Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ŒSggfJBgUK, - 7-^- Morgunblaðið/Þorkell FRAMKVÆMDIR við Höfðabakkabrú og breikkun Vesturlandsvegar eru meðal þess sem EIB-lánið verður notað til að fjármagna. EIB lánar fé til vega- gerðar á Islandi EVRÓPSKI fjárfestingabankinn (EIB) hefur í fyrsta skipti veitt lán til íslands. Lánar bankinn 40 millj- ónir ECU, eða sem samsvarar um 3.380 milljónum íslenskra króna, til vegaframkvæmda á Islandi. Var samningur um lánveiting- una undirritaður í Lúxemborg fyr- ir helgi af Panagiotis-Loukas Gennimatas, aðstoðarbankastjóra EIB, og Birgi ísleifí Gunnarssyni, seðlabankastjóra. Verður lánið meðal annars nöt- að til að framkvæmda fram- kvæmdir á Vesturlandsvegi og göng á Vestíjörðum. Lánið er veitt á grundvelli sam- eiginlegs átáks Evrópusambands- ins (ESB) og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) til að auka hag- vöxt og atvinnu. „Þetta lán er dæmi um sameiginlegt átak ESB og EFTA til að brúa langar vega- lengdir og náttúrulegar hindranir með bættum samgöngum, sér í lagi milli Evrópuríkja. Slíkt er nauðsynlegt fyrir þróun Evrópska efnahagssvæðisins og meginhluti Iánveitinga EIB til EFTA-ríkja rennur til samgöngubóta. Þau verkefni, sem bankinn fjármagnar, bæta íslenska vegakerfið jafnt sem aðgengi að landinu," er haft eftir Gennimatas í frétt frá EIB. Lán vegna EES Evrópski fjárfestingabankinn var stofnaður á grundvelli Rómar- sáttmálans árið 1958. Er markmið hans að lána til framkvæmda í ESB-ríkjunum, ekki síst fram- kvæmdum er stuðla að byggðaþró- un og auka alþjóðlega samkeppn- ishæfni 0g samruna evrópsks at- vinnulífs. Með gildistöku EES-samnings- ins var opnað fyrir lánveitingar til EFTA-ríkja. Áhyggjur af bosnískum flóttamönnum • HEINER Geissler, formaður þingflokks kristilegu flokkanna í Þýzkalandi, CDU og CSU, vill sérstakan ráðherrafund ESB til þess að ræða dreifingu flótta- manna frá Bosníu milli aðildar- ríkja ESB. Manfred Kanther, innanríkisráðherra Þýzkalands, og Giinther Beckstein, starfs- bróðir hans í Bæjaralandi, hafa lagzt gegn því að fleiri bosnísk- um flóttamönnum verði hleypt inn í Þýzkaland. • UTANRÍKISRÁÐHERRAR Frakklands, Spánar, Ítalíu, Grikklands og Portúgals sátu nýlega fyrsta ársfund svokall- aðs Miðjarðarhafsvettvangs, sem er samstarfsnefnd ríkja við Miðjarðarhaf. Á fundinum kom fram að Miðjarðarhafsríkin teldu stækkun Evrópusam- bandsins til austurs og aðild Norðurlandanna sér ekki hag- fellda. Frakkland, Spánn og It- alía vilja beina sjónum ESB til suðurs í auknum mæli. • ÞÝZKIR sérfræðingar telja aðlögun að reglum ESB hafa haft neikvæð áhrif á alþjóðleg- an orðstír þýzkra iðnstaðla. • NÝ KÖNNUN sýnir að að- eins 6% íra geta talið upp öll fimmtán aðildarríki ESB. Þriðjungur veit hins vegar að Austurríki og Finnland eru í sambandinu. Nærri því helm- ingur telur hins vegar að írland græði meira á ESB-aðildinni í ár en í fyrra. • SAMKVÆMT brezkri könn- un hefur traust á ESB farið minnkandi í Bretlandi og illa hefur gengið hjá stjórnvöldum að koma jákvæðum hliðum ESB-aðildar til skila til almenn- ings. Margir kenna ESB um mikið atvinnuleysi. • HÓPUR þingmanna brezka íhaldsflokksins hefur krafizt þess að fána Evrópusambands- ins verði á nýjan leik fundinn staður á sviðinu á landsþingum íhaldsflokksins, en fyrir nokkr- um árum var ákveðið að fjar- lægja hann. ■ Finnar ekki í Scheng- enfyrr en 1998 Helsinki. Reuter. FINNLAND mun ekki gerast fullgilt aðildarríki Schengen-sám- komulagsins fyrr en árið 1998, að því er segir í yfirlýsingu frá innan- ríkisráðuneytinu í Helsinki. . Ástæðan er sú að fyrr lýkur ekki framkvæmdum við nýja al- þjóðlega flugstöð á Helsinki- Vantaa-flugvelli, þar sem ströng- ustu skilyrði um eftirlit eru upp- fyllt. I yfirlýsingu innanríkisráðu- neytisins er vilji Finna til að ger- ast aðilar að Schengen-samkomu- laginu ítrekaður og talið líklegt að Finnland öðlist fulla aðild um leið og önnur norræn ríki Evrópu- sambandsins. ERLENT STOÐUG OG MENGUNARLAUS ORKA OSPREY, fyrsta raforkuveriö í heimi sem nýtir aflið í öldum hafsins, verður tekið í notkun á morgun. Fyrirtækið sem stendur fyrir verkinu segir að stööin hafi vakið mikla athygli víða erlendis og verði fylgst vel með reynslunni af henni fyrsta árið. Hverflar sem tengdir eru túrbínunum geta framleitt tvö megavött (tvær milljónir vatta), sem er nóg til að anna þörf 2.000 heimila. Er öldurnar rísa og hníga brýstist loft með reglu- bundnum hætti inn í safnhólfið og upp túrbínurnar. Hægt er að auka allið svo að það nægi 3.500 heimilum . meðþví að | koma lyrirvind- myllu ofan viö túrbínurnar ÓVENJU heitt hefur verið í Bandaríkjunum það sem af er sumri og um helgina hækkaði hitinn enn einu sinni. Fór hann í um 52°C í Palm Springs í Kaliforníu á laugardag og vel yfir 40°C annars staðar í Kali- forníu. Að sögn íslendinga sem rætt var við I Miðríkjunum, á vestur- og austurströndinni hef- ur verið afar heitt en fremur þurrt, svo hitinn hefur verið bærilegur. Hins vegar er því spáð að rakinn aukist á næstu dögum, sem eykur áhrif hitans. Fólk heldur sig að mestu innandyra þar sem loftkæling er og færri eru á ferli utandyra en vanalega. Er fólk varað við að hlaupa úti yfir hádaginn vegna hitans og mengunar og eldra fólk er varað við því að vera á ferli utandyra. „Þetta er öðruvísi en þegar ég var í Mývatnssveit í byijun júlí,“ Enn ein hitabylgjan Reuter MILDRED Williams, sem starfar hjá félagsmálastofnun Chicago-borgar, kaupir viftu fyrir einn skjólstæðinga stofnunarinnar sem kominn er á efri ár. Saddam Hussein Þúsundum gefnar upp sakir Nikosiu. Reuter. BÚIST er við að mörg þúsund manns verði gefnar upp sakir í írak, eftir að Saddam Hussein, forseti landsins gaf skipun um að allir pólitískir fangar í landinu verði náðaðir. Ekki er vitað hvenær fangarnir verða látnir lausir eða nákvæmlega hversu marga er um að ræða. Náðunin á einnig við um þá sem eru landflótta. Fyrr í mánuðinum var stór hópur fanga, sem sakfelld- ir höfðu verið fyrir ýmis afbrot, einnig náðaður. Undanskildir eru þeir fangar sem einnig hafa verið dæmdir fyr- ir afbrot af öðru tagi, hafi menn gerst sekir um njósnir, morð, þjófn- að á opinberu fé eða nauðgun, fá þeir ekki náðun. írakar hafa að undanförnu reynt að fá Kúveit til að taka upp frið- samleg samskipti að nýju. Stjóm- völd í Kúveit vísuðu þeim umleitun- um á bug á sunnudag, sögðu að fyrst yrðu írakar að uppfylla öll skilyrði sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fyrir því að afnema við- skiptabannið á landið. sagði Höskuldur Þráinsson, gisti- prófessor í málvisindum við Har- vard-háskóla. „Þar snjóaði, en hér í Boston er verið að opna kælingarstöðvar fyrir þá, sem ekki hafa loftkælingu, til að koma í veg fyrir að ástandið verði eins og í Chicago fyrir nokkrum vikum þegar rúmlega 500 manns létu lífið.“ Kristín Briem, sjúkraþjálfari í Detroit, segir aldrei betra að vera í vinnunni er nú, þar sem loftkælingin sé öflug á vinnu- staðnum. „Ástandið er betra en í hitabylgjunni í byijun júlí en þá var rakinn svo mikill að mað- ur rennsvitnaði við það eitt að standa upp úr stól og fötin límd- ust við mann. “ í Detroit, þar sem hitinn fór í 35°C var því spáð að hitanum linnti eitthvað í dag þar sem spáð var þrumum og eldingum og úrkomu í kjölfarið. i I I i I i i i Sprengjutilræði í neðanjarðarlest í París rannsakað i Myndir af „mikilvæg- um vitnum“ birtar París. Reuter. FRÖNSK dagblöð birtu í gær þijár tölvumyndir af mönnum, sem líkj- ast aröbum, og lögreglan vill yfír- heyra þá vegna sprengju- tilræðis í neðanjarðarlest í París í vikunni sem leið. Lögreglan óskaði eftir upplýsingum um dvalar- stað mannanna og lýsti þeim sem „mikilvægum vitnum" að sprengjutil- ræðinu, sém varð sjö manns að bana og særði 86. Þar af voru 22 enn á sjúkrahúsi á sunnudag. Jean-Louis Debre inn- anríkisráðherra gaf lög- reglunni fyrirmæli um að láta birta myndirnar. Vinstrisinnað dagblað, Liberation, neitaði að birta tölvumyndirnar og lýsti þeim sem „skissum" byggðum á frásögnum eins vitnis. Myndirnar ættu því ekki að koma fyrir sjónir almennings. Ýmsar mannréttinda- hreyfíngar hafa ráðið yfirvöldum frá því að kynda undir fjandskap í garð arabískra íbúa Frakklands með því að gera þá alla að líklegum sökudólgum. Hægrisinnað dagblað, France Soir, sagði hins vegar að grunur léki á að einn mannanna hefði fram- ið verknaðinn. Byggl á frásögn lögreglumanns Liberation hafði eftir alsírska dagblaðinu La Tribune að franska lögreglan héldi tveim alsírskum bræðrum, sem voru handteknir í nóvember og höfðu framleitt ná- kvæmlega eins sprengjur og voru notaðar í sprengjutilræðinu í París. Lögreglan telur að mú- slimskir öfgamenn frá Alsír hafi staðið fyrir tilræðinu. Franska sjónvarpið La Cha- ine Info sagði að lögreglan teldi einnig að ungmenni af norður-afrískum upp- runa tengdust tilræðinu. Ein tölvumyndanna mun hafa verið gerð samkvæmt lýsingum lögreglumanns, sem heyrði menn, sem líkt- ust aröbum, tala um að til tíðinda myndi draga í lesta- stöðinni Saint-Michel, þar sem sprengjan sprakk í lest. Þeir áttu að hafa sagt þetta í næstu lestastöð klukkustund fyrir tilræðið. Annað vitni kvaðst hafa séð mann, arabískan í útliti, benda með dónalegu látbragði á eftir lestinni þegar hún fór frá lestastöðinni til Saint-Michel. Reuter ÞRJÁR myndir sem franska lögreglan hefur látið birta vegna rannsóknar á sprengjutilræð- inu í París í vikunni sem leið. i í i > i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.