Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 VERIÐ MORGUNBLAÐIÐ i Kári Snorrason í Særúnu á Blönduósi óttast verðlækkun á rækju með haustinu Lifií voninni að verðið haldist Ég held við séum ekki að ganga á rækju- stofninn núna, en komi grálúðan og þorskur- inn upp að nýju mun rækjustofninn minnka, segir Kárí Snorrason, framkvæmdastjórí rælq uvinnslunnar Særúnar á Blönduósi, í samtali við Hjört Gíslason. Segir hann að þessar fískitegundir éti mikið af rækjunni og þá verði að fara varlega. Ákveðið sam- spil sé í þessu. „ÞETTA hefur auðvitað verið góð- ur tími að undanförnu, en ég ótt- ast að verðið á mörkuðunum ytra detti niður í haust. Það hafa alla tíð verið miklar sveiflur í þessari vinnslu. Að jafnaði hafa komið þrjú til fjögur slæm ár og svo rýkur verðið upp á milli og því verða menn bara að taka eins og hveiju öðru hundsbitir Reyndar eru rækju- framleiðendur við Norður-Atlantshafið, ísland, Grænland, Noregur og Færeyjar, með sameiginlegt markaðsátak fyrir kaldsjávarrækju, einkum í Þýzkalandi, og mér skilst að það ætli að skila sér nokk- uð vel. Viðtökur hafa í það minnsta verið góðar hingað til,“ segir Kári Snor- rason, framkvæmdastjóri rækju- vinnslunnar Særúnar á Blönduósi. Erfitt að vinna tapaða markaði að nýju „Við verðum líka að passa okkur á því að hækka verðið ekki um of. Þá hrynur það bara ennþá dýpra en ella. Það eru efni og aðstæður neytenda úti sem ráða úrslitum. Ef harðnar á dalnum hjá fólkinu, neitar það sér um dýru vöruna, eins og rækjuna, og kaupir eitt- hvað annað. Þarna er veruleg hætta ferðum og taka má síldina sem dæmi. Fyrir hana voru miklir markaðir, en svo hvarf hún af mörkuðunum í svo langan tíma að fólkið vandist af henni. Það er heil kynslóð, sem ekki þekkir síldina. Það er afar erfitt að vinna upp að nýju, markaði sem hafa hrunið.“ Særún var stofnuð 1973, en undanfari þess var fyrirtækið Hafrún. Helztu eig- endumir eru fjölskyld- ur Kára Snorrasonar og Óttars Yngvasonar auk nokkurra ein- staklinga. Særún á og gerir út einn bát, Giss- ur hvíta, fýrirtækið á 70% í öðrum, Ingi- mundi gamla og meiri- hlutann í frystiskipinu Nökkva. Þá erum við með Nausta- vík EA frá Árskógsströnd í föstum viðskiptum og innfjarðarbátinn Húna. Svo höfum við verið með tvo báta úr Sandgerði, Dagfara og Þór Péturs í föstum viðskiptum. Þeirra leggja ekki upp hjá mér eins og er, en koma aftur í viðskipti í haust,“ segir Kári. Stefnt að 3.000 tonnum í ár Á síðasta ári tók Særún á móti 2.600 tonn af rækju til vinnslu, en það er mesta magn, sem unnið Kári Snorrason RÆKJUVINNSLA hjá Særúnu á Blönduósi. hefur verið hjá fyrirtækinu á einu ári. „Við unnum þá á vöktum og svo er einnig þetta árið og við vonumst til að fara í 3.000 tonnin í ár. Vaktirnar eru þannig, að við byijum klukkan 12 á kvöldin og vinnum til 8 að morgni, en næsta vakt er frá 9 til 5. Með því móti á fólkið alltaf kvöldin heima hjá sér, enda óskaði það eftir þessu fyrirkomulagi. Reksturinn gengur vel núna, en hann hefur verið erfiður lengi. Bæði árin 1992 og 1993 var rekst- urinn svakalega erfiður en staðan fór svo að lagast í maí 1994. Við framleiðum aðallega á Bretland, en svolítið fer á Þýzkaland og Danmörku. Við pökkum öllu í fimm punda pakkningar og íslenska út- flutningsmiðstöðin hf. selur allt. Rækjan sem Nökkvi frystir um borð fer svo ýmist til Japans eða Bretlands, en smærri rækjuna frá honum vinnum við. Við höfum verið að borga 80 krónur fyrir kíló af rækju upp úr sjó, en við útvegum einnig kvóta á móti bátunum. Ég hef ekki borg- að meira en 60 krónur fyrir kvót- ann, en verðið er komið upp í 80 krónur núna. Verðið hefur hækkað hratt að undanförnu, en snemma á kvótaárinu keyptum við mikið á 28 krónur. Kaupa Eldeyjarrækjuna að sunnan Áður fyrr var veiðum á inn- fjarðarækju stjórnað þannig, að kvótanum var í raun skipt niður á stöðvarnar og var bátunum skylt að landa hjá þeim. Við vorum til dæmis með 10% úr Húnaflóanum. Nú hefur þessu venð breytt, kvót- inn er á bátunum og þeir mega selja hveijum sem er afla sinn. Það hefur reyndar engin breyting orðið við þetta hér hjá okkur við Flóann, en við höfum komist í að kaupa Eldeyjarrækjuna, sem áður var talin innfjarðarækja. Við kaupum þá rækju í gegn um fiskmarkaðinn í Sandgerði. Markaðurinn tekur þá á móti rækjunni, ísar í kör og sér um að senda hana norður. Það er svo markaðurinn en ekki bátur- inn, sem sendir okkur reikninginn. Ánnars er mjög lítið um að rækja fara á fiskmarkaði, það helzt iðnaðarækja af frystiskipunum. Líklega fer ferska rækjan ekki á marka vegna þess að hún er oft orðin 5 daga gömul þegar hún kemur að landi og geymsluþolið orðið lítið. Hérna fyrir norðan er þetta í fremur föstum skorðum þar sem við útvegum ílát og ís fyrir bátana, sem eru í föstum viðskipt- um við okkar. Það er ýmis háttur á þessum viðskiptum og sumar verksmiðjurnar lána bátunum troll, víra eða hlera eða styrkja þá á einhvern hátt. Vil aukið svigrúm viðúthlutun kvótans Ég held við séum ekki að ganga á rækjustofninn núna, en komi grálúðan og þorskurinn upp að nýju, mun rækjustofninn minnka. Þessar fiskitegundir éta mikið af rækjunni og þá verður að fara varlega. Þetta er allt ákveðið sam- spil. Ég er að mestu sáttur við fisk- veiðistjórnina, en vildi þó sjá eina breytinga þar á. í upphafi hvers kvótaárs yrði kannað hve mikið hver bátur og skip ætlaði sér að taka í hverri tegund. Ég er til dæmis að fá kvóta í tegundum, sem ég hef ekkert með að gera eins og þorsk, ýsu, karfa og ufsa og þarf svo að standa í því að skipa því yfir í rækju eða koma í verð. Á hinn bóginn er fullt af bátum sem fá rækju, en eru ekk- ert á rækjuveiðum og þá hefst það sama hjá þeim. Því væri rétt að rýmka þetta aðeins og ég gæti til dæmis sagt að ég vildi hvorki ufsa, né karfa en vildi gjarnan fá meiri rækju í staðinn og aftur öfugt hjá hinum, sem stunda bolfiskinn en ekki rækjuna. Þá má kannski fara ennþá lengra og bjóða kvótann bara upp, en mér finnst það rangt að vera að úthluta einstökum bát- um tegundum sem þeir vilja ekki. Gott starfsfólk Eftir að skiljurnar eru komnar í trollin kemur enginn fiskur með rækjunni og því þurfa rækjubát- amir ekki að eiga kvóta í öðrum tegundum. Þetta kemur sér ágæt- lega fyrir okkur, því við verkum engan fisk. Við höfum til þessa selt hann út á Skagaströnd, þar sem menn verka ennþá fisk. Við erum hins vegar með hreina rækju- vinnslu. Reyndar vorum við í hörpudiski áður, en hættum því fyrir þremur árum. Það reyndist ekki hagkvæmt að vera að skipta úr rækjunni yfir í hörpudisk fyrir tiltölulega lítið magn. Við erum með gott starfsfólk og sumt af J)ví hefur unnið hjá mér í 20 ár. I fyrra hætti hjá mér kona, sem hafði verið með frá því í upphafi, í Hafrúnu 1969. Gott starfsfólk er undirstaða velgengni í þessari vinnslu eins og annarri. Svipaða sögu má segja um áhafnir bátanna okkar og ég hef átt stöðug og farsæl viðskipti við aðra báta,“ segir Kári Snorrason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.