Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Hildur HLUTI af „veginum“ sem ekið er eftir út í Ingólfshöfða, en Öræfajökull er glæsilegur í baksýn. EINAR Rúnar Sigurðsson býr sig undir eina af SIGURÐUR Bjarnason bóndi og vitavörður í Ingólfshöfða lætur ýmsan fróðleik sínum fjölmörgu ferðum á Hvannadalshnúk. falla í ferðum sínum út í höfðann. Sigurði Bjamasyni á Hofsnesi í Öræfum og syni hans Einari Rúnari líður einna best úti í náttúrunni. Sigurður fer með ferðamenn út í Ing- ólfshöfða á heyvagni eins og Hildur Frið- riksdóttir mátti reyna, en Einar er heldur djarf- tækari og klífur upp á Öræfajökul með ferða- menn og hefur klifið Hvannadalshnúk um fjörutíu sinnum. SIGURÐUR Bjarnason á Hofsnesi á Öræfum hef- ur eins og aðrir fjár- bændur á landinu séð sig knúinn til að breyta starfsháttum og sinnir nú ferða- mönnum í stað sauðíjár áður. Hann gerir ekki mikið úr fjárbúskap sín- um og segist hafa verið kailaður búskussi. Nú býður hann ferðamönnum upp á að fara út í Ingólfshöfða á heyvagni sem dreginn er af drátt- arvél og þar segir hann fólkinu sögur af fyrsta landnámsmanninum ásamt ýmsu öðru. „Sögumar eru sagðar eins og ég túlka þær,“ sagði hann glottandi við blaðamann og eftir að hafa spjallað við hann eina kvöldstund hefur undirrituð trú á því að ferðamennimir sjái Ingólfs- höfða í öðm ljósi en hingað til, hafí þeir yfirleitt gert sér eitthvað I hugarlund. Ekki er nóg með að Sigurður sinni ferðamönnum heldur hefur Einar Rúnar, 27 ára sonur hans, ánetjast bakteríunni líka, en hann leiðir menn hins vegar í margvísleg- ar gönguferðir upp á Hvannadals- hnúk, á Hnappa eða í ísklifur á Svínafellsjökul. Veðrið ræður ferðinni Það var komið að kvöldverðar- tíma þegar blaðamaður bankaði upp á hjá Sigurði en Einar var ekki kominn ofan af jökli. Veðrið hefur mikil áhrif á starfsemi feðg- anna og suma daga er ekkert farið en aðra daga fer Sigurður allt að íjórar ferðir og tekur hver ferð 2-4 klukkustundir. „Morgunferðimar eru yfirleitt lengstar, því þá hefur fólk nægan tíma og gleymir sér úti í eynni. Á kvöldin aftur á móti er fólk meira að flýta sér,“ útskýrir Sigurður mismunandi tímalengd ferðanna. Áður en hann sneri sér að ferða- þjónustu reyndi hann fyrir sér sem refabóndi, en í smáum stíl eins og með sauðfjárræktina. Hann kveðst hafa hætt á réttum tíma eða árið 1992. Þá slátraði hann öllum dýr- unum og seldi skinnin árið eftir þegar verðið hækkaði og kom þar af leiðandi ekki mjög illa út úr skuldasúpunni sem safnast hafði á refaárunum. Á þeim tíma var hann aðeins byijaður með ferðirnar út í höfðann og augljóst er að honum líkar starfið vel. Hann ber mikla umhyggju fyrir fuglalífínu og gætir þess að ferðamennirnir gangi ekki of nærri því. Fjöldinn fjórfaldaðist Starfsemina hefur hann byggt upp hægt og rólega, því fyrsta sum- arið fór hann aðeins þijár ferðir fyrir tilstilli leiðsögumanns að norð- an, Helgu Pálínu. „Hún plataði mig út í Ingólfshöfða með einn hóp, því hún vissi sem var að ég er vitavörð- ur þar,“ segir Sigurður. Hann talar rólega með þögnum og hefur greini- lega nægan tíma, en það vita þeir sem til þekkja, að hann lætur ekki svo glatt stressast upp. Þykir sum- um fararstjórum jafnvel um of hversu rólegur hann er í tíðinni. Næsta sumar á eftir urðu ferð- irnar örlítið fleiri en nokkur tími fór einnig í að bjarga bflstjórum sem höfðu fest jeppa sína í sandinum. Þá ákvað Sigurður að gera ferðim- ar að reglulegri starfseini og á þremur árum fjórfaldaðist fjöldi ferðamanna, sem voru 1.600 síð- asta sumar. „Ég var orðinn ansi feitur í fyrravor en léttist um 16 kíló eft- ir sumarið, sem þýðir 100 grömm á hvern ferðamann,“ sagði hann mér síðar þegar við gengum upp söndugan höfðann sem er ansi brattur á kafla. „Þú ættir að sjá þær sumar reyna að- komast hér upp á háu hælunum," bætti hann svo við hlæjandi. „Þetta er allt skemmtilegt fólk sem fer út í Ingólfshöfða," segir hann allt í einu. „Nú, það er skrýtið,“ segi ég. „Nei, því hinir nenna ekki að leggja á sig ferðina," svarar hann um hæl og skellihlær. Fáir íslendingar Um 95% þeirra sem fara út í höfða eru útlendingar og eru Þjóð- verjar þeirra fjölmennastir. Samt segist Sigurður ekki tala þýsku, kveðst reyndar bara tala íslensku! „Ég veit ekki hvort þeir skilja eitt- hvað af því sem ég segi, en þeir virðast alltaf ánægðir. Mikið af ferðinni byggist á bendingum og að skoða fuglalífið," útskýrir hann. Hann er feginn að íslendingar eða sérstaklega Reykvíkingar skuli ekki vera fleiri en raun ber vitni, því þeir séu óstundvísasta fólk sem fyrirfinnist. „Ég lenti í því í fyrra að tveir og þrír höfðu pantað ferð saman þannig að hópurinn var orðinn 16 manns. Þegar átti að leggja af stað mætti ekki einn ein- asti þeirra. Svo geta þeir átt það til að koma nokkrum klukkustund- um síðar og ætlast þá til þess að ég standi tilbúinn með vagninn! Það er með heyvagninn minn eins og strætisvagnana í Reykjavík, að lagt er af stað á ákveðnum tíma og missi fólk af vagninum þá verð- ur það að bíða eftir næstu ferð.“ Skúmurinn hvergi grimmari Eitt af því sem hann segir að geri ferðina eftirminnilega er árás skúmsins. „Ég læt hann berja fólk- ið svolítið til hlýðni,“ segir hann glottandi og hefur gaman af. „Skúmurinn er hvergi á landinu eins grimmur og úti í Ingólfshöfða og Öræfasveitin er stærsta skúma- byggð á norðurhveli jarðar.“ Það er ljóst af frásögn hans að hann heldur ekkert aftur af sér til að byggja upp spennu áður en haldið er út í höfðann. „Hann ræðst á mig í hvert skipti og í fyrra sló hann mig svo ég rotaðist. Fólk hélt að ég væri dauður, en ég rakn- aði nú við,“ heldur hann áfram og . ég er ekki viss um nema hann gæti hugsað sér slíka meðferð aft-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.