Morgunblaðið - 02.08.1995, Page 1

Morgunblaðið - 02.08.1995, Page 1
SÉRBLAÐ UM SlÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST1995 BLAD F Vidtal 3 Líffið er saltfiskur Aflabrögd 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipa Markaðsmál 6 Útflutningur kavíars úr grá- sleppuhrognum Greinar 7 Gísli Þorsteinsson Morgunblaðið/Alfons KRÓKALEYFISBÁTAR eru komnir í verslunarmannahelgarstopp og verður því ekkert róið fyrr en á þriðjudag. Sumar trillurnar í ðlafs- vík hafa verið að gera það gott að undanförnu. Feðginin Þórarinn Guðbjartsson og Drífa Þórarinsdóttir róa saman á Hólmari SU 99 og voru að landa ágætum afla í Ólafsvík. Óánægja með norska FEÐGININ RÓA SAMAN sfj órn við Svalbarða Krafist afnáms tilslakana ESB SAMTÖK spænskra þorskútgerða hafa hvatt spænsku stjórnina til að nota forystu sína innan Evrópusambandsins, ESB, næsta hálfa árið til að endurskoða samninga um Svalbarða milli Noregs og ESB. Segist talsmaður þeirra óttast, að svipuð staða sé að koma upp þar og á grálúðumiðunum við Kanada fyrr á árinu og hann krefst þess, að þær tilslakanir, sem gerðar voru gagnvart Norðmönnum og Svalbarðaveiðunum vegna hugsanlegrar inngöngu Noregs í ESB, verði afturkallaðar. Ástæðan fyrir þessu er tilkynning norsku ríkisstjómarinnar til fram- kvæmdastjórnar ESB 22. júní sl. en í henni sagði, að karfaveiðar á Sval- barðasvæðinu væru bannaðar og auk þess mætti aukaafli í þorski, grálúðu og öðrum nytjafiski ekki vera nema 10% og aldrei meiri en 5% í grálúð- unni einni. Kom tiikynningin í kjölfar þess, að sex spænsk frystiskip, sem áður voru við veiðar á Nýfundnalands- miðum, voru send í Barentshafið og á Svalbarðasvæðið til að kanna veiðar á skarkola. ESB-ríki útilokuð Spánverjar halda því fram, að Norð- menn og Rússar séu að útiloka ESB- ríkin frá Barentshafssvæðinu og ætli að koma í veg fyrir að þau sem aðilar að Svalbarðasamningnum hafi nokkur áhrif á kvótaákvarðanir og fiskveiði- stjórnun þar. Segja Spánverjar, að það sé brot á Parísarsamningnum frá 1920 en Spánveijar undirrituðu hann 2. nóvember 1925. Áður en Spánveijar gengu.í ESB höfðu þeir ávallt mótmælt því, að Norðmenn og Rússar eða Sovétríkin sætu einir að miðunum ef undan eru skilin 5.000 tonn til annarra ríkja. Er meðal annars bent á, að þorskkvóti Breta, Portúgala, Frakka og Þjóðveija við Svalbarða og Bjarnarey sé ekki nema 3,4% af heildarkvótanum. Eftirgjöfin afturkölluð Spánveijar benda einnig á, að full- trúi framkvæmdastjórnar ESB hafi raunar fallist á þessa úthlutun en það hafi hann gert án þess að hafa til þess umboð og í þeim tilgangi einum að liðka fyrir inngöngu Noregs í ESB. Af því hafi þó ekkert orðið og því verði að falla frá þessari eftirgjöf gagnvart Norðmönnum strax. Fréttir Bræðslurnar ekkinotaðar • NOKKUR íslensk vinnslu- skip sem eru með bræðslur um borð nota þær ekki. Þó það skilyrði sé fyrir veitingu fullvinnsluleyfis að allur afl- inn sé nýttur eru veittar undanþágur ef vinnslan borgar sig ekki. Þannig háttar nú til að útgerðir að minnsta kosti tveggja skipa telja ekki hagkvæmt að gangsetja bræðslurnar vegna þess hvað afurðaverð er lágt./2 Loðnubræðslan endumýjuð • SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaupstað hefur ákveðið að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á loðnuverk- smiðju sinni. Afköst aukast, framleitt verður gæðamjöl og framleiðslan á að verða mengunarlaus að mestu. Kostnaður er áætlaður 350-400 milljónir kr./2 Misjafnt á grásleppunni • GRÁSLEPPUVERTÍÐIN brást fyrir norðan land og austan en var góð við Vest- urland og Suðvesturland. Talið er að í heildina sé af- raksturinn heldur minni en á síðustu vertíð./2 Verður að semja • SIGFÚS Kristmannsson starfar hjá Rannsóknar- stofnun Finnmerkur í Norð- ur-Noregi. Hann verður því vitni að fiskveiðideilu Is- lendinga og Norðmanna með öðrum hætti, en við sem hér búum. Sigfús segir að eina leiðin sé að semja um allar smugur og rétt hefði verið að nota síðastliðinn vetur betur til að ná sam- komulagi./5 2ja tonna út- hafsrækjuskip • HÁTT í 500 tonn af út- hafsrækjukvóta hafa síðustu mánuði verið flutt á innan við tveggja tonna trillu sem legið hefur ónotuð i nokkur ár. Kvótinn hefur jafnharð- an verið fluttur á önnur skip. Nokkuð er um að út- gerðarmenn hafa slíka inn- eða út-báta skráða til mála- mynda til að komast fram lýá reglum sem takmarka tilflutning kvóta milli út- gerða en þær hafa komið illa við útgerðir sem eiga aðeins einn bát./8 Markaðir Karfi seldur á fiskmörkuð- um í Þýskalandi jan.- júní 1994 og '95 tonn 1994 1995 Enn fækkar karfasölum • ÚTFLUTNIN GUR á karfa sem seldur er ferskur á fiskmörkuðum í Þýska- landi minnkar stöðugt, samvæmt tölum Aflamiðlun- ar. Á fyrri helmingi þessa árs sigldu togararnir með 9.446 tonn sem er 18% minna en á sama tíma í fyrra er 11.483 tonn af karfa voru seld ytra. Útflutningurinn hrundi í júnímánuði. Þá voru aðeins flutt út 390 tonn, aðeins þriðjungur af sölunni í sama mánuði í fyrra. Meðalverðið í janúar til júní er þó 4% hærra í þýskum mörkum og 11% í krónum. Þorskur seldur á mörkuðum innanlands jan.-júní 1994 og '95 tonn 23.584 1994 1995 Minni þorskur á fiskmarkað • SELD voru 18.773 tonn af þorski á fiskmörkuðunum hér innanlands fyrstu sex mánuði ársins. Er það 20% minna en sömu mánuði á síðasta ári er seld voru 23.584 tonn af þorski. Með- alverð á slægðum fiski er 94 krónur á kíló, samkvæmt upplýsingum frá Aflamiðl- un, 2 krónum hærra en á sama tíma á síðasta ári. Á sama tíma hefur ineðalverð- ið fyrir íslenskan fisk á fisk- mörkuðum í Englandi verið 136 krónur./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.