Morgunblaðið - 01.08.1995, Side 1

Morgunblaðið - 01.08.1995, Side 1
88 SÍÐUR B/C 172. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FRÁ þingfundinum í Versölum í gær Reuter Telja að Chirac fái aukin völd Versölum. Reuter. SAMEIGINLEGUR fundur beggja deilda franska þingsins samþykkti í gær breytingar á stjórnarskránni og verður nú heimilt að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu oftar en áður. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, lofaði því fyrir síðustu kosn- ingar að auka bein áhrif almennings með þjóðaratkvæðagreiðslum en talsmenn stjórnarandstöðunnar halda því fram, að með þessu sé verið að draga úr valdi þingsins og auka að sama skapi völd forseta. Franska blaðið InfoMatin sagði í gær, að þjóðaratkvæðagreiðsla væri tvíeggjað vopn en væri því fimlega beitt gæti Chirac notað það til að bijóta á bak aftur rótgróna andstöðu við breytingar í frönsku samfélagi, til dæmis til að koma á einkavæðingu ríkissímafyrirtækisins og nauðsyn- legum umbótum í lífeyriskerfinu. Ekkert fararsnið á Serbum i Bihac Zagreb, Sarajevo. Reuter. SERBNESKA árásarliðið í Bihac í norðvesturhluta Bosníu sýndi í gær engin merki um að staðið yrði við samkomulag um brottflutning þess af svæðinu. Embættismenn Samein- uðu þjóðanna viðurkenndu að sam- komuiagið kynni aðeins að vera blekking af hálfu Serba, sem vildu vinna tíma til að efla varnir Krajina- héraðs í Króatíu vegna hugsanlegrar árásar króatíska hersins. Leiðtogar Serba í Króatíu lofuðu brottflutningi hermanna sinna frá Bihac á fundi með Yasushi Akashi, sendimanni Sameinuðu þjóðanna, á sunnudag. Þetta var þó aðeins munnlegt samkomulag og stjórnvöld í Króatíu höfnuðu því strax sem blekkingu. Talsmaður friðargæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna sagði að allt að 500 serbneskir hermenn af nokkrum þúsundum hefðu farið frá Bihac yfir landamærin til Króatíu til að veija Knín, höfuðstað Króatíu-Serba. „Við höfum ekki orðið varir við verulega Samkomulagið talið blekking til að vinna tíma liðsflutninga og alls ekki neina flutn- inga á þungavopnum," sagði tals- maðurinn. Serbum settir úrslitakostir Samkomulagið virtist við fyrstu sýn veruleg tilslökun af hálfu Serba. Daginn áður hafði F’ranjo Tudjman, forseti Króatíu, sett þeim úrslita- kosti; annaðhvort færu þeir frá Bi- hac og hæfu samningaviðræður um „friðsamlega endursameingu" Kraj- ina og Króatíu ellegar yrðu þeir fyr- ir leifturárás úr öllum áttum. » Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu líklegra að samkomu- lagið væri aðeins fyrirsláttur af hálfu Serba, sem vildu vinna tíma til að efla varnir sínar við Knín meðan Sámeinuðu þjóðirnar héldu aftur af Króötum. Minni líkur á loftárásum Bandarískir embættismenn sögðu í gær að Bandaríkjastjórn væri ánægð með að Króatíuher skyldi aðstoða stjórnarher Bosníu í vestur- hluta landsins og sá stuðningur drægi úr líkunum á því að Atlants- hafsbandalagið þyrfti að gera loft- árásir á Serba. Rússar hafa á hinn bóginn sagt að þeir hyggist beita sér fyrir því innan öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna að stöðva sókn Króata. Serbar hafa einnig flutt bestu hermenn sína frá „griðasvæðinu" Zepa í austurhluta landsins til vest- urhlutans vegna sóknar Króata. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu á laugardag að serbneskir hermenn hefðu kveikt í húsum í Zepa og tekið yfirmann varnarsveita múslima þar af lífi. Sænska útvarpið Hlustend- um ráðlagt að nota orð- ið „tölva“ Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. í hádegisfréttum sænska út- varpsins í gær fengu útvarps- hlustendur þá ábendingu að tilvalið væri að taka Islend- inga sér til fyrirmyndar og nota orðið „tölva“ í stað sænska orðsins „dator“. Ábendingin kom frá sænsku tímariti, sem fjallar um mál og málrækt. í seinni hluta sænsku há- degisfréttanna er venjan að taka fyrir eitthvert efni og lesa hvað bæði innlend og erlend blöð hafa um málið að segja. í gær lauk blaðapistlin- um með málfarsábendingu, tekinni úr tímariti. Þar var sagt að margir Svíar væru með réttu óánægðir með sænska orðið „dator“ fyrir tölvu. Tilvalið væri hins vegar að taka upp íslenska orðið „tölva“, sem væri byggt á orðinu fyrir tölu og tengdist því reikningi, auk þess sem það beygðist eins og orðið „völva“, sem þýddi spákona. Fréttin endaði á hrósyrðum í garð íslendinga fyrir hve annt þeir létu sér um tungumál sitt. Það mun hafa verið Sigurð- ur heitinn Nordal prófessor, sem á sínum tíma fann upp þetta ágæta orð „tölva“. Kannski er komið að því að íslensk orð og hreintungu- stefna í heild geti orðið að útflutningsvöru. Hyggjast virkja sjáv- aröldumar London. Reuter. FYRSTA raforkustöð sem fær afl frá öldum hafsins, OSPREY, verður tekin í notkun við Skotland á morg- un. Hún á að framleiða nægilegt rafmagn, um tvö megavött, handa 2.000 heimilum og verður fest við akkeri 300 metra undan norður- ströndinni. Öldunum er veitt inn í göng og vatnið safnast fyrir í sérstöku hólfi þar sem það þrýstir ioftinu upp á við og er þetta loftsog síðan notað til að knýja túrbínur. Hægt er að auka afiið enn með því að bæta vindmyllu ofan á mannvirkið. Hent- ugast er að nota þessa tækni við úthöf sunnarlega og norðarlega á hnettinum, þar er ölduhæð ávallt nægileg. Hræddur við vetrarveðrin Stöðin var hönnuð í Skotlandi en smíðuð af breskum og frönskum fyrirtækjum. Hún er um 20 metra há, 8.000 tonn að þyngd og kost- aði framkvæmdin öll 3,5 milljónir punda eða 350 milljónir króna. Fyrstu vikurnar verður kannað hvort allt sé í lagi en síðan verður stöðin tengd við orkukerfi Skot- lands og er skemmst til Dounreay- stöðvarinnar. „Ég dáist að hugrekki þeirra en er hræddur um að þetta gangi ekki vel,“ segir Donald Macdonald, vís- indamaður við Imperial Coliege I London. Hann bendir á að á vet- urna geri öðru hveiju ofsarok á þessum slóðum og ekkert nema rammgerðustu mannvirki á landi standist þau átök. ■ Mengunarlaus orka/20 Qtti við fjármálakreppu í Japan Lánastofmin bjarsfað Tókýó. Rcutcr. YFIRVOLD'í Japan skýrðu frá því í gær, að hagsmunir sparifjáreig- enda í stórri lánastofnun í Tókýó yrðu tryggðir jneð opinberu fram- lagi. Jafnframt var reynt að sefa ótta manna erlendis við að japanska fjármálakerfið, sem glímir við gífur- leg útlánatöp, væri á leið inn í alvar- lega kreppu. Fjármálayfirvöld í Japan hafa setið á fundum síðustu daga vegna ástandsins hjá ýmsum lánastofnun- um en tilkynningin kom eftir að sparifjáreigendur höfðu tekið út rúmlega 43 milljarða kr. í Cosmo Shinyo Kumiai vegna ótta við, að lánastofnunin væri að komast í þrot. Cosmo er ein af fjölmörgum sams konar lánastofnunum í Japan en með þeim er minna eftirlit en hinum eiginlegu bönkum. Talsmaður japanska fjármála- ráðuneytisins sagði, að þessar ráð- stafanir væru ekki til marks um, að ástandið í fjármálalífinu væri að versna en fjármálasérfræðingar hafa áður spáð því, að vandræðin vegna útlánatapa myndu fyrst koma fram hjá litlum lánastofnun- um. Reuter Landnemar jQarlægðir ÍSRAELSKIR landuemar á Vest- urbakkanum reyna að koma í veg fyrir að ísraelskir lögreglumenn geti fellt tjald landnema á hæð skammt frá arabíska þorpinu al- Khader. Landnemarnir eru and- vígir því að Israel semji við Palest- ínumenn um stækkun sjálfstjórn- arsvæðisins á Vesturbakkanum. í gær tóku lögreglumenn niður tjöld og aðra bráðabirgðabústaði sem landnemarnir hafa komið upp á hæðinni, og hófu að flytja fólkið burt. ■ Horfur á samkomulagi/22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.