Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gatnaframkvæmdir við Eyraveg á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. UNNIÐ er að lokafrágangi gatna- framkvæmda við Eyraveg milli Foss- heiðar og Lágheiðar á Selfossi. Fram- kvæmdimar voru unnar eftir nýju skipulagi að götunni en það miðar að því að aðgreina umferð um Eyra- veg og bílastæði framan við fyrirtæki sem þar eru staðsett og auka þannig öryggi í umferðinni um Eyraveginn. Nú er ekki lengur unnt að bakka bílum beint. út í umferðina en nokkr- ir árekstrar hafa orðið vegna þess á ..undanförnum árum. Bílastæðin og hliðargata meðfram fyrirtækjunum voru malbikuð og aðgreind frá Eyra- vegi með eyju. Síðan verður lögð gangstétt meðfram húsunum. Framkvæmdimar voru í umsjá fyr- irtækjanna, sem liggja að fram- kvæmdasvæðinu, með sérstöku sam- komulagi við Selfossbæ. Aðalverktaki var Vélgrafan hf. ásamt undirverk- tökum, þar á meðal Sigurði Karlssyni verktaka sem annaðist lagningu mal- biks og annan lokafrágang. SIGURÐUR Karlsson verktaki fínstillir malbikunarvélina. UNNIÐ að malbikun við Eyraveg. Morgunblaðið/Sig. Jóns. >16 6Riti m WfíTABAtt 1ÖHD / öm verslunarmannahelgina, 4.-/. ágúst 1995 veröur naldiðl að(®Bí®tsuður afÞingvaHavatni. Þar gefst íjölsk) kostur á að mæta og skemmta sér mrnan É Aðgangseyrir er kr. 1.000 en 500 kr. fyrir börn 6-1 Frekard®Hiííímum: 482 2674 & 562139 rasciífffiiiW ítiag OBlH&íitEBj aM umð bóhániík vmbhmb /singar Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hjáipræðis- ' herinn Kirkjustræli 2 Fagnaðarsamkoma fyrir Olgu Sigfúsdóttur kl. 20.00. Allir velkomnir. Grensásvegi 8 Samkoma I dag kl. 11.00. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. Ungt fólk , jfólj með hlutverk ty jSi YWAM - ísland Samkoma í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.00. Mikill söngur og lofgjörð. Fólk segir frá reynslu sinni með Guði. Fyrirbænaþjón- usta í lok samkomunnar i anda Torontoblessunarinnar. Allir vel- komnir. AUíWí’ftka 2 . Kópm'Oijm' Almenn samkoma i dag kl. 16.30. Allir velkomnir. VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Sunnudagur: Samkoma í kvöld kl. 20.00, Samúel Ingimarsson predikar. Fimmtudagur 3. ágúst: Samkoma kl. 20.00, Linda Bergl- ing frá Arken í Svíþjóð predikar. Allir velkomnir. Kristið s a m f é I a g Samkoma í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í dag kl. 16.30. Stefán predikar. Allir velkomnir. fomhjólp Samkoma í Þríbúðum, Hverfis- götu 42, i dag kl. 16. Dorkas- konur annast samkomuna með miklum söng og vitnisburðum. Stjórnandi Ásta Jónsdóttir. Barnagæsla. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Fimmtudagur: Tjáning'kl. 19. Bænastund kl. 20.15. Laugardagur: Opið hús kl. 14-17. Sunnudagur: Samkoma kl. 16.00. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Fíladelfia Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaöur: Hafliðí Kristins- son. Mikill söngur, fyrirbænir. Niðurdýfingarskírn. Allir hjartan- lega velkomnir. Þingvellir þjóðgarður Dagskrá þjóðgarðsins i dag. Sunnudagur 30. júlf 11.00 Helgistund fyrir börn. Leikir, söngur og náttúruskoðun i Hvannagjá. Tekur 1 klst. 13.30 Vatnið bjarta og fiskisæla. Gengið með bökkum Þing- vallavatns að eyðibýlinu Vatnskoti. Hefst við kirkju og tekur um 3 kist. Takið með ykkur skjólfatnað og nesti. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvalla- kirkju. Prestur er Sr. Tómas Guðmundsson. 15.15 Tónleikar í Þingvallakirkju. Kristín Guðmundsdóttir, Tristan Cardew og Rúnar H. Vilbergsson leika verk fyrir þverflautur og fagott eftir Haydn og Telemann. Þátttaka í fræðsludagskrá þjóð- garðsins er ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu landvarða í þjónustumiðstöð og í síma 483-3660. Dagsferð sunnud. 30. júli Kl. 10.30 Vífilfell. Verð 1.100/1.300. Dagsferð mánud. 7. ágúst Kl. 10.30 Kaupstaðarferð. Brott- för frá BS(, bensínsölu, miöar við rútu. Einnig uppl. í Texta- varpi bls. 616. Helgarferðir um verslunar- mannahelgina 4.-7. ágúst 1. Núpstaðarskógur Dvalið í tjöldum í þessari ein- stöku náttúruperlu. Gengið um Staðarhól upp á Káifsklif. Tvílita hylur skoðaður. Gengið á Súlu. Ferð fyrir alla fjölskylduna. Far- arstjóri Ágúst Birgisson. 2. Sveinstindur - Skæiingar - Lakagígar. Gist f svefnpoka- plássi ÍTunguseli og farið í dags- ferðir þaðan. Keyrt að og gengið á Sveinstind, f Skælinga og loks í Lakagíga. Fararstjóri Anna Soffía Óskarsdóttir. 3. Tröllaskagi-heimaðHólum Gengin Heljardalsleið á milli Svarfaðardals og Kolbeinsdals, yfir eitt hrikalegasta fjalllendi landsins. Ferðin hefst á Hólum og verður ekið í Svarfaðardal og gengið í einum áfanga heim að Hólum. Daginn eftir verður gengið á Hólabyrðu. Á mánud. verður svipast um í Hjaltadal. Gist í tjaldi eða svefnpokaplássi á Hólum f Hjaltadal. Upplagt fyr- ir norðlendinga að koma í ferðina til Hóla. Einnig er mögulegt að taka þátt í hluta ferðarinnar, sem dagsferð. Fararstjóri Reynir Þór Sigurðsson. 4. Básar í Þórsmörk. Boðið upp á fjölbreytilegar göng- ur í skemmtilegu landslagi.Gist í vel útbúnum skála eða tjaldi. Fararstjóri Margrét Björnsdóttir. Helgarferðir 11.-13. ágúst. 1. Fjölskylduhelgi í Básum. 2. Jarlhettur - Hagavatn. Útivist. lt* J i [Hallveigarstíg 1 • sími 561 4330 Sumarleyfisferðir 1.-6. ágúst Landmannalaugar-Básar Nokkur sæti laus vegna forfallna.Miðar óskast sóttir. Fararstjóri Sylvía Kristjánsdóttir. 3. -7. ágúst Landmannalaugar-Básar Gengið með léttan bakpoka. Allur farangur fluttur á bilum. Gist í tjöldum. Einstök ferð fyrir þá sem ekki vilja bera þungan bakpoka. Miðar óskast sóttir. Fararstjóri Sigurður Sigurðarson. 4. -8. ágúst Hornvík Tjaldbækistöð við Höfn í Horn- vík. Þaðan sem farið verður f dagsferðir t.d. á Hornbjarg, í Rekavík og Hlöðuvfk. Fararstjóri Gísli Hjartarson. 9.-12. ágúst Hvítárnes- Þjófadalir-Hveravellir Gengið frá Hvitárnesi í Þver- brekknamúla, gist. Þaðan í Þjófadali, gist. Loks til Hvpra- valla, gist og farið í heita pott- inn. Undirbúningsfundur 4. ág- úst kl. 20.00 á skrifstofu Útivist- ar, Hallveigarstfg 1. Fararstjóri Eyrún Ósk Jensdóttir. 11 .-15. ágúst Jarlhettur- Hagavatn-Hlöðufell Tjaldað við Hagavatn, farið að Jarlhettum. Gengið á þremur dögum um Lambahraun og Hlöðuvelli niður að Brúarár- skörðum. Um Eyfirðingaveg og að Þingvöllum. Athugið að far- angurinn verður fluttur á milli staða. Fararstjóri Sigurður Sig- urðarson. 15.-20. ágúst Landmannalaugar-Básar Fullbókað. Miðar óskast sóttir. Fararstjóri Margrét Björnsdóttir. 20.-25. ágúst Öræfaperlur sunnan jökla Ekið um Þingvelli, að Hvítár- vatni. Síðan um Kerlingafjöll austur í Kisubotna niður Gljufur- leit, í Veiðivötn. Haldið verður um Sigöldu og Landmannaleið f Hrafntinnusker. Síðan í Álfta- vatn, austur Mælifellssand í Lakagíga. Endað í afmælishátíð í Básum. Fararstjóri Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 30. júlí 1. Kl. 8: Geitland - Hafrafell. Ný ferð. Ekið um Kaldadal í Geit- land og gengið á fellið (1167 m y.s.) í jaðri Langjökuls. Verð kr. 2.500. 2. Kl. 8: Þórsmörk - Langidal- ur. Dagsferð, stansað 3-4 klst. í Þórsmörkinni. Við minnum á miðvikudagsferðirnar og sumar- dvöl í góðu yfirlæti í Skagfjörðs- skála. Verð kr. 2.700 (hálft gjald fyrir 7-15 ára). 3. Kl. 13: Ölkelduháls - Reykja- dalur. Fjölbreytt gönguland upp af Hveragerði, tengt Hengils- svæðinu. Verð 1.200 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Um 3 klst. ganga. Verið með! Brottför frá BSI, austanmegin (og Mörkinni 6). Gerist félagar i Ferðafélaginu og eignist nýja og glæsilega árbók, Á Heklu- slóðum. Árgjaldið er 3.200 kr. (500 kr. aukagjald fyrir inn- bundna bók). Ferðafélag Islands. FERÐAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Fjölbreyttar ferðir um verslun- armannahelgina: 4.-7. ág. kl. 20.00: Þórsmörk og Fimmvörðuháls 3 og 4 d. Gist í Skagfjörðsskála Langadal eða í tjöldum. Gönguferðir. 4.-7. ág. kl. 20.00: Landmanna- laugar - Breiðbakur - Eldgjá. Gist í Laugum. M.a. ekið á nýjar spennandi slóðir (Breiðbak) norðvestan við Langasjó, frábær útsýnisstaður. 4. -7. ág. kl. 20.00: Svínárnes - Kerlingargljúfur - Hveravellir. Ekið/gengið um Hrunamannaaf- rétt og Kjalarsvæðið. Gist í hús- um í Svínárnesi og á Hveravöll- um. Ný ferð. 5. -7. ág. kl. 8.00: Núpsstaðar- skógar. Tjaldað við skógana. Tilkomumikið svæði vestan Skeiðarárjökuls. Nokkrar sumarleyfisferðir í ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk 2.-6. ágúst. Brottför miðviku- dag kl. 8.00. Nokkur laus sæti i þessa ferð. „f kringum Skálarkamb" 3.-5. ág. Ný bakpokaferð á Horn- ströndum. Göngutjöld og hús. Upplýsingablað á skrifst. Fögrufjöll - Skælingar - Eldgjá 4.-9. ágúst. Gönguferð með víð- leguútbúnað. Undirbúnings- fundur mánudag 31.7. kl. 20. Eystribyggð á Grænlandi 10. -17. ágúst. 2 sæti laus. Und- irbúningsfundur miðvikudaginn 2.8. kl. 18.00. Aukaferð er í at- hugun. Miðhálendisferð 4.-9. ág. Brottför kl. 8.00. Nýidalur - Kverkfjöll - Herðubreiðarlindir. Gist í húsum. Arnarfell hið mikla - Þjórsárver 11. -17. ág. Göngutjöld. Eyðibyggðir á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda 11.-16. ágúst. Itarlegt upplýs- ingablað á skrifst. Munið miðvikudagsferðirnar í Þórsmörk. Brottför kl. 8.00 að morgni. Dagsferö og til sum- ardvalar. Kvöldferð út í óvissuna mið- vikudagskvöldið 2. ág. kl. 20. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni í Mörkinni 6, í sima 568-2533, fax 568-2535. Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.