Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.1995, Blaðsíða 1
! <?r BREYTTUR KIA SPORTAGE - VOLKSWAGENI WOLFSBURG - NÝ OG BETRIDICK CEPEK DEKK - STEYPA VÉLSLEÐAKERRUR ÚR TREFJAPLASTI SUNNUDAGUR 30. JULI 1995 BLAÐ c 5dyraRAV4jeppinn erkominnogkostar aðeins 2.389.000 kr. | <gg> TOYOTA j tákn um gceði EINN kraftmesti og glæsilegasti sportbíll sem til er hérlendis, Pontiac Firehawk, var fluttur inn til landsins fyrir nokkrum dögum. Aðeins 800 bílar af þessari gerð hafa verið fram- leiddir og bíllinn sem hingað er kom- inn var annar bíllinn sem var smíðað- ur í verksmiðjum Pontiac en hefð er fyrir því að bílaverksmiðjur haldi sjálfar fyrsta bílnum. Það var Bíla- búð Benna sem flutti bílinn inn og hefur hann þegar verið seldur. Firehawk byrjaði reyndar ferilinn sem 275 hestafla Firebird Formula. Þegar Firehawk útgáfan er pöntuð frá verksmiðjunni er bíllinn sendur þaðan til SLP Engineering í New Jersey þar sem bílnum er breytt í það sem bandaríska bílablaðið Auto PONTIAC Firehawk er snöggur í hundraðið, aðeins 4,9 sekúndur. Firehowk - einn so kraftmesti á iandinu Week Ma.ga.zme kallar fjögurra manna Corvette. Þar er bíllinn styrktur og breytt í sérútgáfuna Firehawk sem er mun hraðskreiðari og sneggri en Formula eða Trans Am Firebird. Fjöðrunarbúnaði og ballansstöngum er breytt, einnig eru sett undir bílinn 17 tommu felgur og hestöfl aukin upp í 315. Verður 355 hestöf I Firehawk er með 5,7 lítra, V-8 vél með álheddum og Ram Air loftinn- taki og er eins og fyrr segir 315 hestöfl en vinnsluátakið er 330 fet- pund við 2.000 snúninga á mínútu. Bíllinn er 4,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst og kvartmíl- una fer hann á 13,5 sekúndum en hámarkshraðinn er 275 km á klst. Svona búinn kostar bíllinn rúmar fjór- ar milljónir króna. Bíllinn er eldrauður og vígalegur á 17" felgum og minnir við fyrstu sýn á Camaro Morgunblaðið/Árni Sæberg en loftinntökin á vélarhlífinni og sér- stæður framendinn, sem minnir helst á hákarlskjaft, setja sérstæðan svip á bílinn. Að innan er hann allur leður- klæddur með öllum hugsanlegum búnaði, eins og t.a.m. skriðstilli, loft- ræstikerfi, líknarbelgjum, rafstýrðum sætisstillingum og fleiru. Aftursætin eru djúp en þröng en þó komast þar hæglega tveir fullorðnir fyrir. En þetta er fyrst og fremst sport- bíll sem á eftir að vekja mikla at- hygli á götum borgarinnar. Svokall- aður Stage III, aukabúnaður sem eigandi getur pantað eftir að bíllinn hefur verið afhentur, er á leiðinni til landsins frá SLP Engineering en með honum eykst hestaflafjöldinn um 40 og verður bíllinn þá orðinn 355 hest- öfl. Snerpan eykst í hlutfalli við hest- aflafjöldann og með Stage III fer Firehawk kvartmíluna á 12,9 sekúnd- um og er 4,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. FIREHAWK hefur verið kallaður fjögurra Corvette. manna BILLINN er klæddur leðri í hólf og gólf og við gír- skiptinguna má sjá skjöld með áletrun þess efnis að þetta sé annar bíllinn af færibandinu. Huiiiincr ¦ cBi CKKI skoðun AMGHummer, bandaríski jeppinn sem nýlega er farið að flyl ja inn til landsins, fær ekki fulla skoðun hér á landi vegna Uósabúnaðar sem er ekki í samræmi við íslenskar né evrópskar reglur. í þessum reglum segir að ysta brún lýs- andi flatar á aðallj ós u m megi ekki vera lengra frá hlið bös- ins en 40 sm. A Hummer er þetta bil lengra. Bifreiðaskoðun fslands hef- ur sent démsmálaráðuneytinu erindi vegna þessa og að sðgn Guðna Karlssonar hjá ráðu- neytinu er málið þar til skoð- unar. íslenskareglugerðin um gerð og búnað bifreiða er ná- kvæmlega eins og reglur ESB að þessu leyti. Jón 1 Ijalti Ásmundsson í tæknideild Bifreiðaskoðunar íslands hf. segir að það komi oft upp slik mál vegna bfla sem flul tir eru inn frá Bandaríkj- unum. Þó séu margar undan- þágur gefnar frá reglunum og nefndi hann sem dæmi gul sttiuuljós að framan á banda- riskum bflum. Hins vegar sé erfiðara að koma bflum með slíkum Ijósuin inn í ðnnur Evr- ópulönd. Hann sagði að settu eigendur Willys jeppa breiðari brettakanta á bíla sina yrðu þeir jafnframt að færa ljósin utar á bílana og dómsmáia- ráðuneytið hefur gengið fast eftir þvi. Ömtur atridi sem vert er að nefna er að bflar fá hér ekki nýskráningu sem eingöngu eru með hraðamæli sem sýnir hraðann í mflum. Guðni Karisson vildi ekkert um það segja hvort veitt yrði undanþága frá reglum um flósabúnað. „Við ætlumst til þess að þeir sem eru að fly t ja inn ökutæki til landsins þekki reglurnar. Við erum innan evrópsks efnahagssvæðis og þar gilda ákveðnar reglur," sagði Guðni. BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDSHF. Tímapantanir ísíma: 567 2811 ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.