Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 B 3 Húskveðja á Illugastöðun Dag-inn sem jarðsett var á Tjörn flutti Grétar Fells erindi í útvarpið um þetta. Þetta var sunnudagur. Við mamma vorum viðstaddar og þessi athöfn er enn ljóslifandi fyrir mér“, segir Auðbjörg. „Líkin voru í kassa með íslenska fánanum og þau voru jarðsett nálægt leiðunum héðan frá Illugastöðum í kirkjugarðinum. Ekki er þó vitað hvar leiði Natans er, en mamma sagði að leiði þeirra Péturs hefði verið styttra en venja var, því fæturnir höfðu brunnið af þegar kveikt var í bænum. Fleiri hefðu verið við kirkju ef fólkið í sveit- inni hefði vitað um þetta. Símstöðin var hjá okkur á Illugastöðum, hafði komið 1930, en ekki sími á bæjum almennt. Beinin höfðu komið nóttina áður og fólkið vissi ekkert um þetta. Miðvikudaginn eftir jarðarförina kom því fólk úr sveitinni saman hér á Illugastöðum. Foreldrar mínir hefðu viljað að beinin væru flutt hingað og húskveðja farið fram héð- an. Það var yndislegt veður þennan dag. Sr. Sigurður kom og talaði á staðnum þar sem gamli bærinn hafði verið sem brenndur var, en Guð- mundur Ketilsson byggði nýjan bæ skammt frá þar sem húsið stendur núna. Og pabbi flutti bæn. Mamma var berdreymin og hafði lengi langað til að vita hvernig þetta hefði virkað, bæði jarðarförin og athöfnin heima á Illugastöðum. Svo gerist það ári síðar, 1935, að mamma fer til Reykjavíkur og hittir þá þessa konu, sem kveðst vera með bréf til hennar frá Agnesi, skrifað með ósjálfráðri skrift. Þetta bréf var til hér og er afrit af því prentað í bók Guðlaugs Guðmundssonar um þetta mál, sem út kom 1974.“ í þessu bréfi, sem virðist nokkuð tor- ráðið við fyrstu sýn en móðir Auð- bjargar og hún sjálf áttu ekki í nein- um erfiðleikum með að skilja, er þakklæti til þeirra sem stóðu í því að koma beinum þeirra í vígða mold og föður Auðbjargar m.a. þökkuð bænin sem hann flutti á Hörmungar- stöðum, eins og það er orðað, sem móðir Auðbjargar taldi augljóslega vera Illugastaði. Hann hefði sagt að hún mætti nú tilheyra ein sem hús- freyja á þessu mæta heimili sveitar- innar, eins og hún átti einu sinni að njóta en fékk ekki í þessu lífi. Ég spyr Auðbjörgu hvort hún haldi að þetta sé allt satt og rétt og hún svarar um hæl: „Já, alveg örugglega. Það vissi enginn að höf- uðkúpurnar væru ekki úti í Þingeyr- arkirkjugarði og það stóð allt ná- kvæmlega heima sem þarna sagði um það hvar þær væru. Ég held að allt hafi verið satt sem Agnes sagði í bréfinu. Hún kom hingað að Illuga- stöðum í þeirri trú að hún ætti að verða hér húsfreyja. Hún hafði hitt Natan á Geitaskarði. Hann átti auð- velt með að heilla konur, en var hverflyndur. Hann hefur áreiðanlega verið hrekkjóttur en vel viti borinn. Hann ræður hana sem bústýru, en þegar hún kemur hingað er hin korn- unga stúlka Sigríður Guðmundsdótt- ir orðin bústýra hjá honum. Agnes varð vinnukona. Hún fékk aldrei þá stöðu sem hún átti að fá. Natan var búinn að missa áhuga á henni. Ag- nesi var alltaf mest legið á hálsi, enda virðist hún hafa átt upptökin. Friðrik var ungur piltur í Katadal, sem er hér í nágrenninu, og virðist ekki hafa getað fengið Sigríði nema eftir dauða Natans, sem hafði á henni einhver tök. Við getum ekki sett okkur í spor þessa fólks. Það hefur alltaf fylgt mér að við erum ekki dómbær á gerðir þess. Mömmu var alltaf mjög umhugað um að við bærum hlýhug til þessa fólks og mér fannst gleðilegt hvernig þetta þróaðist að lokum.“ Bestu gripi geymi Við sitjum í þessu gamalgróna andrúmslofti í stofunni. Með kaffinu fær gesturinn heimabakað kex og annað hundrað kindur og hross. Þarna er snjólétt og autt með sjón- um, svo að hrossin bjarga sér, jafn- vel á jafn vondurp vetri og nú. Þarna í stofunni er undir gleri gríðarmikið safn eggja ýmissra fugla, sem Jóhannes hefur safnað. Og á hillu er safn fjölmargra upp- stoppaðra fugla úr Vestur-Hópinu. Þarna má m.a. sjá helsingja sem mikið er þarna af á vorin og liggur þá í túninu hjá þeim. Og þarna er sjaldgæfari fugl, haftyrðill. „Hann fraus í hel hérna við dyrnar hjá mér. Hafði hrakist undan veðrinu og lá þar einn morguninn", segir Auðbjörg. Þarna er líka mikið af gömlum munum, sem varðveist hafa í þessu gamalgróna búi. Auðbjörg tekur út úr skáp fallega hvita bolla Auðbjörg tínir ýmsa gamla dýr- gripi upp úr kistli með höfðaletri frá því á 18. öld og ég hefí orð á því hve vel þeir hafi varðveist eftir að hún segir mér að þetta hafí allt ver- ið þarna óhreyft í bænum meðan hann stóð auður og kaldur. Henni dettur í hug að reyrinn, sem alltaf var tíndur og látinn i kistlana, eigi kannski þátt í því. Á kistilinn er skor- ið með höfðaletri: Bestu gripi blóma og skrauts að brenndum seimi. Ætíð kistan í sér geymi. Það er gaman að fá að koma og skoða í kistilinn hennar Auðbjargar. Úr honum koma ofin styttubönd, perlusaumaðir indíánaskór sem Hrólfur Jakobsson sendi ömmu henn- Heldurðu að væri ónýtt fyrir fiskiflotann okkar nú að hafa bækistöð og upp- skipunarhöfn á Jan Mayen?“, sagði Auðbjörg á Illugastöðum þegar hún var í meðfylgjandi við- tali að segja frá ættmennum sín- um. „Hrólfur Jakobsson skipstjóri var að búa sig til að sigla til Jan Mayen á báti sínum til að stunda þar selveiðar og til að selja þar með athafnamanninum Árna Gíslasyni upp bækistöð, þegar hann drukknaði 30. desember 1910. Var þá hætt við þau áform. Draumur þeirra Árna rættist því ekki. Norðmenn fengu eyna ekki fyrr en 8. maí 1929, eftir að hafa rekið þar veðurathugunarstöð frá 1921. Komu þangað ekki að fyrr en áratug eftir að íslendingar hefðu sett þar upp sína bækistöð." Auðbjörg dró fram bók Guð- mundar Guðna Guðmundssonar „Vaskir menn“, þar sem nánar er um þetta fjallað. Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknar- stofnunar, sem er bróðursonur Hrólfs, staðfesti þetta í símtali og lánaði myndina af Hrólfi. Hrólfur Jakobsson skipstjóri frá Illugastöðum var ókvæntur þegar hann fórst við fjórða mann á róðrarbáti frá Isafirði. Segir í blaðinu Vestra um hann, að hann hafi verið mikill fiskimaður og það haust hafi hann verið með hæstan vertiðarhlut við Djúp. Að Hrólfur hafi þótt hugmyndaríkur og framfarasinnaður. Hann hafi brauð með heimastrokkuðu smjöri og heimasoðinni kæfu. Og áður en ég fer fæ ég að smakka heimagerða góða skyrið hennar Auðbjargar. Hún hefur tvær kýr. Handmjólkar þær og segir mér að hvergi sé notalegra að hugsa en þegar hún situr undir kúnni við að mjólka. Þá detti manni svo margt í hug. Og ekki hvarflar að henni að senda frá sér mjólkina og láta aðra vinna úr henni. Þetta er allt nýtt í heimilinu, enda er það svo miklu betra en úr mjólkurbúun- um. „Við sem búum í sveit getum lifað svo mikið af okkar", segir Auð- björg. Auk kúnna eru þau með á Hrólfur Jakobsson skipstjóri Þá hefðu * Islendingar Jan Mayen nú ferðast víða um heim og viljað miðla fósturjörðinni af reynslu sinni. Hrólfur hafði ungur farið til Ameríku og framaðist þar og víða annars staðar, til dæmis i Noregi. Enginn vafi var talinn á því að Hrólfur væri maður nýrra tíma og stórhuga framfarasinni, skemmtilegur og áræðinn og lét með gyllingu sem sumir eru á annað hundrað ára gamlir, bolla frá æskuá- rum þeirra systkina með áletruninni Góði drengurinn og Góða stúlkan, myndarlega súkkulaðikönnu, sem komin er þó nokkuð á annað hundr- að ár og álíka gamla mjólkurkönnu. Það sér ekki á þessu þó það hafi verið notað, en Auðbjörg segir að sér flnnist alltaf að bara eigi að drekka úr bollunum súkkulaði. Og þarna má sjá útskorna glæra sykur- skál frá 1893, sem afi hennar gaf ömmu hennar fulla af kandíssykur- molum, sem kallaðir voru „konumol- ar“. sér ekki allt fyrir bijósti brenna. Ekki löngu fyrir 1909 kom hann til ísafjarðar, en það ár er stofnað þar útgerðarfélag um 20-30jesta kútter, EUiða, og voru þeir Árni Gíslason saman um það. Veturinn 1910 var verið að búa Elliða til selveiða í Norðuríshaf- inu undir skipstjórn Hrólfs og var í ráði að sigla skipinu til eyjarinn- ar Jan Mayen, sem þá var einskis- mannsland og helga Islandi þessa eyju, sem eitt sinn fannst af ís- lenskum mönnum fyrir mörgum öldum, segir í bók Guðmundar Guðna, sem hefur það eftir áreið- anlegum mönnum á ísafirði. Auð- vitað hafi því verið haldið leyndu að löghelga ætti eyjuna íslandi meðan á undirbúningi stóð, en eftir á voru hugmyndir þeirra Áma og Hrólfs gerðar heyrum kunnar. Guðmundur telur að þeim Árna og Hrólfi hafi verið kunnugt um að eyjan fannst árið 1285 og hafi því hugsað sér að fullkomna verk þeirra bræðra Aðalbrands og Þorvalds Helgasona sem þar áttu að hafa komið til eyjarinnar, svo sem greint er frá í annálum. Svona fór um sjóferð þá. Því má að lokum bæta við til merkis um hve mikið þótti til Hrólfs Jak- obssonar koma, að sagt var að á næstu árum hafi hann vitjað nafns hjá fjölmörgum barnshafandi konum á Vestfjörðum, birst þeim í draumi, og þær skírt sveinbörn sín Hrólf. Því sé Hrólfsnafnið svo algengt af þeim slóðum. -E.Pá. ar frá Ameríku, leppar sem Aubjörg kona Guðmundar Ketilssonar pijón- aði 1855, rúmfjöl frá 1815, stútur af drykkjarbelg úr selsmaga, sem menn höfðu með sér á sjó, blóðkopp- ar sem amma hennar notaði og geta átt rætur sínar að rekja til hins lagna læknis Natans Ketilssonar. Sjó- mönnunum sem oft urðu aumir í baki af að setja upp þunga bátana, voru oft settir blóðkoppar og Auð- björg segir ekkert langt síðan þeir voru settir á konu. Hún sýnir mér sérkennilega kvörn úr hval. Einu kvörnina sem til er frá hvalrekanum mikla 1882, þegar ísinn rak inn 32 hvali og Jakob Bjarnason forfaðir hennar var við hvalskurðinn. Þá færði sjórinn oft mikla björg í bú. Auðbjörg hefur eftir ömmu sinni þegar hún sá að piltarnir komu með mikinn afla: Mér er nú ekki ætlað þetta einni! Og var óspör á að gefa af því þeim sem vantaði. í þessu húsi er sérstakt andrúms- loft, enda segir Auðbjörg mér að yfir því sé áreiðanlega vakað. „Og ég er ekki hér ein þó ég sjái ekk- ert. Ég finn það og það er góð tilfinn- ing“, segir hún. Þetta stóra hús, sem er hár kjallari, hæð og portbyggt ris með stofum og mörgum herbergjum, eldhúsi og baði uppi, vekur sérstaka athygli. Þarna uppi hefur verið smíð- aður ámálaður skápur utan um handlaug. Útveggir eru steyptir en innanstokks er tréverk. Steypan ekkert farin að láta sig, sem þætti bærilegt hjá fagmönnum á okkar dögum. Auðbjörg var sex ára gömul þegar flutt var í þetta hús. Æðarfuglinn kemur með vorið Á Illugastöðum hefur löngum ver- ið æðarrækt, sérstaklega þegar Auð- björg og Eyjólfur sonur Guðmundar Ketilssonar voru þar. Varpið er í skeijunum, sem ekki flýtur yfir. Þar verður alltaf að búa um hreiðrin á hveiju ári, en í varpinu í iandi geta þau enst. Auðbjörg segir að þau hafi verið óheppin, því það komst tófa í varpið hjá þeim, bæði í fyrra og í ár. Þurfti að vaka yfir varpinu, því hún bæði tínir eggin og tekur fugl. Tófan náðist, voru skotnar tvær. Hún segir að erfitt hafi verið orðið að selja dúninn, en nú er verð- ið farið að hækka aftur: „En það er sama. Má bara ekki gefast upp. Þá deyr þetta út“, segir hún. Það er mikil vinna kring um æðar- varp. Auðbjörg segir að þótt þau séu bara tvö í heimili, þá komi vinir og ættingjar og hjálpi stundum til. Auð- björg hefur alltaf lifað í samhljómi við kollumar. Þegar hún var lítil verpti kolla fyrir utan gluggann hennar í gamla torfbænum, þar sem fjósið var undir baðstofugólfínu. Koll- urnar sækjast eftir því að vera í ná- lægð mannsins. „Ég get ekki hugsað mér skemmtilegri búgrein en æðar- varpið. Þegar fuglinn kemur í maí þá er vorið komið“, segir Auðbjörg. Krían kemur um svipað leyti. í ár er mikið af henni, en henni geng- ur illa að koma ungunum upp. Senni- lega lítið af ormi, sem hún getur náð í. Auðbjörg segir að áður fyrr hafi verið tekin kríuegg og einnig æðaregg, en það hafi ekki verið gert í mörg ár. Eggin séu mjög góð á bragðið. Mamma hennar fór oft út að Geitafelli með egg í vaskafati og sauð þau áður því skurninn er svo veikur. „Maður er eitthvað svo sjálfum sér nógur hér. Og þægilegt að geta miðlað öðrum ef þá vantar eitthvað. Það hefur alltaf legið í landi hér á bænum“, segir Auðbjörg. „Hvað viltu hafa það betra. Og þetta fallega hljóð í kollunum ú-ú-ú“, segir hún þegar hún kveður mig úti á hlaði, þar sem brýtur á skeijunum, sem hún nefnir hvert og eitt, og lítur til andanna, kríunnar og æðarfugl- anna sem vappa um túnið. BÚTASALAN HEFSTIFYRRAMÁUD Frábær verð Trönuhrauni 6 • Hafnarfirði • Sími 565 1660 Opið mánud.-föstud. 9-18. laugard. 10-14 Suðurlandsbraut 50 V/Fákafen • Sími 588 4545 Opið mánud.-fimmtud. 10-18. föstud. 10-19. laugard. 10-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.