Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 B 3 VIÐTÖL Lífíð er saltfiskur Við Patreksfjarðarhöfn eru hlið við hlið tvær litlar saltfískverkanir sem Guðni Einarsson heimsótti. Fyrir hvorri verkun standa sam- hent hjón. Karlamir stunduðu sjóinn í byrjun o g konumar stýrðu verkunarstöðvunum í landi. Nú em karlamir hættir á sjónum og famir að vinna hjá frúnum í landi. Morgunblaðið/Guðni KRISTÍN Finnbogadóttir og Snæbjörn Gislason segja að gott hráefni sé forsenda vandaðrar vöru. Mikilvægt sé að aflinn sé rétt meðhöndlaður í bátunum. Engin uppgjöf í FISKVERKUN Snæbjamar Gísla- sonar voru þau Snæbjöm og kona hans Kristín Finnbogadóttir að verka nokkra þorska sem þau keyptu á fiskmarkaðnum um morguninn. Það var lítið framboð, enda búin að vera bræla alla vikuna. Þegar föstudagur- inn rann upp með einmunablíðu var komið helgarstopp og allir krókabát- ar í landi. Snæbjöm hausaði og flatti en Kristín snyrti og þvoði fískinn. Hún greip líka í að gella hausana. Gellumar em svo saltaðar líkt og þorskurinn. Á veturna verka þau steinbít og hengja upp í hjall á Mikladal. „Vestfírskur harðfískur er útiþurrkaður steinbítur - og ekkert annað,“ segir Snæbjöm með áherslu. Hann geymir harðfískinn í frysti eft- ir verkun og gefur blaðamanni að smakka drifhvítan og bragðgóðan steinbít. Þau byijuðu í þessum rekstri 1985 ásamt bróður Kristínar. Snæbjörn hafði þá verið togaraskipstjóri, síðast á Sigurey sem síðar varð Rán. Árið 1987 keyptu þau gamlan bát og hófu útgerð. Snæbjörn var skipstjóri og Kristín stýrði verkun aflans af bátnum. Á sumrin var flatt úti á sjó en í landi á veturna. í apríl 1990 fengu þau nýjan 10 tonna bát frá Trefjum í Hafnarfirði, Ævar BA 25, og seldu þann gamla. Á nýja bátinn öfluðust um 180 tonn af þorski til áramóta. Þá var settur kvóti á þessa bátastærð og miðað við aflareynslu undanfarinna þriggja ára. Átta mánaða afla nýja bátsins var deilt á árin þijú og út fékkst 65 tonna kvóti. „Við hefðum getað hald- ið bátnum með þessum kvóta ef við hefðum verkað allan aflann sjálf,“ segir Snæbjörn. „En þetta var sífellt skorið niður og úthlutunin 1. septem- ber í fyrra hljóðaði upp á 19 tonn af þorski.“ Það var enginn rekstrar- gmndvöllur fyrir bátinn og því var þetta nýja skip úrelt og selt til Nor- egs. „Það var spurning um að selja hann út eða bijóta í mask, líkt og systurskip Ævars sem stendur hér mölbrotið á bryggjunni,*1 segir Krist- ín. „Það lifðu þijár fjölskyidur á þessu meðan báturinn var í fullum rekstri," segir Snæbjörn. „Nú eru bara við hjónin hér auk sonar okkar og tengdadóttur yfir sumartimann. Við eram með einn lítinn bát í viðskiptum og verðum svo að stóla á markað- inn.“ Áður fyrr unnu 4-5 við verkun- Morgunblaðið/Guðni DRÖFN Árnadóttir og Einar Jónsson reka saltfiskverkunina Fiskvon hf. á Patreksfirði og gera út Árna Jóns BA 1. Þau telja bjart útlit fyrir sölu á saltfiski þegar sumri hallar. Fiskur er undirstaðan HJÓNIN Dröfn Árnadóttir og Einar Jónsson voru í Fiskvon hf. að stússa þegar blaðamann bar þar að. Dröfn er fædd og uppalin á Patreksfírði en Einar er frá Vaðli á Barðaströnd. Hann flutti til Patreksijarðar fyrir 23 árum þegar þau Dröfn rugluðu saman reitum. Tveir synir þeirra vinna við fyrirtækið í sumar. Sá yngri 13 ára í fiskverkuninni og sá eldri, 23 ára, hefur einnig farið í afleysing- artúra á bát þeirra hjóna, Árna Jóns BA 1. Einar og Dröfn byijuðu með verk- unina 1984 og þá af illri nauðsyn. „Við gerðum út eigin bát og lögðum upp í frystihúsinu. Þeir höfðu það þannig að ef togarinn landaði miklu þá fengum við ekki löndun. Þeir voru ekki með nægan mannskap og hrein- lega gátu ekki tekið við meiri afla. Við gátum ekki horft upp á þetta heldur tókum salt í bátinn og fórum að fletja úti í sjó,“ segir Einar. Dröfn bætir því við að framhaldsverkun aflans hafi fyrst verið í 9 fermetra skúr. Sú aðstaða hafi reyndar tæp- lega verið boðleg, en það voru ekki gerðar líkt því eins miklar kröfur og í dag. Umgengnin hafi batnað mikið, ekki síst með tilkomu fiskkaranna. Þau Dröfn og Einar gerðu út bát- inn Smára BA en úreltu hann og seldu af honum smíðaréttinn. Þau færðu kvótann yfir á Árna Jóns BA 1 sem þau keyptu í staðinn fyrir Smára BA. Þau hafa verkað þorskinn af Árna Jóns BA en landað öðrum tegundum í frystihús. í vor bættust krókabátar í viðskipti og var verkað af sjö bátum fyrst í vor en tveir af eru nú hættir. Í fyrra voru verkuð í Fiskvon hf. alls 410 tonn af þorski upp úr sjó en útlit er fyrir að mun minna verði verkað í ár vegna verrra tíðarfars og minni viðskipta. í janúar og feb- rúar voru slæmar gæftfr. Yfír stein- bítsvertíðina, mars til apríl, lokuðu þau verkuninni _og bátarnir lönduðu þá í Odda hf. í Fiskvon hf. starfa sjö manns, þegar fískur er til að verka. „Nú erum við bara tvö að leika okkur,“ sagði Dröfn. „Það hefur ekk- ert gefið þessa viku og nú þegar gefur er komið helgarstopp." Árni Jóns BA er gerður út á þorsk í línutvöfölduninni, steinbít á stein- bítsvertíðinni og kola á sumrin. Bát- urinn er nú á snurvoð, því kolakvót- inn er ódýr og gott verð fæst fyrir aflann. Kolinn er ísaður og fluttur út í gámi til Englands. Skilaverðið hefur rokkað frá 90 og upp í 130 krónur fyrir kílóið af kolanum, en kvótinn hefur verið leigður á 25 krónur kíló- ið. „Við verðum að gera þetta til að láta bátinn ganga allt árið. Við erum búin að laga okkur að kvótakerfinu og höfum það ágætt,“ segir Einar. Þau láta vel af útkomunni á salt- fiskverkuninni og telja útlitið sjaldan hafa verið bjartara fyrir sölu á afurð- unum. Það komi maður eftir mann að falast eftir fiskinum. Hann verður samt ekki seldur fyrr en í ágúst, þegar verðið hefur hækkað. Fiskurinn er undirstaðan Talið berst að ástandinu á Pat- reksfírði. Þau em sammála um að fiskurinn sé undirstaðan undir tilver- unni þar. Þegar fiskurinn dróst sam- an rýrnaði allt annað í kjölfarið. „Ég held það hafi verið um 20 smiðir hér fyrir 20 árum, en ætli þeir séu nema um 5 nú,“ segir Einar. Þegar ekki fískast dregst verslunin saman og ekkert er byggt. Þau telja ekki ólík- legt að hægt sé að auka ferðaþjón- ustu eitthvað, en ferðamannatíminn sé stuttur. Fyrst varð vart ferðalanga nú í júlí, að þeirra sögn. En hvernig er að búa á Patreksfirði? „Það er mjög gott að vera hér,“ svarar Dröfn. „Samgöngur eru góð- ar. Feijan yfir Breiðafjörð gengur allt árið og alltaf hægt að komast suður. Svo er flogið bæði hingað og á Bíldudal. Það mætti samt laga veginn yfir Kleifaheiði og út að Bijánslæk." Um sumarfrí er ekki að ræða hjá þeim hjónum en þess í staðinn fara þau yfirleitt í frí í mars og leita þá suður á bóginn í sól og hita til að „hlaða batteríin" eins og þau orða það. Morgunblaðið/Guðni ÆVAR BA var smíðaður lijá Trefjum í Hafnarfirði 1990. Vegna breytinga á reglum og niðurskurðar á þorskkvóta var hann úrelt- ur og seldur til Noregs. Systurskip Ævars var hins vegar höggv- ið og stendur á landi í Patreksfirði eins og minnismerki. ina og vora unnin upp í 6 tonn af þorski á dag. Þrátt fyrir mótlætið eru þau ekkert á því að gefast upp. „Við erum heldur ekki með stóra drauma," segir Kristín. Daglega falast eftlr flskl Saltfiskurinn bíður í kæli eftir að vera seldur. Þau hafa selt i gegnum SÍF en eru ekkert farin að selja nú. Markaðurinn er í lágmarki að venju á þessum tíma en fer að hjarna við þegar kemur fram í ágúst. Engu að síður eru fulltrúar kaupenda á Italíu farnir að koma í heimsókn og hringja til að falast eftir framleiðslunni. Snæbjörn og Kristín hafa lagt áherslu á vöravöndun og það skilar sér í auðseijanlegri vöru. Þau segja að sumir sem landa á markaðinn mættu vanda betur meðferð aflans. „Sumir eru til fyrirmyndar, en svo em aðrir sem virðast ekki hafa hundsvit á fiski,“ segir Snæbjöm. „Við höfum lagt áherslu á að verka gæðafísk. Maður nær aldrei gæðum út úr lélegu hráefni. Verðmunurinn á góðum og lélegum fiski er allt of lítill vegna þess hvað er lítið framboð af hráefni. Fiskur er illa blóðgaður, honum illa raðað og svo er illa ísað. Raunar ber Fiskistofa mikla ábyrgð á því hvað er illa ísað. Það mega ekki vera nema 3% af ís í fiski þegar landað er. Mín reynsla er sú að yfir sumartímann sé lágmark að hafa 6-8% af ís þótt 3% dugi kannski yfír veturinn." Bókhaldið í eldhúsinu Þau Snæbjörn og Kristín segjast lifa þokkalega af verkuninni. Yfir- bygging er engin á fyrirtækinu og þau segja vandalaust að færa bók- haldið í eldhúsinu. Þau hafa ekki farið í sumarfrí síðan 1986. Eftir að þau seldu bátinn eru þau samt ekki eins bundin og áður. „Við fórum heldur í vetrarfrí," segir Kristín. „Það var sjálfhætt í desember og ekkert farið af stað fyrr en í febrúar.“ Þau eru bæði innfæddir Patreks- firðingar og segja að ástandið í bæn- um sé almennterfitt. „Ef menn skoða sögu okkar í gegnum árin, þá hefur allt staðið og fallið hér með þorski," * segir Snæbjörn. „Meðan þorskveiðin verður ekki aukin réttum við ekki úr kútnum. Við höfum aldrei veitt annað en þorsk og svo steinbít tvo mánuði yfir veturinn. Við höfum ekki síld, loðnu eða karfa. Það er enginn togari hér eftir til að sækja á önnur mið.“ Kristín segir að það sé gott að búa á Patreksfirði þótt þar sé bæði dýrt að kynda hús og dýrara að kaupa inn en í afsláttaverslunum höfuð- borgarinnar. Það sé líka mikið atriði fyrir Reykvíkinga að fólk búi fyrir vestan og skapi þar verðmæti. Hún segir að helsti óvinurinn sé sundur- lyndisfjandinn sem hafi spillt mörg- um góðum áformum. „Reynslan hef- ur sýnt að hjálpin kemur ekki að sunnan. Við verðum að bjarga okkur sjálf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.