Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ i Hneyksli í Höfða ÞAÐ er margt sem angrar borgarstjórann í Reykjavík, Ingi- björgu Sólrúnu Gísla- dóttur. Staðsetning á ymsum málverkum í húsnæði borgarinnar virðast fara mjög í taugarnar á henni. Uppákoman með mál- verkið af séra Bjarna Jónssyni, fyrsta heið- ' ursborgara Reykjavík- ur, er öllum í fersku minni. Borgarstjóri vildi íjarlægja mál- verkið af séra Bjarna júr Ráðhúsinu en lét undan vegna mikillar gagnrýni. Málverkið af séra Bjarna var þó eki sett upp á nýjan leik á j.3. hæð í Ráðhúsinu, þar sem skrif- ' stofur borgarstjóra eru heldur flutt fniður á 2. hæð við innheimtudeild- ina. Borgarstjóri virðist ekki hafa látið þar við sitja heldur hyggst nú gera atlögu að málverki af Bjarna Benediktssyni, fyrrv. borg- arstjóra, sem hangið hefur uppi í Höfða, móttökuhúsi borgarstjórn- ar, í rúmlega 20 ár. Eg kom í Höfða í vor og sá þá að málverkið af Bjarna Benediktssyni hafði ver- ið íjariægt. Eg spurðist fyrir hjá ákveðnum embættismanni hveiju þetta sætti og var þá sagt að ætl- unin væri að breyta uppsetningu mynda í Höfða og málverkið af Bjarna yrði sett upp á nýjan leik í Höfða. Núverandi ástand væri einungis til bráðabirgða. í Morgun- blaðinu sl. laugardag lýsir borgar- stjóri, Ingibjörg Sólrún, því yfír að um varanlega aðgerð sé að ræða. Eins og áður segir var myndin af Bjarna Benediktssyni, fyrrv. borgarstjóra og forsætisráðherra, sett upp í Höfða fyrir rúmlega 20 árum. Eg veit ekki til þess að nokk- urn tíma hafi komið fram athuga- semd um að málverk af Bjarna Benediktssyni væri staðsett í Höfða, miklu fremur að öllum hafi fundist það eðlilegt. Borgarstjóri, sem er jafnframt sagnfræðingur að mennt, segir í viðtali við Morgunblaðið sl. laugardag eftirfarand- ir til réttlætingar ákvörðun sinni: „Mér fannst svosem kannski engin ástæða fyrir því að mynd af honum, einum borgarstjóra, væri þarna upp á vegg í Höfða og ég veit svo- sem ekki hvaða rök voru fyrir því, að að- eins væri mynd af Bjarna Ben., sem borgarstjóra, þarna uppi á vegg.“ Ekki er hægt að segja annað en að þetta sé nokkuð sérkennileg röksemda- færsla, svo ekki sé meira sagt. Ingibjörg Sólrún sat með mér í borgarstjórn frá 1982-1988. Hún Borgarstjóri hefur aldrei kynnt þessar tillögur eða ákvarðanir í borgarráði, hvað þá í borgarstjórn, segir Vilhjálmur Þ._____________ Vilhjálmsson. Vel getur verið að hann hafi rætt þær á lokuðum fundi í R-listanum. kom þá oft í Höfða og sá málverk- ið af Bjarna þar sem það var stað- sett. Hún gerði þá aldrei athuga- semdir við þessa staðsetningu og það hefur enginn borgarfulltrúi gert, hvorki fyrr né síðar að ég best veit. Ef Ingibjörg veit það ekki, vegna þess að hún hefur aldr- ei spurt, þá var ástæðan fyrir upp- setningu á málverkinu af Bjarna Benediktssyni sú, að Bjarni er einn merkasti stjórnmálamaður íslands á þessari öld, sem jafnframt hefur gegnt embætti borgarstjóra. Því verður vart. trúað, að-pólitískt of- stæki hafi ráðið ferðinni hjá borg- arstjóra, þegar hann ákvað að taka myndina af Bjarna nður og setja hana í geymslu. Forstöðumaður Kjarvalsstaða hefur hinsvegar miklu ákveðnari skýringar á þessari uppákomu í Höfða. Hann segir „að markmiðið með breytingunum hafi verið að birta gestum Höfða yfirlit yfir ís- lenska myndlist“. Hann sagði jafn- framt í viðtali við Morgunblaðið, að myndin af Bjarna væri ekki lykilmynd í íslenskri listasögu og þess vegna væri hún ekki með. Það er langt seilst til að koma myndinni af Bjarna Benediktssyni út úr Höfða. Hver tók þá ákvörðun að nýta Höfða til að sýna yfirlit yfir íslenska myndlist? Höfði heyr- ir ekki undir Kjarvalsstaði og ekki undir menningarmálanefnd, enda hefur sú nefnd ekkert fjallað um þetta mál. Myndaval í Höfða hefur ávallt heyrt undir borgarstjóra í umboði borgarstjórnar. Borgar- stjóri hefur aldrei kynnt þessar til- lögur eða ákvarðanir sínar í borg- arráði, hvað þá borgarstjórn, en vel getur verið að hann hafi rætt þær á lokuðum fundi í R- listanum eða Regnboganum. Ljóst er að það er persónuleg afstaða borgarstjóra sem ræður ferðinni í þessu máli en ekki svokallað faglegt mat for- stöðumanns Kjarvalsstaða. Framkoma borgaryfirvalda í þessu máli er til skammar og í raun ótrúlegt að borgarstjórinn í Reykjavík skuli beita sér fyrir því- líkum aðgerðum. Borgarstjóri væri maður meiri, ef hartn sæi til þess, að málverkið af Bjarna Benedikts- syni yrði sett upp á sama stað þar sem það hefur verið í rúmlega 20 ár og viðkomandi herbergi í Höfða að öðru leyti komið í sama horf og það var í, áður en þessar breyt- ingar voru gerðar. Höfundur er borgarfulltrúi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Endurvinnsla á pappír - allra hagur MESTUR hluti þess pappírs sem til fellur á heimilum og á vinnu- stöðum er endurvinn- anlegur og er jafnvel talið að um 90% af því sem algengast er að flokka sem sorp á skrif- stofum og í skólum sé í raun endurvinnanleg- ur pappír. Viðhorf til meðferðar á pappír og öðru endurnýtanlegu efni hefur á undanföm- um árum breyst geysi- lega og öllum þorra al- mennings er ljóst að pappírsnotkun nútíma- samfélaga hefur leitt til Kristín A. Árnadóttir raunaverkefni er í gangi í Breiðholts- hverfum þar sem smærri gámar eru í göngufjarlægð frá flestum heimilum. Gef- ist það fyrirkomulag vel og átakið í heild má búast við að haldið verði áfram á sömu braut, söfnunargámum verði ijölgað í íbúða- hverfum og frekari skref stigin, t.d. gerð tilraun með söfnun á notuðu plasti til endur- vinnslu. Kærkomið tæki- færi fyrir marga mikillar umhverfísmengunar og eyð- ingu vistkerfa. Sumar þjóðir hafa brugðist kröftuglega við og markviss endurvinnsla þykir sjálfsögð. Hér á íslandi erum við tiltölulega stutt á veg komin og lítið verið gert til þess að hvetja fólk til þess að huga að þessum málum. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið brotið blað í sorphirðu og hófst söfnun á pappír, dagblöðum, tímaritum og öðru prentefni til end- urvinnslu með skipulögðum hætti í byijun júlí. I Reykjavík hefur sér- stökum söfnunargámum verið kom- ið fyrir á 23 stöðum víðs vegar um borgina, auk þess sem sérstakt til- Nú hugsa kannski einhveijir með sér því í ósköpunum þeir ættu að leggja það á sig að rogast með blaðabunka út í gám þegar auðveld- ast er bara að fleygja pappírnum í ruslatunnuna og láta hreinsunar- deildina um að losa hana eins og venjulega. Margar ástæður mætti telja upp, t.d. má nefna að miklum verðmæt- um er haldið til haga og umtalsverð- ir lj'ái-miaiiir- sparast þegar ekki þarf að farga pappírnum sem hveiju öðru sorpi. I því sambandi má nefna að um 20% húsasorps eru dagblöð. Förgun sorps er kostnaðarsöm fyrir Á höfuðborgarsvæðinu, segir Kristín A. Árna- dóttir, hefur nú verið brotið blað í sorphirðu sveitarfélögin og Reykjavíkurborg greiðir í dag kr. 3.850 fyrir hvert tonn húsasorps sem fargað er hjá Sorpu. Á síðasta ári var innvegið magn húsasorps í Reykjavík tæp 26.000 tonn, þar af hugsanlega um 5.200 tonn af dagblöðum. Af þessu má sjá að að söfnun og endur- vinnsla á pappír dregur verulega verulega úr kostnaði við sorphirðu og eyðingu sorps. Nú þegar hafa safnast 70 tonn á fyrstu þremur vikunum í söfnunargáma Reykja- víkurborgar. Frá umhverfissjónarmiðum er ávinningurinn ótvíræður. Ekki þarf að fella eitt einasta tré þegar papp- ír er endurunninn sem þýðir minna álag á náttúrulega skóga sem nú eru í mikilli hættu. Pappírsiðnaður- inn er afar mengandi og orkufrekur sem leiðir til mengunar á andrúms- loftinu. Mengun andrúmsloftsins eykur m.a. gróðurhúsaáhrif og súrt regn sem orðið er alvarlegt vanda- mál um allan heim. Áhrifin eru keðjuverkandi og mætti lengi telja. I augum margra er því um að ræða ímynd Höfða FERÐAÞJÓNUSTA er talin ein mikilvægasta atvinnugreinin hér á landi og vaxtarmöguleikar hennar eru miklir. Áhugi útlendinga á íslandi hefur vaxið og eiga þar fáeinir stórviðburðir og einstakl- ingar veigamikinn þátt, þar sem kastljósinu hefur ver- ið beint að Islandi. Heimsmeistaraein- vígið í skák, íslenskar alheimsfegurðar- drottningar og af- reksmenn, heims- meistaramótið í hand- knattleik og árangur Bjarkar Guðmunds- dóttur á tónlistarsvið- inu eru viðburðir sem stuðlað hafa að öflugri kynningu ís- lands. Án efa var at- hyglin þó næsta óskiptust vegna leið- togafundar þeirra Reagans og Gorbatsj- ovs árið 1986. Höfði, móttökuhús Reykjavíkurborgar, var valinn fundarstaður. Stjórnmálamenn geta fæstir hreykt sér af að hafa stuðlað að því að ferðaþjónustan er öflug og vaxandi atvinnugrein hér á landi, nema afskiptaleysi þeirra sé með- vitað til að stuðla að því að hún leggist ekki á ríkisjötuna. Það hlýtur þó að vera mikilvægt að stjórnmálamenn séu sjálfir vak- andi gagnvart kynningargildi at- burða sem eiga sameiginlegt að vera merkir fyrir sögu þjóðar okk- ar og eru mikilvægir fyrir jákvæða kynningu landsins. Þannig er um fund þeirra Reagans og Gorbatsj- ovs í Höfða. Frá því fundur þeirra var haldinn hefur þess verið gætt að halda sömu megineinkennum í fundarherbergi þeirra í Höfða því þaðan hafa birst myndir um allan heim. Málverk af Bjarna Bene- diktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og þjóðarleiðtoga, sést í bakgrunni þekktrar Ijósmyndar af þeim Re- agan og Gorbatsjov þar sem þeir sitja á fundi í Höfða. kærkomið tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum og sýna hug sinn til náttúru og umhverfis í verki. Fyrirtæki og stofnanir leggi lóð á skálarnar Framfarir eru örar og það er ekki ýkja langt síðan greiða þurfti fyrir að fá að skila pappír til Sorpu og fyrirtækið hafði af því kostnað að flytja hann út til endurvinnslu. Ekki er víst að allir hafi áttað sig á því að ekki þarf lengur að greiða fyrir að fá að koma með pappír til endurvinnslu. Fyrirtæki og stofnan- ir hafa ekki lengur beinan kostnað af því að koma tilfallandi „pappírs- rusli“ til endurvinnslu og Sorpa tek- ur við pappír á öllum gámastöðum sínum án þess að kostnaður hljótist af. Verð á pappír til endurvinnslu fer hækkandi í heiminum og má nefna að á síðastliðnu ári liðlega tvöfaldaðist verðið. Ef fram heldur sem horfir kemur að því að fólk fái greitt fyrir pappír sem það skilar til endurvinnslu. Full ástæða er til þess að hvetja öll fyrirtæki og stofnanir í borginni til þess að leggja sín lóð á vogar- skálarnar og safna saman endur- vinnanlegum pappír sem Sorpa sér um að flytja út og láta endurnýta. Slíkt átak er nú í undirbúningi hjá fyrirtækjum og stofnunum Reykja- víkurborgar sem vilja ganga á und- an með góðu fordæmi eins og reyndar þegar hefur verið gert með uppsetningu á pappírsgámum og söfnun frá heimilum. Framkvæmd- in er einföld og ávinningurinn óum- deilanlegur. Höfundur er aðstoöarmaður borg- arstjóra. Þessar vangaveltur eru settar á blað í tilefni af því að frést hefur að nú hafi myndin af Bjarna verið fjarlægð úr Höfða þar sem hún sé ekki „lykilmynd í íslenskri lista- sögu“, en hugmyndin virðist vera að gestir njóti þar yfirlits um ís- lenska myndlist. Þá er því einnig svarað að óljóst sé hvers vegna þessi borgarstjóri sé einn uppi á vegg í Höfða. Það er því aug- ljóst að jafnvel lærðir sagnfræðingar sjá ekki varðveislugildi fundarherbergisins í Höfða. Þótt myndin sé ekki lykilmynd í ís- lenskri listasögu er hún lykilmynd í ís- lenskri sögu. Það fór einkar vel á því að myndin af Bjarna Benediktssyni var bakgrunnur myndar af þjóðarleiðtogum austurs og vesturs, því þar er sá íslenskur þjóðarleiðtogi sem leiddi ísland inn í Atlantshafsbandalagið, sem hef- Að mínu mati er afar mikilvægt, segir Árni Sigfússon, að hin sterka minning^ um fund þeirra Reagans og Gorbatsjovs verði varð- veitt í Höfða. ur án efa stuðlað hvað mest að friði í okkar heimshluta. Þessi mynd er ríkur þáttur í minningu fundarins. Að mínu mati er afar mikilvægt að hin sterka minning um fund þeirra Reagans og Gorbatsjovs verði varðveitt í Höfða. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur annað hlutverk en að kynna ís- lenska listasögu og þótt jákvætt sé að það verði gert í Höfða má það engan veginn útiloka að ímynd Höfða sé viðhaldið sem fundar- staðar fyrir friðarviðræður Reag- ans og Gorbatsjovs. Til þess er mikilvægt að varðveita umgjörð sjálfs fundarherbergisins. Þannig geta íslenskir og erlendir gestir í Höfða bæðr upplifað merkan fund í heimssögunni og kynnst íslenskri myndlist í öðrum salarkynnum. Það er von mín og tillaga að fundarherbergið í Höfða fái áfram að njóta sín með þeim sterku ein- kennum sem áhugamenn um heimsfrið þekkja. Af reynslunni má fullyrða að það fyrirkomulag skapar eingöngu jákvæðar og sterkar minningar þeirra sem i Höfða koma. Erlendis er algengt að sögulegar byggingar séu opnar almenningi á ákveðnum tímum. Með því verður sagan Ijóslifandi og skapar m.a. sterkara aðdráttar- afl fyrir ferðamenn. Gjarnan er kvartað yfir að erlendir ferðamenn staldri stutt við í Reykjavík. Ég er sannfærður um að gera má leið- togafundinn að sterkara aðdrátt- arafli með því að kynna Höfða betur. Höfði er lokaður almenn- ingi. Tillaga mín er að ferðamönn- um verði gefinn kostur á að koma í Höfða, heyra minnisverðar sögur af samskiptum Rússa og Banda- ríkjamanna þar inni og sjá fundar- herbergi þeirra félaga. ísland og Reykjavík hafa ekki efni á öðru en að varðveita og kynna þá merku atburði í heimssögunni sem við höfum gerst beinir þátttakendur í. Til þess duga ekki sýningarborð í risherbergjum! Höfundur er oddviti sjálfstæðis■ manna í borgarstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.