Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 25 BOKMENNTIR Ljóöabók HVORUSKYN eftir Carl Jóhan Jensen. Þýðandi: Martín Tausen Götuskeggi. Hring- skuggar, 1995 — 41 síða „AFBOÐUN MARÍU“ er ís- lenskt heiti fyrsta ljóðsins í bók Carl Jóhans Jensens, Hvoruskyn. Engillinn Gabríel heilsar hér ekki með „Heill þér . . .“ og reyndar er sú María sem Lúkasarguð- spjall greinir frá víðs fjarri. Boð- unin sem breytti orði í hold endar hér ekki í friðþægingardauða frelsarans, upprisu hans, lof- orðinu um að snúa aftur og bið- inni eftir þessari endurkomu. María er afboðuð. Orðin vísa ekki á mikilvægasta atburð hinnar kristnu alheimssögu, heldur á sig sjálf. Boðun þeirra er afboðun að því leyti að um leið og þau miða ekki lengur að því að koma boð- skap til skila, að tjá vilja Drottins með tungu engilsins, boða þau eigin leyndardóma. „Þegar rökkvar í orðunum kviknuðu stjömumar“ segir í fyrstu línu ljóðsins (bls.9). Síðasta orðið „stjörnumar" er hér sett í sömu línu og orðin sem standa á undan en í færeyska fmmtextanum, sem jafnan er prentaður á síðunni á móti, stendur þetta orð stakt í annarri línu. Þetta er eina lína ljóðsins þar sem aðeins eitt orð stendur - „stjörnurnar" - eins og til að undirstrika að sá skilningur sem kviknar við að orð boðunar- innar em skyggð og myrkvuð lýsir á annan hátt en hið afdrátt- arlausa „Heill þér . . .“ Orð Jensens miða sífellt að slíkri hálfmyrkvun. Þau eru skyggð svo að eitthvað birtist dauflegt á himninum og „fleytir í hvítuna/blað fyrir blað“ (bls. 15). Þessi myrkvun getur ein sýnt stjömurnar. Hin óvenjulega og þétta málnotkun, samstilling ólíkra myndsviða og framandleg og - boðskiptalega séð - órökræn orðatengsl skapa vissulega rökk- ur í orðunum. Þetta rökkur leggst yfir boðskiptahlið tungu- málsins. Orðið opnar ekki aðeins veg til skilnings heldur er sjálft leyndardómur sem ekki verður skilinn til fullnustu. Það er sí- felld uppspretta hugrenninga og ":\S\ .. ..IjVsVí WíPtf/ ■ij' Myndskreyting: Ásgeir Kristinn Lárusson VITIÐ í ORÐUNUM nýrrar sköpunar sem miða þekk- ingarfræðilega séð að nýrri mál- sýn en siðfræðilega séð að nýrri hegðan gagnvart tungumálinu. Sé tungumálið tekið alvarlega hlýtur sá sem notar það að spyija til hvers Jensen hafnar hinum afdráttarlausu boðskiptum vegna þess að hann telur tungu- málið sjálft vera vitrara mannin- um: „en í orðunum býr vit/sem vit ekki skilur“ (bls. 13). í and- stöðu við hinn grísk-kristna tungumálsskilning sem sífellt hamrar á erfiðleikum tjáningar- innar. Á að hin eiginlega frum- merking sé annarstaðar og óhöndlanleg í efnislegum skiln- ing en þess vegna um leið útdeil- anleg til allra. Sú hefð sem bygg- ir á hvítasunnuuplifuninni. Á að hver tali sína tungu og verði samt skilinn vegna þess að tungan snýst fyrst og fremst um að miðla boðskap. Þessi hefð er hér skoruð á hólm með hinni einstöku tjáningu sem býr í orð- unum sjálfum og er ekki sprottin af tjáningarþörf, af því að þurfa að miðla hugsun, heldur af því að orðin, málveruleikinn skapar sig sjálfur. Orðin vísa ekki á neitt nema sig sjálf en einmitt í þessari sjálfsvísun verða þau að skapandi krafti. Hendingar eins og: „þú ert lófinn sem lygnir/ og regnið sem leysir“ (bls. 29) eða þá: „Köttur skiftir Hvítu/ á Skugga og Hvergi“ (bls. 33) eru tilraunir til að opna þennan leyndardóm aðeins til að skyggja hann aftur svo skilningurinn fari ekki að flokka þau sem tákn fyrir innihald. Líkt og ítalska skáldið Andrea Zanzotto eða franski starfsbróðir hans Yves Bonnefoy er Jensen sífellt að finna orðunum leið inn í nálægð sína. Um leið og tákngildi þeirra er brotið á bak aftur og vísanir þeirra snúast að þeim sjálfum, í stað þess að vísa til innihalds, leiða þessi lykilorð, sem í tákn- rænum skáldskap er oft sagt að „opni“ merkinguna, til þeirrar stöðugu íhugunar sem bókstaf- urinn eða orðið hafa leitt í hinni gyðinglegu tungumálshefð, eða þá hjá galdraskáldum 17. aldar. Sjálft orðið, hið ritaða tákn, felur í sér leyndardóminn og hann er ekki til utan þess. Innihaldið er ekki á himnum heldur í þessari efnislegu mynd ritmálsins. Reyndar má skilja orðið sem boðskiptalegt tákn en í vissum skilningi og í vissu samhengi verður það leyndardómur. Merk- ingarvandi nútímans, eitt af meginviðfangsefnum nútíma- ljóðlistarinnar, er ekki einungis skilinn þeim siðferðislega skiln- ingi sem hann hafði á eftirstríðs- árunum þegar orðin sliguðust undan sögulegum þunga atóm- sprengju og Auschwitz. Hann er að vissu leyti tekinn á orðinu. Merkingarvandinn er aðskilnað- ur orðsins frá sjálfu sér og ljóð- listin er særingartæki sem reyn- ir að seiða orðin aftur inn í sig sjálf svo það vit sem býr í þeim standi sem nýr möguleiki þekk- ingar og aðgerða. Því „það er ekki það“ eins og segir í ljóðinu „Visio sancti Pauli Apostoli": „Að sólarlagið braust / í gegnum kuðung / Sem velktist í vörinni.“ „en það er / Að ég / Segi / að það sé“ (bls. 27). Þarna kemur í senn hinn sterki og veiki punkt- ur þessarar „hermetísku“ ljóð- listar. Skáldið er þegar allt kem- ur til alls frjálst að fara með orðin eins og hann lystir, það eru ekki til neinar forskriftir. Þess vegna er tilraun hans til að vekja leyndardóminn upp úr orðunum ætíð dæmd til að standa ein og stök, án halds og festu. Leyndar- dómur orðanna er flöktandi mynd sem aldrei festist en þann- ig á hann líka að vera. Vísunin til leyndardóms orðanna byggir á að þau raðist ekki saman sem tæki til að miðla föstum skiln- ingi, að tré vísi á tré, heldur að orðið sé að vissu leyti tréð sjálft og um leið leyndardómur síns eigin trés sem í tengingu við önnur orð færir lesandann sífellt lengra inn í sinn eigin skóg. „Hvoruskyn“ Carl Jóhans Jens- ens er ánægjuleg uppgötvun og þýðingar og inngangur Martin Tausen Götuskeggja mátulega „sérviskuleg" til að viðhalda leyndardómi færeyska frumtext- ans, sem tii allra heilla fær að standa andspænis þýðingunni. Kristján B. Jónasson allar myndirnar á einni mynd þannig að þú getur auðveldlega valið mynd til eftirtöku. nVjá'Hans Petersen. HANS PETERSEN HF Skamper Ferðahús Vönduð - vel búin. Lœgsta verðið á markaðnum frá kr. 585.000 með öllum aukahlutum. Skemmtilegt h/f Bíldshöfði 8 s: 587 6777 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Nýr bíll! Renault Safrane 2.2 Vi ’94, steingrár, sjálfsk., ek. aðeins 1600 km., rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.650 „Nýr bíir Suzuki Sidekick JXi 16v '95, steingrár, 5 g., óekinn. V. 1.950 þús. MMC Pajero ’86 D turbo, langur, ek. 147 þ.km., 31" dekk, V. 920 þús. Sk. á ód. jeppa t.d. D.cap. Ford Explorer Eddle Bauer '91, dökkblár, 5 d., ek. 58 þ.km., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 2,7 millj. Sk. ód. Mazda 323 LX '87, 3 d., ek. 91 þ.km., 3 dyra. V. 350 þús. Nisan Sunny GTI 2000 '93, ek. 40 þ.km. Svartur, álfelgur, ABS o.fl. V. 1.300 þús. Sk. ód. Honda Civic GTI '89, steingrár, 5 g., ek. 104 þ. km., sóllúga o.fl. V. 695 þús. Toyota 4Runner SR5 EFI '85, sjálfsk., ek. 25 þ.km. 35" dekk, sóllúga, 5:71 hlutföll. Verð 990 þús. Nissan Patrol GR Diesel Turbo ’94, 5 g., ek. 23 þ.km. 33“ dekk, álfegur. Toppein- tak. V. 3,7 millj. Daihatsu Charade TX '91, 3 dyra, rauð- ur, 5 g., ek. 52 þ.km. V. 620 þús. Toyota Carina II '91, dökkblár, 5 g., ek. 40 þ.km. Rafmagn í rúðum o.fl. V. 1.030 þús. Toyota Corolla XL Sedan ’88, ek. 149 þ.km. V. tilboð 349 þús. Honda Civic GL ’85, 3 dyra, toppeintak, 5 g., ek. 124 þ.km. V. 250 þús. Mercedes Benz 280 SE '84, sjálfsk., ek. aðeins 95 þ.km. Toppeintak. V. 1.550 þús. Daihatsu Feroza ’89 EL-II, 5 g., ek. 121 þ.km. V. 790 þús. Toyota Celica Supra 2,8i, '84, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 490 þús. MMC Lancer GLX '89, 5g., ek. 88 þ.km. Rafm. í rúðum, central læsing o.fl. V. 650 þús. Lada Sport ’95, 5 g., ek. 17 þ.km. Létti- stýri. V. 850 þús. sk. ód. Toyota Corolla DX ’86, hvítur, 3 dyra, sjálfsk., ek. 92 þ.km. V. 330 þús. Mercedes Benz 230 E '82, sjálfsk., ek. 220 þ.km., álfelgur sumar- og vetrardekk á felgum. Ný hedd pakkning og nýr knast- ási. V. 585 þús. Sk. ód. Suzuki Swift GL '89, 3 dyra, 5 g., ek. aðeins 63 þ.km. V. 430 þús. Takið eftirl Cadilac Braugham Limosien (langur) '88, einn með öllu t.d. sjónvarp, vídeó o.fl. V. 3.9 millj. MMC L-300 Minibus '90, grár, 5 g., 8 manna, ek. 101 þ. km. V. 1.280 þús. Suzuki Vitara JLXi ’92, 5 dyra, rauöur, sjálfsk., ek. 140 þ. km. (langkeyrsla), gott ástand. V. 1.390 þús. Honda Civic DX '89, rauður, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 580 þ. Toyota Corolla XL Sedan '91, sjálfsk., ek. 71 þ. km. V. 750 þús. Grand Cherokee Laredo 4.01 '95, sjálfsk., ek. 8 þ. km., V. 3,8 millj. Range Rover 4ra dyra '87, grásans, 5 g., ek. 130 þ. km. Gott eintak. Tilboðsverð kr. 1.400 þús. M. Benz 230E ’91, svarblár, sjálfsk., ek. aðeins 41 þ. km., ABS-bremstur, fjarst. læsingar og þjófav., sóllúga, geislasp. o.fl. V. 3,3 millj. Sk. ód. Volvo 740 GL ’87, grænn, sjálfsk., ek. 103 þ. km. Rafm. í rúðum o.fl. V. 980 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.