Morgunblaðið - 28.07.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 28.07.1995, Síða 4
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Hef’ann Morgunblaðið/Golli FRIÐRIK FrlAriksson markvörður ÍBV um það bil að handsama knöttlnn að Hlíðarenda áður en Stewart Beards nær tll hans. Fyrsti sigur Eyjamanna á fastalandinu í tæp tvö ár Oa 4 Ingi Sigurðsson sendi knöttinn í átt að marki Vals á 29. ■ I mínútu, Valur Vaisson náði ekki til knattarins en það gerði hins vegar Steingrímur Jóhannesson sem tókst að pota lóiettinum framhjá honum og stinga sér innfyrir, lék inn í teig og lagði knöttinn í vinstra homið. OaOlngi Sigurðsson sendi stungusendingu ■ mm'íí 38. mínútu, Steingrimur Jóhannesson brunaði upp hægri í gegnum vöm Vals ' ■ tbm'ii 38. mínútu, Steingrimur?" kantinn og inn í teig, reyndi skot sem varð að fínni sendingu fyrir markið og við markstöngina vinstra megin var staddur Tryggvi Guð- mundsson sem þrumaði knettinum ( netið. Op ^jKristján Halidórsson var að dóla með knöttinn á hægri ■ %pkantinum á 50. mínútu. Ingi Sigurðsson náði honum af honum, gaf inn í teig á Sumariiða Ámason, sem iagði knöttinn á Rút Snorrason sem þmmaði knettinum með þvílíkum snilldarbrag í mark- ið að söng í netinu. 1 iQHá sending kom inn í teig Eyjamanna á 70. mínútu, ívar ■ ’J^Ingimarsson skallaði til Davíðs Garðarssonar sem setti knöttinn með kollinum í netið. „Heppnir að vera yfir í hálfleik" „ÉG er ekki sáttur við leikinn, við vomm ekki að spila vel, en sigurinn er auðvitað sætur,“ sagði Tryggvi Guðmundsson Eyjamaður. „Ég get ekki sagt annað en að við voram heppnir að vera tveimur mörkum yfir í hálf- leik, þeir vom að fá dauðafæri, en við nýttum okkar“ sagði Tryggvi. „Það er eins og við höfum ekki trú á því sem við emm að gera, það vantar að reka endahnútinn á þetta. Við éram með allt með okkur, áhorfendur styðja vel við bakið á okkur, við fáum send skeyti og kveðjur fyrir leiki og nú er þetta í okkar höndum. Það verður engin KFUM-taktík í næsta leik, við verðum að taka á þessu,“ sagði Davíð Garðarsson Valsmaður eftir leikinn. „ÞETTA var langþráður sigur, ekki síst eftir allt það sem á und- an er gengið," sagði Atli Eðvaldsson þjálfari Eyjamanna eftir 3:1 sigur þeirra á Val að Hlíðarenda í gærkvöldi. Sigurinn var svo sannarlega langþráður hjá Eyjamönnum; þetta varfyrsti útisigur þeirra í deildinni í tæp tvö ár, en þá lögðu þeir Víking í eftirminni- legum leik 9:2. Valsmenn höfðu harma að hefna eftir útreiðina sem þeir fengu í Eyjum í fyrstu umferðinni í vor, og mættu því ákveðnir til leiks. Á Stefán 18. mínútu skallaði Eiríksson Jón Grétar Jónsson skrifar framhjá úr upplögðu færi og tíu mínútum síðar vantaði ekki nema nokkra millimetra upp á til að hann næði að pota knettinum í netið eftir góða fyrirgjöf. Þrátt fyrir sterka byijun heimamanna voru það gestimir sem skoruðu fyrsta markið. Valsmenn gáfust þó ekki upp og náðu að skapa sér færi, en náðu ekki að reka endahnútinn á vænleg upphlaup. Eyjamenn bættu öðru marki við á 38. mínútu, en stuttu áður hafði Valur Valsson vamarmaður hjá Val farið út af meiddur. Það var ennþá vottur af baráttu- neista í Valsmönnum þegar þeir mættu til leiks í síðari hálfleik, en Eyjamenn voru ekki lengi að slökkva hann; með þriðja markinu eftir rúm- lega fjögurra mínútna leik. Eyja- menn fengu tvö góð færi í kjölfarið en náðu ekki að bæta við. Þegar Davíð Garðarsson kom inn á hjá Valsmönnum á 57. mínútu kom aft- ur barátta í liðið og rúmlega tíu mínútum síðar náði hann að minnka muninn. Fátt markvert gerðist eftir það og fjaraði leikurinn hægt og rólega út. Eyjamenn léku ekkert sérstaklega vel, en fóru betur en heimamenn með færin sem þeir fengu. Rútur Snorrason var sprækur á miðjunni en meiddist á 70. mínútu og fór út af. Hermann Hreiðarsson lék vel í vöminni og sprettir Steingríms Jó- hannessonar glöddu augað. Ingi Sig- urðsson var einnig mikilvægur og átti þátt í öllum mörkum þeirra. Valsmenn voru baráttuglaðir í fyrri hálfleik en gekk ótrúlega illa að ná til knattarins inn í teig. Davíð Garð- arsson kom inn á í síðari hálfleik og náði að breyta því og er það undrun- arefni að ekki skuli vera rúm fyrir Davíð í byijunarliði Harðar Hilmars- sonar þjálfara Vals. Valsmenn verma enn botnsæti deildarinnar en hefðu með sigri í gærkvöldi lyft sér upp af botninum. Framundan er botnlaus og augljóslega erfið botnbarátta og róttækra breytinga er þörf ef liðið ætlar sér eitthvað annað en að falla í aðra deild. ■ SILVIO Berlusconi forsætisráð- herra Ítalíu og eigandi AC Milan sagði um helgina að vegna veikrar stöðu lírunnar nú um stundir væri hætt við því að flutningur framheij- ans Silenzis frá Torino til Notting- ham Forest í Englandi væri bara upphafið á flótta knattspymumanna frá Ítalíu. ■ BONTCHO Guentchev sem lék í búlgarska landsliðinu í knattspyrnu á HM í fyrra hefur fengið fijálsa sölu frá Ipswich og gengið í raðir 1. deildarliðsjns Lutori. ■ BRASILÍSKI varnarmaðurinn Roberto Carlos hefur gert samning við ítalska stórliðið Inter Milan og verður Inter að punga út um 450 milljónum króna fyrir kappann. ■ ANNAR Brasilíumaður hefur skipt um félag nú í vikunni, það er landsliðsmaðurinn Marcio Santos. Hann hefur géngið til liðs við Evr- ópumeistarana sjálfa, Ajax frá Hol- landi. Santos sem er 25 ára gerði fjögurra ára samning við Ajax. ■ SANTOS hafði í júní gert samn- ing við Ajax en hrökk úr skaftinu þegar samningurinn virtist vera kominn í höfn vegna deilna um greiðslur í eftirlaunasjóð Santosar. En nú á allt að vera á hreinu og Ajax greiðir hans fyrra félagi, Fior- entina rúmlega 200 milljónir. Sant- os á að fylla skarð Franks Rijka- ards ep hann lagði knattspymus- kóna á hilluna að loknu keppnistíma- bilinu í vor. ■ ANDREI Kanchelskis leikur ekki með sínum nýju félögum í Ever- ton í leiknum um góðgerðarskjöldin- gegn Blackburn á Wembley 13. ágúst. Ástæðan er sú að hann verð- ur á sama tíma að undirbúa sig með landsliði Úkraínu fyrir leik í Evrópu- bikarkeppninni. ■ LEIKMENN þýsku meistaranna í Dortmund vom hylltir af 25.000 áhorfendum þegar þeir komu til sinnar fyrstu æfingar um sl. helgi. Aldrei hefur annar eins mannfjöldi safnast saman til að hylla meistara sína við upphaf æfingatímabilsins í Þýskalandi. ■ DALIAN Atkinson leikmaður Aston Villa er farinn til tyrkneska knattspyrnuliðsins Fenerbahce í Istanbúl. ■ ALLAR símalínur hafa verið rauðglóandi hjá ítalska liðinu Parma síðan það auglýsti eftir húsi til leigu til handa nýja leikmanni sínum, Hristo Stoichkov um síðustu helgi. Þrátt fyrir að fjöldi tilboða hafí bor- ist frá aðdáendum félagsins þá hefur ekkert af því sem boðið hefur verið er ásættanlegt fyrir kappann ■ EUGEN Haas fyrram fram- kvæmdastjóri þýska handknatt- leiksliðsins Gumersbach lést um síðustu helgi, 79 ára að aldri. Undir hans stjórn vann félagið 27 titla í hinum ýmsu mótum. Hann uppgöt- vaði líka fræga kappa eins og Joac- him Deckarm, Andreas Thiel og Erhard Wunderlich. ■ OLLAN Cassel formaður banda- riska fijálsíþróttasambandsins sagði í vikunni að samband hans myndi sækja það mjög stíft að fá heims- meistarmótið í fijálsíþróttum utan- húss árið 1999. Keppnin hefur aldrei verið haldin þar í landi. Sagði hann að Seattle yrði líklega fyrir valinu fengju Bandaríkjamenn mótið. Væntanlegir keppinautar Bandaríkj- anna fera Kina og Suður—Afríka. ■ BRESKA hlaupadrottningin Sally Gunnell, heimsmeistari í 400 metra grindahlaupi, mun ekki veija titil sinn á HM í Gautaborg í ágúst vegna meiðsla. „Ég kemst ekki í nógu góða æfingu til að veija titilinn og því vil ég ekki keppa, en ég er að vona að ég geti verið með í boð- hlaupssveitinni," sagði Gunnell.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.