmörk/Landmannalaugum Sérkortið af Þórsmörk og Land- mannalaugum er nýendurskoðað og er það i mælikvarðanum 1:100.000. Á kortinu er merktur inn hinn sívin- sæli „Laugavegur", eða gönguleiðin á milli Þórsmerkur og Landmanna- lauga. Auk þess er leiðin frá Skógum til Þórsmerkur yfír Fimmvörðuháls merkt. Á kortinu er að fínna alla ökuslóða, þ.á m. fjallabaksleiðirnar báðar, skála og sæluhús á svæðinu auk þess sem Hekluhraun frá þess- ari öld eru sérstaklega merkt inn með ártölum. Húsavík/Mývatn Einnig er komið út sérkort af Húsavík og Mývatni og er það nýendurskoðað. Það er í mælikvarðanum 1: 100.000. Kortið nær m.a. yfir þjóðgarðinn í Jökulsárg- ljúfrum, Ásbyrgi og Detti- foss. Á kortinu er að finna alla ökuslóða, skála og sælu- hús, auk þess sem hraun frá Kröflueldum eru sérmerkt. Nýtt sérkort af suðvesturlandi Nýja sérkortið af suðvest- urlandi er í mælikvarðanum 1:100.000 en það nær yfir Reykjanesskagann, norður fyrir Esju og að Þingvöllum. Á kortinu eru allir akvegir og slóðar auk göngu,- og reiðleiða. Það er prentað með gróðurlit sem unnin er eftir gervitunglamyndum og er fyrsta landakortið þeirrar gerð- ar. Kort af suðvesturlandi hefur ver- ið ófáanlegt lengi. ■ Morgunblaðið/Sverrir FJÖGUR ný sérkort komin út frá Landmælingum íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.