Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■ Smábátaeigendur ævareiðir vegna reglugerðar sem PorstBÍnn Pálsson sjávarútvegsráðherra setti. - Fulitrúar þeirra ganga á fund forsætisráðherra í dag til að freista þess að ná fram breytingum Spurning hvenær sýður uppúr - segir Arthur BogMon, formaöur Landssambands smábátaeigenda. I&HUIÚD — Þú sæir nú betur á mælinn án sólgleraugnanna. Davíð minn, þetta er orðið all skuggalega heitt......... Stór og feitur silungur á hálendinu RÚNAR Róbertsson með 6,5 punda bleikju úr Köldukvísl. SILUNGSVEIÐI hefur víða verið með miklum ágætum, en aflabrögð hafa þó sveiflast með veðrinu eins og gengur og gerist. Sérstaklega hafa vakið athygli veiðisvæði inni á öræfum landsins og má nefna í því sambandi Köldu- kvísl, Kvíslaveitur, Þórisvatn og Veiðivötn. Einnig má nefna áður óþekkta veiðistaði á borð við Blöndulón og Langasjó þar sem veiði hefur verið mjög góð. Nýtt svæði lofar góðu Veiði er nú hafin í Langasjó og fyrstu þreifingar gefa góð fyrirheit. Vatnið er gríðarstórt og er langt í land að það sé fullkannað, en nokkr- ir veiðimenn sem hafa rennt í vatn- ið að undanfömu hafa yfirleitt feng- ið góða veiði, allt að 10 fiska eftir daginn. Allt er það vænn urriði, yfirleitt 2-4 pund. Valur Oddsteins- son segir að fyrst hafi verið sett urriðaseiði í vatnið árið 1984 og allar götur síðan hafi Veiðimála- stofnun fylgst með gangi mála. Síð- an voru sett seiði í vatnið 1991 og 1992 og síðan ákveðið að sjá hvern- ig gengi að veiða á stöng í vatninu. Valur sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekið væri að Langasjó af fjallabaksleið skammt fyrir innan Eldgjá og væri leiðin vel merkt. Sú gisting sem næst er vatninu er að Hólaskjóli og segir Valur vera klukkustundarakstur þaðan til vatnsins. „Þetta er frekar jeppaveg- ur, en fjórhóladrifnu skutbílarnir eiga að ráða við þetta ef gætilega er farið,“ bætti Valur við. Arnarvatnsheiðin með góð a kafla Veiðin hefur gengið skrykkjótt í vötnum á Arnarvatnsheiði, enda eru þau flest viðkvæm fyrir hvassviðri, gruggast þá upp og verða illveiðan- leg. Þá var seint fært á heiðina vegna snjóa og holklaka. Eigi að síður hafa margir fengið rífandi veiði á Heiðinni og fiskur víða verið vænn. Vötnin á Amarvatnsheiði eru misgóð og fiskur misvænn. í Amar- vatni stóra hefur veiði yfirleitt ver- ið góð eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað og það er ekki eins viðkvæmt fyrir roki. Bleikjan, sem mest er af í vatninu, er yfirleitt um og rétt yfir 1 pund, en slangur er jafnan af vænni fiski og stærsti silungur sem frést hefur af var tæp 5 pund. Þá hafa menn fengið mjög góða veiði í Arnarvatni litla, Ulfsvatni, Strípalónum og Refsveinu og efri hluta Austurár. í Strípalónum og Austurá hefur fískur reynst mjög vænn, oft um og rétt yfir 2 pund, stærst 4-5 pund. Magnið er meira í vötnunum sem um ræðir og þyngdin örlítið lægri fyrir vikið. Kvíslaveitur og Kaldakvísl Að sögn Jórunnar Eggertsdóttur hjá Veiðifélagi Holta- mannaafréttar hefur veiði í Kvíslaveitum og Köldukvísl verið mjög góð það sem af er. I Kvíslaveitum hafi veið- in tekið mikinn kipp eftir dauft sumar í fyrra og veiðist þar nú vel. Hafa allt að 8 punda fiskar veiðst, en þorrinn er 2-5 pund, allt urriði. Kaidakvísl hefur að sögn Jórunnar verið vatnslítil og tær í sumar og veiðin verið því betri en oft áður er vatnið hefur verið meira og skólað. Mest er það bleikja sem veið- ist í kvíslinni og hún er yfirleitt rokvæn. Hafa veiðst allt að 7 punda bleikjur í sumar. Spónn og maðkur hafa gefið best, einnig í Kvíslaveitum, en flugan er einnig gjöful þar um slóðir. Hér og þar ... Góð veiði hefur verið á köflum í Þórisvatni, en oft í sumar hafa þó veðurskilyrði verið óvinsamleg veiðimönnum. En gagnstætt síðasta sumri hefur veiðin farið batnandi er á sumarið líður. Urriðinn er stór og góður, yfirleitt 2-4 pund og margir stærri með í aflanum. Veiði hefur verið fremur róleg í Veiðivötnum að undanförnu, þó hafa alltaf verið skot og aldrei ör- deyða. Fyrir skömmu veiddust 7 og 8 punda fiskar í Grænavatni. Stærstir í sumar til þessa voru þó 9 og 10 punda fiskar. Skagamönnum bætist drjúgur liðsauki Bjarki Gunnlaugsson og Arnar Gunnlaugsson. Hafa áhuga á að spreyta sig í Englandi AÐ HEFUR varla farið framhjá knattspyrnu- áhugamönnum hér á landi að bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa gengið til liðs við Skagamenn. Með þá tvo innanborðs verður liðið varla árennilegt það sem eftir lifir sum- ars, en það hefur unnið alla sína leiki á íslandsmótinu fram að þessu. Arnar og Bjarki voru í liði Skagamanna sem varð íslands- meistari fyrir þremur árum. Þá varð Arnar markahæstur með 15 mörk. í framhaldi af því gerðust þeir atvinnumenn hjá Feyenoord í Hollandi, þar sem þeir voru í tvö ár, en þeim gekk illa að festa sig í sessi. Bjarki meiddist illa og gat lítið sem ekkert leikið í heilt ár. Þeir voru svo lánaðir frá Feyno- ord til Nurnberg í Þýskalandi síð- asta keppnistímabil. Þar byijuðu þeir af krafti, en náðu sér svo ekki á strik seinni hluta mótsins. Þeir tóku því þá ákvörðun að ganga til liðs við Skagamenn til að sýna hvað í þeim byggi í leikj- um liðsins í Evrópukeppni meist- araliða á þessu ári. Eruð þið ánægðir með að vera komnir heim? „Já, okkur líst mjög vel á þetta. Það er góður andi í iiðinu, því gengur vel og ég held að flestir séu sáttir við að fá okkur aftur á Skagann. Það er líka gaman að vera kominn aftur heim til mömmu og pabba,“ segir Arnar. Eruð þið í góðri æfingu? „Bjarki er í þokkalegri æfingu, en ég er nýkominn úr uppskurði og er ekki í nógu góðri æfíngu. Ég er þó með góða grunnþjálfun að baki og æfi tvisvar á dag, þann- ig að ég ætti að ná mér á strik á tveim vikum,“ segir Arnar. ’ Verður erfítt fyrir ykkur að kom- ast aftur inn í leik liðsins? „Nei, liðið hefur spilað sama fót- bolta síðustu hundrað árin. Sama grunnhugmyndin er alltaf á bak við leikinn hér á Skaganum, að taka við boltanum og skila honum til næsta manns. Það verður kannski að breyta aðeins áherslum í liðinu, en ég heid að við ættum að pássa vel inn í leik- inn,“ segir Arnar. Hvort er lið Skaga- manna, sem þið lékuð með fyrir þremur árum, eða núverandi lið betra? „Það leikur enginn vafi á að liðið er mun betra núna. Þótt það leiki ekki skemmtilegri knattspyrnu er það líkamlega sterkara og leikur liðsins hefur slípast," segir Arnar. Eiga Skagamenn möguleika í Evrópukeppninni? „Á pappírnum hafa Skagamenn geysisterkt lið. Ég held að þetta sé sterkasta lið sem komið hefur frá íslandi. Eftir sem áður er þetta áhugamannalið og mun því líklega ekki ná jafn langt og stór atvinnu- mannalið í Evrópu. Það eru þó miklir peningar í húfi og því gífur- lega mikilvægt fyrir liðið að kom- ast áfram, ef það á að vera áfram ►Arnar Gunnlaugsson og Bjarki Gunnlaugsson eru fædd- ir 6. mars 1973 á Akranesi. Foreldrar þeirra eru Gunnlaug- ur Sölvason og Halldóra Garð- arsdóttir. Þeir ólust upp á Akranesi og léku með Skaga- mönnum til ársins 1992, þegar þeir fóru i atvinnumennsku til Feyenoords. Þaðan voru þeir lánaðir til Nurnbergs árið 1994. Þeir tilkynntu félagaskipti yfir til Skagamanna 15. júlí síðast- liðinn, en svo var endanlega gengið frá því að þeir yrðu lán- aðir til Skagamanna á föstudag- inn var. Þeir eiga fjölmarga leiki að baki með yngri landslið- um íslands. Auk þess hefur Arnar leikið 14 A-landsleiki og Bjarki 9 A-landsleiki. númer eitt á íslandi,“ segir Bjarki. / viðtali við íþróttablaðið segir Ólafur Þórðarson að þið hefðuð gott af því að spreyta ykkur hvor hjá sínu liðinu. Við erum þeirrar skoðunar að það sé betra að hafa okkur í sama liði. Við höfum alltaf staðið fyrir okkar þegar við höfum leikið saman og það hefur ekki komið betur út ef annar hefur setið á bekknum. Ég er ekki að segja að það gæti ekki verið sniðugt að breyta til. Við erum mjög líkir leikmenn og það gæti orðið erfitt fyrir okkur að komast að hjá sama liði. Ef það verður uppi á teningnum förum við náttúrlega hvor í sitt liðið," segir Bjarki. Voru það mistök að fara til Fey- enoord? „Á sínum tíma var það hárrétt ákvörðun. Við höfðum átt gott tímabil á íslandi og fengum tilboð frá góðu félagsliði fyrir tilstuðlan Wims Jansens. Síðan lenti ég í meiðslum og Jansen hætti fljót- lega, þannig að allar forsendur breyttust. Knattspyrna er oft spurning um heppni og hvort þú fallir í kramið hjá þjálfaranum eða ekki. Eftir á að hyggja hefðum við frekar átt að fara til Stuttg- art, eins og okkur stóð til boða. Þessi þijú ár hafa samt verið ágætis tími og við erum aðeins 22 ára, svo við erum ekki farnir að örvænta ennþá. Það er nóg eftir,“ segir Bjarki. Hvert langar ykkur helst í at- vinnumennsku? „Til Þýskalands eða Englands. England er sérstaklega spennandi kostur. Þangað fara flestir leik- menn núna og peningar virðast ekki vera neitt vandamál. Þar er leikinn skémmtilegur bolti og hraður, sem hentar okkur vel. Það eru menn úti að athuga þessi mál fyrir okkur og nokkur lið hafa sýnt okkur áhuga. Það er því mjög mikilvægt fyrir okkur að fá tæki- færi til að sýna hvað í okkur býr, því öll vildu þessi lið fá að sjá til okkar áður en við fengjum samn- ing,“ segir Bjarki. Ekki farnir að örvænta enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.