Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA tiqgmtlMbifeifr 1995 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ BLAÐ C Jóhannes nálgast peningaverðlaun JÓHANNES B. Jóhannesson er kominn í sjöttu umferð á opna breska mótinu í atvinnumótum snó- kerspilara í Blackpool í Englandi. Jóhannes sigraði Simon Parker 5-3 í 4. umferð og Shan Mellish, sem er mjög sterkur spilari, 5-4 í fimmtu umferð en ef hann vinnur í næstu umferð er hann kominn í hóp 128 bestu spilarana og þar gefa sigrar oft góð pen- ingaverðlaun. „Þetta var tæpt en minn besti sigur og það lengsta seméghef náðáatvinnumannamóti," sagðiJóhann- es eftir leikinn gegn Mellish en Jóhannes ætlar að koma heim í millitíðinni þar sem næsta umferð verð- ur ekki leikin fyrr en 19. ágúst, „ég er þegar kom- inn lengra en nokkur íslendingur hefur náð." Kristián Helgason tapaði í 4. umferð á sama móti fyrir Róbert Chatmann, 5-1. „Þetta var hrika- lega erfitt og ég var alveg búinn að vera eftir leik- inn," sagði Kristján eftir leikinn en hann er líka á heimleið. FOLK ¦ OLEG Salenko, rússneski fram- herjinn sem vann sér það til frægð- ar að gera fimm mörk gegn Kamer- ún á HM í Bandaríkjunum 1994, er kominn til Glasgow Rangers. Félagið keypti hann í vikunni frá Valencia á Spáni fyrir 1,6 milljón punda — um 160 milljónir króna. ¦ RANGERS hefur einnig keypt Gordan Petric frá Dundee Ún- ited, fyrir 1,5 milljónir punda. ¦ PAUL Gascoigne hefur skorað í fjórum fyrstu leikjum sínum fyrir Rangers, allt æfingaleikjum í Dan- mörku. Síðast með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu af 30 m færi. ¦ JÚRGEN Klinsmann, gerði tvö mörk í gærkvöldi, þar af annað úr víti, þegar Bayern Miinchen sigraði Dortmund 3:2 í úrslitaleik árlegs æfingamóts fyrir deildarkeppnina í Þýskalandi. Meistarar Dortmund voru 2:0 yfir í hálfleik en Klins- mann og félagar komu tvíefldir til leiks eftir hlé og léku þá mjög vel. ¦ MANCHESTER United hefur samið við Sky sjónvarpsstöðina um sýningar frá Evrópuleikjum félags- ins í vetur. Samningurinn er sá stærsti sem enskt félag hefur gert vegna Evrópukeppni — United fær um 500.000 pund, 50 milljónir króna fyrir hvern heimaleik, og tal- ið er að félagið gæti nælt í allt að 6 milljónum punda — 600 millj. króna, ef það kemst alla leið í úr- slit UEFA-keppninnar. ¦ SÖGUR herma að Robbie Fowler, markaskorainn mikli hjá Liverpool, sé óánægður vegna þess hve hann hefur miklu lægri laun en Stan Collymore, sem var nýlega keyptur til félagsins á 8,5 milljónir punda frá Nottingham Forest. ¦ FOWLER er aðeins 19 ára en gerði 31 mark fyrir Liverpool í fyrravetur, sem var fyrsta tímabilið sem hann var fastur maður í liðinu. Greint var frá því í einu ensku blað- anna í gær að Manchester United vissi af óánægju piltsins og væri tilbúið að kaupa hann. Sagt var að Alex Ferguson væri tilbúinn að bjóða hvorki meira né minna en níu milljónir punda í Fowler. Það yrði met í Englandi — sá dýrasti til þessi er áðurnefndur Collymore. ¦ LTVERPOOL vann Birming- ham 1:0 í æfingaleik í fyrrakvöld. Ian Rush og Fowler byrjuðu í framlínunni, en á 56. mín. kom Collymore inná í stað Fowlers og . það var eftir frábæran undirbúning nýliðans sem Rush gerði eina mark- ið. KNATTSPYRNA Dómaraskýrsla um á- horfendur í Kaplakrika HAFNFIRÐINGAR í áhorfenda- stúkunni á Kaplakrika á leik FH og KR í fyrrakvöld, voru mjög ósáttir við dómara leiksins. Þeir létu það óspart í ljós þegar dómaratríóið gekk af velli að leikslokum og rigndi meðal annars smámynt og munn- vatni yfir dómarann en einnig yfir Guðjón Þórðarson þjálfara KR og fleiri. Eftirmálar gætu orðið -af þessum atburðum því dómari leiksins gaf skýrslu um atvikið eftir leik. „Ég sendi inn skýrslu. FH-ingar hafa verið mjög rólegir eins og reyndar flest önnur lið og ég hef ekki lent í svona atvikum {langan tíma," sagði Guðmundur Stefán Maríasson, dóm- ari leiksins við Morgunblaðið í gær, en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um málið. Að sögn reynds dómara sem fylgd- ist grannt með hefði hegðun áhorf- enda, af því tagi sem sást í Kaplakrik- anum í síðari hálfleik og að leik leikn- um, getað reynst FH-ingum dýrkeypt í Evrópukeppni og haft miklar sektir í för með sér. Hann sagði líka að það hefði verið furðulegt að horfa uppá fullorðna menn og konur missa stjórn á sér, þar sem mistökin í leiknum hefðu ekki síst legið hjá leikmönnum liðsins sjálfum. Loks úti- sigur ÍBV EYJAMENN sigruðu Valsmenn í gærkvöldi að Hlíðarenda í síðasta leik tíundu umferðar 1. deildar karla, með þremur mörkum gegn einu. Þetta var fyrsti útisigur Eyjamanna í fyrstu deildinni í tæp tvö ár, síðan þeir sigruðu Víking í september 1993. Á myndinni hér að ofan er fyrsta mark Eyjamanna í uppsiglingu; há sending kom frá miðju Eyjamanna, Valur Valsson náði ekki til knattarins en Steingrímur Jóhannesson náði að pota knettinum framhjá honum og skjótast einn innfyrir og skora. Fyrstl sigur / C4 KNATTSPYRNA: STJARNAN OG FYLKIR HALDA SÍNU STRIKI12. DEILD / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.