Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 21 JRwgtinMftfeffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SÖGULEG UMHVERFISSPJÖLL ÞAÐ ER EKKI margt á íslandi sem dregur að erlenda ferðamenn fyrir utan landið sjálft. Við eigum Bláa lónið, eldfjöll og Geysi, svo dæmi séu nefnd, en lítið sem ekkert af sögulegum minjum sem geta vakið áhuga erlendra ferðamanna, en þá væru það einna helzt Þingvellir og handritin, sem eru ein- stæðir dýrgripir og vitnisburður um íslenzka heims- menningu. En við eigum ekkert hús eins og Höfða, ekkert herbergi eins og fundarstað Reagans og Gorb- atsjovs þegar þessir leiðtogar stórveldanna stigu mikilvægt spor í þá átt að ljúka kalda stríðinu. Fund- ur þeirra var þannig einnig þáttur í hruni alþjóðlegs kommúnisma og lýðræðislegri endurreisn í allri Aust- ur-Evrópu. Þetta fundarherbergi leiðtoganna er því mikilvægur vitnisburður um sögu lítillar þjóðar og hefði getað verið ógleymanleg heimild um þennan merka fund ef það hefði fengið að vera í friði fyrir þeim sem skilja ekki sögulega geymd og telja sig öðrum fremur hæfa til að ráðskast með mikilvægar samtímaheimildir í umhverfi okkar. Við höfum sett okkur lög um verndun þjóðminja en engum dettur í hug að vernda óbrenglaðan jafnmerkilegan fundar- stað og þann sem nú hefur verið breytt í Höfða. Þúsundir ferðamanna hafa komið til íslands og tekið myndir af þessu sögufræga húsi, en það hefur af einhverjum ástæðum ekki verið opið fyrir þeim eins og gerist erlendis og það eitt út af fyrir sig sýnir lítinn skilning á mikilvægi slíkra staða. Það tekur þó steininn úr þegar þessu herbergi er breytt að geðþótta og andrúmi einstæðs atburðar eytt með til- færslum sem væru ekki þolaðar í öðrum löndum. Það á þvert á móti að varðveita fundarherbergið í þeirri mynd sem það var þegar þjóðarleiðtogarnir sátu þar á rökstólum og hreyfa þar hvorki við húsgögnum né veggjum, hvort sem mönnum líkar vel eða illa þau málverk sem þar hafa hangið. Málverkið af Bjarna Benediktssyni var eins og táknrænn vitnisburður um þennan tíma og á auðvitað að hanga þar sem það var óáreitt hvað sem líður listrænu gildi þess. Við eigum ekki annað herbergi sögulegra á ís- landi en þennan fundarstað nema sal Menntaskólans í Reykjavík. Það á að sjálfsögðu að breyta herberg- inu aftur í upprunalegt horf og vernda andrúm leið- togafundarins eins og unnt er því að annar atburður sögulegri hefur ekki gerzt á íslandi en fundur leiðtog- anna en að því vék Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, í samtali við Morgunblaðið sl. laugar- dag. í stað þess að umturna herberginu ætti að ná saman þeim munum öllum sem þar voru á fundinum, setja snúru fyrir herbergið eins og tíðkast í merkum húsum erlendis og veita ferðamönnum og forvitnum gestum um sögulega geymd aðgang að herberginu eins og það var og ástæða er til að geyma það til allrar framtíðar. Stjórnmálamenn geta ekki umgengizt slíkar minjar eins og hverja aðra muni í stofunni heima hjá sér, þeir hafa skyldum að gegna við sögu og umhverfi og þá minningu sem þjóðinni er kær og mikilvæg og verður ávallt til vitnis um þann skerf sem lítil þjóð lagði fram til heimsfriðar á válegum tímum. Það er hægt að breyta öllum öðrum herbergjum í Höfða en þessu eina fundarherbergi og koma þar upp listsögulegu safni, enginn gæti haft neitt á móti því svo ágæta listamenn sem við höfum átt í gegnum tíðina. En við getum ekki breytt sögulegum atburðum og helzt ekki heldur umhverfi þeirra. Um það ættu þeir að hugsa sem fara nú með pólitíska ábyrgð í höfuðborginni. Sjúkdómur sem skemmir mjaðmir barna Brýnt að stofna foreldrafélag UM það bil tíu böm greinast með sjúkdóminn ______Perthes hér á landi á árí hverju._ Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að það verður drep í mjaðmarlið og liðurinn aflagast. Þessu fylgir oft bæði bæklun og líkamslýti, auk vanlíðunar og sálrænnar kreppu. María Hrönn Gunnarsdóttir hitti tvær mæður Perthesveikra barna og sérfræðing í bæklunarlækningum og fékk að kynnast sjúkdómnum og afleiðingum hans. EG TÓK allt í einu eftir því að hann haltraði," segir Halldóra Björk Óskarsdótt- ir, móðir sextán ára pilts sem hefur sjúkdóminn Perthes. Þetta var fyrir tíu árum og hann var að fara í sveit. „Eg hafði keypt handa honum ný stígvél, númeri of stór eins og fólk gerir gjarnan, og hélt að þau meiddu hann.“ Hálfum mánuði síðar, á föstudegi, gat drengur- inn skyndilega ekkí hreyft fótinn og hún fór með hann á Landspítal- ann. Þar voru teknar af honum röntgenmyndir, honum fenginn hjóiastóll og sagt að hann yrði sendur í aðgerð tæpri viku síðar, á fimmtudegi. Aðgerðin var hins vegar gerð tveimur dögum fyrr en áætlað var eða á þriðjudeginum. Þá var lærleggur hans höggvinn í sundur, beininu snúið og stálplata og skrúfur settar í til að halda mjaðmakúlunni í liðnum. Leið yfir móðurina Halldóra Björk 9egist ekki hafa vit- að við hveiju var að búast að aðgerð lokinni en þegar hún sá barnið sitt steinleið yfir hana. Annar fótur barns- ins var í gifsi frá tám og uppfyrir mjaðmir og gifs var um mjaðmirnar og yfir á hinn fótlegginn. Á milli lær- leggjanna var síðan eins konar hand- fang sem sá til þess að fæturnir héld- ust skorðaðir í ákveðinni stellingu. Drengurinn var í gifs- inu í átta vikur, þar af eina viku á sjúkrahúsinu. Hinar vikurnar sjö lá hann heima í sérstöku sjúkrarúmi. Fóturinn styttist við aðgerðina en ekki bar mikið á því fyrst á eftir. Þegar hann komst á unglingsár fór hann hins vegar að ganga skakkur. Þannig er það enn þann dag í dag en munurinn á lengd fótanna er orðinn tals- vert meiri en fyrst eftir aðgerðina. Tveggja sentimetra regla Sonur Halldóru Bjark- ar átti lengi vel ekki rétt á að fá upphækkun á skó greidda af Tryggingastofnun þar sem munurinn á iengd fótanna verður að vera tveir sentimetrar eða meiri sam- kvæmt reglum stofnunarinnar. Hall- dóra Björk leitaði á náðir landlæknis sem skar úr um að hryggskekkja drengsins myndi lagast ef upphækkun yrði sett undir fótinn. Þrátt fyrir það var umsókn hennar um upphækkun- ina synjað hjá Tryggingastofnun á grundvelli tveggja sentimetra regl- unnar og er það skoðun Halldóru Bjarkar að þessi regla sé mjög ein- kennileg. „Vill einhver ganga á upp- hækkuðum skóm ef hann þarf ekki á því að halda?“ spyr hún. Félagsleg og andleg vandamál Halldóra Björk segir að vandamálin fari fyrst að segja til sín þegar börn með þennan sjúkdóm komast á ungl- ingsár. Undir það tekur kunningja- kona hennar en dóttir hennar þjáist einnig af Perthes. Vandinn er þá ekki síst af félagslegum og andlegum toga því þeir sem hafa sjúkdóminn geta ekki tekið þátt í leik og starfi af sama krafti og þeir sem kenna sér einskis meins. Þeir geta t.d. ekki dansað, farið í leikfimi eða stundað ijallgöng- ur þegar þá langar og sumir geta það aldrei. Ekki bætir úr skák ef fólk hefur farið í skurðaðgerð því örið verður að jafnaði mjög ljótt. Margir sjúklinganna einangrast, verða lokaðir og afneita sjúkdómnum. Af því leiðir að erfitt er að fræða þá og leiðbeina þeim um sjúkdóminn og afleiðingar hans. Sjálfsálit þeirra er yfirleitt lítið og þeir finna sárt til þess að vera öðruvísi en önnur börn og unglingar. Auk þess er erfítt að fá þau til að ganga í skóm með upphækkun þar sem þau vilja ógjarnan skera sig úr hópnum frekar en orðið er. Grét í 23 tíma Kunningjakona Halldóru Bjarkar segir að einkenna sjúkdómsins hafi orðið vart hjá dóttur sinni strax og hún fór að ganga. Telpan fékk fljót- lega innlegg í skóinn og var í sífelldri meðferð vegna stirðleika. Þegar hún var þriggja til fjögurra ára fór hún að kvarta undan verk í hnésbót. Læknir tók röntgenmyndir af henni reglulega og þegar hún var fimm ára var hún send í samskonar aðgerð og sonur Halldóru Bjarkar gekkst undir. Foreldrar stúlkunnar voru nokkuð vel búnir undir aðgerðina þar sem sjúk- dómurinn er þekktur í fjöiskyldunni en þeir fengu litlar upplýsingar frá lækninum. Þá vissu þau ekki annað en að læknirinn sem þau leituðu til myndi framkvæma skurðaðgerðina Halldóra Björk Oskarsdóttir, móð- ir 16 ára pilts sem þjáist af Perthes. SVONA lítur það út, gifsið sem sett er á eftir aðgerðina á lærleggnum. ÖR Á læri eru að jafnaði ljót og þetta er engin undantekning. Uppgötvast ekki fyrr en skaðinn er skeður Ú ÞEGAR ég hef hlustað á raunasögu þessara tveggja sjúklinga styrkist ég í þeirri skoðun minni að mikilvægt sé að stofna félag foreldra Perthes- barna,“ segir Gunnar Þór Jónsson, prófessor og sérfræðingur I bækl- unarlækningum, en hann er einn þeirra lækna sem meðhöndlað hafa Perthessjúklinga. „Höskuldur Baldursson, sérfræðingur í bækl- unarlækningum barna, hefur með flest þessi börn að gera núorðið og það er eðlilegt og reyndar nauð- synlegt að læknir með þá sérmennt- un sjái um þennan hóp.“ Gunnar segir það afar mikilvægt að að- standendur barna og unglinga með sjúkdóminn hafi greiðari aðgang að læknum, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum en nú er því erfitt sé af ýmsum ástæðum að upplýsa fólk nægilega vel um sjúkdóminn og afleiðingar hans þegar það kem- ur á læknastofu. „Það væri eðlilegt að starfsemi foreldrafélagsins væri tengt barnadeildum sjúkrahús- anna,“ segir hann. Drep myndast í mjaðmarliðnum Perthes er nafn eins þeirra þriggja lækna sem fyrstir lýstu sjúkdómnum, í kringum síðustu aldamót, skömmu eftir að röntgen- tæknin var fundin upp. Á latnesku kallast hann coxa plana sem þýðir slétt mjöðm. I verstu tilvikum sjúkdómsins verður varanleg skemmd á mjaðm- arlið Perthesveikra barna. Sjúk- dómurinn lýsir sér þannig að það verður drep í mjaðmarliðnum þeg- ar blóðflæði til hans stöðvast eða minnkar á mismunandi stóru svæði. „Það má líkja þessu við kransæða- stíflu en þá minnkar blóðflæði til hjartavefs, nema hvað afleiðingar kransæðastíflu fara ekki framhjá neinum. Þegar blóðflæði stöðvast hins vegar til mjaðmarliðar verður enginn var við það strax, ekki fyrr en barnið fer að haltra. Það sem gerir þennan sjúkdóm svo erfiðan er að skaðinn er skeður þegar ein- kenni hans verða sjáanleg. Þá er drepið komið í liðinn og hann er byrjaður að eyðast og fletjast út. Auk þess er erfitt að fá lítið barn til að segja nákvæmlega hvar það finnur til. Stundum finnur það til í hnénu þótt meinið sé í mjöðminni þannig að það er mjög erfitt að greina hann. Þar á ofan sést þetta ekki á venjulegri röntgenmynd fyrr en brjósk og bein eru farin að brotna," segir hann. Um það bil tíu börn greinast með sjúkdóminn á ári hverju hér á landi, að sögn Gunnars Þórs. Ekki er vitað nægilega vel hverjar orsakir hans eru og áhættu- þættir eru óþekktir. Þó er ljóst að hann er tíðari í surnum ættum en öðrum og fjórum til fimm sinnum algeng- ari hjá drengjum en stúlkum. Algengast er að hann uppgötvist þegar barnið er fjög- urra til tíu ára gamalt, þegar það verður halt án sýnilegrar ástæðu. Fóturínn styttist Meðferð sjúkdóms- ins er fólgin í því að minnka álagið á mjöðmina. Ein aðferðin sem notuð hefur verið er að stinga fætinum í svokallaða Tomas splint-grind sem styður síðan við mjaðmar- grindina. Önnur aðferð kallast Sni- per en þá er fóturinn hengdur upp í ól sem fest er við herðarnar og fólkið gengur svo á hækjum. Auk þess eru til ýmsar gerðir af spelkum. Gunnar Þór segir að ekki hafi verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að þessar aðferð- ir séu mikið árangurs- ríkari en þegar ekki sé annað gert en hlífa liðnum við álagi meðan einkenni séu sem mest. Ef ástand mjaðmarl- iðarins er mjög slæmt er gripið til skurðað- gerðar en að sögn Gunnars Þórs er engu að tapa þegar svo er komið. Þá er eyðing brjósks og beins orðin svo mikil að liðkúlan er farin að ganga út úr mjaðmarliðsskálinni. Um tvenns konar aðgerðir er að velja. Hægt er að saga mjaðmar- grindarbeinin í sundur og velta lið- I skálinni yfir liðkúluna. Einnig er hægt að taka fleyg úr lærleggnum þannig að mjaðmarkúlan falli inn í liðskálina. Við það styttist fótur- inn, yfirleitt um u.þ.b. 1 senti- metra. Munurinn á lengd fótanna getur aukist með aldri því leggur- inn sem er styttri vex oft hægar en hinn. Við því þarf að bregðast með því að setja innlegg í skóinn eða kaupa sérsmíðaða skó. Gunnar Þór segir að börn og unglingar vilji ógjarnan ganga í slíkum skóm þannig að það sé mjög mikilvægt að hækkunin sé vel falin. Þá sé mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að öll börn og ungling- ar skammist sín fyrir bæklun og • reyni þess vegna að fela hana í lengstu lög. Mörg þeirra afneiti sjúkdómnum og verði reið ef rætt er um hann. Það sé því erfitt að fá þau til að hlíta fyrirmælum lækna og sjúkraþjálfara. Sjúkdómurinn leggst misjafn- lega þungt á fólk og sami einstakl- ingur getur verið misjafn frá ein- um tíma til annars. Mikilvægt er, að sögn Gunnars Þórs, að fá sjúkl- ingana til að hvíla sig þegar þeir Gunnar Þór Jóns- son, prófessor og sérfræðingur í bækl- unarlækningum. sjálfur en að henni lokinni komust þau að því að svo var ekki. Sá sem gerði hana kom aldrei að máli við þau og var farinn til útlanda þegar upp komst að gifsið var sett vitlaust á þannig að það þrýsti á taug og olli telpunni miklum kvölum. Þá hafði hún grátið þindarlaust í 23 klukkustundir. Dóttirin var í gifsinu í átta vikur. Þegar það var fjarlægt þurfti hún að læra að ganga að nýju og eftir að plötur og naglar voru teknir burt ári síðar þurfti hún að læra að ganga í þriðja sinn. Hún fékk enga sjúkra- þjálfun, var stirð en verkjalaus. Lengdarmunurinn á fótum hennar er nú tveir og hálfur sentimetri en faðir hennar sem er skósmiður hefur, frá því fóturinn styttist, hækkað skóna hennar þannig að þeir 'henta. „Þegar hún var tíu til ellefu ára fóru tilfínningavandamál unglings- áranna að gera vart við sig auk þess sem vandamál í baki fóru að hijá hana. í vetur læstist svo mjöðmin þegar hún var að beygja sig niður til að kiæða sig úr skónum. Þá fórum við með hana á slysavarðstofuna og þar sagði vaktlæknir si svona við hana að það væri ekki um neitt annað að ræða fyrir hana en að fá gervilið. Hún á frænda sem hefur gervilið, hann gengur við hækjur og hún sá hann fyrir sér,“ segir móðir hennar. Daginn eftir höfðu þau samband við bæklunarlækninn hennar og komust að því að laus bijóskflís var að flækj- ast í mjaðmarliðnum og olli því að hann læstist. Síðan þetta gerðist fest- ist mjöðmin af og til en hún hefur náð lagni við að losa um hana sjálf. Flosnað upp úr skóla Skýrsla ráðgjafarfyrirtækis um Miðbæ Hafnarfjarðar hf. „I raun komið í greiðsluþrot“ Fjárhagsstaða Mið- bæjar Hafnarfjarðar hf. sem byggði versl- unarkjama þar í bæ er afar slæm að því er fram kemur í úttekt er ráðgjafarfyrirtækið Sinna gerði fyrir bæj- aryfírvöld í Hafnar- fírði og kynnt var bæjarráði um miðjan júní. Verslunarhúsnæði Miðbæjar Hafnarfjarðar hf er rúmlega 5.000 fermetrar að stærð en að hluta til vannýtt og sama máli gegnir um ca. 3.000 fermetra skrifstofuhúsnæði, sem stendur að mestu autt. ♦ Stúlkan er nú sautján ára gömul. Hún hefur flosnað upp úr skóla, þrátt fyr- ir góða námshæfileika, m.a. vegna þess að hún gat ekki komist hjá því að taka þátt í leikfimi. Hún hefur ljótt ör niður allan lærlegginn utanverðan og finnst erfitt að þurfa að hafa fata- skipti í búningsklefum auk þess sem hún getur ekki stundað líkamsrækt vegna mjaðmarinnar. „Hún hafði fengið vottorð frá lækni um að hún gæti ekki stundað leikfimi en þá var hún sett í hóp með stelpum sem fengu léttari viðfangsefni en hinar,“ segir móðir hennar. Halldóra og kunningjakona hennar eru sammála um að það sé mjög brýnt að foreldrar barna og unglinga með Perthes stofni foreldrafélag. Nauð- synlegt sé að ungmennin sem og að- standendur þeirra hafi greiðan að- gang að upplýsingum og fræðslu um sjúkdóminn og afleiðingar hans. Auk þess eigi ijölskyldur sjúklinganna gjarnan mjög erfitt og þurfi stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki sem og öðr- um íjölskyldum sem þekkja sjúkdóm- inn af eigin raun. Halldóra Björk hefur ákveðið að taka af skarið og stofna félag for- eldra barna með Perthes. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því með henni geta hringt í síma 588-5220 eftir klukkan átta á kvöldin. eru sem verstir því þá eru einmitt bólgur í liðnum. Annars má þetta fólk í flestum tilvikum gera það sem það treystir sér til að gera. Verði viðurkenndur sem fötlun Gunnar Þór segir að mjög nauð- synlegt sé að Perthessjúkdómurinn verði viðurkenndur sem fötlun en svo er ekki nú. „Það er augljóst að bæklunin og líkamslýtin valda oft ótrúlega mikilli sálarkreppu, einkum hjá eldri börnunuin og unglingum." Þá segir hann þá reglu sem unn- ið sé eftir í Tryggingastofnun, um að-lengdarmunur fótleggjanna verði að vera a.m.k. tveir senti- metrar, til að stofnunin taki þátt í kostnaði vegna skókaupa, ein- kennilega og að nær væri að leggja það í hendur sérfræðinga í bæklun- arlækningum hvort og hvenær sé þörf á upphækkunum i skó. Hann segir einnig að brýnt sé að útbúa fræðsluefni fyrir börnin og aðstandendur þeirra og segir að full þörf sé á að stofnað verði til félags foreldra þessara barna svo þeir geti veitt hver öðrum stuðning sem og átt greiðan að- gang að heilbrigðisstarfsfólki og þekkingu þeirra á sjúkdómnum og afleiðingum hans. RÁÐIST var í gerð skýrslunn- ar eftir að ósk barst frá , Miðbæ hf. um að Hafnar- fjarðarbær keypti rúmlega 3.000 fermetra bílakjallara undir verslunarhúsnæði fyrir um 116 millj- ónir króna, auk þess sem gatnagerðar- gjöld yrðu lækkuð um ríflega 8 millj- ónir. Stefnir í greiðsluþrot Sinna hf. skilaði skýrslu sinni skömmu áður en nýr meirihluti tók til starfa í bæjarstjórn Hafnaríjarðar, og var niðurstaða Sinnu þess efnis að eignir félagsins, sem eru allar bundnar í fasteignum, næmu alls um 420 milljónum króna en skuldir þess næmu um 475 milljónum króna, sam- kvæmt gögnum frá stjómendum fé- lagsins. Af heildarskuldum eru um 150 milljónir króna skammtímaskuldir og er umtalsverður hluti þeirra í van- skilum. „í raun er félagið komið í greiðslu- þrot og þess ekki megnugt að ljúka framkvæmdum miðað við óbreytta stöðu. Ef ekki rætist úr með sölu á eignum félagsins, eða einhver önnur ljármögnun kemur til, er það einungis spurning hvenær kröfuhafar ganga að félaginu og rekstur þess stöðvast," segir í skýrslunni. Leysir ekki fjárhagsvanda Samkvæmt upplýsingum frá Hafn- arljarðarbæ er skuldastaða félagsins við bæjarsjóð með þeim hætti að 145 milljónir króna eru í ábyrgð á skulda- bréfum, ógreidd gatnagerðargjöld og fleira nema rúmlega 50 milljónum króna auk þess sem til staðar er víx- ill upp á 11 milljónir króna, eða alls rúmlega 206 millj- ónir króna. Þar að auki hefur bæjarsjóður ábyrgst greiðslu á skuldabréfum að fjárhæð um 46 milljónir króna til fimmtán ára. Bærinn hefur greitt fyrstu afborgun af bréfunum sem eru tilkomin vegna endurgreiðslu á gatnagerðargjöldum af bílakjallara, sem bærinn hefur fyrir vikið að hálfu til umráða. „Yegna erfiðrar greiðslustöðu Mið- bæjar Hafnarfjarðar hf. og mikilla vanskila teljum við að sú aðgerð að kaupa bílakjallarann nægi ekki ein og sér til að leysa fjárhagsvanda félags- ins. Skammtímaskuldir þess næmu eftir þessi viðskipti um 120 milljónum króna og væri verulegur hluti þeirra í vanskilum. Ef vilji er til að leysa fjárhagsvanda félagsins þarf að tryggja frekari sölu eða yfirtöku eigna og lækkun skammtímaskulda," segir í skýrslu Sinnu. „Ef bæjarsjóður ákveður að hafna fyrrgreindri beiðni eða frekari fjármögnun er ekki tryggð þrátt fyrir kaup á bílakjallaranum eru yfirgnæfandi líkur á að félagið verði I lýst gjaldþrota innan skamms." Skýrsluhöfundar kveðast ennfrem- ur telja að fari félagið í þrot, séu miklar líkur á að gatnagerðargjöld að upphæð um 50 milljónir króna inn- heimtist ekki, þar sem bæjarsjóður hafi engar þinglýstar tryggingar vegna þeirra og verði þau því almenn krafa í þrotabúið. Aðrar skuldbinding- ar félagsins gagnvart bæjarsjóði séu tryggðar með veðum í eignarhlutum íbygginguMiðbæjarenhöfundartelja , að „miklar líkur eru á að bæjarsjóður þyrfti að leysa eignirnar til sín og selja þær aftur með þeim kostnaði, fyrirhöfn og óvissu sém því fylgir." Ennfremur er bent á að fasteignin að Fj'arðargötu 13-15 hafi ekki verið metin til fasteignamats þrátt fyrir að nokkrir mánuðir séu síðan starfsemi hófst í húsinu, og því séu ekki inn- heimt fasteignagjöld af eigninni. Skýrslan unnin á þremur dögum Viðar Halldórsson framkvæmda- stjóri Miðbæjar hf. segir að skýrsla Sinnu sé fyrsti áfangi frekari vinnu fyrir Hafnarfjarðarbæ vegna fyrir- tækisins og því sé niðurstaðan ekki endanleg. „Sinna vann þessa skýrslu * á þremur dögum og aðal inntakið í henni er að skoða þurfi málið betur. Það eru í gangi viðræður um þetta mál og verða næstu vikur, auk þess sem Sinna er að vinna að nýrri skýrslu. Ábyrgð sú sem bærinn veitti Miðbæ hf. mun aldrei falla á bæinn, því að bak við hana er veð í tæplega 3.000 fermetra húsnæði," segir Viðar. Viðar segir að rekstur Miðbæjar sé erfiður, sem starfí m.a. af því að ekki hafi selst nægilega mikið af húsnæði. Nú sé bæði óselt og óleigt húsnæði í byggingunni. Þörf sé á meira eigin fé til að eiga húsnæði af viðkomandi stærð, en alls er byggingin um 11.600 fermetrar að 4 stærð, en þar af eru um 5.000 fer- metra verslunarhúsnæði, um 3.500 fermetra skrifstofuhúsnæði og 3.000 fermetra kjallari undir bílastæði. Skrif- stofuhúsnæðið er einkum vannýtt. Reksturinn þungur „Reksturinn er þungur en það er ekki verið að fara í greiðsluþrot enn- þá. Ég ætla ekki að fullyrða eitt né eitt því það veit enginn hvað gerist, en við erum að reyna að vinna okkur úr þeim vanda sem fyrirtækið er í og ljúka þessu dæmi,“ segir Viðar. Auk , Viðars eru eigendur Miðbæjar hf. þeir Þórarinn Ragnarsson, Gunnar Hjaltal- ín, Páll Pálsson og Þorvaldur Ásgeirs- son. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar kveðst ekki vilja ræða efni skýrslunnar við fjölmiðla að svo stöddu, þar sem hann líti á hana sem trúnaðarmál og að þeir sem hafi feng- ið fjölmiðlum hana hafi brotið trúnað Skuldar 206 milljónir króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.