Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þitt viðhorf til jafnréttis Opið bréf til Davíðs Oddssonar formanns Sjálf- stæðisflokksins AÐ SENDA þér bréf á þessum vettvangi kann að orka tvímælis, ég hefði líkleg tök á því að ná til þín eftir öðrum leiðum, en vel samt þenn- an kostinn. Ástæðan fyrir því að ég vel þennan háttinn er að ég vænti svars frá þér, hér í Morgunb'aðinu. Svarið yrði ekki aðeins til mín, held- ur þess fjölda flokkssystkina okkar sem málið varðar og þeirra kjósenda flokksins er hafa áhuga ájafnréttis- málum. í flokknum sem við störfum bæði í eru margar raddir og ólík sjónar- mið manna en þeir sem leiða hópinn gefa gjaman tóninn. ígegnum tíðina hef ég heyrt þín sjónarmið í flestum málaflokkum þegar leitað hefur verið eftir áliti þínu og pólitískri afstöðu bæði sem forsætisráðherra og for- manns stærsta stjórnmálaflokks landsins. Viðhorf þitt vegur þungt í umræðum um landbúnað, sjávarút- veg, iðnað, íjármál, viðskipti og vel- ferðamál almennt. Viðhorf þitt til heimsviðburða og átaka milli manna og þjóða, eða til bandalaga og samn- ingaviðræðna við heimsborðið, er metið og vegið. Viðhorf þitt til jafnréttismála hef- ur ekki farið hátt og þess sakna ég. Því lýsi ég eftir þeim viðhorfum hér. Undanfarin ár hef ég verið í for- svari fyrir jafnréttis- og fjölskyldu- nefnd flokksins, sem er m.a. vett- vangur fiokksmanna til að viðra sín- ar skoðanir á þessum málaflokkum og sameinast um ályktanir. Fyrir síðustu kosningar létum við til okkar taka varðandi launamun og verka- skiptingu kynjanna og lögðum áherslu áað afl- ið sem þarf til að stuðla að viðhorfsbreytingum - sé pólitískur vilji. Við teljum rétt að skilgreina jafnréttismál sem sjálfsögð mann- réttindi en ekki hluta af félagslegum úrræð- um. Því ræddum við um hvort ekki væri eðli- legra að forsætisráðu- neytið færi með jafn- réttismál í stað félags- málaráðuneytisins, sbr.skipan mála íDan- mörku. í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnar þinn- ar er eitt markmiða: - Að vinna gegn launamisrétti af völdum kynferðis. Stuðlað verður að jöfnum möguleikum kvenna og karla til að njóta eigin atorku og þroska hæfíleika sína,- Varla þarf að fara í grafgötur varðandi þá staðreynd að hér sé þitt viðhorf ríkjandi. Um átta ára skeið var ég formað- ur jafnréttisnefndar Reykjavíkur- borgar (1986-1994). í málefnum borgarinnar vannst þúmörg afrek á þínum starfsferli þar en umræður um jafnréttismál voru lágværar. I jafnréttisnefndinni fóru fram um- ræður um starfsmat innan borgar- kerfísins, kynbundin launamun, jafn- réttisáæltun var samþykkt og álykt- un lögð fram um nauðsyn áráðningu jafnréttisfulltrúa Reykjavíkurborgar. í lok síðasta kjörtímabils náðist sam- komulag um stöðuheimild jafnréttis- fulltrúa Reykjvíkurborgar og ráðinn starfsmaður í stöðuna. Mér þótti það persónulega nokkuð afrek. í Sjálfstæðisflokknum hef ég starfað í bráðum tvo áratugi, verið í stjóm hverfafélags, í stjóm Hvat- ar, formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna, setið í miðstjóm, átti seturétt áþingfiokksfundum, verið varaborgarfull- trúi, á sæti í flokksráði auk þess sem áður er talið. Ég hef víða setið fundi og ráðstefnur, innanlands og utan, þar sem einstaklingar, kon- ur og karla hafa skil- greint og skoðað jafn- réttismál frá flestum sjónarhornum, lagaieg- um, efnahagslegum, félagslegum og sögu- legum. Ég hef starfað að ýmsum málaiíokk- um s.s. umhverfismál- um, ferðamálum og æskulýðsmálum. Jafnréttismálin hafa alltaf verið íforgrunni, þau eru þráðurinn og grundvöllurinn til að byggja á -og leiðarljósið hefur verið: Einstaklingsfrelsi er jafnrétti íreynd. Þessi forsaga er tíunduð til að und- irbyggja ástæður fyrir bréfínu og beiðni um svar á þessum vettvangi. Viðhorfsbreytingar hafa orðið til stöðu, menntunar, verka og launa karla og kvenna, síðustu áratugi en mörgu þarf enn að breyta svo viðun- andi sé. Við hér á landi erum fijáls- ir og ábyrgir einstaklingar og sam- heijar í uppbyggingu og viðhaldi samfélagsins. Sömu samkeppnisregl- ur eiga að gilda fýrir bæði kynin, ekki ofmat á öðru kyni og vanmat á hinu. Jafnrétti á að leiða einstakling- ana til jafnrar stöðu, lagalega, efna- hagslega og félagslega. Hér á iandi glímum við ekki við mannréttinda- brot af sama toga og aldagamlar hefðir milljónaþjóða boða sínum þegnum. Hér eru aðstæður til að ná fram settum markmiðum og við- horfsbreytingum. „Jafnrétti er grundvallaratriði í Það gæti verið ráðlegt, segir Þórunn Gestsdóttir, að fá fleiri konur til ábyrgðarstarfa fyrir flokkinn. Og flokksleg nauðsyn. mínum huga og jafn eðlilegt og að draga andann. Ég trúi á jafnrétti kynjanna á öllum sviðum og tel sjálf- sagt að vinna að úrbótum á því sviði þar sem þess gerist þörf.“ Þessi orð eru höfð eftir Kristjáni Pálssyni ný- kjömum þingmanni Sjálfstæðis- flokksins í Flokksfréttum (2.tbl.l0.árg.júní 1995). Ég geri þau að mínum og treysti því að þorri flokksmanna geri slíkt hið sama. Þyngst á metunum varðandi breytingar er launamunur kynjanna, allir eru sammála um að þar sé verk af vinna á hinum pólitíska vettvangi og víðar. Þátttaka kvenna í stjórn- málum er annað atriði er vegur þungt og tekur þyngst staða kvenna í Sjálf- stæðisflokknum. Eftir myndun ríkis- stjórnarinnar í vor spurði fréttamað- ur þig hvort ekki hefði verið erfitt að láta ekki undan þrýstingi eða kröfu um að kona gera tillögu um konu í ráðherralið Sjálfstæðisflokks- ins. Svar þitt: “Það var enginn þrýst- ingur" kom mér og fleirum á óvart. í kjölfar þeirrar stöðu að engin kona þótti öðrum einstaklingum hæfari hefur víða í þjóðfélaginu ver- ið spurt: “Hvað ætlið þið konur í Sjálfstæðisflokknum nú að gera?“. “Munu konur bjóða fram í embætti formanns og/eða varaformanns flokksins á Landsfundinum í nóv- ember?“. Mikil umræða fer fram þessi mál. Rúmlega þriðjungur kjós- Þórunn Gestsdóttir. enda flokksins er kvenkyns, líkur eru á að meira fylgi kæmi frá þessum helmingi þjóðarinnar ef ásjóna Sjálf- stæðisflokksins hefði breiðari skír- skotun, bæði kynin væru sýnileg! Að fá fleiri konur til ábyrgða- starfa fyrir flokkinn gæti verið ráð- legt og flokksleg nauðsyn. Það mætti til dæmis benda á eitt atriði, breyt- ingu á stjórn flokksins og fjölga stjórnarmönnum um ritara og gjald- kera. Þar hefðu konur möguleika í samkeppninni, þar sem enginn er fyrir á fleti. Oft þegar leitað hefur verið skýringa á afleitri stöðu kvenna í pólitík hefur því verið kastað á loft að svo margir hæfír karlar væru fyrir í stöðunum og stólunum. Sem að mínu mati er ofmat á öðru kyninu og vanmat áhinu; ég nefni ekki for- réttindi eða færni. „Jafnrétti á borði sem í orði kemur ekki aðeins einstaklingum til góða heldur þjóðfé- laginu í heild. Það er afar mikilvægt að sérhver einstaklingur, hvort sem er kona eða karl, sé metinn ísam- ræmi við eigin getu og hæfileika, án tillits til kynferðis. Þjóðfélag, sem getur státað af jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, er þjóðfélag mannrétt- inda!“ Þessi orð eru tekin úr kynning- arriti Jafnréttisráðs um starfsmat og iaunamál: Launajöfnun. Ný viðhorf - nýjar leiðir (Des.1993). Þau eru lokaorð ávarps Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Ég þykist viss um stuðning þinn á vettvangi jafnréttismála en óljósar eru leiðirnar. Það vegur ákaflega þungt að heyra þín viðhorf og hvern- ig við sjálfstæðismenn getum unnið að viðhorfsbreytingum varðandi til dæmis kynbundinn launamun og stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Því lýsi ég eftir þínum viðhorfum á þessum vettvangi. Þú ert í þeirri stöðu sem forsætisráðherra að gefa tóninn varðandi launamuninn og sem formaður Sjálfstæðisflokksins með tónsprotann í þínum höndum varð- andi stöðu kvenna í flokknum. Höfundur er formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar Sjálfstæðis- flokksins. Á göngu um Kjalveg hinn forna ALLT frá upphafí íslandsbyggðar hefur leiðin um Kjöl, milli Suður- og Norðurlands verið fjölfarin. Hennar er þegar getið með skemmtiiegum hætti í Landnámabók og allt frá þeim tíma eru til margar frásagnir af ferðum manna um Kjöl á öllum öldum, ekki síst ef þeir lentu í hrakn- ingum eða urðu fyrir slysum. Á Sturl- ungaöld fóru herflokkar um Kjöl gráir fyrir jámum og þar voru haldn- ir stjómmálafundir sem frægt er. Á síðari öldum kemur Kjalvegur við sögu m.a. í Ferðabók Sveins Pálssonar, og Ævisögu Jóns Stein- grímssonar en eftirminnilegust eru þó örlög Reynisstaðarmanna, sem urðu þar úti á haustmánuðum 1780. Kjalvegur hefur því tengst sögu lands og þjóðar með eftirminnilegri hætti en aðrar öræfasióðir þessa lands. Með bættum samgöngum og auk- inni bílaeign skipta fjarlægðir ekki sama máli og fyrr. Nú er fljótlegra að skjótast milli landshluta eftir Hringvegi 1 en að fara gömlu leiðina yfír Kjöl ef menn þurfa að sinna daglegum erindum. Þess í stað hefur Kjalarsvæðið orðið æ vinsælla meðal frístundaferðalanga og þá ekki síst Kjalvegur hinn fomi. Eftir stofnun Ferðafélags íslands árið 1927 var hafist handa við að byggja sæluhús á Kjalarsvæðinu. í Hvítárnesi var byggt árið 1930, á Hveravöllum 1938, í Þjófadöium 1939 og undir Þverbrekknamúla 1980. Á síðustu árum hafa gönguferðir eftir hinum gamla Kjalvegi aukist að miklum mun. Oftast leggja menn upp frá Hvítámesi eða frá Hveravöll- um og gista í Þjófadölum og við Þverbrekknamúla. Þetta hefur gefist mjög vel. Leiðin er mishæðalaus og auðgengin. Að jafnaði er gömiu göt- Hér fjallar Tómas Ein- arsson um gönguleiðir á Kjalarsvæðinu. Á slóðum Ferðafélags íslands __________________________/ unni fylgt en hún liggur frá Hvera- völlum að Þjófadölum og síðan með- fram Fúlukvísl að Hvítámesi. Ef hóparnir eru litlir hafa menn ekki þurft að bera með sér tjöld heldur gist í húsunum og nesti til fjögurra - sex daga hefur dugað. Eftirfarandi fefðalýsing gæti kom- ið að notum fyrir þann sem hefur áhuga á gönguferð um Kjalarsvæðið. 1. áfangi: Hveraveliir - Þjófadalir. Velja má um tvær leiðir. Fylgja bíla- slóðinni um Tjarnardali, Sóleyjardali og yfír Þröskuld í Þjófadali eða að ganga fyrst á Strýtur (840 m y.s.) sem era beint í suður frá Hveravöli- um og síðan að Þröskuldi. Strýtur eru leifar af eldgíg og frá honum rann Kjalhraunið á sinni tíð. Af Strýtunum er gott útsýni yfír. Kjöl. Einnig af Rauðkolli (1060 m. y.s.). Hann er fyrir botni Þjófadala. Eftir að hafa búið um sig í náttstað er hæfileg kvöldganga að rölta þangað upp. Það margborgar sig. 2. áfangi. Þjófadalir - Þverbrekkn- amúli. Gengið er eftir gömlu götunni meðfram Fúlukvísl. Þetta er þægilegt dagleið og áreynslulítil. Fúlakvísl er erfíð yfirferðar og var til skamms tíma farartálmi göngumanna. En árið 1985 byggði Ferðafélag íslands brú yfir ána gegnt sæluhúsinu við Þverbrekknamúla og við það opnað- ist svæðið vestan árinnar. Fúlakvísl rennur í þröngu gljúfri austanvert við Þverbrekknamúla. Á einum stað er gljúfrið svo mjótt að menn geta stokkið yfir. Fyrir tveimur áram var á vegum Ferðafélagsins smíðuð lítil brú þar á ána til aukinna þæginda fyrir göngumenn. Frá húsinu undir Þverbrekkna- múla eru ýmsir áhugaverðir mögu- leikar í boði. Ef tíminn er nægur og veður gott ættu menn að hafa þar bækistöð í einar til tvær til þijár nætur og skoða umhverfið, sem er í senn bæði fagurt og hrikalegt. Þaðan er þægileg gönguferð í skála Jöklarannsóknafélags íslands við Fjallkirkju í Langjökli í um 1200 m hæð. Leiðina má fara á einum degi fram og til baka en ekki er verra að gista í skálanum eina nótt. Hik- laust má segja að útsýnið úr glugga hússins er eitt það glæsilegasta sem fyrirfínnst hér á landi. Hrútfellið (1396 m y.s.) gnæfir yfir Þver- brekknamúlann og ögrar til upp- göngu. Verði lagt til atlögu við það tekur sú ferð einn dag. 3. áfangi: Þverbrekknamúli - Hvít- árnes. Eins og fyrr liggur leiðin eftir gamla Kjalveginum, sem hestahófar hafa markað á liðnum öldum. Brátt breytist útsýnið, því framundan er Hvítárvatn, Skriðufellið og skriðjö- klarnir tveir, sem setja svo sterkan svip á þetta öræfaland. Sæluhúsið í Hvítámesi er elsta hús Ferðafélags íslands. Það er enn með sama yfír- bragði og fyrst, veggir hlaðnir úr torfi en risið hátt og bratt. En innan dyra er vistlegt og húsið er sveipað dulúð, sem vekur forvitni gesta. Flestir sem koma í Hvítárnes hafa hug á að komast í Karlsdrátt, en svo nefnist lítill vogur, sem gengur úr vatninu fast við nyrðri skriðjökulinn. Hann er í um 430 m hæð yfír sjávar- máii. í hvamminum fyrir botni vogs- ins er gróðurinn mjög óvenjulegur í slíkri hæð. Hafa fundist þar 84 teg- undir háplantna. Með góðu móti er unnt að fara beint frá skálanum við Þverbrekkna- múla í-Karlsdrátt. Er þá farið norðan við Baldheiði og um Fróðárdali. En flestir ganga í Karlsdrátt frá Hvítár- nesi. Verða menn þá að vaða Fúlu- kvísl tvisvar. Tryggast er að finna vað á henni þar sem hún slær sér út vestan við Hrefnubúðir. Nær vatn- inu er meiri hætta á sandbleytum. I þessari stuttu grein er gerð til- raun til að benda áhugamönnum um gönguferðir á fróðlega, skemmtilega og spennandi gönguleið, sem í senn er auðveld og þægileg en höfðar jafn- framt til sögu lands og þjóðar með áhrifamiklum hætti. Ferðafélag ís- lands hefur á undanfömum árum skipulagt gönguferðir um Kjalveg milli fyrrnefndra áfangastaða, sem hafa notið sívaxandi vinsælda. Um þær þarf ekki að hafa frekari orð. Þær mæla sjálfar með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.