Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ UGengi Batmanmyndar- innar í Bandaríkjunum er mjög gott. Fyrir síð- ustu helgi hafði hún grætt 165 milljónir doll- ara og Apolló 13 91 milljón dollara. Stallone- myndin Dómarinn Dredd hefur ekki vegn- að jafn vel, var aðeins komin í á þriðja tug millj- óna. UEinhver albesti sjón- varpsvestri sem gerður hefur verið heitir „Lone- some Dove“ og er með Tommy Lee Jones og Robert Duvall. Hann var sýndur í ríkissjón- varpinu sællar minning- ar fyrir nokkrum árum og byggði á sögu eftir Larry McMurtry. Ákveðið hefur verið að kvikmynda undanfarann að þeirri sögu sem Larry hefur einnig skrifað og heitir „Streets of La- redo“, en sá sem fer með aðalhlutverkið heitir James Garner. Hún verður smáþáttaröð fyrir sjónvarp. UNýjasti tryllir breska leikstjórans Ridley Scotts er „White Squ- all“ með Jeff Bridges í aðalhlutverki. Áður höfðu bæði Anthony Hopkins og Gary Old- man hafnað hlutverkinu. Hún byggir á sönnum atburðum um slys úti á rúmsjó í vitlausu veðri. UMichael Casale heldur handritanámskeið dag- ana 8-17 ágúst. Hann hefur margra ára reynslu í handritagerð og fer yfir alla helstu þætti handritagerðar eins og söguuppbygg- ingu, persónusköpun of. í BÍÓ ÞAÐ telst alltaf til merkisviðburða þeg- ar ný íslensk kvikmynd er frumsýnd. Þráinn Bertels- son frumsýnir nýju mynd- ina sína, Einkalíf, í Stjörnubíói 9. ágúst og er hennar beðið með nokk- urri eftirvæntingu. Þráinn er ásamt Hrafni Gunn- laugssyni sá leikstjóri ís- lenskur sem gert hefur flestar bíómyndirnar en sú fyrsta var Jón Oddur og Jón Bjarni við upphaf kvikmyndavorsins árið 1981. í kjölfarið fylgdu Lífsmyndir hans, tryllirinn Skammdegi og gamandf- amað Magnús, sem naut mjög mikilla vinsælda árið 1989. Einkalíf er sjöunda mynd Þráins og eru þá ekki taldar með sjónvarþs- myndir hans. Viðfangsefni Þráins er argaþrasið í daglegu lífi hins venjulega Islendings sem honum hefur hvorki fundist hversdagslegt né fábreytt og því fáum við væntanlega að kynnast betur innan skamms. IXXXXXJCVIKM Y N DI I^XXXXV Hver er Sil? Skrímsla- hönnuður- inn Giger Þegar leikstjórinn Roger Donaldson leitaði að manni til að hanna skrímslið Sil í nýju myndina sína, Tegundir eða „Species“, fann hann bók með teikningum eftir sviss- neska listamanninn H.R. Giger. Donaldson þekkti til verka hans svosem eins og heimurinn allur því Giger hafði gert skrímslið í „Alien“ Ridley Scotts (og óvættirnar í tveimur Alienmyndum öðrum) og hreppt Oskar fyrir. Giger hann- aði Sil enda óttaðist Donaldson að ef hann réði einhvern annan til starfans mundi sá bara herma eftir Svisslend- íngnum. ÞAÐ er ekki ástæðulaus ótti því samkvæmt samantekt eins fremsta kvikmyndatímaritsins á sviði vísindaskáldskapar- mynda eru hugmyndir Gigers nán- ast allra- gagn, hug- myndum hans er stolið gegndarlaust allt frá stór- veldum eins og Disneyfyrirtækinu til B-myndakóngsins Roger Cormans. Tegundir, er kemur bráð- lega íLaugarásbíó, segir af eftir Arnald Indriðason hópi vísindamanna undir stjórn Ben Kingsleys sem fijóvga egg úr konu með DNA-keðju utan úr geimn- um. Þegar afkvæmið, þá orðið ung kona sem breyst getur í skrímsli á andar- taki, sleppur úr haldi er mannaveiðarinn Michael Madsen kallaður til að hafa upp á henni en Forest Whitaker og Alfred Molina fara einnig með hlutverk í myndinni. Giger er 55 ára og býr í úthverfi Ziirich. Hann hefur verið borinn saman við fjöldann allan af listamönn- um og nægir að nefna Salvador Dali og Hierony- NÝJA skrímslið; Sil í visindaskáldskapnum Tegundir. ÖSKAR fyrir skrímsli; H.R. Giger frá Sviss. mus Bosch og eftir að „Ali- en“, einhver besta geimvís- indahrollvekja sem gerð hefur verið, sló í gegn varð hann mjög eftirsóttur í Hollywood. Samstarfið við Ridley Scott gekk vel en Giger líkaði ekki allskostar vinnan vestra, fannst hann vera hafður útundan og dró sig í hlé þar til Donaldson hafði upp á hon- um aftur. Listamannin- um leist vel á hug- myndina um Sil og hófst þegar handa við skrím- slagerðina. Hann hafði mestar áhyggjur af því að framleiðend- urnir sýndu of mikið af Sil. „Mig hryllti við tilhugs- uninni um að Sil mundi líta út eins og einhver í gúmmí- búningi, ódýrum gúmmí- búningi,“ var haft eftir hon- um í Sviss. „Sjálfsagt mun einhveij- um þykja Sil Ijót en mér þykja verk mín ekki ljót,“ sagði hann síðar. Hann kynntist ungur súrrealisma Dalis og listaverkabókum með myndum Bosch og Bruegel. „Ég var dauð- hræddur við þessar bækur og tengdi myndirnar við stíðsglæpi seinni heims- styijaldarinnar." Hroll- vekjuhöfundurinn breski Clive Barker skrifar inn- gang í listaverkabókina „Necronomicon“ eftir Grier og segir: „í Hollywood er fyrst og fremst litið á Giger sem skrímslahönnuð. Hann er vanmetinn sem listmál- ari.“ Og síðar: „Giger virð- ist mála geimverur en þegar þú lítur nær rennur það upp fyrir þér að hann er aðeins að mála afskræmdar útgáf- ur af okkur sjálfum." Og þannig má sjálfsagt einnig líta á skrímslin hans í bíó- myndunum. Boorman kvikmyndar íBurma FRANSKT gaman; úr mynd Chatiliez. Hamingjan er handan við hornið ÞEIR, sem muna eftir frönsku gamanmynd- inni „Tatie Danielle" eða Danielle frænka, ættu að kannast við leikstjórann Eti- enne Chatiliez sem hefur nú lokið við nýja gamanmynd í Frakklandi er heitir Hamingj- an er handan við hornið. Spænska leikkonan Carm- en Maura fer með eitt aðal- hlutverkið en myndin segir frá Francis Vergeade sem mið- vikudaginn 4. apríl hélt að hann mundi deyja. Hann hafði rangt fyrir sér því lífið hafði ekki alveg skilið við hann enn. Hann var að fagna 65 ára afmælinu á veitingastað þegar hann hrundi niður og í sjúkrabílnum á leið í spítal- ann hugsar hann um líf sitt og lætur fyrst hugann reika til verksmiðjunnar sinnar en hann er klósettsetuframleið- andi. Með önnur hlutverk fara Sabine Azema, Eddy Mitc- hell, Francois Morel og Mic- hel Serrault. HANDAN Rangoon; Arquette í nýjustu mynd Boormans. 36.000 hafa séð „Die Hard 3“ SÝND á næstunni; úr „Tank Girl“. ALLS hafa um 36.000 manns séð hasar- mynd Bruce Willis, „Die Hard: With a Vengeance“ í Sambíóunum og víðar. Þá hafa um 16.000 manns séð rómantísku gamanmyndina Á meðan þú svafst, um 6.000 ridd- aramyndina Fremstur ridd- ara, sem einnig_ er í Stjörnubíói, 22.000 í bráðri hættu og 7.500 Fylgsnið. Næstu myndir Sambíó- anna eru „Tank Girl“ og „Bad Boys“ og síðan koma Kongó þann 25. ágúst og Casper þann 1. september en báðar verða einnig í Háskólabíói. í byijun september sýna Sambíóin svo kafbáta- myndina „Crimson Tide“ og í september koma einnig myndirnar Brýrnar í Madi- sonsýslu eftir Clint Eastwood og Disney- teiknimyndin 101 Dalma- tíuhundur og verður hún með íslensku tali. "13RESKI leikstjórinn John Boorman hefur sent frá sér nýja mynd sem frumsýnd verður í Banda- ríkjunum í næsta mánuði og heitir Handan Rangoon eða „Beyond Rangoon" og gerist m.a. í Burma þar sem ríkir ógnarstjórn. Með aðalhlutverkið fer Patricia Arquette ein fæ- rasta kvikmyndaleikkona Hollywood-myndanna af yngri kynslóðinni (og syst- ir Rósönnu) en hún leikur unga konu á ferðalagi um Asíu þar sem hún reynir að gleyma sínum persónu- legu áföllum og tekst það svo sannarlega þegar hún lendir á stöðum sem ein- kennast af hörðum pólit- ískum átökum. Með önnur hlutverk fara Frances McDormand, Spalding Gray og U Aung Ko en handritshöfundar eru Bill Rubenstein og Alex Lasker. Boorman hefur lent í hálfgerðum ógöngum eftir að hann gerði þá ógleymanlegu mynd „Hope and Glory“ en kannski verður „Beyond Rangoon" til að setja hann aftur á rétta sporið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.