Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Húsið er reisulegt, tvílyft steinhús og yfir portbyggðum bæjardyrum skráð byggingarárið 1927. Auðbjörg húsfreyja Guðmundsdóttir segir, er hún fagnar gestinum hlýlega, að bærinn hafí einmitt verið byggður fyrir æðarvarpið, enda engin lán að fá. Þá var dúnn í góðu verði. Þótt verðið hafi verið lágt að undanförnu, þá sé það nú á uppleið og fyrir dún- tekjuna hyggjast hún og maður hennar gera þessu gamla húsi til góða, en auðvitað allt í þeim gamla stíl sem það var. Til þess fluttu þau sig frá Syðri-Þverá í Vesturhópi fyr- ir aðeins þremur árum á ættaijörð hennar, sem hún gat ekki hugsað sér að færi í eyði eða úr ættinni. Svo mikil er tryggðin við upprunann. Jóhannes Guðmundsson maður Auðbjargar er frá Syðri-Þverá í Vestur-Hópi. „Þar byijuðum við að búa, vorum svo hér á Illugastöðum í 6 ár og síðan í 43 ár á Syðri- Þverá eftir að tengdaforeldrar mínir hættu að búa. Pabbi minn dó 1961 og bjó mamma í fyrstu með Hrófli bróður mínum, sem var mál- og heyrnarlaus, hér á Iliugastöðum. Eftir að hann dó fyrir 10 árum bjó hér enginn í sjö og hálft ár. Þetta var í eyði og varð að jgera eitt- hvað“, segir Auðbjörg. „Eg var ein eftir, bróðir minn dáinn. Annað hvort var að láta jörðina eða gera eitthvað í málinu. Varpið mundi að öðrum kosti aldrei verða hér til frambúðar, en erfítt að fara á milli og við farin að eldast", úrskýrir Auðbjörg, enda er hún 73 ára og Jóhannes kominn á níræðisaldur. Hún segir þessa jörð hægari en Syðri-Þverá, sem því mið- ur sé nú í eyði. Svo úr vöndu hefur verið að ráða hjá þessum kjarkmiklu eldri hjónum. Hvað síðar verður veit Auðbjörg ekkert, hún ætlar bara að skila þessu húsi og jörðinni af sér eins vel og hún getur. Það mjakast, segir hún, kollurnar verpa og dúnn- inn hækkar. Þegar inn er komið er ekki að sjá að húsið hafí staðið autt svo lengi og verið óupphitað í mörg ár eftir að hitunin bilaði. Upprunalega marmaramálningin enn á ganginum og víðar og gamlir munir, sem þar voru allan tímann, alveg óskemmdir. Allt í einu er allt orðið svo ofur hlý- legt og notalegt. Af veggnum í stof- unni horfa á mann myndarlegir sjáv- arbændur og ættmenni Auðbjargar, sem þama bjuggu eða bárust víðar, m.a. til Ameríku. Sama ættin í 170 ár Frá því Natan Ketilsson fékk jörð- in 1824 hefur fólkið hennar setið hana mann fram af manni. Yfirleitt hefur hún gengið fram í kvenlegg, þar sem skiptast á tvö nöfn. Kona Guðmundar Ketilssonar, bróður Nat- ans sem tók við jörðinni eftir að hann var drepinn, hét Auðbjörg og eftir það skiptust á nöfnin Ógn og Auðbjörg fram til móður hennar, sem hét Ögn Jónína Gunnlaugsdótt- ir, sem gift var föður hennar Guð- mundi Arasyni, en hún var dóttir hálfsystur hans. Amma hennar Auð- björg Jónsdóttir var tvígift. Fyrri maðurinn var Jakob Bjamason og seinni maðurinn Ari Árnason. Með fyrri manninum átti hún fjögur börn, Hrólf, Ingibjörgu, Auðbjörgu og Jak- ob Jakobsson skipstjóra, föður Jak- obs fiskifræðings. „Við mamma eig- um því sömu ömmu, sem líka var langamma mín“ útskýrir Auðbjörg. „Mamma er semsagt bæði afkom- andi Guðmundar Ketilsonar og Jak- obs, sem er bróðursonur Friðriks frá Katadal, morðingja Natans. Þar koma ættirnar saman." Natan myrtur Hér er rétt að staldra við og rifja í örstuttu máli upp þá hörmu- legu aburðir sem gerðust í þessu umhverfi í marsmánuði 1828. Þá segir í blaðafyrirsögn: „Tveir menn myrtir á Illugastöðum á Vatnsnesi. Ungur piltur og tvær stúlkur játa á sig glæpinn. Lögðu eld í bæinn að ódæðisverkinu loknu." Þar segir að hinn myrti Natan Ketilsson hafi nýlega hafið búskap á Illugastöðum. Heimlisfólk hans voru 16 ára gömul ráðskona Sigríður Guðmundsdóttir, vinnukonan Agnes Magnúsdóttir og einn vinnumaður sem þó var farinn af heimilinu þegar þetta gerðist og telpa á þriðja ári. Ódæðið vann korn- ugur piltur Friðrik Sigurðsson frá í; nágrannabænum Katadal, með til- ; styrk ráðskonu Natans og vinnu- m MARMARAMÁLNINGIN í ganginum og víðar er óskemmd frá 1927, þótt húsið stæði autt og kalt í mörg ár. HANDMÁLAÐUR skápur var um handlaugina í baðherberginu á efri hæð hússins 1927. í BÚINU á Illugastöðum er margt gamalla muna. Talsvert á annað hundrað ár eru síðan þessi súkkulaðikanna og mjólkurkanna voru þangað keyptar. Sykurkarið á milli gaf afi Auðbjarnar ömmu hennar fullt af „konumolum" 1893. Bollarnir eru líka yfir 100 ára gamlir. ■ ^ ■ ;.v LEIÐIÐ í Tjarnarkirkjugarði þar sem Agnes og Friðrik voru jörðuð 100 árum eftir að þau voru tekin af lífi. Á ÞRIDRÖNGUM, þar sem síðasta aftaka á íslandi fór fram, þegar Agnes og Friðrik voru hálshöggvin. konu. Natan fékkst mikið við lækn- ingar, þótt honum mistækist sakir fátæktar að komast í læknaskóla, og hafði hann verið kallaður til Worms Becks hreppstjóra á Geita- skarði sem lá sjúkur. Ætlaði hann af stað daginn eftir. En meðan hann færi í ferð þessa fékk hann til sín fjármann frá Geitaskarði, Pétur Jónsson, sem hafði verið geymdur sakamaður hjá hreppsstjóranum vegna fjárdráps. Því var Pétur þarna þessa nótt og drápu þau hann líka. Allt komst upp, því líkin brunnu ekki með öllu og í fréttinni er sagt að búið sé að handtaka að skipan Bjöms Blöndals sýslumanns þre- menningana, sem játuðu. Hinn 21. júlí kvað sýslumaður upp dóm, þar sem þau Friðrik, Agnes og Sigríður ,eru dæmd til að hafa fyrirgert lífi sínu og skulu hálshöggvast með öxi. Sigríður var seinna náðuð og dæmt til ævilangrar refsivistar í Kaupmannahöfn, en Agnes og Frið- rik voru hálshöggvin á Þrístöpum við Vatnsdalshóla og höfuð þeirra sett á steglur. Margir fleiri komu þarna við sögu og hlutu dóm fyrir meðvitund í illvirkinu og hylmingu, m.a. Daníel Guðmundsson vinnumað- ur, sem hlaut fjörurra ára rasphús- vinnu í Höfn og móðir Friðriks Þor- björg Halldórsdóttir í Katadal, sem lifði af fimm ára erfiði í betrun- arhúsi Kaupmannahafnar. Aðrir vit- orðsmenn hlutu 10-27 vandarhögg. Orlagasaga Agnesar kvikmynduð Aftaka þeirra Agnesar og Frið- riks var síðasta aftaka á ís- landi. Ör- lagasaga þeirra hefur orðið minnisstæð ís- lendingum og nú eru þeir Egill Eð- varðsson og Snorri Þórisson að gera kvikmynd um þau, þar sem María Ellingsen leikur Agnesi og Þórhallur Dagur Sigurðarson Fríðrik, Baltasar Kormákur Natan og Egill Ólafsson Björn Blöndal sýslumann. Var myndin tekin upp í sumar og er væntanleg í vetur. Auðbjörg á Illugastöðum stendur þessum atburðum nær en flestir aðrir. Hún segir þó að ekki hafí verið oft um þetta talað á bænum í hennar ungdæmi og aldrei svo að brotafólkið væri sakfellt. „Væri það gert var talað um þetta sem hörmu- lega sorgarsögu. Þetta var mikil- hæft fólk, hvert á sína vísu. Mamma sagði þó að Guðmundur bróðir Nat- ans hefði verið sá eini sem álasað var fyrir að taka að sér böðulsstarf- ið. Fólk hélt að hann hefði gert það af hefndarhug og fyrir greiðslu, en sannleikurinn er sá að hann lét 60 ríkisdala greiðsluna ganga til fá- tæktarmála í Kirkjuhvammssókn, eins og sannað er í bréfum sýslu- manns, sem vildi fá traustan mann og öruggan til aftökunnar og lagði því mjög að Guðmundi sem hann treysti. Orðrómurinn hefur víst magnast þegar Ögn dóttir Guð- mundar missti heymina þriggja ára gömul um það leyti sem aftakan fór fram. Þess vegna var þetta svo við- kvæmt", segir Auðbjörg. „Ég hefi hugsað mikið um þetta fólk“, bætir hún við. „Þetta hefur verið því ólýsanleg reynsla. Mér leið því afskaplega vel í kirkjunni þegar búið var að uppfylla óskir Agnesar og grafa þau í kirkjugarðinum á Tjörn.“ Auðbjörg var 12 ára gömul þegar bein þeirra Agnesar og Friðriks voru grafin upp þar sem þau höfðu strax verið grafin skammt frá aftöku- staðnum á Þrístöpum. Hún kveðst muna þetta ákaflega vel og það hafí alltaf staðið henni mjög nærri. Hún útskýrir hvað þarna var að gerast: „Þegar aftakan fer fram þá eru lík þeirra Agnesar og Friðriks jörðuð höfulaus, því höfuðin voru sett á steglur við gálgann 12. janúar 1830. Guðrún Runólfsdóttir, hús- freyja á Þingeyrum þar sem Friðrik var geymdur fram að aftökunni, bið- ur þá um kvöldið vinnumann sinn um að fara svo lítið beri á, taka höfuðin niður og grafa þau í kirkju- garðinum á Þingeyrum. Enginn vissi neitt meira um það, en höfuðin höfðu verið fjarlægð. Svo líða 100 ár. Þá er það að kona í Reykjavík, sem talin var mið- ilshæfileikum búin og skrifaði ósjálf- ráða skrift, kemur með skilaboð frá Agnesi, þar sem hún biður um að höfuðin séu grafin upp og jörðuð í Tjarnarkirkjugarði hér á Vatnsnesi. Hún segir að þau séu grafin rétt hjá kistunum við Þrístapa og gefur nákvæmar leiðbeiningar um hvar þau sé að finna. En vinnumaðurinn hafði farið með alla vitneskju um þetta í gröfina og alltaf hafði verið sagt að þau væru í Þingeyrarkirkju- garði. Agnes segir líka að sé spýtu- brot í sinni kúpu. Mamma vissi ekki fýrr en ári eftir þetta hvaða kona þetta var, en hún hafði gifst manni hér úr Kirkjuhvammshreppnum áður en þau fluttu suður. Svo var fengið leyfi til að grafa líkin upp og menn komu norður. Agnes hafði vísað á „Magnús gamla“ sem væri mjög fundvís og vís til að hjálpa þeim við að finna þau. Sá maður reyndist vera Magnús hreppstjóri og kom til hjálpar þótt vantrúaður væri. Þeir fundu kisturnar og öllum til mik- illar furðu höfuðin grafin þar skammt frá, í malarbornum jarð- vegi á nákvæmlega sama stað og Agnes átti að hafa vísað á þær. Hjá kúpunum, sem virtust lítt fúnar, fannst 10 sm langt spýtubrot, sem ætlað var að væri af annarri hvorri þeirri stöng, sem höfuðin voru sett á. Beinin voru sett í kassa og flutt vestur að Tjörn á Vatnsnesi. Agnes hafði beðið um að sr. Sigurður Norland jarðsyngi og að því yrði lokið fyrir sólstöður. V AUÐBJORG og Jóhannes á tröppunum á þessu reisulega húsi þar sem byggingarárið 1927 stendur yfir dyrunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.