Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 B 9 DÆGURTÓNUST Afhverju lifirRocky Horror? Rocky Horror söngleik- urinn er tvítugur og segja má að hann haifi lifað lengur og betur er margur ætlaði í upphafí. Innihald verksins er á köfl- um ók- ræsilegt og kímn- in svört sem ekki á við alla. Vinsældir sínar í gegnum eftir Ámo Motthíosson árin á söngleikurinn sam- nefndri kvikmynd að þakka og plata með tónlist úr myndinni hefur selst jafnt og þétt. Hert á lögunum Tónlistarstjóri sýning- arinnar er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og hann segir að sér hafi þótt tónlistin í myndinni frægu hafa verið hálf máttlaus „svo ég herti aðeins á lögunum til að lifga upp á þau og gefa meiri kraft“. Hann segir að einnig hafi hann leyft sér að taka þtjú lög og kúvenda þeim, meðal ann- ars til að hrista eilitið upp í fólki. „Menn mega ekki gleyma því að þegar verk- ið er samið í kringum 1970 var rokkið allt öðruvísi en í dag og ef við hefðum látið tónlistina hljóma eins og gamaldags rokk og ról hefði það misst marks.“ Bjöm Jörundur Frið- bjömsson syngur og leikur UMSKIPTI Janetar, Valgerður Guðjónsdóttir. RIFF Raff og Magenta, Björn Jörundur og Halldóra Geirharðsdóttir. Okræsileg kímni Riff Raff og Valgerður Guðnadóttir Janet. Þau ségjast hafa þekkt verkið eins og fiestir þekkja það, hafa heyrt tónlistina og séð kvikmyndina, en þau hafi ekki verið eldheitir aðdáendur og því komið að hlutverkunum með óbundnar hendur. Val- gerður segir þó að vissu- lega hafí það haft áhrif á hana að hafa séð Susan Sharandon í kvikmynd- inni. „Maður getur gengið út frá því að vissu leyti, en náttúrulega verð ég að skapa persónuna sjálf og ég geri ýmislegt öðmvísi, er skapmeiri." Björn segir að sín per- sóna sé nokkuð frábrugð- in, en fólk þekki hann vel. „Hann er yfirleitt með sama sígilda útlitið, en hann verð- ur ólík manngerð í þessari uppfærslu, þó hann sé að segja sömu línurnar og gera sömu hlutina.“ Ánægð með breytingarnar Þau lýsa ánægju sinni með þær breytingar sem Þorvaldur Bjarni hefur gert á tónlistinni. „Það er gaman ef hlutimir eru brotnir svo- lítið upp,“ segir Valgerður, „og mér finnst Þorvaldur gefa tónlistinni nýtt líf.“ „Hann er búinn að herða aðeins á lögunum," segir Björn, „og breyta þannig áherslum. Samt er lítið um umbyltingar og þær sem eru heppnast afskaplega vel, til að mynda lag sem Sigurjón Kjartansson syngur og er grípandi dauðarokk," segir hann og kímir. „Það er líka svo góður mannskapur á plötunni og það er ágætt að hún hafi verið gerð.“ Aðspurð hvort þau gætu hugsað sér persónurnar sem þau leika sem vini, hlær Valgerður og segist ekki viss um það, „en mér fínnst gaman að þessu hiutverki, ég var orðin svolítið leið á að vera alltaf sæt og góð og þá er gaman að bretyast í kynþokkafullt villdýr,“ seg- ir hún og hlær. Björn er aftur á móti á þvi að þeir Riff Raff eigi margt sam- eiginlegt; „mjög rólegir, en hættulegir,“ segir hann lymskufullur á svip. SÖNGLEIKJAÆÐI hefur gripið um sig í kjölfar ótrúlegrar velgengni Hársins á síðasta ári. Við- eigandi er að gefa tónlist- ina út á diskum; „Súperst- ar“ kom út fyrir stuttu og í vikunni kemur út diskur með tónlist úr söngleik Richards O’Briens, Rocky Horror, sem frumsýndur verður 10. ágúst. ■Á MORGVN er væntan- legur hingað til lands hópur þýskra ungmenna og þar a meðal tvær þýska rokk- sveitir sem leika munu á tónleikum í Tunglinu á mið- vikudag. Sveitinar heita D-Cups og Dawn Patrol og leika rokk, sú fyrri hip- þungarokk og sú síðari dauðarokk. íslensku sveit- irnar verða Tjaldz Gizur, Pop Dogs og Blanda. Koma þýsku ungmennanna hingað er hluti af verkefn- inu Lass 1000 Steine rollen, sem aftur er hluti af Hjálp fyrir unglinga í vímuefna- vanda og í haust munu tvær íslenskar hljómsveitir fara utan undir nafninu Stöðvum ekki steinana og leika á samskonar tónleik- um þar í landi. Þýsku ungmennin koma frá Hamborg í boði borgar- innar, en þar hafa þau að- stöðu og fá leiðsögn í hljóð- færaleik hjá lærðum tón- listarmönnum. Með hópn- um hingað koma þrír leið- beinendanna. í aðstöðu hópsins í Hamborg er með- al annars rekið kaffihús með tónleikasviði og þar er einnig hljóðver. ís með dýf u ENN KOMA út safnplötur og í síðustu viku kom út diskurinn ís með dýfu. A honum eru fimmtán lög þrettán íslenskra sveita. Upphafslag disksins er með vinsælustu hljómsveit sumarsins, Sixti- es, og um leið eina lagið sem þegar hefur komið út. Páll Óskar og Milljónamæring- arnir eiga tvö lög á diskn- um, annað er hið vinsæla Guanto la gusta. Unun fær til liðs við sig Birgir „Curver" Thorodds- en, KK Band lærur í sér heyra á plasti í eftir langt hlé. Spoon á tvö lög á diskn- um, sem eru jafnframt það síðasta sem frá svettinni kemur, en tvær sveitir sem urðu til uppúr Spoon, Kirsu- ber og Lemon, eiga hvor sitt lagið. Reegae on Ice flytur gamlan Utangarðs- mannaslagara. Galíleó á lag og einnig Gógó, sem er Guðrún Óla Jónsdóttir, gömlu brýnin í Eik, ísfirska rokksveitin Urmull flytur gamalt Grafíkurlag, og En- velope, sem er Valgeir Sig- urðsson úr Birthmark og breska söngkonan Evon, endurgerir Bowie-lagið Heroes. Unun og Páll Oskar OFLOKKANLEG TONLIST Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir „DISKÓ“ Páll Óskar, Gunnar Hjálmarsson og Heiða. HUÓMSVEITIN Unun hefur verið ófeimin við samstarf við aðra og ólíka tónlistamenn. Um verslun- armannahelgina treður Unun upp á Uxa-tónleik- unum.á Klaustri með Páli Óskari HjálmtýssynL NÝ HUÓMSVEIT, Lhooq, kveður sér hljóðs á Uxa-tón- leikunum um verslunar- mannahelgina. Sú er skipuð Pétri Hallgrímssyni og Jó- hanni Jóhannssyni, en á lagi sem kom út á kynning- ardisk vegna tón- leikanna syngur Emiliana Torrini sem gestur. Jó- hann segir að samstarf þeirra Pét- urs megi rekja til þess er þeir fóru að vinna saman efni fyrir Funkstrasse í vetur, „og sköpunargleðin varð svo mikið að við sáum að við þyrftum að stofna aðra hljómsveit; að Funkstrasse yrði til að koma á framfæri boðskap Prófessorsins en Lhooq yrði léttsveit." Tónlistin er að mestu leyti sungin en þeir félagar hafa ekki ráðið sér fasta söng- konu, þó Emiliana syngi í tveimur lögum. Á Uxa-tón- leikunum hyggjast þeir flytja allmörg lög og fá að til liðs við sig fleiri söng- konur, en Jóhann varðist allra frétta um þær. „Ókkar iðja gengur út á það að gera óflokkanlega tónlist," segir Jóhann, „og öllu ægir sam- an, frá iyftutónlist til Pend- erecki." SKOPUNARGLEÐI Pétur Hallgrímsson og Jó- hann Jóhansson. Unun og Páll Óskar brugðu sér í hljóðver fyrir skemmstu að taka upp tvö „diskólög", Nína og Geiri og gamlan Donnu Summer- slagara, sem gefa á út á dansdisk síðsumars. Páll Óskar og Heiða segja að Aflgjafi Reykjavíkur hafi komið þeim saman, því Páll Óskar tróð fyrst upp með Unun á úti- tónleikum Alflgjafa fyrr í sumar. Þau náðu svo vel saman að þegar var ákveðið að bregða sér í hljóð- ver og taka eitthvað upp. Ekki gefast mörg færi á að sjá Pál Ósk- ar og Unun saman á sviði, því Páll Óskar er með annan fótinn í út- löndum um þessar mundir og stífbókaður með Millj- ónamæringunum þess á milli. Á Klausturtónleik- unum frumflytja þau lögin tvö og leika ef til vill einhver fleiri saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.