Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ■» jyp ai jr^i YCIMC^AR „Au pair“ óskast á reyklaust, íslenskt heimili í Danmörku frá 1. október til að annast 11 árs gamalt barn. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 10. ágúst merktar: „Barngóð - 15849“. Keflavík - Njarðvík - Hafnir Félagsráðgjafi óskast Félagsmálastofnun K.N.H. auglýsir eftir fé- lagsráðgjafa til starfa tímabundið í 50% starf. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. september 1995. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 421-6727 milli kl. 12.00 og 13.00 virka daga. Félagsmálastjóri. Heiðarskóli Leirársveit Skólann vantarfyrir næsta skólaáráhugasaman íþróttakennara. Skólinn er grunnskóli hreppanna sunnan Skarðsheiðar og er staðsettur miðja vegu milli Borgarness og Akraness. Skólinn er ein- setinn og þar starfar metnaðarfullt starfsfólk. Verið er að taka í notkun nýja innisundlaug. Upplýsingar veitir Birgir skólastjóri í síma 433 8920 og 433 8884. w Fjárreiðustjóri Staða fjárreiðustjóra Reykjavíkurborgar er iaus til umsóknar. Um er að ræða nýja stöðu. Starfslýsing liggur frammi hjá ritara borgar- stjóra í Ráðhúsinu. Gerð er krafa um háskóla- menntun og reynslu á sviði fjármála. Ráðið verður í stöðuna frá 1. október eða eftir nánara samkomulagi. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til borgar- stjóra, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 14. ágúst. Þórshöfn Starfsmaður óskast á skrifstofu Þórshafnarhrepps til að sjá um bókhald og ýmis önnur verkefni, s.s. vinnu vegna félagslega íbúðakerfisins. Viðkomandi þarf að hafa haldgóða þekkingu á bókhaldi, og vera tilbúinn að takast á við krefjandi starf. Um er að ræða fjölbreytt framtíðar- starf sem gefur góða reynslu. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 468 1220 og 468 1275 eða heima í síma 468 1221. Sveitarstjórinn á Þórshöfn Málverk Vantar málverk í sölu. Hafin er móttaka á málverkum fyrir næsta málverkauppboð. éraé&ui BÖRG Framkvæmdastjóri ■ menningar-, upp- eldis- og félagsmála Staða framkvæmdastjóra menningar-, upp- eldis- og félagsmála Reykjavíkurborgar er laus til umsóknar. Um er að ræða nýja stöðu. Starfslýsing liggur frammi hjá ritara borgar- stjóra í Ráðhúsinu. Gerð er krafa um háskóla- menntun og reynslu á sviði stjórnunar. Ráð- ið verður í stöðuna frá 1. október eða eftir nánara samkomulagi. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til borgar- stjóra, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 14. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavík 31.júlí 1995. Rétt er að vekja athygli áaðþaöer stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna ístjórnunar- og ábyrgöarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennarog fvrirtækia. ÍSLANDSBANKI Útibússtjóri íslandsbanki hf. auglýsir lausa til umsóknar stöðu útibússtjóra í útibú bankans á Þara- bakka 3, Reykjavík. Hlutverk útibússtjóra er að hafa yfirumsjón * f með rekstri útibúsins, markaðsuppbyggingu þess, arðsemi, inn- og útlánum og fleira er snertir rekstur þess. Starfið felur þannig í sér náin samskipti við viðskiptavini útibúsins og starfsfólk stoðdeilda bankans. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulags- hæfileika og eiga gott með að umgangast samstarfsmenn og viðskiptavini bankans. Hann þarf auk þess að vera jafnvígur á hóp- vinnu og sjálfstæði í vinnubrögðum. Bankinn býður upp á góða vinnuaðstöðu, frekari menntun og góðan starfsanda. Hér er því " um líflegt og skemmtilegt starf að ræða hjá traustum vinnuveitanda. Nánari upplýsingar veitir Ragnar Önundar- son, framkvæmdastjóri, í síma 560-8000. Umsóknir þurfa að berast Guðmundi Eiríks- syni, starfsmannaþjónustu, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík, fyrir 17. ágúst nk. I * mmmmm■———i—— Borgarstjórinn í Reykjavík 31.júlí 1995. Rétt er að vekja athygli á að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna ístjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar oa fvrirtækia. Ágúst Sindri Karlsson hdl. Mörkinni 3,108 Reykjavík Sími 553-3535 - Fax 588-3044 HEF OPNAÐ LÖGMANNSSTOFU Sérsvið; Mannréttmdasáttmáli Evrópu, Alþjóðlegur skattaréttur, Evrópskur sam- keppnisréttur, hugverkaréttur og alþjóðlegir verslunar- og viðskiptasamningar, þ.á.in. GATT- og tengdir samningar. Annast auk þess öll önnur hefðbundin lögmannsstörf. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 10-16. v/Austurvöll. IÞROTTA- OG TÖMSTUNDARÁÐ Sundnámskeið barna verður í Sundhöllinni í ágústmánuði. Innritun í dag, þriðjudag. Upplýsingar í síma 551 4059. ÍTR. Fyrirlestur um siþreytu Dr. Damien Downing frá Englandi heldurfyr- irlestur um síþreytu í þingsal 1-3 á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 2. ágúst kl. 20.30. , Fyrirlesturinn er haldinn á vegum samstarfs- hóps Gigtarfélagsins um vefjagigt og síþreytu, og er öllum opinn. Aðgangseyrir kr. 750. KFUM Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Samkoma í kvöld kl. 20.00. Kristín Möller hefur upphafsorö. Ræöumaður: Ragnar Gunnars- son. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Fjölbreyttar ferðlr um verslun- armannahelgina: 4.-7. ág. kl. 20.00: Þórsmörk og Fimmvörðuháls 3 og 4 d. Gist í Skagfjörðsskála Langadai eða í tjöldum. Gönguferðír. 4.-7. ág. kl. 20.00: Landmanna- laugar - Breiðbakur - Eldgjá. Gist í Laugum. M.a. ekið á nýjar spennandi slóðir (Breiðbak) norðvestan við Langasjó, frábær útsýnisstaður. 4. -7. ág. kl. 20.00: Svínárnes - Kerlingargljúfur - Hveravellir. Ekið/gengið um Hrunamannaaf- rétt og Kjalarsvæðið. Gist í hús- um í Svínárnesi og á Hveravöll- um. Ný ferð. 5. -7. ág. kl.08.00: Núpsstaðar- skógar. Tjaldað við skógana. Tilkomumikið svæði vestan Skeiðarárjökuls. Miðvikudagur 2. ágúst kl. 08.00 Þórsmörk, dagsferð og sumar- dvöl. Dagsferð kr. 2.700. Stans- að 3-4 klst. í Mörkinni. Góð gist- ing í Skagfjörðsskála. Styttri og lengri göngumöguleikar til allra átta úr Langadalnum. Kynnið ykkur hagstætt verð t.d. frá miðvikudegi til föstudags. Kvöldferð út í óvissuna kl. 20.00. Brottför frá BS(, austanmegin og Mörkinni 6. Nokkrar sumarleyfisferðir framundan: Landmannalaugar - Þórsmörk 2.-6. ágúst. Brottför miöviku- dag kl. 8.00. Nokkur laus sæti i þessa ferð. Fögrufjöll - Skælingar - Eldgjá 4.-9. ágúst. Gönguferð. Örfá sæti laus. Eystribyggð á Grænlandi 10.-17. ágúst. 2 sæti laus. Und- irbúningsfundur miðvikudaginn 2.8. kl. 18.00. Miðhálendisferð - Norðaustur- land 4.-13. ág. Brottför kl. 08.00. Nýidalur - Kverkfjöll - Herðubreiðarlindir - Norðaust- urland. Fræðsluferð í samvinnu við Náttúrufræðifélagið. Gist i húsum. Eyðibyggðir á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda 11.-16. ágúst. Itarlegt upplýs- ingablað á skrifst. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni í Mörkinni 6, í síma 568-2533, fax 568-2535. Ferðafélag Islands. Dagsferð mánud. 7. ágúst. Kl. 10.30 Kaupstaðarferð. Brott- för frá BSÍ, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í textavarpi bls. 616. Helgarferðir um verslunar- mannahelgina 4.-7. ágúst. 1. Núpsstaðarskógar. Dvalið í tjöldum í þessari ein- stöku náttúruperlu. Gengið um staðarhól upp á Kálfsklif, Tvílita hylur skoðaður. Gengið á Súlu. Ferð fyrir alla fjölskylduna. Far- arstjóri Ágúst Birgisson. 2. Sveinstindur - Skælingar - Lakagfgar. Gist f svefnpokaplássi í Tungu- seli og farið í dagsferðir þaðan. Keyrt að og gengið; á Sveins- tind, í Skælinga og lokst í Laka- gíga. Fararstjóri Anna Soffia Oskarsdóttir. 3. Tröllaskagi-HeimaðHólum. Gengin Heljardalsheiði á milli Svarfaðardals og Kolbeinsdals, yfir eitt hrikalegasta fjalllendi landsins. Ferðin hefst á Hólum og verður ekið Svarfaðardal og gengiö i einum áfanga heim að Hólum. Daginn eftir verður gengið á Hólabyrðu. Á mánudag verður svipast um í Hjaltadal. Glst í tjaldi eða svefnpokaplássi að Hólum í Hjaltadal. Upplagt fyrir Norðlendinga að koma í feröina að Hólum. Einnig er mögulegt að taka þátt í hluta ferðarinnar, sem dagsferð. Far- arstjóri Reynir Þór Sigurðsson. 4. Básar í Þórsmörk. Boðið upp á fjölbreytilegar göng- ur í skemmtilegu landslagi. Gist í vel útbúnum skála eða tjaldi. Fararstjóri Margrét Björnsdóttir. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofu Útivistar Hallveigarstíg 1. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.