Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 43 BREF TIL BLAÐSIMS Auðlindin Frá Sigurjóni Jónssyni: UNDANFARIÐ hefur borið æ meira á þeim hugmyndum vinstri- manna að skattleggja beri veiði- heimildir sjávarútvegsfyrirtækja. Og nú hefur jafnvel heyrst sú skoðun frá forsvarsmanni stærsta sjávarútvegsfyrirtækis á íslandi að einsköttun sé lausnin. Við fyrstu sýn mætti ætla að þessar hugmyndir væru mismunandi út- færslur á sömu hugmynd. En því fer víðsfjarri, veiðileyfagjald er skattur á aflaheimildir en einskött- un er aðferð fjársterkra aðila til að sölsa undir sig aflahlutdeildir til frambúðar. Skoða þarf íslenskt þjóðfélag í heild Áður en menn hætta sér út í frekari umræður ættu þeir að skoða íslenskt þjóðfélag í heild og reyna að átta sig á því hver er hin raunverulega auðlind. Við bú- um við kvótakerfi á mörgum svið- um íslensks þóðfélags, t.d. í land- l búnaði, áfengisverslun, póst- og símaþjónustu, mjólkuriðnaði, lög- I gildingu, þinglýsingum og á mörg- [ um öðrum sviðum. Hvers vegna á að skattleggja handhafa réttar í einu kvótakerfi en ekki öðrum? Engum dettur í hug að skatt- leggja kvóta bænda, vegna þess að landbúnaður þykir ekki nógu arðbær til að réttlæta sérstaka sköttun á kvótanum sem menn hafa eignast ýmist með hefð eða I með því að kaupa hann af öðrum I bændum, á nákvæmlega sama hátt og í sjávarútvegi. Sjávarút- ' vegurinn er aftur á móti stundum rekinn með hagnaði og því finnst sumum sjálfsagt að skattleggja hann sérstaklega. Sjávarútvegur er rekinn með miklum halla víðast hvar í heiminum og nýtur styrkja eftir því. En hvers vegna er sjávar- útvegur rekinn með hagnaði á ís- landi? Er það vegna þess að við höfum kvóta? Nei, margar aðrar þjóðir hafa kvóta án þess að hafa hagnað. Svo kvótinn er í sjálfu sér ekki ávísun á hagnað. Sjávarút- vegur á Islandi er rekinn með hagnaði vegna þess að hann er okkar langstærsti útflutningsiðn- aður og við vitum að ef hann er ekki rekinn með hagnaði þá verður landið einfaldlega gjaldþrota. Það er því ekki kvótinn sem skapar verðmætin í sjávarútvegi heldur þekking og áræði þeirra sem starfa við hann. Hið sama má segja um allar atvinnugreinar. Fólkið í landinu er auðlindin Fyrir allmörgum árum var gert átak í iðnaði á íslandi, iðnfyrir- tæki byggðu verksmiðjuhúsnæði og keyptu spónapressur og tæki sem hefðu nægt til að framleiða húsgögn fyrir öll Norðurlöndin. Ef þetta átak hefði borið ávöxt í framleiðslu og útflutningi með til- heyrandi hagnaði, hefðu eflaust komið einhveijir öfundarmenn með háværar kröfur um sérstakan spónapressuskatt eða eitthvað álíka gáfulegt. En þekking og dugur til að nýta þessi tæki var ekki fyrir hendi og nú er þessi iðnaður varla til lengur nema á einstaka ráðstefnum þar sem for- svarsmenn hans krefjast skatts á dugnað og áræði þeirra sem starfa við sjávarútveg. Af ofanrituðu má sjá að auðlind- in er fólkið, sem kann að notfæra sér þau tækifæri sem bjóðast en fiskur, gras, spónapressur og ann- að eru aðeins tæki sem auðlindin notar til að skapa verðmæti. SIGURJÓN JÓNSSON, Stykkishólmi. Starfshættir ÁTVR gagnrýndir Frá Árna Brynjólfssyni: MIG LANGAR að taka undir gagnrýni Víkveija á starfsháttum ATVR, sem eru með ólíkindum og myndu óvíða líðast nema hér í landi sauðkindarinnar. Það sem þó einkum vakti athygli mína var, að engin athugasemd var gerð við þessa skýringu forstjórans: „... en þegar. bjórsala hófst var ákveðið, að sænskri fyrirmynd, að ekki mætti selja bjór sem væri yfir 5,6% að styrkleika." Það er orðinn svo almennur kækur á íslandi að nota Norður- löndin sem röksemd fyrir alls kyns fáránleika, vitnað í það landið sem hentar best hveiju sinni varðandi öfgar í Iagasetningum og útkjálka- skap, að varla er eftir tekið. — Af þessari ástæðu og vegna gjaf- milds „sósíals", sem margir hafa notið, hefur Svíþjóð oftast orðið fyrir valinu enda margt búralegt þar í landi. í umræddu tilfelli hentaði Sví- þjóð betur en Danmörk, þar sem áfengismál eru nánast eins og hjá normal fólki og því ekki viðmiðun- arhæft fyrir íslenskt ofstæki. Ein- mitt þetta skýrir hvernig viðmið- anir við Norðurlöndin hafa verið misnotaðar. Þá má og benda á, ÁTVR-for- stjóranum til málsbóta, þegar hann auglýsir ekki opnunartíma eða niðurfellingu hafta á bjór- styrkleika, að í Svíaríki, eins og raunar á öllum Norðurlöndunum nema hér og í Finnlandi, hafa auglýsingar verið litnar hornauga og til skamms tíma bannaðar í ljós- vakamiðlum. ÁRNI BRYNJÓLFSSON, Rauðalæk 16, Reykjavík. verslunarmafina núrakkar: 3.490 kr. - v i 2.990 kr. . " ' ■: f * • • vorum . I I I l & HYUnDni B LADA & (, reiftslukjör 111 nilt ciii i 6 múttuðn <ín úiborgntiar RENAULT GOÐIR NOTAÐIR BILAR Citroen Ax, árg. '91, ' 5 g., 3 d., hvítur, ek. 42 þús. Verð kr. 490 þús. Subaru Justy, árg. '91, 5 g., 5 d., rauður, ek. 47 þús. Verð kr. 690 þús. Saab, 9000 Turbo, árg. '87, sjálfsk., 4 d, blár, ek. 120 þús. Verð kr. 900 þús. Renault Clio RT, 1400, árg. '91, 5 g., 5 d., grár, ek. 64 þús. Verð kr. 690 þús. Hyundai Pony, 1500, árg. '94, 5 g., 3 d., svartur, ek. 22 þús. Verð kr. 900 þús. Lada station, 1500, árg. '94, 5 g., 5 d. hvítur, ek. 17 þús. Verð kr. 550 þús. MMC Colt GLxi, 1500, árg. '91, sjálfsk., 3 d., grænn, ek. 77 þús. Verð kr. 880 þús. Toyota Corolla, 1300, árg. '87, 3 d, hvítur, ek. 123 þús. Verð kr. 320 þús. Daihatsu Applause, 1600, árg. '90, sjálsk. 4 d., grár, ek. 60 þús. Verð kr. 750 þús. Peugeot 306 n, 1400, árg. '94, 5 g., 5 d., rauður, ek. 50 þús. km. Verö kr. 960 þús. Renault 19 TXE, 1700, árg. '91, sjálfsk., 4 d. svartur, ek. 49 þús. Verðkr. 870 þús. Suzuki Swift, árg. 90, 5 g., 5 d., blár, ek. 100 þús. Verö kr. 470 þús. Chevrolet Monte Carlo, árg. '78, sjálfsk., rauður, Verö kr. 390 þús. Lada Samara, 1500, árg. '94, 5 g., 4 d., grár. ek. 11 þús. Verð kr. 650 þús. Itytlf* yfa ftnt f't ú #</ $ ú I-/ /O / NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12. SÍMI: 568 1200. BEINN SÍMI: 581 4060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.