Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 21 ERLENT Reuter BRESKIR lögreglumenn leita að vísbendingum á stað þar sem tveir drengir voru myrtir um helgina. Víðtæk leit að morðingjum í Bretlandi Stúlka og tveir drengir myrt London. Reuter. LÖGREGLA í Bretlandi hóf á sunnu- dag víðtæka leit að morðingjum þriggja barna. Tveir drengir, 12 og 13 ára, voru stungnir til bana og sjö ára telpa var kyrkt. Foreldrar barnanna hvöttu al- menning í gær til að aðstoða lögregl- una við leitina að morðingjunum. Telpan hét Sophia Lousie Hook og átti heima í bænum Llandudno í norðurhluta Wales. Hún var numin á brott þar sem hún svaf í tjaldi ásamt systur sinni í garði frænda þeirra. Lík hennar fannst klæðalaust á nærliggjandi strönd. „Sá sem framdi þennan glæp er mjög hættulegur maður, þrælmenni sem verður að nást. Þetta var hrylli- leg árás,“ sagði rannsóknarlögreglu- Afhroð Tamíla-Tígra í árás Colombo. Reuter. TALSMENN uppreisnarhers Ta- míla-Tígranna á Sri Lanka sögðu í gær að 128 konur hefðu verið meðal þeirra sem féllu í misheppn- aðri árás á fjórar bækistöðvar stjórnarhersins sl. föstudag. Varn- armálaráðuneyti Sri Lanka sýndi einnig myndir af líkum fjölmargra barna sem uppreisnarmenn voru sagðir hafa sent til árása; ríkisút- varp landsins fullyrti að allt að 500 manns hefðu fallið. Tamíla- tígrar sögðu að „svikari" hefði sagt stjórnarhernum frá fyrirhug- aðri árás. maðurinn Eric Jones, sem stjórnar leitinni. Drengirnir hétu Robert Gee og Paul Barker. Þeir bjuggu í bænum Eastham nærri Liverpool. Farið var að svipast um eftir þeim eftir að foreldrar þeirra höfðu samband við lögreglu þegar ekkert hafði til þeirra spurst seint á laugardagskvöld. Þeir höfðu farið í veiðiferð skömmu eftir hádegi þann dag. Lík annars þeirra fannst snemma á sunnudag og síðdegis fannst lík hins drengsins skammt frá. Dagblaðið The Sun hefur heitið sem svarar um einni milljón ís- lenskra króna hveijum þeim sem getur veitt upplýsingar er leiða til handtöku morðingja barnanna. Liðsmenn Tígranna hefndu á sunnudag ófaranna með því að myrða vinsælan herforingja úr röðum stjórnarhersins. .Barst njósn af fyrirhugaðri árás Ljóst þykir að stjórnvöldum hafi borist njósn af fyrirhugaðri árás um 3.000 Tamíla-Tígra á föstudag, menn voru reiðubúnir og aðeins tveir hermenn féllu. Stjórnarhernum hefur orðið mikið ágengt í stórsókn gegn uppreisn- armönnum undanfarnar vikur og sagðist hafa tekið um 78 ferkíló- metra svæði um helgina. Útvarpsstöð uppreisnarmanna í borginni Jafna í norðurhlutanum, sem þeir hafa valdi sínu, fjallaði ekkert um árásina um helgina. Heimildarmenn á svæðinu sögðu að sorg ríkti í annarri borg, Omanthal, þar væru allar verslan- ir lokaðar og svartir sorgarfánar blöktu. Tamíla-Tígrarnir hafa bar- ist fyrir sjálfstæði þjóðarbrots Tamíla á Sri Lanka í 12 ár og er talið að um 50.000 manns hafi fallið. Miðasalan opnar fimmtudaginn 3. ágúst Uppselt á frumsýningu (fýrir 3 mánuðum síðan) Sími í miðasölu: 552 3000 c VERSLUNARMANNAHELGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.