Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 33 MINNIIMGAR GUÐNIINGI LÁRUSSON + Guðni Ingi Lár- usson fæddist í Krossnesi, Eyrar- sveit, á Snæfells- nesi 30. júlí 1931. Hann lést á heimili sínu 24. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Skarp- héðinsdóttir, f. 23. júní 1904, d. 11. jan. 1942, og Lárus Guðbjartur Guð- mundsson, f. 23. jan. 1892, d. 25. apríl 1946. Systkini hans eru: Guðmundur Vern- harður, f. 12. júlí 1926, látinn, Lára, f. 12. júlí 1927, látin, Jóna f. 16. apríl 1930, látin, Guðrún Ragnheiður, f. 26. febr. 1934, Helgi f. 25. júní 1936, Þorvarður Jóhann, f. 24. maí 1938, Lýður Valgeir, f. 18. sept. 1939, látinn. Hinn 31. desember 1955 kvæntist Guðni Sigríði Árnínu Árnadóttur. Saman eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: Guð- bjartur Árni, f. 13. sept. 1954, búsettur á Grænlandi, Anna Guðrún, f. 29. maí 1956, Berg- lind Sigurlaug, f. 21. maí 1959, og Jóhannes Rafn, f. 21. apríl 1967, öll búsett í Reykjavík. Guðni og Sigríður skildu. Guðni giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Heiðu Aðalsteins- dóttur, 28. ágúst 1992. Útför Guðna fer fram frá Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. MÁNUDAGINN 24. júlí síðast- liðinn var ég á ferð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Það var glampandi sól og sveitin, sjórinn og fjöllin skörtuðu sínu fegursta. Það var yndislegt að lifa. Allt í einu hringdi síminn og mér var tilkynnt að tengdafaðir minn, Guðni Ingi Lár- usson, hefði látist fyrr um daginn. Ský dró fýrir sólu og það fór að rigna. í einni svipan breyttist um- hverfið - lífið hafði líka breyst. Foreldrar Guðna létust þegar hann var ungur og þar sem systk- inahópurinn var stór, var þeim komið fyrir í fóstur. Hann fór því ungur að heiman til að vinna fyrir sér. Fyrst fór hann á sjóinn og flutti síðan í Mosfellssveitina. Vann hann þar í u.þ.b. 18 ár í Álafoss- verksmiðjunum og lengst af sem verkstjóri. Því næst flutti hann til Borgarness og vann þar m.a. hjá Jóhannesi Pálssyni og hjá Kaupfé- laginu. Hin síðari ár bjó hann á Suðurnesjunum, fyrst í Sandgerði og loks í Njarðvík. Þar starfaði hann lengi hjá Miðnesi í Sandgerði og síðustu árin hjá Varnarliðinu. Guðni var alla tíð duglegur til vinnu og vel liðinn af samstarfs- fólki sínu. Guðni hafði gaman af ferðalög- um og þótti ákaflega vænt um sveitina sína. Til Grundarfjarðar fór hann eins oft og hann hafði tækifæri til, nú síðast fyrir stuttu þegar hann hitti fermingar- systkini sín, sem öll voru á lífi. Eftir þá ferð hafði hann á orði að hann væri orðinn ungur í annað sinn. Guðni var mikill áhugamaður um tón- list og var náttúrubarn á því sviði. Hann lærði aldrei á nein hljóðfæri en spilaði þó listavel bæði á orgel og munn- hörpu. Þegar heilsu Guðna hrakaði og hann varð að hætta að vinna, sinnti hann af miklum krafti aðaláhugamálum sínum, húsinu, garðinum og sólpallinum, af mik- illi natni og ber öll vinnan þess merki að vandað var til verka. Fram til þess tíma er við Didda fluttum til Keflavíkur 1985, kynnt- ist ég Guðna lítið sem ekkert, við heimsóttum hann reyndar þegar við fórum hringveginn 1984. Mér er sú heimsókn mjög minnisstæð. Ég átti von á að heimili hans væri eins og hjá mér og fleiri karlmönn- um, sem hafa búið einir, drasl og táfýla. En það var öðru nær - allt skínandi og búið að elda hinn fín- asta mat, sem hver kokkur hefði verið stoltur af. Það voru einmitt þessir eiginleikar, sem einkenndu hann, snyrtimennska, vinnusemi og gestrisni. Heiða sagði mér eitt sinn að hún væri nú slæm með tuskuna en Guðni væri tvisvar sinnum verri. í Keflavík heimsótti Guðni okkur oft og var þá oft setið og gert að gamni sínu. Eitt sinn man ég -að við horfðum saman á þátt með Steina og Olla. Slík voru hlátra- sköllin að lítil dóttir mín fór að gráta og hélt að pabbi og afi væru veikir. Þær stundir, sem eru mér einna minnisstæðastar með Guðna, voru þegar við tókum saman í hljóðfæri og „djömmuðum“. Þá var hann á heimavelli. Nú er komið að lcveðjustund. Þó kynni okkar Guðna hafi ekki verið löng, voru þau góð og mun ég ávallt minnast hversu barngóð- ur hann var og þó sérstaklega hversu vel hann reyndist börnum sínum síðstu árin svo og barna- börnum. Börnum Heiðu reyndist hann alltaf vel og var mjög hænd- ur að barnabörnum hennar. Guðni var ávallt glaðvær og jákvæður, hann barmaði sér aldrei og það var sama hversu mikið hann var veik- ur, alltaf sagðist hann vera stál- hress. Elsku Heiða mín, ég veit að þið voruð rétt að byrja að lifa lífínu saman og þið áttuð svo mikið ógert. Eg bið Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína í mikilli sorg. Þess sama bið ég einnig systkinum hans, börnum og barnabörnum Blessuð sé minning Guðna Inga Lárussonar. Indriði Jóhannsson. Ungbarnaskór Barnaskór háir Litir: Rautt og blátt. St. 21-34. Verð kr. 1.495. Litir: Rautt og blátt. St. 19-24. Verð kr. 1.495. Barnaskór Litir: Brúnt, svart, beige. St. 28-35. Barnaskór Litin Bleikt g blátt. St. 22-28. Verð kr. 1.495. Opiðkl. 12-18.30 / Laugard. kl. 10-16 Simi 581 1290. ÞOllPIl) BORGARKRINGLUNNI Geirsbúð Sendum í póstkröfu. Bílar - innflutningur Nýir bílar Afgreiðslutími aðeins 2-4 Suzuki Jeppar Qrand Cherokee Ltd Orvis \ vikur ef bíilinn er ekki til á lager. Getum lánað allt að 80% af kaupverði. EV BILAUMBOÐ Egill Vilhjálmsson hf., Smiðjuvegi 4 - Kópavogi - simi 55-77-200. Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! UTSALA MONGOOSE Mongoose Switchback Mongoose Threshold 21 gíra, SHIMANO Acera-X 18 gíra, SHIMANO Altus C-90 Vbpö áðun: 35.449,- / Útsöluvenö: 21.270,- Vbpö áöun: 29.900,- / Útsölu venö: 17.940,- -alvöru fjallahjól [ | 7 20% afsl. af Sycamore • Alta • Iboc Comp. V 30% afsláttur at öllum fylgihlutum - 40 - 50% atsl. at hjálmum FJALLAHJÓLABÚÐUM • G.Á. PÉTURSSON HF • Faxalent 14 • Sími 568 5580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.