Morgunblaðið - 28.07.1995, Side 3

Morgunblaðið - 28.07.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 C 3 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson 1JÖRTUR Hjartarson skallar að marki Fyikis og félagi hans, Valdfmar Slgurðsson fylgist spenntur með. Hjörtur hefur verið iðinn við kolann í sumar og hefur gert sex mörk. Morgunblaðið/Gunnlaugur Kjartani r að marki Fylkis en Kjartan Sturlu- betur. Kjartan lék mjög vel í gœr- íokkrum sinnum meistaralega. Því færri, því betri! ÞEGAR Stjörnumenn misstu mann útaf gegn KA í Garðabæn- um í gærkvöldi tók það þá að- eins 8 mínútur að gera tvö mörk en þegar KA-maður fékk rautt liðu 7 mfnútur að marki KA. Stjarnan náði þó að klára dæmið örugglega með 3:2 sigri í stórskemmtilegum ieik og hetdur efsta sæti deildarinnar. Stefán Stefánsson ■ skrífar Akureyringar byrjuðu af meiri krafti en heimamenn komust fljótlega inní leikinn. Hvort lið átti góð færi en mark- verðir vörðu vel. Á 33. mínútu fékk Stjörnumaðurinn Rúnar Páll Sig- mundsson að líta rauða spjaldið fyrir að stöðva sóknarmann KA en Gylfi Orrason dómari var ekki í vafa og sagði að brotið hefði verið eftir að boltinn var farinn. Garðbæingar efld- ust við atvikið og fímm mínútum síð- ar fékk Ingólfur Ingólfsson góða sendingu innfyrir vörn KA, stöðvaði boltann í loftinu og skaut strax yfir Eggert Sigmundsson markvörð KA. Aðeins þremur mínútum síðar lék besti maður vallarins, Baldur Bjarna- son, í gegnum vöm KA og renndi boltanum framhjá Eggerti í markinu. KA-menn ætluðu greinilega að taka völdin í sínar hendur eftir hlé en það leyfðu mótheijarnir ekki og á 61. mínútu fékk Guðmundur Steinsson stungusendingu yfir vörn KA og skoraði þriðja markið. Fimm mínútum síðar fór boltinn í hönd Stjörnumanns inní vítateig, dæmd var vítaspyma og Bjarni Jónsson skoraði örugglega, 3:1. Á 75. mínútu fékk síðan KA-maðurinn Halldór Sveinn Kristinsson sitt annað gula spjald og rautt í kjölfarið. KA-menn efldust við það um tíma og sjö mínút- um síðar skoraði Þorvaldur Makan Sigbjömsson annað mark KA eftir varnarmistök. Það sem eftir lifði leiks átti hvort lið ágæti færi og baráttan var mikil en mörkin urðu ekki fleiri. „Þetta var frekar erfitt hjá okk- ur,“ sagði Stjörnumaðurinn Baldur Bjarnason, sem var besti maður vall- arins, “við misstum mann en það er oft þannig að þegar lið missa menn útaf eflast þau og andstæðing- arnir slaka aðeins á. En við erum sáttir og búnir að ná okkur upp úr lægðinni sem kom yfir okkur um miðja umferð." Stjarnan var betra liðið á vellinum með meiri líkamleg- an styrk og meira sjálfstraust. Vörn- in með Lúðvík Jónasson góðan hélt vel og miðjumennirnir náðu oft búa til góð færi. Guðmundur var dugleg- ur frammi og Bjarni Sigurðsson markvörður varði oft vel. KA-menn voru ekki alveg uppi á tánum í þessum leik þrátt fyrir góða baráttu. Eggert markvörður kom í veg fyrir fleiri mörk með góðri mar- kvörslu og Dean Martin og Þorvaldur Makan unnu vel. ■ GARÐBÆINGAR í áhorfenda- brekkunum í gærkvöldi voru mjög ósáttir þegar Gylfi Orrason dóm- ari rak þeirra mann útaf. En eftir tvö mörk liðsins á innan við tíu mínútum fóru þeir að kalla: „Gylfi, sendu fleiri útaf.“ ■ BRÆÐ URNIRRirgir og Ey- þór Sigfússynir skiptu leiknum gegn KA bróðurlega á milli sín í orðsins fyllstu merkingu því Eyþór kom inná fyrir Birgi í síðari hálf- leik. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson er far- inn að leika með Bochum á ný eftir meiðsli og gerði eitt mark í 15:0 sigri gegn neðri deildar liði í vikunni. Gamla kempan Roland Wohlfarth gerði sjö mörk í leikn- um. Þórsarar ekki ívandræðum gegn Vfldngum Arfaslakir Víkingar höfðu ekkert í spræka Þórsara að gera á Akureyrarvelli í gær og hefði 4:0 sigur heimamanna Stefán Þór auðveldlega getað Sæmundsson orðið öllu stærri. Eft- skrífarfrá ir að hafa hikstað í Akureyrí síðustu tveimur leikj- um og raunar framan af þessum leik fóru Þórsarar í gang og héldu þeim þá engin bönd. Meðan Stjaman og Fylkir halda áfram að vinna sína leiki eiga Þórsarar hins vegar litla möguleika á að komast upp í 1. deild að þessu sinni. Leikurinn var fjarskalega tíðinda- lítill fyrsta hálftímann. Vitorovic átti þokkalegt skot fram hjá Víkings- markinu og hinum megin varði Ólaf- ur Pétursson vel frá Marteini Guð- geirssyni. Á 34. mín. fékk Cvijanovic laglega sendingu frá Páli Pálssyni, lék á Eirík markvörð og skoraði ör- ugglega. Víkingar mótmæltu og heimtuðu rangstöðu en uppskáru aðeins gult spjald. Staðan í leikhléi var 1:0. Seinni hálfleikur var mun fjör- ugri. Þórsarar spiluðu vel og á 52. mín. fékk Cvijanovic boltann frá Andra Marteinssyni við hornfánann, Iék á tvo Víkinga og sendi fyrir á Pál Gíslason sem kastaði sér fram og skallaði knöttinn í netið. Skömmu síðar átti Cvijanovic glæsilegt skot úr aukaspyrnu í þverslá Víkings- marksins og virtist boltinn jafnvel detta niður á innanverða marklín- una. Árni Þór Árnason potaði síðan. í netið eftir lipra sókn en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Á þessum kafla fóru heimamenn á kostum og fleiri mörk lágu í loft- inu. Þórsarar fengu víti á 65. mín. þegar Þrándur Sigurðsson rakst í Árna Þór í teignum og skoraði Svein- björn Hákonarson úr spyrnunni. Afar skemmtileg sókn leit síðan dagsins ljós á 75. mín. Birgir Þór Karlsson, aftasti vamarmaður Þórs, hóf sókn- ina, Cvijanovic sendi fyrir á Svein- björn sem renndi boltanum inn í teig og þar var Birgir Þór mættur og þrumaði upp í þaknetið. Staðan orðin 4:0 og Nói Bjömsson þjálfari leyfði varamönnunum að spreyta sig. Birg- ir Þór og Páll Pálsson vom sérlega góðir í fyrri hálfleik en Páll Gíslason *■ og Cvijanovic blómstruðu í þeim seinni. Víkingar sáu aldrei til sólar og verða að streða áfram í fallbarátt- unni. Mikilvægur sigur Víðismanna á IR Viðismenn fengu þrjú mikilvæg stig með 2:1 sigri gegn ÍR í Garðinum í gærkvöldi. ^1^^ Leikurinn var Björn ekki 8'óður °S sér- Blöndal staklega var fyrri skrifar hálfleikurinn slakur. Hlynur Jóhannsson kom heimamönnum yfir strax á 6. mínútu en eftir það lá mjög á þeim og ÍR-ingar voru miklir klaufar að skora ekki. Áttu m.a. skot í stöng. Síðari hálfleikur var skemmti- legri en sá fyrri. Víðismenn byrjuðu betur og skoruðu á 68. mín. Ari Gylfason, sem kom inná sem vara- maður, skallaði þá í netið af stuttu færi. Þvaga myndaðist í teignum eftir hornspyrnu, ÍR-ingum mis- tókst að hreinsa frá og knötturinn barst til Ara sem skoraði. Fögnuður Víðismamna var hins vegar skamm- vinnur því einni mín. síðar var dæmd vítaspyrna sem Guðjón Þor- varðarson skoraði úr fyrir ÍR-inga. Þeir sóttu svo talsvert þar sem eft- ir var. Garðar Newman, leikmaður Víðis var fljótlega rekinn af velli og þá hertu IR-ingar enn sóknina en tókst ekki að jafna þrátt fyrir ágæt færi og heimamenn fögnuðu mikilvægum sigri. ÍR-ingar fengu góð færi í leikn- um og hefðu þeir haldið betur á spilunum hefðu þeir átt að ná jafn- tefli eða jafnvel vinna, en voru klaufar. FELAGSLIF Sumarkvöld meist-' araflokks KR Meistaraflokkur KR í knattspyrnu heldur í kvöld „sumarkvöld“ í fé- lagsheimili KR við Frostaskjól. Mið- ar eru seldir á skrifstofu knatt- spyrnudeildar. GOLFKLÚBBURINN FLÚÐIR SÍMAR 486-6509 OG 486-6690 OPIÐ AFMÆLISMÓT f J 29e ‘ ‘ 18 h. m/án forgj. Karlar og konur. Golfvörur í verðlaun. Ræst út kl. 8-10 og 13-15. Aukaverðlaun: Næst holu á öllum par 3 brautum, lengsta teighögg karla og kvenna, fæst pútt. Skorkortaverðlaun. 30. júlí. Opið Öldungamót FLÚÐASVEPPIR 50-54 ára og 55 og eldri. 18h. m/án forgj. Karlar og konur. Góð verðlaun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.