Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Haltu kúlunum svona á milli Árinn! Af hvcrju er allt í líf- fingranna og smelltu svo með inu svona erfitt? þumlinum ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 0 Símbréf 569 1329 Reynsla mín af sj úkrahúslegnm Frá Karli Ormssyni: í ÞRJÁ áratugi hef ég verið starfs- maður Borgarspítalans því var það mér lærdómsríkt að vera hinum megin við borðið smátíma, þ.e.a.s. sjúklingur þrisvar á fáum árum. Það virðist ekki vera að nokkur heilbrigðisráðherra í áratugi geri sér nokkra grein fyrir þeirri ábyrgð, sem hann gengst undir, er hann tekur að sér þetta starf. Það hlýtur að vera metnaður hvers heilbrigðis- ráðherra hveiju sinni að fá í sinn málaflokk frá fjárveitingavaldinu þá fjármuni, sem þarf til að halda uppi að minnsta kosti lágmarks- þjónustu sjúkrahúsanna. Hungurlús Ekki skal ég dæma fyrirfam þann ráðherra, sem fer nú með heilbrigð- ismál. Hún virðist að minnsta kosti hafa áhuga á að gera sitt besta. Hún hefur fengið samþykkt í ríkis- stjóminni hungurlús til einnar teg- undar aðgerða. Ég segi hungurlús því það er ekki neitt smávegis, sem þarf til að breyta því ófremdará- standi, sem alls staðar ríkir á sjúkrahúsunum. Það getur ekki gengið að forráðamenn stofna þurfti að ganga með betlistaf til að fá fjármuni til að sinna sínum skyldum. Það er ekkert náttúrulög- mál að biðraðir eigi að vera svo og svo margir sjúklingar, biðraðir eiga ekki að vera til. Sjúkrahúsin þurfa marga millj- arða umfram núverandi, fjárlaga til að vera rekin sem alvöru sjúkra- hús, svo lengi hafa þau verið fjár- svelt. Það er sorglegt að ráðherrar þurfi að missa heilsuna (það dýr- mætasta sem nokkrum er gefíð) til að augu þeirra opnist eins og því miður gerðist með byggingu einu endurhæfíngarstöðvar Borgarspít- alans þ.e.a.s. Grensásdeild Borgar- spítalans. Ekki bruðlað með fé á spítölum Það er mikill misskilningur, að það sé bruðlað með fé á spítölum, þvert á móti. í áratugi hafa sjúkra- húsin verið svo fjársvelt að árvisst skapast neyðarástand hjá hundr- uðum sjúklinga og á fjölda heimila. Þetta ástand er stjómmálamönnum til stórskammar. Þeir sem guma svo oft af því að á íslandi sé rekin ein fullkomnasta heilbrigðisþjónusta í heimi, láta blekkjast og kannski er það verra af því að fólk trúir þessu í alvöru. Að vísu má segja með sanni að miðað við aðstöðu er unn- ið hér þrekvirki af heilbrigðisstétt- unum. En það er alveg kristaltært að til sjúkrahúsanna renna íjármun- ir ekki ótæpilega, af og frá. það rétta er að stjómendur og starfs- fólk sjúkrahúsanna þurfa að velta fyrir sér hverri krónu til að sjúkling- ar geti haft það sem best við þess- ar aðstæður. Fjármunir renna ör- ugglega til þeirra verkefna sem þeirra er mest þörf hveiju sinni. Starfsfólk spítala illa launað Ekki er það þannig að starfsfólk sjúkrahúsanna sé svo hátt launað að það raski starfsemi þeirrá. Sam- kvæmt því sem heilbrigðisstéttir segja, sem starfað hafa á sjúkrahús- um erlendis, eru laun þar víða helm- ingi hærri. Sá skefjalausi þrældóm- ur, sem er á hjúkrunarfólki hér, á sér ábyggilega fá dæmi. Nær aldrei er stoppað, allar vaktir með bros á vör og eru allir boðnir og búnir til að ansa öllu hvabbi, af einstakri kurteisi, vitandi það að um mánaða- mótin hækkar ekkert í buddunni þótt hraðar sé hlaupið. Maður hefur heyrt úti í bæ: „Ég beið svo og svo lengi, allar á þönum til hvers veit ég ekki.“ Ég sem þessar línur rita veit að hver einasta manneskja var að sinna skyldum við sjúklinga af bestu samvisku. Læknar, sem allt annað hjúkr- unarfólk af öllum legu- og stoðdeild- um sjúkrahúsanna, veita alla þá aðstoð til sjúklinga sem unnt er fyr- ir þá peninga sem skammtaðir eru. Meira fé renni til sjúkrahúsa Þá kem ég að aðalefni þessarar greinar. Stjórnvöld verða að veita meira fé til sjúkrahúsanna, það verð- ur ekki lengur undan því vikist. Við erum með mannslíf en ekki dauða hluti, ég veit að enginn vill taka ábyrgð á þessu lengur. Það vantar peninga til tækjakaupa, fleiri stöðu- gilda, endurmenntunar starfsfólks til að geta fýlgst með bráðnauðsyn- legum nýjungum, húsnæðis og þar með betri aðstöðu starfsfólks o.fl. Sums staðar er aðstaða starfsfólks svo fyrir neðan allar hellur að til stórskammar er. Fólk má deila með sér oft gluggalausum kompum, 4-6 í sömu kompunni, þeir sem á annað borð hafa nokkra aðstöðu. Þar þarf að vinna að lestri og undirbúningi oft vandasamra aðgerða eða rann- sókna. Þess á milli má starfsfólk nánast bíða í röðum til að komast með sjúklinga sína í oft lífshættuleg- ar aðgerðir. Sjúklingar eru settir á biðlista sem lengjast og lengjast í áraraðir, ef ekki er hægt að skipta ráðstöfunarfé ríkisins réttlátar. Þá er nú aldeilis kominn tími til að fara að láta þá borga, sem geta og hafa efni á, svo þeir sem minna mega sín komist að. Það er ausið fé í fjárf- rek ríkisrekin fyrirtæki sem botn- lausa tunnu, og eiga að sjálfsögðu að vera rekin af einkaaðilum sem geta rekið þau betur. Þá getur ríkið farið að snúa sér að verkefnum sem það á að gera, svo sem að reka al- vöru sjúkrastofhanir. Svo sjúklingar geti fengið þá þjónustu, sem þeir eiga skilið fyrir skattpeninga sína. Við fengjum þá kannski í reynd að sjá bros, bros sem ekki er áunnið af áralangri skyldurækni frá ör- þreyttum hjúkrunarstéttum. KARL ORMSSON, deildarfulltrúi röntgendeildar Borgar- spítalans. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.