Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR ég kom fyrst til Uganda hafði félagi minn á orði að það væri eins og að vera allt- af að koma eða að fara á fótboltaleik, fólksstreymið væri svo mikið. Afríka er auðvitað öðruvísi en það umhverfi sem við eigum að venjast í Evrópu. Hér lifir fólk á litlu. Þegar maður hugsar til þess að við kvörtum sífellt undan að efnahagsmálin séu í rúst, ríkisstjómin ráði ekki við neitt og svo framvegis, en þegar maður horfir hér yfir völlinn stekkur bros á vör og maður hugsar: Hvílíkt vanþakklæti. Paradís? Lífið hér er byggt á öðrum grunni en við eigum að venjast. Hér reynir enginn að ná heyi í hlöðu fyrir rign- ingu eða að spóla inn netum fyrir brælu. Hér er enginn-vetur, ekkert vor eða haust, hér er alltaf sumar. Hér er varla regntími og þurr- katími. Hér kemur sólin upp kl. 7 og er sest kl. 7. Hér er sjaldan sem aldrei rok eða stormur. Hér sést aldr- ei snjór. Hér rignir nærri á hverjum degi en oftast á nóttunni og er orð- jð. þurrt um morgun sv.o maður tek- ur varla eftir að þáð hafí rignt. Hér ér meðalhiti 22ÖC vegna þess að lahdið liggur í um 1200 m hæð yfir sgavarmáli. Hér vex gróður, já, hér vex allt. Þetta hljómar eins og para- dís, en er það svo paradís þar sem öngvar breytingar eru, engin hvatn- ing, ekkert sem letur, ekkert sem herðir. Hér lifir fólk fyrir daginn í dag, ef hlutimir gerast ekki í dag þá gerast þeir á morgun eða hinn. Nú, ef biðin verður löng þá teygir fólk sig upp í næsta mango- eða bananatré og lífíð heldur áfram. Hér verður varla skortur á mat svo fólk þarf ekki að óttast hungur. Uganda hefur verið kölluð perla Afríku og vissulega hefur Uganda mikla möguleika á að standa undir þeim merkjum. Perlan hefur þó safn- að miklu ríki eða blóði á undanförn- um 20 árum. Núverandi ráðamenn eyða miklum kröftum í að hreinsa Af riku eéa blódi drifnar slóóir villimanna Yngismey frá Uganda og fægja. Kampala, höfuðborgin, er að sumu leyti eins og nUtímaborg með skýjakljúfum og jakkafata- menningu, en þegar komið er út fyrir borgarmörkin breytist ásjónan og við taka moldarkofar og tötrak- lætt fólk. Eins og áður sagði er fátækt hér mikil, laun almennra launamanna eru á biiinu 30 til 100 þúsund Uganda-shillingar á mánuði, sem gerir 2 til 7 þúsund íslenskar krón- ur. Það fólk sem hefur laun á þessum skala hefur ekki rafmagn né renn- andi vatn, það býr í húsum sem það byggir sjálft, en það lifir og hefur í sig og á. Hagkerfið hér er tvöfallt, annars vegar Uganda-shillingar eða USA- dollarar. Flest viðskipti fara fram í dollurum og flestir hvítir menn fá greidd t.d. laun í dollurum sem mið- ast við alþjóðlegan grunn enda eru hvítir menn nær eingöngu í stjórnun- arstörfum. Uganda var á undan öórum rikjwm Afrikw Uganda-menn eru almennt taldir á hærra menntunarstigi en nágrann- arnir. Þeir geta vel unnið en sterkan aga þarf að hafa til að halda þeim að verki. Þeim er gjarnt að setjast niður eftir stutta vinnutörn og finnst það nóg verk þann daginn. Þó Ug- anda-fólk teljist betur að sér en ná- grannarnir þýðir það ekki að það sé vel upplýst. Ugandamenn eiga langt í land til að ná því. Það ber líka að hafa það í huga að menning þessa fólks er allt önnur en okkar. Það kynntist ekki vestrænni menningu fyrr en seinast á síðustu öld. Fljótlega eftir innreið vestrænnar menningar í Afríku tók Uganda for- ystu á mörgum sviðum, hér voru bestu háskólar Afríku, hingað kom fólk frá nágrannalöndum til að leita sér læknis og spítalaþjónustu, hér var vegakerfið byggt upp með mal- biki yfir allt landið, verslun og þjón- usta blómstraði o.s.frv. Þegar Bretar létu af „stjórn“ tók Obote við stjórn- artaumunum, sem steypt var af stóli af Idi Amin, sem steypt var af stóli af Obote, sem steypt var af stóli af Musseveni og í 20 ár fossaði blóð eftir strætum. Austur-Afrika East-Afríka eru löndin Uganda, Kenya og Tansanía. Kenya og Tans- anía eru löndin í Austur-Afríku sem Bretar höfðu yfirráð yfir á nýlendu- tímanum. Uganda er þriðja ríki East-Afríku én þar voríi Bretar verndarar. Bstem-Afríka erli hins vegar öll Austur-Afríka. Mikill greinarmunur er gerður á þessum orðum hér; ‘á Eastem éða East Afr- íka. Löndin þijú höfðu á tímum áður mikil samskipti sín á milli og landa- mæri voru nær óþekkt fyrirbrigði nema á pappírunum enda Bretar með fingur og fætur í öllum löndun- um. Eftir að löndin fengu sjálfstæði hvert af öðm hefur skorist í odda og þau fjarlægst hvert annað. Nú eru landamæri virt og skoðaðir pass- ar og pinklar. Undanfarin misseri hefur ríkt kyrrð og spekt í þessum löndum, lýðræði hefur aukist og forsetamir em þokkalega fastir í sessi. Samband Kenya og Uganda Það er afar mikilvægt fyrir Ug- anda að halda góðu stjórnmálasam- bandi við Kenya og að gott stjórnarf- Hér lifiriólk fyrir daginní dag, skrifar Einar Hardarsonfró Uganda. Ef hlut- irnir gerast ekki í dag þá gerast þeir á morgun eða hinn. Steinaó nióur. Einar ag Steinunn horfa út á vatnió frá Entebbe.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.