Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Magnús Bær- ingur Kristins- son fæddist 9. októ- ber 1923 að Stóra- Grindli í Fljótum. Hann fluttist barn að aldri til Hríseyj- ar og ólst þar upp til fullorðinsára. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlið í Kópa- vogi 20. júlí sl. For- eldrar hans voru hjónin Pálína Elísa- bet Árnadóttir, hús- móðir, f. 16. sept- ember 1895, dáin 6. febrúar 1962 og Kristinn Ágúst Ás- grímsson, járnsmiður, f. 19. ágúst 1894, d. 21. desember 1971. Börn þeirra voru sjö. Á lífi eru Gígja Sæbjörg húsfrú, búsett á Olafsfirði og Stefán Sigurður, búsettur á Reyðar- firði. Látin eru Björn Ottó, d. 1992, Árni Garðar, d. 1987, Guðmar Jón, d. 1974 og Bryn- hildur Steinunn, d. 1935. Hinn 3. apríl 1948 kvæntist Magnús Guðrúnu Sveinsdóttur kennara í Kópavogi. Börn þeirra eru Kristinn Óskar, bæjarverk- fræðingur í Hafnarfirði, f. 1948, kvæntur Margréti B. Ei- ríksdóttur, sölumanni hjá Flug- leiðum, og eiga þau tvær dæt- ur. Brynhildur Steinunn, leir- kerasmiður, f. 1950, gift Jóni Bates, prentara, búsett í Sví- þjóð og eiga þau þrjá syni. MIG langar í fáum orðum að minn- ast Magnúsar Bærings Kristinsson- ar sem ég var svo lánsamur að hafa -> fyrir bekkjarkennara allan barna- skólann. Við kölluðum hann alltaf Magnús kennara og fannst við eiga hann ein. Það kom fyrir að við hættum okkur í mannjöfnuð við skólasystkini okkar og héldum fram hlut Magnúsar gegn þeirra kennur- um. Það kom sér að öll vorum við rökheld í slíku tilfinningamáli því það var mannval í kennaraliði hins unga Kópavogsskóla um miðja öld- ina. Frímann Jónasson stjómaði skólanum af mildi og mannviti. Þótt ég hafi orðið langa reynslu af kennslu fínnst mér erfitt að rifja upp kennsluaðferðir míns eigin kennara í barnaskóla. Það liggur beinast við að láta bjartar æsku- minningar lýsa upp sviðið og segja að það hafi verið gaman í skólanum og Magnús kennari hafi alltaf verið góður við okkur! En það væri ein- földun. Kennarinn vissi vel af náms- skránni og því að hann hafði skyld- ur við hvern nemanda. Hann setti vinnureglur og kom á umgengnis- venjum sem ástæðulaust var að halda ekki í heiðri! „Magnús hefur sína siði og ég mína,“ sagði kenn- ari sem var að kenna okkur í forföll- um Magnúsar. Honum ofbauð til- standið þegar til þess skipaður emb- ættismaðúr þá vikuna fór að rölta um bekkinn í upphafí reikningstíma með kubb sem Magnús hafði borað í einar 30 holur. Hvert okkar átti sína merktu holu og þar stóð reikn- ingsblýanturinn, alltaf nýyddaður ef ég man hárrétt! Þar með var ekki hægt að gleyma blýantinum heima. Magnús var á marga lund mjög persónulegur kennari. Hans eigin æska var okkur tiltæk til saman- burðar. Án hans innblásnu frásagna hefði Norðurland mátt vera hinum i megin á tunglinu, okkar vegna Kópavogskrakkanna. Ekki er líklegt að Hrísey standi undir þeim ævin- týraljóma sem ennþá leikur um hana - í hugskoti mínu eftir öll þessi ár. Sjálfsagt er vissara að koma ekki þar í land! Þaðan rerum við á trillu með Magnúsi, út allan Eyjafjörð, á skak eða með línuspotta - á stríðs- , árunum gleymdum við ekki að til- kynna hermönnum á varðdalli hvert erindið væri. Til þess að hugarflug- ið brygðist okkur ekki þaut hinn > hraðteiknandi Magnús um alla töflu: Svanhvít Guðrún, leirkerasmiður, f. 1950, gift Gísla Ell- ertssyni, pípulagn- ingamanni. Þau eiga þijú börn. Þór- fríður, þroska- þjálfi, f. 1952, gift Óskari G. Óskars- syni, bílamálara, þau eiga einn son. Magnús Árni, f. 1968, nemi, kvænt- ur Sigríði Björk Jónsdóttur, sagn- fræðingi. Magnús Bæringur lauk prófi frá Laugaskóla í Þin- geyjarsýslu 1942 og kennara- prófi frá Kennaraskóla íslands 1948. Hann hóf þá um haustið kennslustörf í Kópavogi og starfaði þar sem kennari, yfir- kennari frá 1957 og skólastjóri frá 1964-1981 er hann lét af störfum sökum veikinda. Magn- ús sótti fjölmörg kennaranám- skeið bæði hér á landi og er- lendis, m.a. í Danmörku 1951 og 1969 og í Svíþjóð 1978. Magnús var mjög virkur í fé- lagsmálum í Kópavogi meðan heilsan leyfði. Hann var einn af stofnendum Leikfélags Kópavogs og starfaði í félaginu um árabil. Einnig var hann stofnfélagi í Lionsklúbbi Kópa- vogs og félagsmaður þar til æviloka. Utför fer fram frá Kópavogs- kirkju í dag og hefst kl. 15. fjörður, eyja, bátur, veiðarfæri, fisk- tegundir... þurfti ekki einu sinna að nefna það. Fyrir okkur voru sfld- veiðar ekki dauðar aflatölur eða milliríkjakarp um einhverjar „smug- ur“, við vorum þar sjálf. Otrúleg íjölhæfni Magnúsar olli miklu um að þoka honum sjálfum inn í sumar námsgreinamar ef svo mætti segja. Hann þurfti ekki sér- greinakennara til að leysa sig af í söng, íþróttum, teikningu. Allt þetta kenndi hann í sínum bekkjum og raunar víðar. Ég reyni ekki að rifja upp hvaða hljóðfæri Magnús gat leikið á, ég gæti gleymt einu eða bætt öðru við sem hann hafði aldrei prófað! Hann hafði forsöng í bekkn- um og lék á stofuorgel. Ég heyri það enn. Hann bjó til kór úr bekkn- um. Mig grunar að í bassann hafí þeir drengir verið settir sem ekki voru enn búnir að finna hinn hreina tón! íþróttir voru Magnúsi eðlilegur lífsmáti. Hvenær sem var gat hann boðið upp á kúnstug fimleikastökk, þurfti ekki leikfímisalinn til, fór kannski úr jakkanum. Magnús var flínkur teiknari og hafði gott auga fyrir litum. Okkur þótti hann töfra- maður. Enn er ótalið að maðurinn var afbragðs upplesari og góður leikari. Það er ekki ónýtt í kennara- starfínu. Persónur úr bókmenntun- um holdgerðust fyrir framan okkur. Egill Skalla-Grímsson kvað hafa rennt annarri augabrún upp á enni en hleyþt hinni niður á kinn. Þetta eru kannski ýkjur, enda var þetta ekki alveg svona stórkarlalegt hjá Magnúsi - en samt. Mér sýndist aðalpersónan í Músagildrunni eftir Agöthu Christie fá þetta listbragð lánað frá Agli á sviði Leikfélags Kópavogs síðar en Magnús lét mjög til sín taka í þeim góða félagsskap. Góður kennari lætur innsæi hjálpa sér við starfíð. Stundatafla setur honum ekki skorður ef hann finnur að nú á að grípa tækifærið, rétti tíminn er kominn. Það má allt- af jafna á milii námsgreina eða þátta síðar ef við verðum hugfangin af góðu efni á þessari sömu stundu. Þessi kennari er herra aðstæðn- anna. Hann þrífst eins og fískur í vatni. Magnús var afbragðs bekkjar- kennari. Það var góður vinnuandi hjá honum, agi sem margir kalla. Við vissum að hann var skapstór en hann þurfti ekki að byrsta sig við okkur. Kennsla hans byggði frekar á vinsemd og glaðværð. Auk margs sem að ofan er talið og víkur mest að hópstjóm þekkti hann okk- ur nemenduma vel og reyndi að koma til móts við sérþarfir okkar margvíslegar. Kannske fékk maður aukabók sem reyndi svolítið á - eða mætti líta á sem viðurkenningu. Sá sem var að dragast aftur úr í ein- hverju gat átt von á hjálp. Ég þáði ekki aukaforskriftarbók sem átti að laga slaka rithönd og má sjá eftir því til enda veraldar. Magnús fylgdi okkur upp í gagn- fræðaskóla þar sem vom sérgreina- kennarar. Hann kenndi eina eða tvær greinar en náði sér varla á flug. Honum fannst hann áreiðan- lega rígnegldur við námsgrein og bók og það var ekki hans stíll. Magnús varð síðar yfírkennari og skólastjóri Kópavogsskóla. Hann missti skyndilega heilsu á miðjum aldri og það var hryggilegt að sjá þetta glæsimenni verða eins og skugga af sjálfum sér. Guðrúnu, eiginkonu Magnúsar, börnum hans og fjölskyldu votta ég innilega samúð. Bjarni Ólafsson. Á björtum júlídegi barst mér sú fregn að Magnús Bæringur Krist- insson, fyrrv. skólastjóri, væri lát- inn. Hann andaðist 20. júlí á sjúkra- heimilinu Sunnuhlíð sjötíu og eins árs að aldri eftir erfiða baráttu ámm saman við óvæginn sjúkdóm, saddur lífdaga. Við fráfall þessa skólabróður leit- ar hugurinn á vit minninganna, til samvemstundanna í Kennaraskól- anum gamla við Laufásveg þar sem hópur bekkjarfélaga, karla og kvenna, naut ógleymanlegra sam- vemstunda í blíðu og stríðu á áran- um 1944 til 1948. Hver og einn af þessum hópi á sitt rúm í minningunni. Magnús var traustur félagi og tryggur vinur. Það sem einkenndi hann vom fjöl- breyttir hæfíleikar. Honum var svo margt til lista lagt. Hann var vel íþróttum búinn, sterkur og snar og ágætur fimleikamaður. Einnig var hann söngvinn og söngelskur, lék mætavel á orgel og kenndi söng í mörg ár. Þá var hann efnilegur leik- ari og sótti leiklistamámskeið á skólaárunum og skaraði líka fram úr í teikningu. Magnús var jafnan hrókur alls fagnaðar er við bekkjarsystkinin gerðum okkur glaðan dag. Við vor- um samhuga, samhent og sjálfum okkur nóg og bekkjarandi hvergi betri í skólanum. Iðulega heimsótt- um við hvert annað, ekki síst um helgar, og ræddum hugstæð efni því ekki skorti áhugamál. Á björtum vetrarkvöldum fómm við á skautum á Rauðavatni. Kvöldvökur voru haldnar í skólanum á hveijum vetri og var þáttur Magnúsar dijúgur í þeim skemmtunum. Við höfðum sjálf allan veg og vanda af þessum samkomum, settum saman dag- skrána og sömdum skemmtiatriðin. Jafnan var glatt á hjalla við und- irbúning þessara gleðifunda. Sumir létu fjúka í kviðlingum, aðrir sögðu spaugilegar sögur og mikið var sungið á öllum samfundum okkar. Magnús var ætíð framarlega í flokki hvað sem við tókum okkur fyrir hendur. Við nutum sannarlega lífs- ins þótt efni væm smá. Þetta vora dýrðlegir dagar. Magnús Bæringur var lengst af starfsævi sinnar kennari og síðan skólastjóri við Kópavogsskóla og sinnti þeim verkum af alkunnum áhuga og dugnaði. Hann fór náms- ferðir til Noregs, Danmerkur, Sví- þjóðar, Bretlands og Þýskalands árin 1968 og 1969 til að afla sér frekari þekkingar. Magnús tók tölu- verðan þátt í félagsmálum, var stofnfélagi í Lionsklúbbi Kópavogs og einn af stofnendum Leikfélags Kópavogs og var í stjóm þess félags um árabil. Þá var hann í stjórn íþróttafélagsins Breiðabliks í tvö ár. Magnús og eftirlifandi kona hans og bekkjarsystir, Guðrún Sveins- dóttir, felldu hugi saman í Kennara- skólanum og gengu í heilagt hjóna- band 3. apríl 1948. Þau hafa alla tíð verið samhent í sinni sambúð og Guðrún reyndist manni sínum sannkölluð stoð og stytta í þungbær- um veikindum hans þótt hún sjálf gengi þá ekki ætíð heil til skógar. Nú'er þessu langvinna stríði lokið og Magnús nýtur loksins hvíldar hjá því Almætti sem öllu ræður. Við bekkjarsystkinin kveðjum kæran skólabróður, þökkum samfylgdina og sendum Guðrúnu og bömum hennar samúðarkveðjur. F.h. bekkjarsystkinanna, Ingólfur A. Þorkelsson. Látinn er langt um aldur fram Magnús Bæringur Kristinsson fyrr- um kennari, yfirkennari og skóla- stjóri í Kópavogsskóla. Hann var kennari minn og samstarfsmaður um árabil, en fyrst og síðast var hann góður og tryggur vinur. Kynni okkar hófust einn mildan haustdag í byijun otkóber árið 1948. Við krakkamir í Kópavogi voram að byija fjórða árið okkar í eigin skóla. Kópavogsskóli hét hann og var fínn skóli, lítill og fijálslegur með aðeins tveimur deildum. Og ekki voru kennararnir til að kvarta yfir. Hann Guðmundur skólastjóri og hann Gunnar kennari, sem var svo viljug- ur að fara með okkur út að leika og hún Áslaug sem var fyrirmynd okkar stúlknanna um vandaðan saumaskap. Þennan vetur var skólinn í annað sinn til húsa í lágreistri byggingu í landi Marbakka við Kársnesbraut þar sem síðar var lengi verksmiðjan Málning hf. Um áramótin átti að flytja í nýtt hús sem verið var að reisa á Digraneshálsi. Það var svo sem ágætt, fannst okkur krökkun- um og vissulega tilhlökkunarefni, en samt ekkert á við það að fá nýj- an kennara. Það hafði nefnilega kvisast um sumarð að von væri á alveg sérstaklega „spennandi" kennara, kennara sem gæti allt. Og þarna birtist hann nýi kennarinn, í Iitlu stofunni okkar í eldri deild, dökkur á brún og brá, kvikur í hreyf- ingum með blik í auga. Magnús Bæringur, hét hann og er ekki að orðlengja það nema fyrirheitin rætt- ust.' Bæringur gat bókstaflega allt. Hann teiknaði, hann söng, hann spilaði á gítar, hann fór heljarstökk aftur á bak og áfram eins og Gunn- ar á Hlíðarenda, hann æfði leikrit og dansa fyrir skólaskemmtanirnar og sjálfur lék hann í æsispennandi leikritum sem Leikfélagið í bænum setti upp árlega. Hvað við krakkarn- ir í Kópavogi voram hamingjusamir með skólann okkar og stoltir af kennuranum okkar. Hvað gerði það til þó að stundum þyrfti að byija daginn á því að ausa vatni af gólf- um? Eða þó að leikfimi væri af skornum skammti, æfð á göngum og bara þegar kennararnir vora í skapi til þess? Auðvitað þurfti stund- um að þagga niður í hávaðaseggj- um, en Magnús var ekki í vandræð- um með það frekar en annað, jafn- vel stærstu og frökkustu strákana sproksetti hann ljúflega væru þeir með eitthvert múður, þættust of góðir til að teikna eða nenntu ekki að skrifa ritgerð. Svo átti Magnús líka gullfallega konu, hana Guð- rúnu, sem við sáum einu sinni þegar hún kom að sækja manninn sinn. En bernskuárin liðu fljótt og að- eins sex áram eftir að ég útskrifað- ist frá Kópavogsskóla með svokallað unglingapróf var ég komin þangað aftur með glænýtt kennarapróf upp á vasann. Þá var gott að hitta aftur gömlu kennarana sína, ekki síst Magnús Bæring sem var boðinn og búinn að leiðbeina græningjanum. I samstarfinu við hann lærði ég enn betur en áður að meta fjölhæfni hans sem kennara og listamanns. Hann var á margan hátt á undan samtíð sinni í kennslumálum, t.d. í jafnréttismálum. Fljótlega eftir að Magnús varð skólastjóri 1964 fékk hann því framgengt að í einn mán- uði á ári skiptu tólf ára börn um hlutverk í handavinnu. Piltarnir saumuðu og stúlkumar smíðuðu. Þetta var róttæk ráðstöfun fyrir 30 árum enda voru ekki allir foreldrar sáttir við hana. Mörgum fannst það fyrir neðan virðingu drengjanna að sitja við saumaskap. En Magnús lét það ekki á sig fá heldur sat við sinn keip. Minnisstæðast í starfi Magnúsar, þau 12 ár sem við voram samkenn- MAGNÚS BÆRINGUR KRISTINSSON arar, er samt alúðin sem hann lagði við lestrarkennsluna, djúpur skiln- ingur hans á mikilvægi hennar og sú áhersla sem hann lagði á skýrt tal og vandaðan framburð. Nemend- ur hans báru af þegar um var að ræða góðan upplestur og fagran framburð. Margur leikarinn hefði mátt öfunda börnin hans þar sem þau stóðu, með bláu skólajóðin í höndunum og fluttu fegurstu ljóðin okkar tærum rómi og skýrum. Ekk- ert var of eða van í flutningnum. Stoltið leyndi sér ekki í svip kennar- ans né heldur gleðin yfir að eiga svo fagurt móðurmál. Þetta var sér- grein Magnúsar. Eins og áður segir hóf Magnús kennslustörf í Kópavogi haustið 1948. Skólahald hófst þar þremur áram áður. Þó að margt væri af vanefnum gert þessi fyrstu ár skipti mestu máli að góðir og færir kenn- arar veldust að skólanum. Við Kópa- vogsbúar vorum heppnir, fyrstu kennararnir voru hver öðrum betri og það er þessum frumkvöðlum að þakka að barna- og unglingaskólinn í Kópavogi varð strax góður skóli sem stóðst samanburð við gamal- gróna skóla í höfuðborginni. Þar Lagði Magnús Bæringur sitt lóð á vogarskálina og það ekki létt. Fyrir það skal honum þakkað. Ég þakka honum líka ótal margar ánægju- stundir í Kópavogsskóla, í frímínút- unum, í kennaraferðunum víða um land þar sem hann var hrókur alls fagnaðar, á spilakvöldunum þar sem við hrepptum oftast skammarverð- launin til skiptis og í leikhúsinu, hvort sem hann lék skúrkinn eða góða manninn. Magnús missti heilsuna allt of ungur, það var skaði fyrir börnin í bænum og það var skaði fyrir skóla- málin á íslandi. Hann átti svo mörgu ólokið á þeim vettvangi, m.a. rann- sókn á lestrarkennslu sem hann hafði mikinn áhuga á að koma í framkvæmd. Um leið og ég kveð Magnús Bæring ætla ég að kalla fram í hugann mynd hans er þau Guðrún voru siðast gestir okkar Þóris á nýársdag 1993. Þó að heils- an væri slæm var hann næstum eins og forðum daga er ég sá hann fyrst í gamla Málningarhúsinu. Sama reisnin, saman birta í svip og blik í auga, aðeins hárið hvítt, gang- urinn stirður og tungan treg. Kæra Guðrún, vinkona mín. Megi góður guð styrkja þig og börnin í sorg ykkar. Helga Siguijónsdóttir. Kópavogsskóli tók til starfa í byijun árs 1949. Þá var Kópavogs- hálsinn hróstrugt holt þar sem skól- inn trónaði einn en lágreist hús stóðu á víð og dreif og heim að þeim lágu troðningar. Allt bar vott um frumbyggjahátt. Þessa frumbyggjaháttar gætti auðvitað einnig í skólanum á fyrstu árum hans. En til heilla fyrir skóla- starfið réðst til skólans á þessum árum einvalalið kennara. Einn þeirra var Magnús Bæringur Krist- insson. Hann var_þá nýútskrifaður úr Kennaraskóla Islands. Það fór fljótt gott orðspor af Magnúsi sem kennara. Hann þótti áhugasamur í starfi, hugmyndarík- ur og kappsfullur fyrir hönd nem- enda sinna. Hann varð því ætíð ofarlega á óskalistum nemenda þegar kennaraskipti stóðu fyrir dyr- um. En ekki gátu allir fengið Magn- ús sem kennara. T.d. varð undirrit- aður aldrei þeirrar ánægju aðnjót- andi þótt hann tæki hins vegar þátt í skólakórnum sem Magnús stofnaði skólaárið 1950/51. Þegar ráðinn var yfírkennari að hinum nýja skóla var Magnús valinn úr kennarahópnum, og þegar Frí- mann Jónasson, skólastjóri, lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1964 varð Magnús skólastjóri skólans. Hugmyndaauðgi hans kom ekki síð- ur fram í skólastjórnarstörfunum en kennslunni. Hann lét list- og verkmenntagreinar sig miklu skipta. M.a. var tekin upp sérstök kennsla í framsögn fyrir hans til- stilli og á hverju vori var efnt til umfangsmikilla skólasýninga þar sem annars vegar voru settar upp leiksýningar og hins vegar efnt til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.