Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 41 FRETTIR Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík Yfir þrjú þúsund manns í miðborginni 28. til 31. júlí Hér má sjá þátttakendur í frið- arhlaupinu á síðustu metrunum. Þúsund manns hlupu frið- arhlaupið FRIÐARHLAUPI Sri Chinmoys lauk á sunnudaginn var á Ingólfstorgi, en alls tóku hátt í þúsund manns þátt í hlaupinu. Það var Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands íslands, sem tók við friðarkyndlinum af hlaupurunum og afhenti hann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, en hún flutti stutt ávarp. Þá hélt Eymundur Matthíasson, einn af aðstandendum hlaupsins, ræðu, þar sem meðal annars kom fram að einfaldur boðskapur friðar- hlaupsins hefði náð víða og hljóðaði þannig að hvert og eitt okkar skap- aði frið og þannig útrýmdum við ófriði. Því væri ekki öfugt farið að við útrýmdum ófriði og sköpuðum þannig frið. Þetta er í fimmta sinn sem friðar- hlaupið er haldið hér á landi, en það hófst á Akureyri 22. júlí síðastliðinn. Hlaupin var 740 kílómetra vega- lengd og meðal annars farið upp á topp Snæfellsjökuls. EKKI er hægt að segja að liðin helgi hafi verið eftirminnileg hvað varðar fjölda útkalla eða stórmál. Að venju var slíkur mannfjöldi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags og sunnudags að hver mótshaldari útihátíðar hefði talið sig hafa náð góðum árangri hvað varðar aðsókn. Ekki voru færri en 3.000 manns á götum úti eftir að skemmtistöðum var lokað og ölvun talsverð, þó án þess að til mikilla óláta kæmi. Engar alvarlegar lík- amsárásir áttu sér stað, að því best er vitað, en fjórir hlutu einhver meiðsl af völdum annarra, þegar sló í brýnu. Skemmdarverk og rúðu- brot voru tilkynnt átta sinnum til lögreglu og nokkrir handteknir vegna slíks athæfis. Lögreglumenn helltu niður áfengi Talsvert var um krakka undir 16 ára aldri og voru nokkrir tugir þeirra færðir í athvarfið og máttu þola að vera sóttir af aðstandend- um. Aðeins hluti þeirra var þó und- ir áhrifum áfengis. Hins vegar bar verulega á því að ungt fólk á aldrin- um 16 til 19 ára væri með áfengi á sér og helltu lögreglumenn niður talsverðu magni af misgöróttum drykk. Þrátt fyrir nokkra ölvun um helg- ina er langt síðan jafn fáir hafa gist fangageymslur lögreglu eða aðeins 19 en algengt er að fjöldinn sé í það minnsta 50. 111 ökumenn kærðir eða áminntir Mjög öfiugu umferðareftirliti var haldið úti yfir helgina og voru 111 ökumenn kærðir eða áminntir fyrir ýmis brot, þar af 32 fyrir of hraðan akstur og 13 voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur. Þrátt fyrir þetta áttu sér stað 28 um- ferðaróhöþp. í einu tilfelli var öku- maður grunaður um ölvun en í þremur urðu einhver meiðsl á fólki, þó ekki alvarleg eftir því sem nú er vitað. Tvö slysanna áttu sér stað á Vesturlandsvegi, annað í Mos- fellsbæ, en þar þurfti tækjabifreið slökkviliðs til að losa einn úr flak- inu. í hinu tilfellinu fauk erlendur húsbíll á Vesturlandsvegi í Brynju- dalsá á hliðina og var tvennt flutt á slysadeild Borgarspítalans til aðhlynningar. Þá barst tilkynning til lögreglu í Reykjavík um um- ferðarslys á Sprengisandsleið við ísólfsvatn, efst í Bárðardal, en þar sem lögsaga hennar nær ekki þangað var lögreglu á Húsavík gert viðvart og málinu var síðan sinnt þaðan. Risarotta aflífuð Að öðru leyti var um hefðbundin verkefni að ræða, svo sem að fara með slökkviliði inn í íbúðir þar sem ölvað fólk hafði sofnað út frá matar- gerð og matreiðslan komin á það stig að ekki var vært fyrir reyk í nágrenninu, elta uppi og aflífa risa- rottu sem var að hrella fólk í vest- urbæ, hjálpa manni út, sem hafði læst sig inni á klósetti, stugga við krökkum á hjólabrettum innandyra í bilageymslu, stilla til friðar milli fyrrverandi sambýlisfólks, hand- sama hross í lausagöngu innan borgarmarkanna, aftengja flautu í bifreið sem hljóðaði án afláts óum- beðin og þess háttar. Girðingu stolið Innbrot og þjófnaðir áttu sér stað að venju þessa helgi en heldur færri en venjulega. Öllu mögulegu var stolið; verkfærum, allmörgum reið- hjólum, reiðufé, ávísanaheftum, hljómflutningstækjum úr bifreiðum og einni girðingu. Eins og fram kemur hér að ofan var ekki um að ræða óvenjulega helgi hjá lögréglu í Reykjavík og raun minna að gera en flestar helgar ársins að undante- knu því að haldi uppi öflugri lög- gæslu á útihátíðum í miðborginni föstudags- og laugardagskvöld. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 1 7.639.270 2.piúa5t 162.450 3. 4af5 215 4.780 4. 3af5 6.136 390 Heildarvinningsupphæö: 12.034.710 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR JOAcikvika^OOJúimQS^ Nr. Leikur:_______________Rödin: 1. Götcborg - Dcgerfors I - - 2. Halmstad - AIK I - - 3. Ilelsingb - Djurgárden - - 2 4. Norrköping - Öster I - - 5. örebro - Örgryte - - 2 6. Gefle - Vasalund I - - 7. Lira - Brage - - 2 8. GIF Sundsv - limeá 1 - - 9. Falkcnberg - Oddevold - - 2 10. I.jungskile - Elfsborg 1 - - 11. Norrby - Landskrona - - 2 12. Skövde - GAIS - - 2 13. Stenungsun - Hácken - X - Hcildarvinningsupphæöin: 72 milljón krónur 13 réttir: [_ 872.040 ] kr. 12 réttir: 24.600 J kr. 11 réttir: 2.330 J kr. 10 réttir: T 690 I kr. Mikilvægi upplýsinga til stjórnunar í rekstri eykst með degi hverjum ■ Takmarkast rekstur þinn vegna skorts á upplýsingum? Concorde XAL upplýsingakerfi og bókhald. Alhliöa upplýsingakerfi án takmarkana. Bjöm Freyr vann Robert J. Fischer SKAK World Opcn Fíladelfíu, Bandaríkjunum 28. júnl—4. júlí 1995 HVERNIG yrði þér innanbijósts lesandi góður ef þú værir að tefla á opnu skákmóti og sæir á mót- stöflunni að þú ættir að mæta Robert J. Fischer í næstu umferð? Líklega myndi sæluhrollur líða um flesta en e.t.v. líka nokkur ótti yfir því að mæta svo gífurlega sterkum andstæðingi. Það er þó hætt við því að þessar tilfinningar myndu fljótt breytast í forundran, því Robert J. Fischer hefur aðeins einu sinni teflt opinberlega frá því að hann vann heimsmeistaratitil- inn hér í Reykjavík árið 1972. Það var þegar hann mætti Boris Spasskí í umdeildu einvígi í Svart- fjallalandi haustið 1992. Björn Freyr Björnsson, skák- meistari úr Hafnarfirði, fékk að reyna einmitt þetta á World Open skákmótinu í Fíladelfíu um daginn. En strax og andstæðingurinn mætti, kom í ljós að þarna var ekki hinn sanni Bobby Fischer á ferð, heldur mun yngri maður, u.þ.b. 35 ára gamall, einkar geð- þekkur og ekki hið minnsta líkur sjálfum meistaranum. Taflmennskan tók af allan vafa Þarna var einfaldlega alnafni heimsmeistarans á ferð. Hafi Björn verið í einhveijum vafa, hlýtur hann að hafa horfið eftir byijunina, Búdapestarbragð, sem Fischer tefldi fremur ónákvæmt. Skákina teflir Björn sérlega skemmtilega. Strax í 13. leik finnur hann Björn Freyr Björnsson SÁ EINI sanni Bobby Fischer. 13.- Rc6 14. f5 - Bd7 15. Rd5 - Dg5 16. Hf3 - Re5 17. Hg3 - Dd8 18. f6 - g6 19. b4 - Ba7 20. c5 — Be6 21. Re7+ - Kh8 22. Dd4 - He8 23. Dh4 - Hxe7 24. fxe7 - De8 25. Bxe5 — dxe5 26. Df6+ - Kg8 27. Hdl - Bd7 28. Bc4 og hér gafst svartur upp. Það má ætla að styrkleiki svarts sé á bilinu laglegan sóknar- leik, býður upp á peðsfórn og vinnur við það mikinn tíma í sóknina. Hann lætur svo kné fylgja kviði og fljótlega stendur ekki steinn yfir steini: Hvítt: Björn Freyr Björnsson Svart: Robert J. Fischer Búdapestarbragð. 1. d4 — Rf6 2. c4 - e5 3. dxe5 - Rg4 4. Rf3 — Bc5 5. e3 — Rc6 6. a3 — a5 7. b3 — Rgxe5 8. Rxe5 — Rxe5 9. Bb2 - De7 10. Be2 - 0-0 11. Nc3 - d6 12. 0-0 - Be6? 13. f4! 2.000-2.200 skákstig. Af þeim eina og sanna Bobby Fischer, sem nú er 52ja ára, er enn í Búdapest, þar sem hann hefur dvalið á þriðja ár. Þarlendur blaðamaður, Lazslo Toth, hjá ungverska blaðinu „Blikk“ leitaði hann uppi í sumar og fann hann á strætisvagnabiðstöð. Að sögn Ungveijans var Fischer fullmikið dúðaður í 30 stiga hita, úfinn og skeggjaður. Hann beið þar eftir strætó þrátt fyrir að hafa unnið 3,3 milljónir bandaríkjadala í verðlaun í einvíginu við Spasskí og leigubilar í Búdapest þykja einkar ódýrir. Hann þáði far með blaðamanninum og tóku þeir tal saman. Fischer endurtók m.a. fyrri staðhæfingar sínar um að hann hefði með órétti verið sviptur heimsmeistaratitlinum árið 1975 og ætti með réttu þann titil. Kasparov og Karpov væru svindlarar sem semdu um sínar skákir fyrirfram. Fischer skiptir oft um dvalarstað í Búdapest og býr aldrei Iengur en tvær vikur á sama stað. Hann er sjaldan í fylgd tveggja iífvarða sinna og reynir að vekja ekki á sér athygli. Hann kýs fremur að nota almenningssamgöngur en einkabifreið. Að sögn heimildarmanna Toth í skákfélögum Búdapestarborgar stafar þetta af ótta hans við að bandaríska leyniþjónustan CIA sé á hælum hans. Fischer á óuppgerð mál við bandarísk stjórnvöld sem lýstu því yfír að einvígi hans við Spasskí væri brot á viðskiptabanninu gegn Serbíu og Svartíjallalandi. Að sögn blaðamannsins á Fischer mörg vegabréf í fórum sínum og ferðast iðulega til Ítalíu og Þýskalands. Þeir skákmenn sem hann hittir oftast í Búdapest eru aldraði stórmeistarinn Andrea Lilienthal, 84 ára, og gamall keppinautur og félagi, Pal Benkö. Fischer virðist ekki hafa neinar áætlanir á pijónunum um að tefla á nýjan leik. Opið bréf frá Fischer Fischer hefur sent hollenska tímaritinu „New in Chess“ ítarlegt opið bréf, dagsett 20. apríl 1995 í Búdapest, þar sem hann fordæmir fyrirtækin Times Mirror, Learning international, Bookup, Mission Studios o.fl. fyrir að hafa brotið gegn höfundarétti sínum með því að gefa út CD ROM tölvudiskinn „Bobby Fischer kennir skák“. Hvetur hann alla skákmenn til að sniðganga diskinn. Hann er unninn upp úr samnefndri bók Fischers frá 1965. Það ár ritaði hann undir útgáfusamning við fyrirtækið Basic Systems Inc. í honum stendur ekkert um slíkan útgáfurétt, né heldur eru tölvur nefndar á nafn, enda ekki komnar til sögunnar í núverandi mynd. Bréfinu fylgdi afrit samningsins frá 1965, alís 13 síður, sem Fischer hefur greinilega haft með sér til Ungveijalands. Þarna virðist hann hafa mikið til síns máls, enda harðorður í bréfinu, segir þama vera stórfelld glæpsamleg svik á ferðinni. ,, . Margeir Pétursson Hátækni til framfara §S§ Tæknival Skeifunni 17 • Slmi 568-1665
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.