Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 B 13 Skúmurinn er hvergi á land- inu einsgrimm- ur og úti í Ing- ólfshöfða. Uppiájöklier veröldin allt önnurf fjöll allt um kring og tilfinningin ólýsanleg. ur til þess eins að gera ferðina áhrifameiri. Leyndarmál hans í sambandi við skúminn er að fuglinn er ekki eins aðgangsharður ef fólk er í hnapp og því leggur Sigurður áherslu á að fólkið haldi hópinn en sjálfur gengur hann á undan til þess að sýna því hvernig fuglinn ræðst að fólki. „Það er tiltölulega sjaldgæft að hann lemji ferðamennina og þá ekki nema þeir taki sig út úr hópn- um,“ segir hann og dregur úr fyrri yfírlýsingu. Ferðin út í höfða Þegar hér er komið viðtalinu spyr Sigurður hvort við eigum ekki að skella okkur út í höfðann og þegar það er samþykkt festir hann heyvagninn við dráttarvélina. „Þú skalt halda þér fast því þegar þú ert ein í vagninum hrist- ist hann meira en ella,“ segir hann áður en við höldum af stað. Og engu er logið um það, því ekki ráðlegg ég bakveiku fólki að hrist- ast þama í þann hálftíma sem ferð- in tekur. Hitt er annað mál að ferð- in er eftirminnileg og kannski eink- um fyrir útlendinga sem eiga ekki að venjast ferðalagi sem þessu yfir vötn og sanda. „Ingólfshöfði er einn af þremur stærstu sögustöðum þjóðarinnar og var hann friðlýstur 1978, en fyrsti landnámsmaðurinn bjó á þessum stað einn vetur. Þjóðsagan segir að 874 þegar Ingólfur kom hingað til lands hafi fjörður verið hér norðan við höfð- ann,“ segir Sigurður þegar við stöndum við minnismerki um Ing- ólf sem reist var fyrir þjóðhátíðina 1974. „Hann átti að leggjast að klettinum þarna en út úr honum stóð blágrýtishella með gati í, þar sem hann batt skipið.“ Orðum sín- um til stuðnings vitnar hann í frá- sögn prests sem kallaður var Svarti-Gísli og dó árið 1703. „Við Selsker má sjá að kaupskip hafi legið við klett með gati, sem hægt er að stinga handlegg í gegnum, og sér til búðarrústa," segir þar. íslandssagan Á göngu okkar að leið að bæjar- rústum Ingólfs segir hann söguna um Kára Sölmundarson. „Þegar Kári hafði hefnt fyrir Njál og Njáls- syni í Skotlandi eða Suðureyjum kom hann til íslands við átjánda mann og braut skip sitt við Ingólfs- höfða. Eftir árið 1000 voru hér tvær kirkjusóknir, Eyrarhorn og Rauðilækur og sjálfsagt margir bæir. Kári átti ekki margra kosta völ, því hann var kominn inn í mitt ríki Flosa og gengur heim að Svínafelli. Og Flosi gaf honum Hildigunni, sem kom Njálsbrennu af stað, og jörðina Breiðá. Sagt er að Kári hafi verið lítill bóndi en meiri veiðimaður og að hann hafi verið við fuglatekju og fiski- drátt í Ingólfshöfða." Þegar við vorum komin aðeirís lengra og Sigurður búinn að miðla nokkuð af fróðleik sínum rétti hann mér spýtu með þeim orðum að nú ráðist skúmurinn auðvitað á okkur bæði þar sem við séum útsma Síðasta v'ka efnum .50% afslattur ai« Vefnaðarvöruverslunin. textil I i n e Faxafen 12 s. 588 1160 Þegar sólin skín er ég friðlaus þangað til ég er lagður af stað upp jökulinn. einungis tvö á ferð. „Þessi er sér- staklega grimmur, því hann er orðinn svo gamall," sagði hann þegar einn stefndi beint á okkur og mér stóð ekki á sama þegar vængjaþyturinn hvein í eyrunum, enda hafði ég nærri því stigið á hreiður með eggi og einum unga. Eina sögu um skúmana lætur Sigurður flakka, en hún er sú að þegar þeir flokki sig saman og gargi hver upp í annan séu þeir > kallaðir kjaftaskúmar. „Þetta er ekki neitt hnjóðsyrði í okkar munni, en eitt sinn þegar Lúðvík Jósepsson og Sverrir Hermanns- son voru hér á framboðsfundum töluðum við um þá sem kjafta- skúma, því þeir létu aldri neinn eiga neitt hjá sér. Við teljum fólki þetta frekar til hróss en hitt, en um það vissu þeir ekki!“ Ætt upp á jökul að nóttu Það er farið að hvessa nokkuð þegar við höldum til baka yfir sandinn og því gott að vera vel búinn. Að ferðinni lokinni býður Sigurður upp á kaffi og þá kemur í ljós að Einar sonur hans er kom- inn ofan af jökli, Hann kveðst ekki munu stoppa lengi því hann stefni á jökulinn aftur innan fárra klukkustunda ásamt tveimur Þjóðverjum, sem setja það ekki fyrir sig að leggja af stað klukkan þtjú að nóttu. „Það þýðir ekkert annað, því gert er ráð fyrir að dragi fyrir sólu seinni partinn á morgun," segir hann. Einar býður upp á ýmsar ferðir en segir að ísklifið í Svínafells- jökli eigi einna mestum vinsældum að fagna. Hann er sá eini sem býður upp á slíkt, en er í sam- keppni við nokkra aðra um ferðir á jökulinn. Til að komast á Hvannadals- hnúk ekur hann með farþega fyrstu 900 metrana þar til komið er að snjólínu. Á sumrin er sólbráð mikil og til að auðvelda gönguna setur Einar skinn undir skíðin en á niðurleið dregur hann þau á farangurssleða. Áður en hann byijaði að nota skíðin varð hann að hefja ferðirnar á kvöldin til að forðast sólbráðina. Líkt og Ingólfshöfði er paradís Sigurðar eru jöklarnir drauma- staður Einars. „Þarna er maður kominn í allt aðra veröld og langt frá allri gróðursæld. Hvert sem lit- ið er blasa við fjöll. Tilfinningin er ólýsanleg," segir hann. „Þegar sólin skín er ég friðlaus þangað til ég er lagður af stað upp jökulinn, svo er þetta örugglega í blóðinu," heldur hann áfram, en svo skemmtilega vill til að nýlega uppgötvaðist að langafi hans, Páll Jónsson, var fyrsti maður til að ganga á hæsta tind Öræfajökuls. „Fram til þessa hefur verið álitið að hæsta ijall íslands hafi verið klifið 1813. En Snævar Guðmunds- son sem er að gefa út bók um Öræfajökul, fann út að í raun var það ekki fyrr en 1891 og var lang- afi minn fylgdarmaður í þeim túr. Eg fullyrði að langafi hafi verið fyrstur á tindinn því hann var leið- sögumaðurinn," segir Einar og kveðst hafa gaman af þessari sögu. Lærður Ijósmyndari Einar lærði jsklifur bæði í Frakklandi og á Ítalíu, en fyrst lá leið hans þó til Svíþjóðar að læra ljósmyndun. „Það var svo flatt í Stokkhólmi að ég fór til Frakk- lands í allt annað. Þar kunni ég betur við mig innan um fjöllin," segir hann. „Þar lærði ég mest í skíðamennsku og klettaklifi, en á Ítalíu lærði ég meira í jökla- mennsku eins og að bjarga mér eða félögum mínum úr sprungum. Ég held að ég kunni ýmislegt fyr- ir mér í jöklamennsku sem enginn annar kann á íslandi," heldur hann áfram. Hann segist ennþá sjá menn gera sömu mistök og hann hafi gert í upphafi, þ.e. að binda línu um mittið. „Menn gera ekki beinlín- is ráð fyrir að detta í sprungu. En komi það fyrir þrengir bandið svo að manninum að líðanin verður óbærileg og þá er jafnvel eina lausnin að skera sig lausan sjálfur." Þetta er fyrsta sumarið sem Ein- ar sinnir fjallaferðunum eingöngu því í fyrrasumar vann hann sem landvörður í Skaftafelli og átti einn frídag í viku. Sá dagur var notaður til að klífa Hvannadalshnúk. Meðan flestir láta sér nægja að klífa hæsta tind landsins einu sinni á ævinni hefur Einar klifið hann rúmlega 40 sinnum og er spuming hvort hann eigi íslandsmet í því. „I lok sumars- ins er gangan orðin auðveld fyrir mig en hún tekur á í fyrstu, því ég er venjulega með öryggisbúnað sem vegur um 20 kíló og á niður- leið hafa skíðin bæst við,“ segir hann. Vill Telemark-keppni Aðspurður hvaða ferðir honum finnist mest heillandi segir hann það vera Telemark-tækni á göngu- skíðum. „Það er sérstök aðferð til að fara niður brattar brekkur. Ég fer til dæmis á skíðum frá efsta hnúk og niður að bíl, en að vísu ekki yfir hásumarið vegna þess að þá eru meiri hættur á að sprangur hafi myndast frá því við fóram uppeftir," segir hann og í framhaldi af því segist hann gjarnan vilja sjá keppni í slíkri tækni hér á landi, en sjálfur hefur hann keppt á al- þjóðlegu Telemark-móti. Hann er bjartsýnn á framtíðina og hyggst byggja starfsemina einn- ig upp yfir vetrartímann, þ.e. eftir áramót og segir bókanir næsta vet- ur þegar lofa góðu. „Þegar gott veður er á vetrin er oft meira meg- inlandsloftslag en á sumrin, en ef eitthvað er tvísýnt framundan hreyfir maður sig ekki,“ segir hann aðspurður hvort veðrið hamli ekki ferðum. Hann segist auk jeppa- og skíða- ferða stefna að hálfsmánaðar vetr- arferðum fyrir vant erlent skíða- fólk, þar sem gengið verði á Öræfa- jökul og Eyjafjallajökul og hugsan- lega Snæfellsjökul. „Röðin af gönguferðunum stjórnast auðvitað af veðrinu," segir hann þegar tími er kominn til að hætta spjallinu svo hann nái nokkurra klukkustunda svefni fyrir næstu ferð. Lokað mánudaginn 31. ágúst hefst á þriöjudaginn kl. 7.00 Ioppskórinn VELTUSUNDl • SÍMI 552 1212 VIÐ INGÓLFSTORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.