Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir ÚRSKURÐARNEFND sjómanna og útvegsmanna sem fjallar um ágreining um fiskverð kom saman í gær til fyrsta formlega fundarins með oddamönnum ríkisins í húsnæði Sjómannasambandsins. F.v. eru Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, Helgi Laxd- al, formaður Vélstjórafélagsins, Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, Valtýr Sigurðsson héraðsdómari, varamaður oddamanns, Skúli J. Pálmason héraðsdómari, oddamaður, skipaður af sjávarútvegsráðherra, Snorri Rúnar Pálmason, ritari nefndarinnar, Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ, Gunnar Hafsteinsson útgerðarmaður og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSÍ, en hann er varamaður Sturlaugs Sturlaugssonar útgerðarmanns, í nefndinni. Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um fiskverð Fjögur mál til úrlausnar ÚRSKURÐARNEFND sú sem sam- tök sjómanna og útvegsmanna komu sér saman um að skipa við gerð kjarasamninga 15. júní sl. til að úrskurða um ágreining um físk- verð, hefur fengið fjögur ágrein- ingsmál til úrlausnar. Fyrsti form- legi fundur nefndarinnar með odda- manni, sem skipaður er af sjávarút- vegsráðherra, var haldinn í gær. I kjarasamningnum segir að leita skuli úrskurðar nefndarinnar telji meirihluti áhafnar sig ekki eiga kost á samningi um sanngjarnt fisk- verð skv. ákvæðum samningsins og skal nefndin láta í té rökstutt álit á því hvort tillaga að fiskverði víki frá því sem algengast er við sam- bærilega ráðstöfun aflans. Skal þá tekið tillit til fiskverðs í nærliggj- andi byggðarlögum, fyrir sambæri- legan fisk að stærð og gæðum, svo og til horfa um þróun afurðaverðs. Stefnt að vikulegum fundum Að sögn Sævars Gunnarssonar, formanns Sjómannasambands ís- lands, og Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, er umfjöllun um umrædd mál ekki lokið en á fund- inum í gær var einnig rætt um fyrir- komulag á störfum nefndarinnar og vinnureglur. í öllum tilvikunum er um að ræða ágreining um ráðstöfun afla í skiptum milli skyldra aðila í út- gerð og vinnslu og snerta þau bæði sölu bolfisks og rækju. Náist ekki samkomulag milli fulltrúa í úr- skurðarnefndinni innan 14 daga frá því að mál er lagt fyrir hana, skal kveðinn upp úrskurður sem er bind- andi fyrir aðila. Samkomulag þarf að liggja fyrir í seinasta lagi næst- komandi fimmtudag í þremur þeirra mála sem nefndin hefur til umfjöll- unar ef ekki á að koma til úrskurð- ar en þar ræður atkvæði odda- manns úrslitum. í úrskurðamefndinni eiga sæti þrír fulltrúar frá hvorum aðila auk oddamanns sem skipaður er af sjáv- arútvegsráðherra. Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn næst- komandi fímmtudag. Stefnt er að því að halda fundi í nefndinni viku- lega á næstunni. Utanlandsferðir seljast vel 125 sæti til Prag seldust upp á nokkrum tímum HUNDRAÐ tuttugu og fimm sæti í vikuferð til Prag í byijun septem- ber seldust upp hjá Samvinnuferð- um - Landsýn fyrir hádegi á mánudag. Helgi Jóhannsson, for- stjóri, telur viðbrögðin fyrst og fremst skýrast af því að hægt hafi verið að bjóða upp á afar hagstætt verð vegna gagnkvæms leiguflugs._ Hörður Gunnarsson, forstjóri Úrvals - Útsýnar, segir stefna í að 5-7% fleiri fari með ferðaskrifstofunni til útlanda í ár en í fyrra. Helgi sagði að haft hefði verið samband við stóra tékkneska ferðaskrifstofu og spurst fyrir um hvort áhugi væri fyrir gagnkvæmu leiguflugi milli landanna. Ferða- skrifstofan sló til og íslandsferð- imar seldust upp á skömmum tíma í Tékklandi fyrr í sumar. Viðbrögð- in létu heldur ekki á sér standa hér á landi þegar vikuferð til Prag var auglýst í Morgunblaðinu á sunnudag. Siminn þagnaði ekki og farið var að taka niður nöfn á biðlista kl. 12 á hádegi í gær. Vikuferð fyrir einn kostar frá 35.925 kr. miðað við tvo í her- bergi. Innifalið var flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og skattar. Þegar spurst var fyrir um hvað valdið hefði góðum viðbrögðum við auglýsingunni, nefndi Helgi hagstætt verð. Helgi sagði kómu Tékkanna ekki síður spennandi og tók fram að ef vel til tækist væri um að ræða skemmtilegan markað í framtíðinni. Þá sagði Helgi að góð sala hefði verið S ferð til írlands um næstu helgi með knattspymuliði Skaga- manna. Nú væri verið að selja síð- ustu sætin í þá ferð. Meiri fjárráð og bjartsýni Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Úrvals - Útsýnar, sagðist ekki hafa merkt kipp í sölunni frá því álagningarseðlar vom sendir út. Hins vegar sagðist hann hafa á tilfinningunni að salan yrði góð í ár. Alls hefðu 27.000 farseðlar selst hjá fyrirtækinu í fyrra og útlit væri fyrir 5-7% aukn- ingu í ár. Hörður sagðist hafa orðið var við að fólk hefði almennt úr meiru að spila og væri bjart- sýnna, tilbúnara að slá til og gera eitthvað fyrir sjálft sig. Tónleikum Bjarkar frestað vegna krankleika BJÖRK Guðmundsdóttir er nú á tónleikaferð um Bandaríkin og hefur haldið þrenna tónleika. Tvennum tónleikum varð hins- vegar að fresta vegna eymsla í hálsi hennar. Tónleikaferð Bjarkar hófst í Washington 22. júlí, en þegar kom að tónleik- um í Los Angel- es 26. og 27. júlí fann hún fyrir eymslum í hálsi og varð að fresta tónleik- unum af þeim sökum. Uppselt var á tónleikana eins og aðra tónleika í ferðinni og gat stór- blaðið Herald Tribune meðal annars um þá frestun á baksíðu. Starfsmaður umboðsskrif- stofu Bjarkar, Brave Mana- gement, sagði að ekki væri al- varlegur sjúkleiki á ferð, en Björk væri þegjandaleg um þess- ar mundir enda væri henni bann- að að tala. Eins og áður hefur komið fram kemur Björk hingað til lands og syngur nokkur lög sem sérstakur gestur útitónleikanna Uxi ’95 við Kirkjubæjarklaustur. Hún kemur beint af tónleikum í Detroit, flýgur hingað til lands með leiguþotu og svo aftur út þegar eftir tónleikana, enda á hún að koma fram á tónleikum í Toronto daginn eftir. „Kostnaður vegna komu Bjarkar er vissulega allmikill, en ekkert af því fé rennur til hennar, þar sem hún kemur ókeypis fram. Hún vildi taka þátt í þessum alþjóðlegu tónleik- um og gefa þannig einskonar stuðningsyfirlýsingu við tón- leikahaldið og líka nasasjón af því sem hún væri að gera í Bandaríkjaförinni," sagði Einar Örn Benediktsson einn af starfs- mönnum tónjeikanna. Þröstur efstur í Gausdal Gausdal. Noregi. Morgunblaðið. TEFLDAR hafa verið fjórar umferðir á opna Péturs Gauts mótinu í Gausdal í Noregi. Þröstur Þórhallsson alþjóðlegur meistari er efstur ásamt Svían- um Lyrberg með 3‘A vinning. Kristján Eðvarðsson hefur 3 vinninga, Margeir Pétursson hefur 2 vinninga, Bragi Hall- dórsson 2 vinninga og Héðinn Steingrímsson l'A vinning. Um 10 stórmeistarar tefla á mótinu. Morgunblaðið/Kristinn Bílvelta á Kringlu- mýrarbraut TVEIR bílar rákust á með þeim afleiðingum að annar þeirra valt á mótum Listabrautar og Kringlu- mýrarbrautar um sjöleytið í gær. Tvennt var flutt á slysadeild og reyndist i öðru tilvikinu um lítils- háttar meiðsl að ræða. Óttast var að klippa þyrfti farþegana úr bíln- um sem valt en sá ótti reyndist ástæðulaus. Slökkvilið mætti á staðinn til að fjarlægja bensín sem lak úr bílnum. Kranabíll var síðan fenginn til að fjarlægja báða bílana. Samningar ríkis og bænda miða að óbreyttum stuðningi við sauðfjárbændur Bændur vilja ekki fijálsa verðlagningfu lambakjöts í TILLÖGUM fulltrúa bænda, sem eiga í viðræðum við ríkið um gerð nýs búvörusamnings, er gert ráð fyr- ir að opinberri verðlagningu á kinda- kjöti verði haldið áfram að hluta. í viðræðunum hafa verið ræddar ýms- ar hugmyndir um að færa stuðning ríkisins við bændur til, þannig að dregið sé úr stuðningi við einstaka bændur og hann aukinn við aðra. Stefnt er að því að ljúka viðræðunum um miðjan ágúst. Almennt mun vera samkomulag um að nauðsyniegt sé að gera breyt- ingar á verðlagningarkerfi sauðfjár- afurða. Meðal bænda er andstaða við að gefa verðlagninguna alfarið frjálsa. í tillögum bænda er geit ráð fyrir að farin verði millileið og opin- berri verðlagningu verði haldið áfram út samningstíma nýs búvörusamn- ings, en að heimilt verði að verð- Ieggja meira eftir markaðsaðstæðum. „Menn eru þar að hugsa um að gefa ekki tauminn slakan það hratt að menn missi stjóm á klárnum. Við viljum forðast að lenda í einhverju rugli þó að sveigjanleiki í verðlagn- Birgðir af lambakjöti 2000 tonn við upphaf sláturtíðar ingu verði aukinn," sagði Þórólfur Sveinsson, varaformaður Bænda- samtakanna. Stuðningur færður til? f viðræðum fulltrúa ríkisins og bænda hefur talsvert verið rætt um að breyta stuðningi við bændur inn- byrðis og færa stuðning frá einstök- um hópum bænda yfir til þeirra sem taldir eru í meiri þörf fyrir stuðning. Óvíst er hvort farið verður inn á þessa braut og hvernig það verður þá gert. Meðal þeirra hugmynda sem hafa verið ræddar er að taka 20 ærgildi af öllum bændum og deila þeim síðan út aftur eftir ákveðnum reglum. Þór- ólfur sagði að erfitt væri að fara út í svona breytingar og benti í því sambandi á að innbyrðis stuðningur ríkisins við sauðfjárbændur hefði verið óbreyttur síðan árið 1987. Hann sagði að menn væru þó sam- mála um að skerða framleiðslurétt sauðfjárbænda sem væru orðnir 70 ára og eldri. Mikill birgðavandi Stefnt er að því að samkomulag um aðgerðir til stuðnings sauðfjár- bændum liggi fyrir síðar í þessum mánuði. Niðurstaða er aðkallandi því að sauðfjárslátran í haust er í upp- námi vegna birgðavanda. Flest bendir til að birgðir af lambakjöti verði um 2.000 tonn við upphaf sláturtíðar í haust, en birgðirnar námu 1.420 tonnum í fyrrahaust. Ef vel ætti að vera þyrftu birgðimar að vera 1.000- 1.500 tonnum minni en þær era. Af- urðastöðvar eru í miklum erfiðleikum vegna þessara birgða, sem valda því að sumar þeirra geta tæpast hafíð slátrun í haust verði ekkert að gert. „Þessar miklu birgðir gera slátran og staðgreiðslu framleiðslunnar í haust nánast óviðráðanlega ef ekki verður á þessu tekið. Samkvæmt þeirri reiknireglu sem er reiknað eft- ir í gildandi búvörusamningi hefði skerðing á greiðslumarki í haust átt að vera í kringum 17%. Það myndi þýða slíkt tekjuhrun að enginn treystir sér til að horfa framan í afleiðingar þess,“ sagði Þórólfur. Rætt er um að minnka framleiðslu næsta árs með uppkaupum á fram- leiðslurétti. Óvíst er hvað áhugi bænda á því að selja framleiðsiurétt er mikill, en þó er talið að tekjusam- dráttur síðustu ára og erfiðleikar við heyöflun í haust ýti undir suma að hætta. Óvíst er hvað miklum fjár- munum verður varið til að kaupa upp framleiðslurétt. Ekki liggur heldur fyrir hve mikl- um fjármunum ríkið er tilbúið til að verja til stuðnings við sauðfjárbænd- ur á næstu árum. Landbúnaðarráð- herra hefur gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að beita sér fyrir sama stuðningi og verið hefur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á hann þar eingöngu við næsta fjárlagaár en ekki kjörtímabilið allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.