Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 HESTAR Hulda og Stefnir í stað Atla og Hnokka HNOKKI frá Húsnesi, hestur Atla Guðmundssonar, féll úr keppni á HM í Sviss í gær þegar dýralæknir íslenska liðsins Björn Steinbjörnsson ákvað í samráði við Atla og liðsstjór- ana að draga hann úr keppni. Ástæð- an er líklega tognun í bóg og voru menn sammála um að þótt Hnokki væri ekki haltur væri hann ekki svip- ur hjá sjón að getu og því ekki ástæða til að tefla honum fram. Atli sagði þessa niðurstöðu rosa- lega svékkjandi því þarna færi tveggja ára vinna að heita má í súg- inn. Hann sagði að Hnokki hefði verið mjög stressaður allan tímann í flutningum frá Islandi á mótsstað og hefði hann verið afar flatur og stífur í hreyfingum þegar hann byrj- aði að teyma hann fyrst á eftir og líklega hafi hann tognað þegar hann fór að ríða honum. Inn í stað Atla og Hnokka koma þau Hulda Gústafsdóttir og Stefnir frá Tunguhálsi og sagði Sigurður Sæmundsson liðsstjóri það vissulega skaða að missa Atla og Hnokka út úr liðinu en hinsvegar benti hann á að ekki hefði miklu munað á þeim í úrslitum í fimmgangi á íslandsmót- inu á dögunum. Þá sagðist Sigurður eiga von á því að þessi breyting myndi auka möguleika íslendinga í slaktaumatöltinu þar sem Stefnir hafí verið mjög sterkur fyrir en þau verði ekki með í gæðingaskeiði þar sem búast mátti við góðri frammi- stöðu hjá Atla og Hnokka. HJOLREIÐAR Brautarmet w I Á sunnudaginn hélt Hjólreiðafélag Reykjavíkur hina árlegu Kamba- keppni í götuhjólreiðum, sem haldin hefur verið á hveiju ári síðan 1990. Hjólað er frá Hveragerði upp Kam- bana og er endamarkið við slysa- varnarskýlið á Hellisheiðinni en það eru 9 kílómetra leið. Sigurvegari varð Einar Jóhanns- son á nýju brautarmeti, 18 minútum og 37 sekúndum, sem er 22 sekúnd- um minna en gamla metið en það setti Einar sjálfur 1991. í öðru sæti varð íslandsmeistarinn í götuhjól- reiðum Bjarni Svavarsson á 12,21 og í þriðja Jens Viktor Kristjánsson á 22,40 mínútum. MIÐVIKUDAGUR 2. AGUST GOLF BLAÐ C Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Björgvin með forystu BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili hefur forystu í meistaraflokki karla eftir fyrsta keppnis- dag á landsmótinu í golfí á Strandarvelli við Hellu. Hann mundar hér eina kylfu sina í gær, íbygginn á svipi. Karen Sævarsdóttir er hins vegar efst í meistaraflokki kvenna. ■ Landsmótið / C2-C3 Arnór Guöjohsen Amór nær 60. landsleiknum gegn Sviss Asgeir Elíasson landsliðsþjálfari hefur valið lands- liðshóp fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni Evrópukeppninnar á Laugardalsvelli miðvikudaginn 16. ágúst. Hópurinn telur 23 leikmenn en föstudag- inn 11. ágúst verður fækkað niður í 18 leikmenn. Leikurinn hefst klukkan 21, en sá leiktími er hugsað- ur til að 'fjölskyldufólk komist frekar á völlinn og einnig vegna sviss- neskra sjónvarpsáhorf- enda. Eftirtaldir leikmenn eru í hópnum: Mark- verðir: Birkir Kristins- son, Fram, Friðrik Frið- riksson, ÍBV og Kristján Finnbogason, Kr. Varnarmenn: Guðni Bergsson, Bolton, Krist- ján Jónsson, Fram, Izudin Daði Dervic, KR, Sigursteinn Gíslason, ÍA, Hlynur Birgisson, Örebro, Ólafur Adolfsson, ÍA. Miðjuleikmenn: Ólaf- ur Þórðarson, ÍA, Rúnar Kristinsson, Örebro, Þor- valdur Örlygsson, Stoke City, Sigurður Jónsson, ÍA, Arnar Grétarsson, Breiðabliki, Hlynur Stefánsson, Örebro, Haraldur Ingólfsson, ÍA og Gunnar Odds- son, Leiftri. Framherjar: Arnór Guðjohnsen, Örebro, Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart, Arnar Gunnlaugsson, ÍÁ, Bjarki Gunnlaugsson, ÍA, Ríharður Daðason, Fram, Einar Þór Daníelsson, KR. Arnór Guðjohnsen er sá eini í hópnum sem nær tímamótaleik að þessu sinni. Leikurinn gegn Sviss verður 60. leikur hans með landsliðinu. Að sögn Eggerts Magnússonar formanns KSÍ verð- ur lagt upp í þennan leik sem stórleik og býst hann við um 15 þúsund áhorfendum enda eru íslendingar ósigraðir á árinu. í Sviss er mikill áhugi fyrir leikn- um og er búist við að um 1.200 áhorfendur mæti þaðan fyrir utan fjölmiðla enda eru möguleikar þeirra á að komast áfram í Evrópukeppninni góðir. Hörðurgetur teflt fram sterk- asta liðinu Islenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönn- um 21s árs og yngri leikur við Svisslendinga þriðjudaginn 15. ágúst að Kaplakrika i Hafnarfirði og hefst sá leikur klukkan 16. Hörður Helgason landsliðsþjálfari hefur valið hópinn og sagði á fundi með blaðamönnum í gær, er liðið var tilkynnt, að þetta væri í fyrsta sinn sem hann gæti teflt fram öllum þeim leikmönnum sem hann vildi. í hópnum eru: Markverðir Atli Knútsson, KR, Árni G. Arason, ÍA og Kjartan Sturluson, Fylki. Vamarmenn Brynjar Gunnarsson, KR, Hákon Sverr- isson, Breiðabliki, Hermann Hreiðarsson, ÍBV, Kjart- an Antonsson, Breiðabliki, Lárus Orri Sigurðsson, Stoke City, Óskar H. Þorvaldsson, KR, Pétur Mar- teinsson, Fram og Sturlaugur Haraldsson, ÍA. Miðju- menn Auðun Helgason, FHS Eiður Guðjohnsen, PSV Eindhoven, ívar Bjarklind, IBV, Kári Steinn Reynis- son, ÍA, Pálmi Haraldsson, ÍA, Rútur Snorrason, ÍBV, Sigurður Örn Jónsson, KR og Sigurvin Ólafs- son, Stuttgart. Framherjar Guðmundur Benedikts- son, KR, Helgi Sigurðsson, Stuttgart, Kristinn Lár- usson, Val, Stefán Þ. Þórðarson, ÍA, Tryggvi Guð- mundsson, ÍBV og Þórður Guðjónsson, Bochum. Met Pedrosos ekki staðfest? Á FUNDI alþjóða fijálsíþróttasambandsins sem nú fer fram í Gautaborg var staðfestingu á heimsmeti Ivans Pedrosos í langstökki frestað til næsta fundar sem verður í haust á meðan verið er að kanna málið til hlítar. Sem kunnugt er þykir vafi leika á heims- met Kúbumannsins hafi verið sett við löglegar að- stæður. Á myndum sem áhugamyndatökumaður tók á leikvanginum á sama tíma og Pedroso stökk sést maður klæddum bláum jakka standa nálægt vind- mælinum og vilja sumir meina að hann hafi geta haft áhrif á mælinguna. Það þykir einstakt lán fyrir Pedroso hafí vindurinn ekki venð nema 1,20 m á sek. þegar hann stökk því aðeins einn keppandi til viðbótar náði einu löglegu stökki. ÞÁTTTÖKU ANDRESAR GUÐMUNDSSONARIIÞROTTUM ?/C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.