Morgunblaðið - 29.07.1995, Side 1

Morgunblaðið - 29.07.1995, Side 1
BLAÐ ALLRA LAMDSMANNA Jlfawgtntlifftfeife C 1995 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ BLAD FRJALSIÞROTTIR Vala á heims- metið í ungl- ingaflokki ÁRANGUR Völu Flosadóttur, hinnar ungu og bráðefnilegu frjálsíþróttastúlku úr ÍR, í stang- arstökki innanhúss, mun vera heimsmet.ungl- inga í greininni, skv. upplýsingum frá alþjóða fijálsíþróttasambandinu. Vala, sem verður 17 ára á þessu ári, og er búsett í Svíþjóð, stökk hæst 3,76 metra á innanhússmóti ytra fyrr á þessu ári. Vitað var að árangur Völu væri Norð- urlandamet í kvennaflokki, en nú er sem sagt komið í ljós að það er heimsmet unglinga. Heims- metið í fullorðinsflokki mun nú vera 4,14 metrar. Martha: 9.19,06 í 3.000 m MARTHA Ernstdóttir úr ÍR hyóp 3.000 metra á 9.19,06 mln. á móti í Lahti í Finn- landi í gær og er það besti tíma hennar í greininni I ár. Martha hefur verið í lægð að undanförnu, en virðist nú vera á uppleið á ný — og gæti því orðið á réttu róli á heimsmeistaramótinu, sem hefst í Gautaborg um næstu helgi. Þar hyggst hún keppa í 10 kílómetra hlaupi. Besti tími Mörthu í 3.000 m hlaupi eru um 9,15 mín. þannig að hún var um 4 sek- úndum frá sínu besta í gær- kvöldi. Auðunn fékk silfur HEIMSMEISTARAMÓTI unglinga í kraflyftingum er nú lokið en keppnin fór fram I Nýju Dehli í Indlandi. Þrír keppendur mættu frá ís- landi og bestum árangri náði Auðunn Jónsson, sem lyfti samtals 885 kílóum 1125 kflóa flokki og hlaut silfur fyrir vikið. Hann á sjálfur íslandsmetið í þessum flokki, 902,5 kíló, svo að hann var nálægt sínu besta. Jóhannes Eiríksson varð í 6. sæti í 60 kilóa flokki og Völundur Þorbjörnsson í því sjötta í 110 kílóa flokki. Einar fer ekki á HM EINARI Vilhjálmssyni, spjótkastara, tókst ekki að ná lágmarkinu í spjótkasti fyrir heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum, sem fram fer í Gautaborg í Svíþjóð í næsta mánuði. Síðasti möguleiki Einars var að kasta 80 metra á kastmóti ÍR, sem haldið var í Laugardalnum í vik- unni, en þar sem hann náði aðeins að komast yfir 75 metra, mun hann sitja heima. KNATTSPYRNA Akurnesingar leigja Arnar og Bjarka frá Feyenoord Tvíburamir geta tekið þátt í Evrópuieikjum ÍA ARNAR og Bjarki Gunnlaugssynir geta leikið með íslandsmeistur- um Akurnesinga í Evrópukeppninni, auk íslandsmótsins, skv. samningi sem IA gekk í gær frá við hollenska félagið Feyeno- ord. Um leigusamning er að ræða, og þeir bræður verða frjálsir ferða sinna um leið og þeir vilja. Staðfesting á félagaskiptum bræðranna barst í gær frá hollenska knattspyrnusambandinu og KSÍ gaf síðdegis út leikheimiid. Arnar og Bjarki tilkynntu félaga- skipti frá Feyenoord til Is- landsmeistaranna áður en frestur til þess rann út, fimmtánda þessa mán- aðar, en Feyenoord gaf ekki strax eftir varðandi leikheimild í Evrópu- keppni. Þar stóð hnífurinn í kúnni þar til í gær. Þeir töldu verra bræð- urnir lékju með ÍA í Evrópukeppn- inni því þar með hefðu þeir fyrirgert rétti sínum til þátttöku í keppninni með öðru liði í vetur — og þar með yrði hugsanlega erfiðra en ella að selja þá. „Þetta er það sem málið snérist um — að við fengjum að vera með í Evrópukeppninni. Það er ekki hægt að selja vöru ef ekki er hægt að sýna hana,“ sagði Bjarki Gunnlaugs- son við Morgunblaðið í gær. Hann sagði þá b'ræður hafa verið með til- boð frá svissneska félaginu Yverdon, en ákveðið að neita því þegar ljóst var að áðurnefndur samningur við Feyenord, sem fæli í gær leikheimild í Evrópukeppni, yrði að veruleika. „Tilboðið frá Sviss var ágætt pen- ingalega, en liðið er ekki merkilegt, þannig að við völdum frekar að leika með Skagamönnum," sagði Bjarki. Logi Olafsson, þjálfari ÍA, var ánægður í gær þegar málið var í höfn. „Auðvitað styrkir þetta okkur, það er ekki vafí á því. En hinu má ekki gleyma, sem er kannski vanda- mál, að þeir hafa ekki leikið með lið- inu og aðeins einn leikur er í deild- inni fram að Evrópuleik. En þeir hafa æft með okkur síðan þeir komu heim og þekkja auðvitað leikmenn hér og allar aðstæður.“ Vert er að geta að bræðumir leika í dag með IA á Bolungarvík, vígsluleik nýs vall- ar. Arnar Gunnlaugsson Bjarkl Gunnlaugsson Kári og Theodór utan TVEIR leikmanna Akranessliðsins í knattspyrnu, Kári Steinn Reynisson og Theodór Hervarsson, fara báðir úr landi í ágúst til náms og leika því ekki síðasta liluta keppnistimabilsins með Skagaliðinu. Fögnudu í fyrra KR-INGAR uröu blkarmeistarar ■ fyrra og fagna hér langþráA- um slgri. Fremstlr í flokki eru Tryggvl Guðmundsson, t.v., sem í sumar lelkur ð ný mefl ÍBV, og Hilmar Björnsson. Barist um sæti í bikarúrslitum ÞAÐ kemur í ljós á mánudagskvöld- ið hveijir mætast í úrslitaleik bikar- keppni karla í sumar. Þá mætast annars vegar lið Keflavíkur og KR kl. 19 í Keflavík og hins vegar eig- ast við Fram og Grindavík á Laugar- dalsvelli og hefst sá leikur kl. 20. Þannig dróst í undanúrslitunum að mögulegt er að tvö Suðurnesjalið mætist í úrslitum, einnig að tvö Reykjavíkurlið komi til með að kljást á Laugardalsvelli sunnudaginn 27. ágúst og þá er sá möguleiki einnig fyrir hendi að sömu lið berjist um bikarinn og í fyrra. Þá fögnuðu KR-ingar langþráðum sigri eftir að hafa lagt Grindvíkinga að velli, 2:0. Grindvíkingar léku þá í 2. deild, en eru nú í 1. deild með sterkara lið en á síðastliðnu sumri. Grindvíkingar og Framarar hafa mæst einu sinni í sumar; í 5. umferð 1. deildarinnar, 22. júní, í Grindavík. Þeim leik lauk með jafntefli, 2:2. Heimamenn voru 2:0 yfir í leikhléi, með mörkum Grétars Einarssonar og Tómasar Inga Tómassonar en Framarar skiptu um gír eftir hlé; Þorbjörn Atli Sveinsson minnkaði muninn og Ríkharður Daðason jafn- aði úr vítaspyrnu. Keflvíkingar og KR-ingar hafa einnig mæst einu sinni í sumar. Það var fyrir fáeinum dögum, í 9. um- ferð, á Keflavíkurvelli. Þá fóru KR- ingar með þrjú stig með sér í burtu, eftir að Mihajlo Bibercic hafði gert eina markið. KNATTSPYRNA: UNGAR, BRÁÐEFNILEGAR OG ÓSIGRAÐAR / C4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.