Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg GAMLI kastalinn, mynd frá árinu 1893 eftir sænska listmál- arann Eugen Prins, er hér á milli Beru Nordal og starfs- manns Listasafnsins. UMBÚÐIR fjarlægðar af einu verkanna sem verða á sýningunni. KOSSINN er önnur tveggja mynda hins þekkta norska list- málara Edwards Munchs sem Islendingar fá að sjá á sýning- unni Ljós úr norðri; Norrænni aldamótalist. FYRRI hluti myndlistarsýn- ingarinnar Ljós úr norðri; Nor- ræn aldamótalist, var tekin upp úr kössum í gær í Listasafni ís- lands að viðstöddum Beru Nor- dal, forstöðumanni Listasafns- ins, starfsmönnum þess og for- LJÓ S ÚR NORÐRI verði sem sá um að kanna ástand verkanna, skrá þau og yfirfara. Sýningin, sem verður opnuð fimmtudaginn 10. ágúst í Lista- safni íslands, er hingað komin frá Barcelona á Spáni en þangað kom hún frá Þjóðlistasafninu í Madrid þar sem hún var liður í norrænni menningarhátíð á Spáni. Sýning- in er, að sögn Beru Nordal, viða- mesta og verðmætasta listsýning sem komið hefur hingað til lands og hefur að geyma verk allra merkustu listmálara Norðurlanda frá þessum tíma. DULÚÐ er ríkjandi í þessari mynd Paoluzzos frá Gróttu. RAUNSÆI og dulúð skiptast á og samtvinnast í Ijósmyndum Paoluzzos, Svarthvít dulúð landsins Ljósmyndabókum um ísland fer fjölgandi. Einn þeirra ljósmyndara sem hrífíst hefur af Islandi er Marco Paoluzzo. Jóhann Hjálmarsson fræddist af Paoluzzo um sjón- arhom hans og þá dulúð sem er að fínna í myndunum. MARCO Paoluzzo er sviss- neskur ljósmyndari sem nýlega hefur sent frá sér fyrstu bók sína, Island, og kemur hún út með texta á þremur tungu- málum, þýsku, frönsku og ensku. Höfundur texta er Illugi Jökulsson. Myndirnar eru svarthvítar. Bókin er 120 síður í stóru broti og er út- gefandi Flashback Publications, Nidau. Bókin er fáanleg í bókaversl- unum hér. Ljósmyndarinn kom fyrst til ís- lands 1991 og þá sem venjulegur ferðamaður. Síðan hefur hann kom- ið til landsins nokkrum sinnum, enda ákvað hann fljótlega að efna til bókar um ísland. Fyrstu mynd- irnar tók hann í lit, en valdi fljót- lega að mynda í svarthvítu. „Ég sá landið í svörtu, það birt- ist mér þannig, segir Paoluzzo sem er staddur hér á landi ásamt konu sinni, Mireille. Hún sér um matseld- ina á ferðum þeirra um landið. „Ekki má þó skilja það sem ég segi sem eitthvað neikvætt og í því er ekki fólgin bölsýni." Á ferðum sínum um landið er það einkum náttúran sem þau hjón eru í sambandi við. Tungumálaerf- iðleikar hindra samskipti við fólkið. „En það er í heita pottinum í sund- laugunum sem samskipti verða, hann er besta leiðin til að kynnast Islendingum," segja þau. Paoluzzo segist hafa af tilviljun hitt Sigur- geir Siguijónsson ljósmyndara á ferðum sínum og hrósar myndum hans. Meðal annarra ljósmyndara sem hann héfur séð myndir eftir eru Páll Stefánsson og Björn Rúriksson. Ekki venjulegar landslagsmyndir Fólk sér dulúð í myndum þínum, sjónarhomin eru óvænt, þær eru ekki venjulegar landslagsmyndir? „Sé dulúð í myndunum, þá er það dulúð landsins. Myndir mínar frá Kúbu og New York eru ólíkar ís- landsmyndunum. Ég varð altekinn af íslandi." Mireille bætir við: „Landið fang- aði hann algjörlega.“ Hvað er það sem þú vilt sér- staklega tjá í íslandsmyndum þínum? „Af því að ég get ekki sagt það í orðum, ljós- mynda ég. I ljósmynd- unum er það sem ég vil segja.“ Niðurstaðan verður sú í tali okkar að þótt Paoluzzo sé raun- sæislegur í myndum sínum verði hann dulúðlegur af því að landið krefst þess. „ísland verkar á mig framandi og skapandi í senn,“ seg- ir hann. Viðfangs- efni hans er andartakið. Marco Pa- oluzzo segist hafa val- ið myndimar í bók sinni úr um það bil 5.000 myndum. Hann er á hött- unum eftir sýningarsal þar sem hann gæti sýnt myndir sínar. I dag kl. 12-16 áritar hann íslandsbók sína í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Síðan liggur leiðin út á land til að finna myndefni. MIRIELLE og Marco Paoluzzo eru á íslandi í til- efni nýútkom- innar Islandsbók- ar. Morgunblaðið/Emilía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.