Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leigubílstjórafélagið Frami Kynnisferðir kærðar fyrir leiguakstur FRAMI, stéttarfélag leigubílstjóra, hefur kært starfsemi Kynnisferða hf., sem sér um flutninga fyrir Flug- leiðir, til samgönguráðuneytisins. Frami hefur óskað eftir því að leyfi Kynnisferða verði breytt og segir Sigfús Bjarnason, formaður Frama, að málið sé í höndum samgöngu- ráðuneytisins. Kynnisferðir hf. hafa svokallað sætaferðaleyfí. Sigfús segir að þetta sé bráðabirgðaleyfi sem gildi til áramóta. Veitt eru þrenns konar leyfi til fólksflutninga í bílum fyrir ,• fleiri en átta farþega, þ.e.a.s. hóp- ferðaleyfi til óreglubundinna hóp- , ferða, sætaferðaleyfi milli tveggja ákveðinna staða og áætlunarleyfi ) til reglulegra flutninga. f Sigfús segir að Frami geri at- hugasemdir við leyfi Kynnisferða . hf. á þeirri forsendu að það sé veitt ' til flutninga almennt frá Reykjavík til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en ekki tveggja afmarkaðra staða. Akstur til og frá hóteli „Við teljum mjög eðlilegt að Flugleiðir flytji sína farþega milli höfuðborgarinnar og flugstöðvar- innar en við teljum að leyfið eigi að vera á milli tveggja staða. Við teljum að Kynnisferðir hf. fari langt út fyrir þessa skilgreiningu því umfangsmikill leiguakstur er stund- aður í skjóii þessa leyfís milli Hót- els Loftleiða og annarra staða víðs vegar um borgina. Kynnisferðir hf. túlka leyfið þannig að þeir geti smalað farþegum hvar sem er í borginni. Með þessu hafa þeir óeðli- legan markaðsaðgang," sagði Sig- fús. 550 leyfi til leigubílaaksturs eru í gildi í landinu og þar af eru 540 leigubílstjórar félagar í Frama, að sögn Sigfúsar. Nokkrir félagar í Andvara, nýju félagi leigubílstjóra, hafa einnig gert athugasemdir við starfsemi Kynnisferða hf. Söluljald fór á flug f. HÁVAÐAROK skók land og lýð á j suðvestanverðu landinu um helgina. »Að sögn lögreglunnar í Reykjavík | olli rokið ekki verulegum óhöppum, • en sjö metra hátt sölutjald fór þó á flug við bensínstöð OLÍS í Álf- jheimum á sunnudagsmorgun. i Öryggisverðir Securitas urðu • varir við að hælar tjaldsins höfðu losnað snemma á sunnudagsmorg- ; un. Um 20 manns voru kallaðir út |til að reyna að ná tjaldinu niður, I en það tókst ekki. Tjaldið rifnaði að ofanverðu og var þá ákveðið að fella það. Að sögn Sigurðar Pálssonar hjá OLÍS náðist að bjarga megninu af þeim vörum sem geymdar voru í tjaldinu. Tjaldið sjálft er talið ónýtt og nemur tjónið tæpum tveimur milljónum króna. Samkvæmt heimildum frá Veð- urstofunni fór rokið mest upp í tíu vindstig í Reykjavík, en lægðin sem olli því er nú komin vestur fyrir landið. I i ■f i Fasteignir á Borgarfirði eystra Borg hf., Borgarfirði eystra, auglýsir til sölu eftirtaldar eignir: Frystihús/sláturhús 1014 m2 Aðstofni til byggt’46. Viðbygg. síðar. Sildarverksm./mjölskemma 936 m2 Byggð á árunum 1963-1966. Fiskmóttaka 175 m2 Byggð 1953. Endurbaett síðar. Söltunarstöðin Kögur 504 m2 Byggð að mestu á árunum '60-’75 Söltunarstöðin Borg 365 m2 Byggð 1962. Endurbætt síðar. Eignirnar seljast hver fyrir sig eða í ei’nu lagi. Kaupverð eignanna greið- ist með skuldabréfum til allt að 13 ára eða staðgreiðist með afslætti. Nánari upplýsingar um eignirnar svo og verð og greiðsluskilmála veitir stjórnarformaður Borgar hf., Magnús Þorsteinsson, Hreppsstofu Borg- arífirði, sími 472 9855. Þeir, sem áhuga hafa á kaupum, leggi inn kauptilboð innan ramma söluskilmála (eða hærra) á Hreppsstofu í lokuðu umslagi fyrir kl. 13.30 mánudaginn 21. ágúst nk. en þá verða tilboðin opnuð að viðstöddum kaupendum. Borgarfirði, 24. júlí 1995, stjórn Borgar hf. striqa 1.495 Ath. MikiS úrval af öklakvenskóm Stærðir: 36-41 , ^ Litur: Beige " * m ± ^ Toppskóri 1 XVELTUSUNDI • SÍMI 5 VIÐ INGÓLFST0RG Póstsendum samdægurs nn 552 1212 Kaffiverð lækkar ekki þrátt fyrir lækkun á heimsmarkaðsverði Heildsöluverð á kaffi hækkaði um 45% í fyrra að sögn framleið- enda, sem vilja meina að meiri hækkunar hefði verið þörf til að mæta hærra kaffiverði á heimsmarkaði. LÆGRA heimsmarkaðsverð á kaffi virðist ekki hafa leitt til lækkunar á smásöluverði hérlendis. Að sögn Úlfars Haukssonar, framkvæmda- stjóra Kaffibrennslu Akureyrar, hækkaði heildsöluverð á kaffi um 45% í fyrra vegna uppskerubrests í Suður-Ameríku og spákaup- mennsku í kaffiviðskiptum. Frið- þjófur Ó. Johnson, forstjóri Ó. Johnson & Kaaber, segir hækkun á hráefninu hafa numið 140% og að hún hafi aldrei skilað sér að fullu í heildsöluverði. Daníel Ólafsson & Co flytur inn Merrild kaffi frá Danmörku og seg- ir Guðmundur Marelsson, sölustjóri hjá fyrirtækinu, að birgjar þeirra gæti þess að eiga hráefni til þriggja mánaða til að tryggja jafnt fram- boð og getu til að bregðast við verðsveiflum. Segir hann koma fyr- ir að hluti hráefnisins sé lækkaður í verði ef verðlækkun sé fyrirsjáan- leg á heimsmarkaði til þess að stemma stigu við henni. HeildsÖluverð á Merrild kaffi í 500 gramma umbúðum hefur hins vegar lækkað örlítið, að sögn Guð- mundar, og segir hann hugsanlegt að önnur lækkun sé á næsta leiti. „Lækkunin skilaði sér hins vegar ekki alveg því gengi dönsku krón- unnar hefur farið stígandi. Ef mið- að er við 500g poka af möiuðu kaffi hefur hann lækkað um 20 krónur en það er von á frekari lækkun, sem gæti orðið svipuð,“ segir hann. „Núna eru menn að bíða eftir því hvað gerist í september, hvort það verða frost niðri í Brasilíu og Kólumbíu, ef það gerist rýkur verð- ið upp. En ef uppskeran er góð lækkar verðið meira." Guðmundur segir ennfremur að samdráttur hafi verið í kaffidrykkju og hafi innflutningur dregist saman um 10% á síðasta ári en þá voru flutt inn um 2.000 tonn og að hið sama hafi gerst í Danmörku. Miklar sviptingar Rydenskaffi hf. flytur inn Geval- ia kaffi frá Skandinavíu og segir Jón Axel Pétursson sölustjóri að menn hafi átt von á verðlækkun. „En síðan kom bakslag með þátt- töku Mexíkó í samráði kaffíiand- anna um að draga úr útflutningi. Við höfum að vísu lækkað 500 g pakkningu hjá okkur um 55 krón- ur, en það gerum við tímabundið sjálfir en ekki vegna lægra verðs frá birgjum." Þórir Baldursson, framkvæmda- stjóri Rydenskaffis, segir sveiflur á heimsmarkaðsverði ekki hafa skil- að sér í framieiðslu þar sem tegund- um sé blandað saman. „Hins vegar eru kaffiræktendur með ákveðin samtök þar sem þeir eru að reyna að koma sér saman um ákveðinn kvóta út úr hveiju landi. Allar svona hugleiðingar af þeirra hálfu hafa áhrif á þennan markað. Síðan má nefna það, sem er kannski að stríða okkur mest þessa dagana, eða géngisþróun bandaríkjadals. Það er með kaffið eins og aðrar hrávörur að þetta er keypt inn í dölum og vægi hans 10% til eða frá hefur gríðarlega mikið að segja.“ Þórir segir jafnframt að birgjar fyrirtækisins hafi alltaf þriggja mánaða birgðir fyrirliggjandi. „Þó svo að kaffi hrapaði í verði í dag eða hafi gert það fyrir mánuði er óraunhæft að það skili sér inn á þessa markaði fyrr en eftir þrjá til fjóra mánuði. Verðlækkun vegna samkeppni á innanlandsmarkaði „Ég tei verðlækkun hér tilkomna vegna samkeppni á markaðinum. Ef menn líta svo á að þeir séu að missa sölu og vilja auka hana, eða orðinn er óeðlilegur verðmunur milli tegunda grípa menn til þess ráðs að gera eitthvað og það er fyrst og fremst það sem er að ger- ast hér frekar en að verð á hrákaffí utan úr heimi spili einhveija rullu hér. Þá er ég að tala um okkar fyrir- tæki,“ segir Þórir. Úlfar Hauksson, framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akur- eyrar, sem kaupir hrábaunir að mestu leyti beint frá framleiðend- um, segir kaffiverð vera á uppleið og að margt bendi til áframhald- andi hækkana. „Þetta er mismun- andi eftir því hvernig innkaupin fara fram. Það var mjög erfítt að kaupa kaffi meðan þessi skamm- tímasveifla varð niður á við. Ástæð- an er sú að á meðan voru helstu viðskiptalönd okkar, Brasilía og Kólumbía, með lágmarksverð á kaffi og lækkun á markaði hafði því sáralítil áhrif. Þetta er því sýnd veiði en ekki gefin. Ilalda að sér höndum Svo er þetta líka þannig að þeg- ar verð er á niðurleið halda menn að sér höndum með að kaupa í þeirri von að það fari enn lengra. En það sem af er árinu, að undan- skilinni þeirri niðursveiflu sem varð um daginn og hafði í raun sáralítil áhrif á raunverulegt verð á þeim baunum sem hægt var að ná í, hefur kaffiverð lengst af verið á því róli sem menn voru að spá í um áramótin þegar síðustu verð- hækkanir urðu á neytendamarkaði. Ég veit af smávægilegum lækk- unum á neytendaverði í Þýska- landi. En þar hefðu menn þurft að hækka frekar en lækka því þegar hráefnisverðið meira en tvöfaldað- ist á skömmum tíma var ekki hægt að elta það, þannig að menn tóku á sig hluta af þeirri hækkun,“ seg- ir hann. Úifar segir ennfremur að afkom- an nú sé talsvert verri en var. „Neysla á kaffi hefur dregist sam- an, að minnsta kosti um 3-4% og talað um hið sama í Evrópu, allt upp í 6%,“ segir hann. „Annars er þessi markaður búinn að vera svolítið óreglulegur. í árs- byijun í fyrra þóttust spákaupmenn sjá að kaffi myndi hækka, enda var það ekki langt frá framleiðslu- kostnaðarverði á heimsmarkaði. Framleiðsluríkin voru farin á stúf- ana með að gera bragarbætur á þessu til að fá hærra verð. Þá fóru fjárfestingaraðilar, fjársterkir sjóð- ir og stofnanir, jafnvel bankar, á stúfana og keyptu heilmikið af kaffi. Það varð til þess að verð hækkaði þónokkuð mikið á fyrri hluta ársins í fyrra fram undir mitt ár. Þetta hefur stundum ekk- ert með kaffineyslu eða -fram- leiðslu að gera. Staðan núna er þannig að kaffi- brennslur eiga mjög litlar birgðir. Það endar væntanlega með því að menn þurfa að kaupa kaffið þegar þeir þurfa á því að halda, sem vænt- anlega breytir mynstrinu. Menn hafa getað haldið niðri í sér andanum og geng- ið á birgðir en það er ekki hægt endalaust, Síðasta ráðstöfun kaffí- framleiðsluríkj anna kemur síðan til með að hafa áhrif til hækkunar á verði tímabundið það er ekki nokkur vafi á því. En það eru líkur á því að smásöluverð muni ekki hækka rnikið," segir hann. Skiluðu sér ekki til fulls Friðþjófur Ó. Johnson, forstjóri Ó. Johnson & Kaaber, segir ekki að sjá að hækkanir á heimsmark- aðsverði á kaffi hafi verið teknar að fullu inn í smásöluverð hér, en heildsöluverð hjá fyrirtækinu hækkaði um 25% í kjölfarið að hans sögn. „Þótt það hafi hækkað ailt að 45% hér er það ekki nándar nærri nóg því hækkunin nam allt að 140% á sínum tíma,“ segir hann. „Ég á von á frekari sveiflum og býst ekki við því að markaðurinn hreyfist meira en um þessi 25% til eða frá, sem hann hefur gert und- anfarið. Hækkanirnar hafa aldrei náð í gegn því að framleiðendurnir hafa að mestu haldið að sér hönd- um í innkaupum og aðeins keypt í neyð. Við höfum tekið þær á okkur í þeirri von að markaðurinn lækk- aði aftur. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast því ný samtök kaffiræktenda hafa reynst öflugri en nokkur átti von á.“ Friðþjófur segir að neysla á kaffl hafi dregist minna saman hér en annars staðar og hafi hún aukist sums staðar, til dæmis í Noregi. „En samdráttur í innflutningi hér er skiljanlegur til skamms tíma lit- ið þegar tekið er mið af því að all- ir kaupendur hafa verslað til skamms tíma að undanförnu." Hann vill ekki tjá sig um það hvort hækkanir séu innan seilingar. „En þótt verðið hafi hækkað sem þessu nemur er bolli af kaffí næstódý- rasti drykkurinn á eftir vatni. Hann kostar milli 5 og 6 krónur og enn- þá minna ef blandan er veik.“ Einn bolli af kaffi kostar fimm til sex krónur í mesta lagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.