Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 22
-4 22 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 ................................ ..... ....... , MORGUNBLAÐIÐ ERLENT STUTT Rússar og Tsjetsjenar undirbúa fangaskipti Grosní, Moskvu. Reuter. RÚSSNESK yfirvöld og tsjetsjenskir uppreisnarmenn undirbjuggu í gær skipti á föngum samkvæmt sam- komulagi, sem gert var um helgina. Samkomuiaginu er ætlað að greiða götu fyrir samningum um pólitíska framtíð Tsjetsjníju. Greint var frá því að sex rússneskir hermenn hefðu verið skotnir til bana aðfaranótt mánudags, en ekki var talið að það myndi hafa áhrif á samkomulagið. Stjórnarskrárréttur Rússlands úr- skurðaði í gær að Borís Jeltsín, for- seti landsins, hefði ekki brotið í bága við stjórnarskránna með tilskipun sinni í desember um að banna starf- semi ólöglegra vopnaðra hópa í Tsjetsjníju. Jeltsín sendi rússneska herinn inn í uppreisnarhéraðið 11. desember í krafti þessarar tilskipun- ar. Þessi úrskurður er talinn sigur fyrir Jeltsín. Tsjetsjenskir skæruliðar hétu því í gær að rússneskir stríðsfangar yrðu látnir lausir eftir þrjá daga og listi yfir þá yrði afhentur í dag. Tsjetsjenar hafa 36 menn í haldi, að sögn Rússa. Rússar hafa hins vegar lagt fram lista með nöfnum 1325 fanga, en í gær var ekki ljóst hvort byijað væri að láta þá lausa. Samningamenn Rússa og Tsjetsj- ena gerðu á sunnudag samkomulag um hernaðarhlið deilunnar um Tsjetsjníju. Innihaldi samkomulags- ins var haldið leyndu, en þó er vitað að þar kveður á um vopnahlé, fanga- skipti, afvopnun tsjetsjenskra skæru- liða og brottkvaðningu þorra rúss- neskra hermanna frá uppreisnarhér- aðinu. Skipuð verður sérstök nefnd til að hafa eftirlit með því að ákvæði samkomulagsins verði haldin. Blekið á samkomulaginu var vart orðið þurrt þegar Dzhokhar Dudajev, leiðtogi tsjetsjenskra upp- reisnarmanna, hafnaði samkomu- laginu í gær og sagði í viðtali við Radio Liberty, sem útvarpar á rúss- nesku og er rekið með bandarísku fé, að það hefði „ekkert lagalegt gildi“ vegna þess að rússneska samninganefndin hefði beitt „fjár- kúgun, hótunum og líkamlegum þrýstingi“ til að knýja tsjetsjensku sendinefndina til að skrifa undir. Dúdajev bætti því við að sam- komulagið væri ógilt án síns sam- þykkis. Arkadí Volskí, einn helsti samningamaður Rússa, sagði að samningurinn stæði þrátt fyrir um- mæli Dúdajevs. Volskí héit blaða- mannafund í Moskvu og veifaði þar bréfi, sem hann sagði að Dúdajev hefði skrifað og gæfi tsjetsjensku viðræðunefndinni fullt vald til samn- inga. Sagði hann að í bréfinu væri gert að skilyrði að allir þeir, sem sætu í nefndinni, yrðu að skrifa und- ir. „Allir nefndarmenn skrifuðu und- ir, undantekningarlaust," sagði Volskí. Áætlað var að gert yrði þriggja daga hlé á viðræðum áður en hafist yrði handa við að semja um framtíð Tsjetsjníju. Þótt sagt væri að sam- kokmulagið greiddi fyrir friðarvið- ræðum um uppreisnarhéraðið er langt í land. „Þeir virðast hafa geymt erfiðasta málið þar til síðast," saðgi Michael McFaul, stjórnmálaskýrandi í Moskvu. Fregnir af mótmælum í gær var sagt að mótmæli gegn samkomulaginu væru hafin og ekki útilokað að vopnaðar sveitir myndu halda áfram skærum. Stjórn Jeltsíns hefur aftekið með öllu að veita Tsjetsjníju sjálfstæði. Þar á bæ er viðkvæðið að Tsjetsjníj a geti í mesta lagi fengið takmarkað- an sjálfsákvörðunarrétt innan Rúss- lands. Bent hefur verið á að það myndi bijóta í bága við rússnesku stjórnarskránna að veita Tsjetsjen- um sjálfstæði og það gæti orðið öðr- um, sem vilja skilja að skiptum við Moskvu, fordæmi til eftirbreytni. ísraelar og PLO ræða stækkun sjálfstjórnarsvæðis Palestínumanna Samkomulag1 eft- ir nokkrar vikur Eilat, Al-Khader á Vesturbakkanum. Reuter. S AMNIN G AMENN ísraela og Frels- issamtaka Palestínu (PLO) héldu í gær áfram viðræðum um stækkun sjálfstjórnarsvæðis Palestínumanna á Vesturbakkanum, en sendimenn beggja sögðu að ekki væru horfur á að samkomulag næðist fyrr en eftir nokkrar vikur. „Menn einbeita sér að því að brúa bilið og báðir aðilar vilja ná samn- ingi sem allra fyrst,“ sagði Ahmed Korei, aðalsamningamaður PLO, um viðræðurnar, sem hófust í bænum Eilat við Rauða hafið á sunnudag. Annar Palestínumaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að báðir aðilar hefðu komið með tillög- ur að málamiðlunum og ynnu nú að uppkasti að því sem samist hefði um, en nokkrar vikur myndi taka að ná endanlegu samkomulagi. Hægrisinnaðir ísraelar, andvígir samningaviðræðum við PLO, höfðu í frammi mótmælaaðgerðir skammt frá fundarstaðnum, en hermenn héldu þeim í Skeljun. Viðræðum um útfærslu annars þáttar friðarsáttmála sem ísraelar og Palestínumenn undirrituðu 1993 var frestað í síðustu viku eftir að meðlimur Hamas, samtaka her- skárra múslima sem eru andvígir samningum við ísrael, varð sex ísra- elum og sjálfum sér að bana í stræt- isvagni í útborg Tel Aviv. Annar þáttur sáttmálans, sem kveður á um brottför ísraelskra her- manna frá byggðum Palestínu- manna á Vesturbakkanum og kosn- ingar meðal Palestínumanna, hefði átt að taka gildi fyrir ári síðan. Palestínumenn fengu sjálfstjórn á Gazasvæðinu og í Jeríkó í maí 1994. Landnemar fjarlægðir ísraelskir lögreglumenn byijuðu í gær að taka niður tjöld og bráða- birgðabústaði sem ísraelskir land- nemar höfðu komið upp á umdeildri hæð á Vesturbakkanum. Talsmaður lögreglu á staðnum sagði að flytja ætti allt fólk burt af svæðinu. Útvarp ísraelshers sagði að kvenhermenn hefðu flutt börn úr tjöldunum áður en þau voru tekin niður. Landnemar, sem eru andvígir sjálfstjórn Palestinumanna á Vestur- bakkanum, hafa slegið eign sinni á hæð í grennd við arabíska þorpið al-Khader, sem er nokkrum kíló- metrum norðan við ísraelsku land- nemabyggðina Efrat. Á undanförnum vikum hafa hópar landnema stækkað byggðir sínar með táknrænum hætti. Þeir hafa lagt vegi og reynt að koma hjólhýs- um upp á hæðir, til að hægja á út- færslu sjálfstjórnarsvæðis Palestínu- manna. Fulitrúi landnemanna sagði við útvarpið að þetta væri barátta „um ísraelskt land. Við erum tilbúin fyrir þennan brottflutning. Við munum koma aftur og aftur. Hér eru um 300 manns.“ Kjarna- vopn ekki á dagskrá FORSETI Tævan, Lee Teng- hui, sagði í gær að landið myndi ekki ráðast í þróun kjarnorku- vopna þótt það hefði möguleika á því. Lee lét þessa getið á fundi sern Lee Teng-hui sjónvarpað var frá þinginu. Aðstoðarráð- herra lagði í síðustu viku til að Tævan myndi koma sér upp kjarnorkuvopnabúri til þess að efla varnir sínar, og Lee sagði þá að athuga yrði málið „frá langtímasjónarmiði.“ Orð hans þá juku enn á spennuna milli Tævan og Kína, sem verið hafa andstæðingar frá lokum borgarastríðsins í Kina 1949. Valdbeiting hugsanleg KÍNVERSKI herinn getur ekki útilokað að valdi verði beitt gegn Tævan, ef yfirvöld á eyjunni reyna að lýsa yfir sjálfstæði, að sögn varnar- málaráðherra Kína. Þetta er harðorðasta hótun sem kín- versk stjórnvöld hafa sent ráðamönnum í Tævan síðan forseti eyjarinnar, Lee Teng- hui, fór í heimsókn til Banda- ríkjanna í júní, kínverskum ráðamönnum til mikillar gremju. Mafían í stórræðum? LÖGREGLA á Ítalíu sagðist í gær vera að rannsaka hvort vísbending, sem henni hefði borist, um að Mafían hygði á stórfelldustu aðgerðir sínar frá þvi dómarinn Giovanni Falc- one var myrtur 1992, ætti við rök að styðjast. Uppljóstrari mun hafa tjáð lögreglu að Mafían ætli að sprengja dóms- húsið í borginni, en í því starfa flestir dómarar sem vinna gegn glæpasamtökunum. Sanana ‘ROAT Biddu um Banana Boat sólbrúnkufestandi After Sun el þú vill lesta sólbrúnkuna til mánaða um leið og þú nærir húðina með Aloe Vera, E-vílam., kollageni 09 lanólini. □ Sérhannaðar Banana Boat bamasólvarnir 115, #29, #30 og 501. Krem, úði, þykkur salvi og stifti. □ Banana Boat næringarkrem Brún-án sólar m/sólvöm #8. □ Hraðgræðandi Banana Boal varasalvi steyptur úr Aloe Vera m/sólv. #21, E-vítamín m/sólvörn #30; kirstuberjum, vatns- melónum, blönduðum ávöxtum m/sólv. #15. Bragðgóðir. □ Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af 99,7% hreinu Banana Boaf Aoe Vera geli á 700 kr ? Eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000 kr. Án spírulinu, lil- búinna lyktarefna eóa anrtarra ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat i sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum ulan Reykjavíkur. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasís- og exem- [q Mest seldi smábíllinn á Islandi GULINA STYRIÐ HEKLA ///./< 'r Z/r />t w/.' VW Polo þriggja dyra kostar aðeins kr. 925.000.- tilbú inn á gÖtuna ! Volkswagen Öruggur á olta vegu Heilsuval - Barónsstig 20 a 562 6275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.