Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tækjabílar fengnir á staðinn til að klippa slasað fólk úr tveimur bílum Morgunblaðið/Ingólfur VEGURINN um Hvalfj'örð lokaðist vegna slyssins í fyrrakvöld, sem varð rétt fyrir klukkan sjö. Bílalestin náði frá Þyrli að Bjarteyjar- sandi og var umferðin ekki farin að ganga eðlilega fyrr en um níuleytið. Harður árekstur í Hvalfirði LÖGREGLAN lagði í gær hald á 100 falsaða aðgöngu- miða á tónleika Uxa ’95. Til- drög málsins voru þau að komið var með miðana í prentsmiðju til rifgötunar og vöknuðu grunsemdir hjá starfsmanni prentsmiðjunnar. Vegna málsins hefur Uxi sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir að miðarnir hafi verið litljósritaðir og líkir sjálfum aðgðngumiðunum, en þó hafi ekki farið á milli mála að hér hafi verið um fölsun að ræða. Aðstandendur Uxa vara fólk við að taka þá áhættu að kaupa aðgöngumiða ann- ars staðar en á auglýstum forsölustöðum, þar sem tryggt hafi verið að ekki sé hægt að falsa miða á tónleik- ana. Öflug gæsla verði á Kirkjubæjarklaustri og farið verði vandlega yfir alla miða á staðnum. Bílslys í Mý- vatnssveit HARÐUR árekstur varð á afleggjaranum að bænum Heiði í Mývatnssveit um tvö- leytið á laugardag. Tveir bílar sem voru að mætast lentu saman uppi á blindhæð. Þrír voru fluttir undir lækn- ishendur, tveir til Hússavíkur og einn til Akureyrar. Meiðsl voru ekki talin alvarleg. Bíl- amir eru báðir ónýtir. Lögreglunni á Húsavík var um sexleytið á föstudagskvöld tilkynnt um að Þjóðverji. hefði dottið af mótorhjóli við ísólfs- vatn efst í Bárðardal. Maður- inn var fluttur á sjúkrahús á Akureyri en fékk að fara að skoðun lokinni. Innbrot um hábjartan dag BROTIST var inn í einbýlis- hús í Grundunum í Kópavogi einhvern tímann milli klukkan 8 í gærmorgun til kl. 14 með- an húsráðendur voru að heim- an.^ Úr húsinu var stolið tveim- ur verðmætum ljósmyndavél- um, tveimur linsum, einhveiju af gjaldeyri, íslenskum pen- ingum og skartgripum ýmiss konar. Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Húsbíll fauk út af HÚSBÍLL fauk út af þjóðveg- inum við Brynjudalshlíð í Hvalfirði um klukkan hálftíu í fyrrakvöld. Erlendir ferðamenn voru í húsbílnum. Hann lenti í lausa- möl þegar hviðan kom á hann og við það missti ökumaður- inn bílinn í lausamöl og síðan út af veginum. Óveruleg meiðsl urðu á fólkinu. TÆKJABÍLAR voru notaðir til að klippa fólk úr tveimur fólksbílum eftir tvo árekstra á sunnudag. Sá fyrri varð á Vesturlandsvegi við Þverholt í Mosfellsbæ og sá síðari við Þyril í Hvalfírði. Ekki urðu alvar- leg slys á fólki. Tveir fólksbílar Ientu saman á Vesturlandsvegi við Þverholt og Reykjaveg um klukkan háiffjögur á sunnudag. Öðrum bílnum var beygt frá Þverholti og inn á Vesturlandsveg en hinum var ekið eftir Vesturlands- vegi. Tækjabíll var fenginn á staðinn til að klippa farþega út úr öðrum bílnum. Farþegar úr báðum bílunum voru fluttir á slysadeild. Jeppi fór utan í tvo bíla Þrír bílar komu við sögu í síðari árekstrinum, sem varð við Þyril í Hvalfírði um sjöleytið í fyrrakvöld. Jeppabifreið með litla kerru í eft- irdragi, sem ekið var út með Hval- fírði að norðanverðu, rakst utan í bíl, sem kom á móti. Við það snerist jeppinn og lenti á litlum fólksbíl sem einnig kom á móti. Sá bíll hentist á vegrið og stöðvaðist við það. Betur fór en á horfðist með meiðsl á fólki í þessum þremur bflum. Fyrri bíllinn, sem jeppinn lenti á, skemmd- ist eitthvað en ekki urðu meiðsl á fólki í honum. Sex manns voru í jepp- anum og sluppu allir lítt meiddir, nema einn farþegi, fullorðin kona, Morgunblaðið/Jón Svavarsson LOSA þurfti bílstjóra og tvo farþega úr öðrum fólksbílanna, sem jeppabifreiðin lenti á, með klippum og voru tækjabílar bæði frá Akranesi og Reykjavík notaðir til þess. sem kvartaði undan meiðslum vegna hnykks, sem hún fékk við árekstur- inn. Bíllinn skemmdist að framan og þurfti að fjarlægja hann með krana- bfl. Tveir tækjabílar notaðir Síðari bíllinn, sem jeppinn lenti • á, er gjörónýtur eftir áreksturinn. í honum voru fjórar manneskjur og slösuðust ökumaður og farþegi vinstra megin í aftursæti nokkuð. Klippa þurfti bílinn utan af fólkinu og tók það um 20-30 mínútur eftir að tækjabílar frá Reykjavík og Akra- nesi voru komnir á slysstað. Alls voru 14 manns fluttir með sjúkrabílum til Reykjavíkur en ekki þurftu allir á læknisaðstoð að halda. Talið er að sprungið hafi á öðru framdekki jeppans, annað hvort þeg- ar hann rakst á fyrri bílinn eða áður og við það hafi hann snúist á vegin- um. Þjóðvegurinn lokaðist við árekst- urinn. Önnur akreinin var opnuð fyr- ir umferð um klukkan hálfníu og var þá hleypt á hana í skömmtum til skiptis úr sitthvorri áttinni. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi tók skamman tíma að hleypa röðinni að sunnan í gegn en öðru máli gegndi um þá sem kom að norðan, enda náði röðin langleið- ina að Bjarteyjarsandi, utan við olíu- stöðina. Umferðin var farin að ganga eðlilega um níuleytið. Menn aka of hratt Að sögn Þórðar Sigurðssonar, yf- irlögregluþjóns í Borgarnesi, hafa orðið fjórir mjög harðir árekstrar í Hvalfirði á síðustu tveimur mánuðum og hefur þurft að klippa fólk úr bílum í þijú skipti. Aðspurður um það hvort veginum sé að einhveiju leyti um að kenna segir Þórður að einmitt vegna þess hvað vegurinn sé hlykkjóttur og útsýn víða skert verði að gæta sérstakrar varúðar. „Fólk ekur þarna of hratt, er að fara fram úr og pass- ar ekki upp á að vera á sínum vegar- helmingi. Það er of oft öfugu megin, t.d. í beygjum. Menn verða að sýna tillitssemi og kurteisi, þá ganga hlut- irnir vel,“ segir Þórður. ÓLAFUR Ragnar Gríms- son, alþingis- maður og for- maður Alþýðu- bandalagsins, hefur settá stofn eigið fyr- irtæki undir nafninu ÍSVÍS- rannsóknir og ráðgjöf. Er fyr- irtækinu ætlað að sinna rannsóknum og útgáfu- starfsemi í félagsvísindum og tengslum og samskiptum í al- þjóðlegum viðskiptum og al- þjóðastjórnmálum. Ólafur Ragnar sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæða þess að hann hefði ákveðið að ráðast Ólafur Ragnar Grímsson. Olafur Ragnar stofnar ráðgj afarfyrirtæki út í þetta væri annars vegar sú, að hann ætti margvísleg rann- sóknagögn og annan efnivið frá þeim tíma sem hann starfaði við Háskóla íslands, sem hann hefði áhuga á að koma í útgáfuform. „Nú þegar mínir hagir breytast á næstunni, þá velti ég því fyrir mér hvernig ég ætti að vinna að því að koma því frá mér. Þar sem ég er ekki lengur í vinnu fyrir Háskólann, félagsvísindadeildin gat ekki gefið þetta út, og þetta er hugsanlega ekki efni sem stærri forlögin í landinu hefðu áhuga á, var að mörgu leyti eðli- legt að gera þetta með þessum hætti. í öðru lagi hef ég verið að reyna að greiða fyrir ýmsum aðilum hér í viðskiptalífinu og reyna að styrkja útflutnings- möguleika Islendinga víða um heim og vinna nýja markaði fyr- ir íslenskar útflutningsvörur," sagði hann. Aðspurður hvort þetta þýddi að hann væri að draga sig frekar út úr stjórnmálum sagðist Ólafur Ragnar hafa verið önnum kafinn sem formaður Alþýðubandalags- ins undanfarin átta ár og um tíma verið ráðherra. Nú lægi hins vegar fyrir að hann léti af flokks- formennskunni innan tveggja mánaða og þar sem hann væri vanur löngum vinnudegi hefði hann farið að velta því fyrir sér hvernig best væri að nýta tim- ann, auk þingstarfanna. Styrki útflutningsaðila „Ýmsir hafa einnig talið að ég gæti orðið að liði við að styrkja útflutningsaðila í að vinna mark- aði fyrir íslenska þjónustu og vörur. A þessu stigi liggur ekki meira í þessari ákvörðun," sagði Olafur Ragnar. Lögreglan leggur hald á 100 fals- aða miða á Uxa95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.