Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR29.JÚLÍ1995 B 3 ,, SARA við verk sín. Högg- myndasýn- ing á Mokka SARA Björnsdóttir opnar sýn- ingu á höggmyndum á Mokka mánudaginn 31. júlí. Sara út- skrifaðist frá fjöltæknideild MHÍ síðastliðið vor. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 13. ágúst. Verkin eru til sölu. Bók Isabel Allende um sorgina Lífið snýst um að missa PAULA (útg. Harper Collins. 330 síður, verð 24 dollarar) er nýjasta bók rithöfundarins Isabel Allende frá Chile. Allende er 52 ára og sló í gegn með Húsi andanna sem hún skrifaði þegar hún var fertug, þá í útlegð í Venezuela eftir fall frænda síns, Salvadors Allende forseta Chile. Hús andanna sem komið hefur út í íslenskri þýðingu var kvik- mynduð sem kunnugt er og léku aðalhlutverkin Meryl Streep og Jeremy Irons. Eftir Allende liggja fjórar skáldsög- ur og smásagnasafn, en Paula er fyrsta verk hennar sem ekki flokkast undir skáldskap. Saga látinnar dóttur Paula er í formi bréfs til dótturinnar, en Allende byrj- aði á því á spítalanum meðan hún beið frétta af líðan dóttur sinnar. Hún var stödd í Barc- elona í desember 1991 í veislu af tilefni útkomu bókar eftir sig þegar henni var sagt að dóttirin væri á spítala í Madríd. Allende flaug í skyndi til Madríd og þær mæðgur rétt náðu að skiptast á kærleiksorð- um áður en Paula féll í dá. Hún komst aldrei til meðvitundar og lést ári seinna. Læknamistök Paula var 27 ára þegar hún lést. Það kom á daginn að á spítalanum höfðu átt sér stað mistök. Sjúkdómur Paulu, porphyria, sem fólst í röngum efnaskiptum, gat varla talist ban- vænn þótt hann væri lífshættulegur. Um þrennt var að velja að mati Al- Isabel Allende hefur samið metsölubók . Paula Frías lést 27ára. lende: fremja sjálfsmorð, fara í mál við spítalann eða skrifa bók sem gæti grætt sárin . I einbýlishúsi í Sausalito við San Franciscoflóa situr Isabel Allende umvafm minningum um Paulu, allt um kring hlutir sem minna á hana. Við bandaríska blaðakonu sem heim- sótti hana lét hún hafa eftir sér: „Allar bækur mínar eru sprottnar úr djúpum tilfinninganna, þær verða ekki til í huganum heldur búa um sig í leginu. Hún líkir lífi sínu við töfraraunsæi bókmenntanna. Hún giftist tvítug ensk-chilenskum verk- fræðingi og starfaði sem blaðamaður við kvenna- og barnatímarit. Eftir fall frændans hraktist hún f útlegð til Venezuela. Um það leyti sem hún hlaut fyrst bók- menntalega upphefð fór hjónabandið úr skorðum. Á ferðalagi í Kaliforníu 1988 hitti hún bandarískan lög- fræðing, William Gordon að nafni. Þetta var „ást við fyrstu sýn" og þau gengu í hjóna- band. Það var á heimili þeirra sem Paula eyddi síðustu mán- uðum lífs síns og þar dó hún. Ömmuhlutverkið í herberginu þar sem Paula dó fæddist nokkrum mánuð- um síðar þriðja barnabarn Allende, dóttir Nicolás bróður Paulu. Nú leggur Allende á það áherslu að vera „hin full- komna amma". Barnabörn hennar eru í „þrettán mínútna fjarlægð" frá henni og myndir af þeim á bókahillu við hlið myndar af Paulu. „Dauði Paulu og það að barnabörn mín vaxa úr grasi eru hluti af lífskeðjunni", segir hún. „Að lokum hef ég skilið um hvað lífið snýst; það er að glata öllu. Fæða ungbarnið sem verður barn, sjá barnið verða fullorðið, eins og tré fella lauf. Þess vegna verðum við hvern morgunn að lofa það sem við eigum." „SKAGAREK" INGIBJORG Þorsteinsdóttir, píanóleikari. AUÐUR Gunnarsdóttir, sópran. Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns NÆSTU þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar þann 1. ágúst kl. 20.30 eru debuttónleikar Auðar Gunnarsdóttur sópran- söngkonu. Ingibjörg Þorsteinsdóttir leikur með á píanó. Á efnisskrá eru verk eftir Haydn, Brahms, Alban Berg, Richard Strauss, Jórunni Viðar, Sigfús Einarsson og Sigvalda Kaldalóns. Auður Gunnarsdóttir stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1991. Kennari hennar var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Árið 1993 innritaðist hún í Ljóða- og óperudeild tónlistarháskólans í Stuttgart og mun ljúka námi þaðan næsta sumar. Kennarar hennar þar eru prófessor Luisa Bosabalian og France Simard. Auður hefur tekið þátt í fjöl- mörgum uppfærslum skólans og meðal annars sungið hlutverk Donnu Elviru í óperunni „Don Giovanni" eftir Mozart, Marie í „Seldu brúðinni" eftir Smetana og hlutverk Evridísar og Amors í „Orfeus og Evridís" eftir Gluck. Einnig hefur hún komið fram sem einsöngvari við ýmis tækí- færi og haldið ljóðatónleika í Þýskalandi. Fram- undan eru hJutverk Micaelu í „Carmen" og verk- efni með Fílharmóníuhljómsveitinni í Stuttgart. Auður hefur hlotið styrki úr söngvarasjóði Félags íslenskra leikara og listasjóði Richard- Wagner Stipendien Stiftung Bayreuth. Tónleik- arnir í Listasafni Sigurjóns eru þeir fyrstu hér- lendis síðan Auður lauk námi úr Söngskólanum. Ingibjörg Þorsteinsdóttir píanóleikari stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Hall- dóri Haraldssyni og Rögnvaldi Sigurjónssyni. Að loknu kennaraprófi var hún nokkur ár í Guildhall School of Music and Drama í London hjá Mary Peppin og lauk þaðan einleikaraprófi (LGSM) árið 1981. Síðan hefur hún verið tónlist- arkennari, lengst af í Borgarnesi. Hún hefur einnig starfað sem kórstjóri, komið fram sem pfanóleikari með einsöngvurum, kórum og hljóð- færaleikurum, auk þess að halda píanótónleika. Ingibjörg býr og starfar nú í Stykkishólmi. MYNDIIST Kírkjuhvoll - Listasctrið á Akrancsi MÁLVERK, HÖGGMYNDIR OG VEFNAÐUR Samsýning 14 listamanna. Opið kl. 14-16.30 alla daga til 20. ágúst. Aðgangur kr. 250. ÞRÁTT fyrir allan barlóm má segja að myndlist- in sé í mikilli sókn á landsvísu, sé litið til þeirrar aðstöðu sem hefur orðið til á síðustu árum. Auk höfuðborgarinnar geta nú bæjarfélög eins og Akureyri, Hafnarfjörður, ísafjörður og Kópavogur státað af reglulegri sýningarstarfsemi á sviði myndlistarinnar í sýningarsölum eigin menning- armiðstöðva eða listasafna, og það var mikið ánægjuefni að sjá Akranes bætast í þennan hóp á liðnum vetri þegar Iistasetrið KirkjuhvoII var opnað. Er vonandi að fleiri slíkir staðir eigi eftir að hefja starfsemi á komandi árum til auðgunar hins daglega lífs á hverjum stað og til styrktar fyrir allt menningarlíf f landinu. í listasetrinu hafa þegar.verið haldnar nokkrar sýningar, en nú í sumar hefur verið sett upp stór samsýning listamanna sem búa á Akranesi og hefur verið gefið nafnið „Skagarek". Er hér vænt- anlega saman kominn nokkur kjarni þeirra sem stunda myndlistina hvað mest á staðnum, en þennan hóp fylla þau Bjarni Þór Bjarnason, Gutt- ormur Jónsson, Helena Guttormsdóttir, Hreinn Elíasson, Hrönn Eggertsdóttir, Margrét Jónsdótt- ir, Mariella Thayer, Marlies Wechner, Ólína Ás- geirsdóttir, Philippe Ricart, Salome Guðmunds- dóttir, Stefán Magnússon, Steinunn Guðmunds- dóttir og Sigtryggur Karlsson. Þessi breiði hópur nálgast myndlistina með ólíkum hætti, og þó flestir stundi önnur störf er ljóst að listin er mikilvægur þáttur í lífi þeirra. Hér má finna veflistamenn, myndhöggvara og málara á ýmsum þroskastigum, og hér er unnið með ull, hrosshár, járn, leir, gifs, tré og stein, vatnsliti, olíuliti, blý og fiskroð, svo nokkuð sé nefnt af þeirri fjölbreytni, sem fyllir sali hússins á tveimur hæðum. Sé litið til alls þess sem hér er að finna eru það einkum höggmyndirnar, sem lifa í minning- unni. Margréti Jónsdóttur hefur tekist að skapa afar innilega ró í sínum myndum, þar sem persón- an er greinilega f sátt við sjálfa sig og sína til- veru hverju sinni. Guttormur Jónsson sýnir hér fáguð tréverk í anda modernismans, sem og nokkrar vandlega unnar steinmyndir, sem m.a. eru unnar úr basalti af Langasandi þeirra Akur- nesinga. Loks hefur Maríella Thayer sett upp tvö lítil verk hvort andspænis öðru, þar sem ljós og skuggi leika skemmtilega saman, og annað hefur myndað hitt á ákveðnu augnabliki. Þau Salome Guðmundsdóttir og Philippe Ricart sýna veflistaverk, þar sem hefðin ræður ríkjum; litfletir Salome eru sterkir í einfaldleik sínum, en af verkum Philippe er það nýjasta skemmtileg- ast, enda þar blandað saman fleiri þáttum. Hin tíu sýna öll málverk. Hrönn Eggertsdóttir er ófeimin við að hampa sinni heimbyggð ef svo má segja, en hún sýnir Akrafjallið í 16 útgáfum undir heitinu „Fjallið eina". Sigtryggur Karlsson vinnur einnig út frá sinni heimabyggð, en með nokkuð súrrealísku yfirbragði sem kemur skemmtilega út í myndunum. Helena Guttorms- dóttir sýnir hér nokkrar vatnslitamyndir auk mannamynda, sem einnig voru á Gullkistunni á Laugavatni nýverið; slík endursýning er ofnotkun á einföldum en ágætum hugmyndum. Bjarni Þór sýnir hér vel uppbyggð verk unnin með heitum litum með blandaðri tækni, og Marli- es Wechner vinnur í svipuðu litrófí þegar hún notar hveraleir til að lita beint á léreft. Ólína byggir hins vegar upp einfaldar formmyndir með fjöllunum sínum, en Steinunn notar fiskroð sem LISTASETRIÐ Kirkjuhvoll á Akranesi. hráefni í sínum verkum, og raðar þeim upp og litar til að skapa „Fiskfoss" og „Hafdans". Stefán Magnússon heldur sig við bjartar, hefð- bundnar staðarlýsingar í málverkum, sem vísa til litadýrðar náttúrunnar; Hreinn Elíasson, sem hefur eingöngu unnið að myndlistinni undanfarin fimmtán ár, leitar hins vegar meira til dulúðar landsins, en hann sýnir hér nokkrar teikningar þar sem tengsl manns og náttúru eru helsta við- fangsefnið, sem og spenna þeirra tengsla á hverj- um tíma. KirkuhvoII er tignarlegt hús sem stendur fal- lega í sínu umhverfi í bænum, og á eflaust eftir að gegna fjölþættu hlutverki f listalífi Akurnes- inga í framtíðinni. Allur frágangur innan dyra ber vott um þá vandvirkni og alúð, sem er for- senda þess að slík menningarmiðstöð nái að lifa og dafna, en þar er ekki síður mikilvægt að bæjarbúar sjálfir sýni þann áhuga og ræktar- semi, sem er undirstaða lifandi menningar. Er rétt að óska Akurnesingum til hamingju með stað- inn, þó seint sé, með von um að þeir kunni að meta hann að verðleikum, sem og þá sýningu, sem nú gefur þeim tækifæri til að kynnast eigin listafólki. Um leið er rétt að benda öllum þeim fjölmörgu ferðalöngum sem leið eiga um staðinn að líta inn á listasetrið, því þar kann ýmislegt að koma þeim á óvart. Eiríkur Þorláksson MENNING/ LISTBR NÆSTUVIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir „Islensk myndlist" til 10. septem- ber. Safn Ásgrims Jónssonar „Vormenn í ísl. myndlist" til 31. ágúst. Ásmundarsafn „Stíllinn í list Ásmundar." Fram á haust. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Gunhild Skovmand til 7. ágúst. Gerðarsafn Tvær málverkasýningar 22. júlí til 27. ágúst. Verk Bjargar Örvar og Gunnars Karlssonar. Verk Gerðar, Fjölnotasalur. Gallerí Greip Verk Snædísar Úlriksdóttur hús- gagnahönnuðar frá 22. júlí til 6. ágúst. Hafnarhúsið Sjóminjasýning til áramóta. Byggðasafn Hafnarfjarðar „Hafnarfj'örður frá landnámi til hernáms" til 17. sept. Þj óðmmjasafníð Sýningin „íslenskir kirkjugripir." Nýlistasafnið Laugardaginn 20. júlí voru opnað- ar fjórar sýningar í aðalsal á verk- um Frederike Feldman, Frank Reitenspiess, Markus Strieder og Gunilla Bandolin. Harpa Árna" dóttir er er gestu rí safni setu- stofu. Hafnarborg Sýning á listaverkum úr safni hússins. Mokka Kristín Pálmadóttir sýnir 30. júlí. Gallerí Úmbra Ljósmyndasýning Philippe Patay. Gallerí Birgis Andréssonar Lilja Björk Egilsdóttir sýnir til 10. ágúst. Listhúsið Laugardal Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guð- rún Svava Svavarsdóttir sýna. Gallerí Sævars Karls Sólveig Aðalsteinsdóttir opnaði sýnir til 16. ágúst. Gallerí Ríkey Sýning áverkum Ríkeyjar. Gallerí Önnur hæð Richard Long sýnir í júlí og ág- úst. Eingöngu opið á miðvikudög- um. Við Hamarinn Steinunn Helga Sigurðardóttir sýnir til 30. júlí. Þjóðminjasafnið Mannamyndir íslenskra lista- manna í Bogasal. Áttir er plakatsýning Ingu Jóns- dóttur myndlistarmanns. Sýningin er hengd upp við Gerðuberg, Reykjavík, á Silfurtorginu ísafirði, í Göngugötunni Akur- eyri og við brúarendann Seyðis- firði. TONLIST Laugardagur 29. júlí kl. 12. Hádegistónleikar í Hallgríms- kirkju. Oreglleikur, Douglas A. Brotchie organisti Kristskirkju. Fimmtudagur 3. ágúst kl. 12. Hádegistónleikar. Orgelleikur, Marteinn H. Friðriksson dómorg- anisti. Laugardagur 5. ágúst kl. 12. Hádegistónleikar. Orgelleikur, Douglas A. Broteie organisti Kristskirkju. Sunnudaginn 6. ágúst kl. 20.40. Kórtónleikar: Heidelberger Madr- igalchor. Stjórnandi Prof. Gerald Kegelmann. Laugardagur 29. júlí kl. 12. Hádegistónleikar í Hallgríms- kirkju. Orgelleikur, Roger Sayer. Sunnudagur 30. júlí kl. 20.30. Orgeltónleikar, Roger Sayer, org- anisti frá Rochester, Englandi, leikur í Hallgrímskirkju verk eftir Charles-Marie Widor, Herbert Howells, Norman Cocker, Guy Bovet, Barry Ferguson, Petr Eben og Maurice Duruflé. Aðgangseyrir 800 (500) kr. LEIKLIST Light Nights í Tjarnarbíói alla daga nema sunnudaga. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-5691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.