Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 27 AÐSENDAR GREIIMAR Markmið einkavæðingar í NÝJU afmælisriti Félags löggiltra endur- skoðenda er viðtal við Sigurð Þórðarson, rík- isendurskoðanda, og Rúnar B. Jóhannsson, löggiltan endurskoð- anda, um stjójnsýslu- endurskoðun. í viðtal- inu er m.a. vikið að einkavæðingu. Rúnar gagnrýnir þar að Ríkis- endurskoðun hefur reiknað út hvert sölu- verð á ákveðnum eign- um, hlutabréfum eða öðrum „ætti að vera“. Telur Rúnar að ekki sé hægt að reikna út rétt söluverð, sem ekki hefur staðfest markaðs- virði. Síðan segir hann orðrétt í viðtalinu: „í fyrsta lagi er rétt sölu- verð/kaupverð hins hagræna manns háð núvirðingu framtíðaraf- raksturs og engin leið að vita fyrir víst hver hann verður. Eignamats- aðferð er ekki hagfræðilega rétt aðferð nema ef til vill í þeim tilvik- um sem kaupandi stendur frammi fyrir þeim valkosti að kaupa fyrir- tæki eða reisa sams konar fyrir- tæki sjálfur frá grunni. Síðast en ekki síst er söluverðið alltaf háð reiptogi í samningum milli seljanda og kaupanda.“ „Ég held að slíkir útreikningar séu hæpnir og menn verða líka að gá að því að þegar um einkavæð- ingu er að ræða þá er umhverfið mjög pólitískt og markmiðið er þá yfirleitt sett af ríkisstjórn sem ákveður að einkavæða. Sú ákvörð- un, sem er pólitísk, hefur gríðarleg áhrif á það hvað fæst fyrir eignirn- ar. Það kann líka að vera, að hluti hins pólitíska markmiðs sé að fá ekki mikið fyrir eignina en önnur atriði skipti meira máli s.s. dreifð eignaraðild o.s.frv." Þessi ummæli hins löggilta endurskoðanda lýsa skilningi á framkvæmd einkavæðingar. Ekki má gleyma hinum pólitíska þætti sem er öðru fremur sá, að draga úr umsvifum ríkisins. Vissulega hlýtur það að vera markmið, að eðlilegt verð fáist við sölu eigna ríkisins, en meginmarkmiðið er Hreinn Loftsson ávallt pólitískt. í sum- um löndum hefur sú leið jafnvel verið farin að gefa eignir ríkisins og á það einkum við um lönd sem verið hafa ofurseld miðstýr- ingu og þjóðnýtingu áratugum saman og ekki eru til staðar að- ilar með fjárhagslegt bolmagn til að kaupa fyrirtækin. Fyrir Sigurði Þórð- arsyni virðist sölu- verðið vera höfuð- markmiðið við einka- væðingu ríkisfyrir- tækja, þ.e. eins og það er reiknað út af embættismönnum hans. Hef- ur Ríkisendurskoðun einblínt á end- urmatsaðferðir sínar og lagt minna upp úr öðrum aðferðum. A undan- förnum árum hafa komið útreikn- ingar frá stofnuninni sem eru í engu samræmi við raunveruleika markaðarins. Hefur stofnunin ekki hirt um afleiðingar þess að henda slíkum útreikningum út í umræð- una. Hafa menn þurft að leggja sig í líma við að leiðrétta þá röngu mynd sem slíkir útreikningar og skýrslur hafa gefið af framkvæmd einkavæðingar. Má líkja því við að seld sé notuð bifreið frá ríkinu á markaðsverði, en stofnunin komi í kjölfarið með útreikninga sína um það, hver hafi verið smíðakostn- aður bifreiðarinnar eða framreikn- að kaupverð hennar. í framangreindu viðtali kemur síðan ásökun Sigurðar Þórðarsonar þess efnis að misbrestur hafi verið á því að markmið með sölu fyrir- tækja eða eigna hafi verið skil- greind fyrirfram. í viðtalinu segir hann orðrétt: „Raunar virðist það hafa verið nokkuð algengt að eign- ir séu seldar og svo eru fundin og skilgreind einhver markmið eftir á, sem gætu passað niðurstöðunni úr tiltekinni sölu. Markmiðin geta verið margvísleg, t.d. að hámarka söluverð, að uppfylla einhveijar sérþarfír a tilteknum _stað, dreifa eignaraðild o.s.frv.“ í framhaldi þessara ummæla kemur síðan eftir- farandi: „Ég er algjörlega ósammála Það hlýtur að vera markmið einkavæðing- ar, segir Hreinn Lofts- son, að eðlilegt verð fáist við sölu eigna ríkis- ins. En meginmarkmið- ið er ávallt pólitískt. Rúnari í því, að ekki sé hægt að reikna með ákveðnum forsendum út frá viðurkenndum venjum hvert virði einhvers fyrirtækis eða stofn- unar ér. Það er hægt að gera þetta með tvennum hætti; út frá eigna- virði og út frá tekjuvirði í framtíð- inni miðað við eþihveijar tilteknar forsendur. Þannig er hægt að finna út hvers virði tiltekin eign er í hendi eigandans. Með það í huga er síðan hægt að fara með eignina á mark- að og kanna hvort viðunandi verð fæst fyrir hana og hvort menn vilja selja eða ekki.“ Hægt er að taka undir þessi síð- ari ummæli Sigurðar Þórðarsonar, enda felst þessi aðferð t.d. í verk- lagsreglum síðustu ríkisstjórnar um framkvæmd einkavæðingar. En það eru handhafar fram- kvæmdavaldsins í umboði Alþingis en ekki Ríkisendurskoðun sem meta og taka ákvörðun um það, hvað telst viðunandi verð og hvort eigi að selja eða ekki. Þannig var t.d. tekin ákvörðun um að bíða með sölu og hætta við sölu í ákveðnum tilvikum vegna þess að aðstæður þóttu ekki vera heppilegar til sölu. Alhæfingu Sigurðar um skort á skýrum markmiðum við einkavæð- ingu er á hinn bóginn nauðsynlegt að mótmæla. Síðastliðin ár hefur markvisst verið unnið að undirbún- ingi einkavæðingar. Markmiðin hafa verið að skýrast og fram- kvæmdin að slípast. Markmiðin eru í aðra röndina pólitísk, eins og fram kemur hjá Rúnari B. Jóhannssyni í viðtalinu. Þau er að draga úr af- skiptum ríkisins á sviðum þar sem ráðandi pólitísk viðhorf segja fyrir um að rekstur sé betur kominn hjá einstaklingum og fyrirtækjum þeirra. Þannig er stuðlað að dreif- ingu valds. Um leið eru markmiðin hagfræðileg og miða að því að efla fijálsa samkeppni í hagkerfinu. Þetta er kjarni málsins. I tíð síð- ustu ríkisstjórnar var þetta mark- mið afar skýrt, þ.e. að ríkið ætti eftir því sem mögulegt væri að draga sig úr samkeppnisrekstri. T.d. kemur þetta skýrt fram í starfsáætlun síðustu ríkisstjórnar, „Velferð á varanlegum grunni", og einnig í margvíslegu kynningarefni sem unnið var á vegum Fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, bæði var þar um að ræða almennt efni og svo einnig ítarefni, fyrir þá sem vildu kynna sér markmiðin betur. Eftir þessum markmiðum var unnið og töluverður árangur náðist þó að hann hefði mátt vera meiri. Sérstaklega sakna ég þess að ekki skyldi nást árangur í banka- og sjóðakerfínu. Til hliðar við hin pólitísku og hagfræðilegu meginmarkmið einkavæðingar eru síðan önnur markmið eins og þau að sem flest- ir taki þátt í hlutabréfakaupum, að almenningur verði virkur þátt- takandi í atvinnulífinu, og einnig að auka tekjur ríkissjóðs með sölu eigna og veija hluta söluandvirðis- ins til að efla rannsóknarstarfsemi í landinu. Að sjálfsögðu er það markmiðið, að fá sem mest fyrir eignina, en þá verður að miða við aðstæður á markaði hveiju sinni. En, eins og áður sagði: Sú ákvörð- un að selja getur ráðist af pólitísk- um forsendum og getur þar af leið- andi haft áhrif á það verð, sem mögulegt er að fá fyrir fyrirtækið. Þetta vald er í höndum fram- kvæmdavaldsins í umboði Alþingis. Síðasta ríkisstjórn setti sér skýrar verklagsreglur um framkvæmdina þar sem m.a. var kveðið á um út- tekt á fyrirtækjum áður en kæmi til sölu. Samkvæmt þeim reglum á að meta markaðsvirði fyrirtækisins og beita öðrum aðferðum til saman- burðar áður en ákvörðun er tekin um sölu, rétt eins og Sigurður bendir á í viðtalinu. Eftir þessu var farið í öllum meginatriðum jafn- framt því sem markmið einkavæð- ingar voru skilgreind. Því verður að mótmæla alhæfíngum ríkisend- urskoðanda um þá framkvæmd einkavæðingar, að markmið séu fundin eftir á „sem gætu passað niðurstöðunni úr tiltekinni sölu“. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. m TO MfWUMR! i iiíiiitilíííæiiii L.. ;r.r.,R a S r?k ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 lítra, útvegum aðrar stærðir frá 400-10.000 lítra. ELFA-V ORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndur við íslenskar aðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR. /7' Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 - ® 5622901 og 5622900 --------------------l------------ ' ' tjöldum 5 manna i' 401 a\ st ' 1 ' ji Jpr r t > ••• * þyí besta! 31.245 kr. stgr Eigum cinnig 4 manna hústjöld á Tjaldaðu þínu besta - frá Skátabúðinni! RAÐGREIDSLUR Raðgreiðslur • Póstsendum samdægurs. -SWmK fRAMHR S í m-i 5 6 f 2 045 • Fax 562 4122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.