Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 B 5 Sigfús Kristmannsson er milli steins og sleggju í fiskveiðideilu frændþjóðanna „ÉG HELD að sjónarmið íslend- inga hvað varðar veiðar í Smug- unni og Síldarsmugunni hafi ekki komið nægilega fram í Noregi, en því er ekkert til fyrirstöðu. Menn þurfa einfaldlega að koma þeim á framfæri. Það sama á við um sjón- armið Norðmanna hér á landi. Reyndar virðist mér að verið sé að etja almenningi í Noregi og á ís- landi saman í þessum málum. Vissi maður ekki betur, tryði maður því líklega, að íslendingar væru búnir að ofveiða alla sína fiskistofna, hér væri enginn fiskur eftir og því væri stefnan sett á J'iskimið ann- arra þjóða,“ segir íslendingurinn Sigfús Kristmannsson, sem starfar við Rannsóknarstofnun Pinnmerk- ur í Norður-Noregi, Finnmarks Porskningen. Verið hitti Sigfús að máli og ræddi við hann um starf hans í Noregi og deilur íslendinga og Norðmanna um fískveiðar. Sigfús byrjar á starfinu: Svæðisbundar rannsóknastofnanir „Finnmarks Forskningen er ein af þessum rannsóknastofnunum, sem eru starfræktar í flestum sýsl- um Noregs. Þetta eru svæðis- bundnar rannsóknastofnanir, sem eiga að stuðla að þróun og stunda rannsóknir, hver á sínu svæði og eru þá verkefnin mismunandi eftir landsvæðum. Helztu verkefnin í Finnmörku eru tengd atvinnulífinu og oft er þá verið að miðla niður- stöðum rannsókna sem liggja fyrir og athuga hvort þær geti komið að notum. Þetta er yngsta rann- sóknastofnunin af þessu tagi í Noregi, stofnuð 1987, en þessar stofnanir eru þó nokkrar. Hjá Finnmarks Forskningen vinna milli 15 og 20 manns, þar af 10 til 12 rannsóknarmenn. Við vinnum við fiskeldi, bæði eldi á lax og bleikju og vatnafiski og ýmissi starfsemi, sem því tengist. Síðan vinna þrír jarðfræðingar að rann- sóknum á jarðlögum vegna náma- graftar, en nokkrar námur eru í sýslunni. Einnig er unnið að verk- efnum sem lúta að fiskveiðum og vinnslu. Sjávarútvegsfræðingur fráTromsö Minn vettvangur er í sjávarút- veginum, en ég hef verð hjá FF í þijú ár. Fiskveiðar og fiskvinnsla er mikilvægasta atvinnugreinin þarna norður frá og því var ákveð- ið að auka rannsóknir á því sviði. í raun má líkja öllum Norður-Nor- egi við ísland hvað varðar mikil- vægi sjávarútvegsins fyrir afkomu íbúanna. Ég er sjávarútvegsfræðingur frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö eins og svo margir aðrir íslending- ar. Þar var ég á árunum 1975 til 1980 við nám og vann síðan meðal annars hjá Fiskeri Teknologisk Forsknings Institutt að námi loknu. Ég fluttist síðan heim 1984 og var Þjóðimar stæðu sterkari saman Sigfús Kristmannsson starfar hjá Rann- sóknarstofnun Finnmerkur í Norður-Noregi. Hann verður því vitni að fiskveiðideilu Islend- inga og Norðmanna með öðrum hætti, en við sem hér búum. Sigfús segir í samtali við Hjört Gíslason, að eina leiðin sé að semja um allar smugur og rétt hefði verið að nota síðastliðinn vetur betur til að ná samkomulagi. hér til 1992. Þá höfðu þeir sam- band við mig hjá FF og báðu mig að koma til að vinna að rannsókn- um og þróunarstörfum í sjávarút- vegi.. Eg hafði það fínt hér, var í mörg- um störfum eins og títt er meðal íslend- inga, og hafði ekkert hugsað mér til hreyf- ings, en tilboðið frá Noregi var freistandi og ég sló til. Upplýsingar fengnar úrVerinuogfrá Streng í fyrsta lagi erum við að vinna að ýmsum verkefnum í fisk- vinnslu, svo sem fram- leiðslustýringu og tölvukerfi í fisk- vinnslu. Þá erum við með stórt verkefni sem snýst um upplýsinga- kerfi í sjávarútvegi. I því felst meðal annars að kanna hvaða upp- lýsingar menn hafa not fyrir og þá að afla þeirra og miðla áfram til fyrirtækjanna og annarra, sem kunna að hafa not fyrir þær. Við byijuðum á framboði og verði á ferskum fiski á helztu mörkuðum Evrópu. Við fáum daglegar upplýs- ingar frá fiskmörkuðum í Dan- mörku, Hollandi, Englandi og ís- landi. Allar upplýsingar tiéðan fáum við frá Verkfræðistofunni Streng sem fær síðan þær upplýs- ingar, sem við söfnum saman. Við gerum svo samninga við fiskmarkaðina um að fá að dreifa þessum upplýsingum eins og við óskum. Þetta eru ekki eingöngu upplýsingar um magn og verð á fiskmörkuðum, heldur tökum við einnig fréttir úr blöðum og tímarit- um, meðal annars úr Verinu. Þar þýðum við greinar óg fréttir um ferskfisk, samskipti Noregs og ís- lands, síldveiðar og veiðar í Smug- unni og fleira, sem við teljum not af og miðl- um áfram. Við erum með heimasíðu á Ver- aldarvefnum og þar geta menn meðal ann- ars komizt inn til að fá þessar upplýs- ingar,“ segir Sigfús. Flæði sjónarmiða mikilvægt Hvernig er að fylgj- ast með fiskveiðideilu íslands og Noregs sem íslendingur í Noregi? „Það vill svo til að Sigfús sjónarmiðin eru mis- Kristmannsson munandi og nú ríkir verulegur ágreiningur milli Norðmanna og Islendinga. Hins vegar hef ég séð að oftast er skortur á sjónarmiðum „and- stæðingsins" í fjölmiðlum, sem frekar leitast við að réttlæta sjónar- mið síns lands. Því er það mikil- vægt að koma á flæði sjónarmiða á milli landanna og það erum við meðal annars að reyna. Ég fylgist með þessum deilum frá báðum hliðum. Ég hef greiðan aðgang að því, sem er í umræð- unni í Noregi. Eins reyni ég eftir megni að fylgjast með því, sem er í fréttum á íslandi. Norðmenn eru geysilega heitir út í okkur íslend- inga og finnst framferði okkar al- veg ótækt. Sérstaklega á það við fiskveiðarnar í Smugunni og maður lendir oft í rökræðum við þá um málið, einkum meðan veiðarnar standa yfir. Síðan gleymist þetta gjarnan á milli. Norskir sjómenn okkur reiðir Norðmenn eru búnir að ganga í gegn um erfitt tímábil í sjávarút- vegi, til dæmis í kringum 1990, en þá blasti við að stofninn í Barents- hafi væri hruninn. Einhverra hluta vegna er ástandið orðið mjög gott núna aftur á svona skömmum tíma. Þetta bitnaði geysilega hart á sjáv- arplássunum, sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra. Það er þeim enn í fersku minni og þeir halda því fram að stofninn hafi verið byggður upp, með mikilli takmörkun veiða. Þeir eru því auðvitað reiðir, þegar þeir eiga að fara að^ njóta uppbygg- ingarinnar, að íslendingar skuli koma og taka frá þeim, það sem þeir voru búnir að „safna saman“ í Barentshafinu. Þeir eiga varla orð til að lýsa þessari framkomu okkar. Það er afar lærdómsríkt að vera þarna og fýlgjast með þessu máli frá báðum hliðum. Það gerist til dæmis ein- hver atburður og hann er síðan í fréttum í báðum löndunum og þá er eins og menn séu ekki að ræða sama atburðinn. Málinu er stillt upp á sinn hvorn háttinn eftir því hver sjónarmiðin eru. Þetta er sérlega athyglisvert, þegar ráðmenn koma fram með einhveijar yfirlýsingar, sem öll þjóðin tyggur upp eftir þeim daginn eftir og trúir því sem hver um sig sagði. Hitinn meiri út í þorskveiðar en síld Nú er líka deilt um norsk- íslenzku síldina og þar eru sjónar- miðin jafnólík. Islendingar segja að Norðmenn hafi haldið stofninum niðri með veiðum svo hann hæfi ekki göngurnar yfir á Atlantshafið á ný og Norðmenn ásaka Islend- inga fyrir sjálftöku úr stofni,.sem Norðmenn séu að byggja upp. Það er reyndar staðreynd að Norðmenn hefðu getað veitt mun meira af síldinni og passað það alveg að hún færi út. Fyrst hún er farin af stað, sýnir það að þeir hafa haldið að sér höndum. Mér finnst nú hitinn samt vera meiri út í þorskveiðararnar. Mönn- um fínnst þeir geta frekar sætt sig við síldveiðar Islendinga, því við veiddum síldina til jafns við Norð- menn á árum áður, en sömu sög- una er alls ekki að segja um þorsk- inn í Barentshafi. Þeim finnst þeir eiga þorskinn einir ásamt Rússum." Semja þarf um allar smugur Hver er bezta leiðin til að setja niður þessar deildur? „Ég hef lengi sagt það, að eina ráðið í þessu öllu saman, væri að ganga til samninga um allar veið- ar, sem ósamið væri um og líklegt að upp kæmi á næstu árum. Eina ráðið er að semja um allar smugur og alla stofna, sem ágreiningur er um eða kann hugsanlega að koma upp. Halldór Ásgrímsson hefur til dæmis upplýst að þegar hann var sjávarútvegsráðherra, hafi hann á hveiju ári sent norskum stjórnvöld- um bréf og óskað þess að byijað ' yrði á viðræðum um norsk-íslenzku síldina, hún færi á flakk, en Norð- menn töldu enga ástæðu til samn- inga. Því miður. Mér finnst að menn hefði átt að nota síðastliðinn vetur betur til samningaviðræðna. Það var á hreinu að síldin færi á flakk og Islendingar færu aftur í Smuguna. Norðmenn segjast reyndar eiga erfitt með að fara að semja við okkur um kvóta í Barentshafi, enda telja þeir okkur vera þar í leyfís- leysi. Ég held að það verði að taka öll málin fyrir í einu og finna á þeim einhveija heildarlausn. Til dæmis mætti stilla dæminu ' þannig upp, að á öðrum endanum séu hagsmunir íslendinga á Reykjaneshrygg og hinum endan- um norskir hagsmunir í Barents- hafi og Síldarsmugan svo þar á milli. Þá mætti hugsa sér að hlutur okkar yrði mikill á Hryggnum en tiltölulega minni í Batentshafi og öfugt með Norðmenn. Síðan yrði fundin ásættanleg skipting úr síld- arstofninum í einhvetju samhengi við skiptinguna á hinum svæðun- um. • Sameiginlegir hagsmunir í húfi Ég tel varla koma til greina að taka svæðin hvert fyrir sig. Það er mikilvægast að þessar þjóðir komi sér saman um nýtingu þess- ara umdeildu stofna. Þannig verður hagsmunum beggja þjóðanna betur varið gegn kröfum annarra utanað- komandi ríkja. Næðu Norðmenn og íslendingar saman, stæðu þeir miklu sterkari gegn öðrum keppi- nautum um fískinn. Það er svo reyndar enn önnur saga að Norð- menn, íslendingar, Færeyingar og Rússar, sem eiga svo mikilla hags- muna að gæta sem fiskveiðiþjóðir ' og fiskútflytjendur við Norðaustur- Atlantshaf, skuli stöðugt láta etja sér saman í innbyrðis deilum í stað þess að standa saman um hags- muni sína sem fískveiðiþjóðir. Það hlyti að verða öllum þessum þjóðum til góðs. Því miður virðist ætla að vera einhver bið á því. Eftir að Norðmenn höfnuðu aðild að Evr- ópusambandinu verður samvinna af þessu tagi enn brýnni en áður,“ segir Sigfús Kristmannsson. RÆKJUBA TAR Nafn itnorö Afli Flskur SJÓf Löndunarst. ! HÁSTEINN ÁR 8 113 4 3 1 Þorlákshöfn j JÖN KLEMENZÁR 313 149 6 3 2 Porlákshöfn f KÁRIBK 148 36 5 0 ....V. Grinöavík | VÖRÐUFELL GK 20S 30 3 0 1 Grindavík ELOHAMAR GK 13 38 6 0 2 Sandgerði GUDHNNUR KE 19 30 16 0 3 Sandgerði \ HAFBJÖRG GK 58 15 9 0 3 Sandgerði HAFBORG KE 12 26 27 0 6 Sandgeröi JÓN GUNNLAUGS GK 444 105 4 3 1 Snndgerði SVANUR KE 90 38 18 0 3 Sandgeröi ÓSKKES 81 4 9 1 Sandgeröi J ÞORSTEINN KE 10 28 16 0 3 Sandgerði ERLINGKEI40 179 12 4 1 Keflavík JÖHÁNNES Ji/AR KE 85 105 14 1 1 Keflavík HAMAR SH 224 235 8 20 1 Rif SAXHAMAR SH 50 128 13 13 2 Rif GARÐAR IISH 184 142 10 8 2 Ólafsvík HAMRASVANUR SH 201 168 8 6 1 Stykkishólmur HRÖNN BA 335 41 5 1 2 Stykkishólmur KRISTINN FRIÐRIKSSÖN SH 3 104 17 0 1 Stykkishólmur SVANUR SH 111 138 6 3 1 Stykkishólmur | ÞÓRSNES ii SH 10 9 146 5 0 1 Stykkishólmur ; ÞÓRSNES SH 108 163 8 0 1 Stykkishólmur GUNNBJÖRN ÍS 302 57 9 0 1 Bolungarvík HAFBERG GK 377 189 24 0 1 HEIÐRÚN1$ 4 294 24 0 1 Bolungarvík HUGINNVE5S 348 16 0 1 Balungarvik j VINUR ÍS 8 257 18 0 1 Bolungarvik vIkurberg GK 1 328 21 0 1 Bolungarvik EMMA VE219 82 10 0 1 ísafjörður FRAMNES Is 708 407 29 0 1 (safjörður STURLA GK 12 297 24 0 1 Isafjörður STYRMIR KE 7 19Q 25 0 1 | Isaíjörður RÆKJUBA TAR Nafn StaarA Afll Fiskur SJÓf Löndunarst. HAFFARIIS 430 227 28 O 1 Súöavík KOFRllS 41 301 19 0 1 SúðavOc GRÍMSEY ST 2 30 6 0 1 Drangsnes HILMIR ST 1 28 6 0 1 Drangsnes SIGURBJÖRG ST 55 25 6 0 1 Drangsnes ÁSBJÖRGST9 50 7 0 1 Drongsnes ÁSDlSST 37 30 6 0 1 Drangsnes SÆBJÖRG ST 7 76 9 0 1 Hólmavík GISSUR HVlTI iiú 35 165 10 0 1 Blönduós GUNNVÖRST39 20 6 0 1 Sauðárkrókur | HAFÖRNSK 17 149 23 0 1 Sauðárkrókur JÖKULL SK 33 68 12 0 1 Sauðárkrókur ] HELGA RE 49 199 25 0 1 Siglufjöröur SIGLUVlK Sl 2 490 20 0 1 Siglufiörður SIGÞÓR ÞH 100 169 19 0 1 Siglufjöröur STÁLVÍK Sl 1 364 25 0 1 Siglufjörður ÞÍNGÁNES SF 25 162 16 0 1 Siglufjörður SN/EBJÖRGÖF4 47 9 0 1 Ólafsfjoröur ARNÞÓR EA 16 243 19 0 1 Dalvik HAFÖRN EA 955 142 19 0 1 Dalvik NAUSTAVÍK EA 151 28 6 0 1 Dalvík OTUREA 182 68 10 0 1 Oalvfk STEFÁN RÖGNVALOSS EA 345 68 6 0 1 Dalvík STOKKSNES EA 410 451 27 0 1 DaMk SVANUR EA 14 218 27 0 1 Dalvik SÆÞÓRBA IOI 150 20 0 1 Dalvik SÓLRÚN ÉÁ 35 í 147 16 0 1 Dalvik SJÖFN ÞH 142 199 16 0 1 Grenivik ATLANÚPUR ÞH 270 214 15 0 1 Raufarhöfn INGiMUNDUR GAMU HU 65 103 7 0 1 Vopnafjörður j KROSSANES SU 5 137 8 0 1 Vopnafjörður ÞÓRIR SF 77 125 11 0 1 Eskifjörður Ellefu þúsund tonn eftir af úthafsrækju LIÐLEGA 11 þúsund tonna úthafs- rækjukvóti er óveiddur nú um mán- aðamótin. Er það meira en tvöföld meðalveiði þá mánuði sem búnir eru af kvótaárinu. Samkvæmt því verða menn að halda vel á spöðunum til að veiða kvótann á þeim eina mán- uði sem eftir er af fiskveiðiárinu en þess ber þó að geta að heimilt er að flytja yfir 6.000 tonn á næsta kvóta- ár. Úthlutað var 63 þúsund tonnum af úthafsrækju á yfirstandandi ári, auk liðlega 2.600 tonna sem flutt voru milli ára, þannig að veiðiheim- ildir eru 65.663 tonn í heildina. Nú er búið að veiða liðlega 54.300 tonn eða 83% kvótans. Eftir eru rúm 11 þúsund tonn, eða 17% árskvótans. Meðalveiði flotans þá ellefu mán- uði sem liðnir eru af kvótaárinu er tæp 5 þúsund tonn. En þegar litið er á möguleika skipanna til að ná þessum afla í ágústmánuði ber að hafa í huga að eigendum kvótans er heimilt að geyma 6.400 tonn til næsta kvótaárs. Eftirspurn eftir kvóta minnkar Verð á rækjukvóta hefur haldist . í 80 kr. að undanförnu en eftirspurn- in hefur ekki verið eins mikil og hún var, að því er fram kemur í frétta- bréfi Kvótamarkaðarins. Má búast við því að eftirspurnin hafi minnkað vegna þess mikla kvóta sem er óveiddur. Kvótamarkaðurinn er með varanlegan rækjukvóta til sölu á 360 kr. kg. Inn í það verð er komin út- hlutun fyrir næsta ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.