Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 C 3 | , LANDSMÓTIÐ í GOLFI LANDSMÓTIÐ í GOLFI Björgvin Sigurbergsson bestur á einu yfir pari Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson HVERIMIG bjarga ég þessu? Karen Sævarsdóttir byrjaði ekki vel í gær og veltir hér fyrir sér hvernig best sé að slá eftir að hafa slegið út í karga á einni af fyrstu brautunum. Hún lék betur síðari hlutann og hefur forystu í meistaraflokki kvenna — að vanda má segja, en Karen hefur haft yfirburði síðustu ár. Rétt að byrja Meistaraflokkur karla lék fyrsta af fjórum hringjum landsmótsins í gær og var skor keppenda upp og SkúliUnnar ofan. Björgvin Sig- Sveinsson urbergsson ur Keili skrifar er með forystu, lék á einu höggi yfir pari vallarips og kom því inn á 71 höggi. í öðru til þriðja sæti eru þeir Helgi Þórisson úr GS og Þórður Emil Ólafsson úr Leyni, báðir á 73 höggum. Örn Arnarson úr GA er í fjórða sæti á 74 högg- um. Björgvin var ánægður með að hafa forystu eftir fyrsta dag. „Auð- vitað er ég ánægður með skorið og að vera í fyrsta sæti. Eg var á einu undir pari eftir þrettán holur en fékk svo skolla á næstu og þeirri sautjándu. Mér leið mjög vel yfir púttunum í dag og notaði 27 pútt sem ég held að sé mjög gott. En þetta er nú bara fyrsti dagurinn og mótið er rétt að byija. Völlurinn er góður og karginn er í lagi hérna, alla vega í dag. Ég hitti bara þrjár brautir þannig að það er allt í lagi að vera ekki á braut,“ sagði Björg- vin. Björgvin hefur verið í þriðja sæti síðustu þijú árin, en er hann nokk- uð að hugsa um það sæti? „Ég hef það sæti auðvitað í bakhödninni ef ég skyldi ekki ná í fyrsta sætið. Ég á þriðja sætið,“ sagði Björgvin bros- andi. Það hefur verið sagt að úrslitin ráðist á og kringum flatirnar og það má vel vera satt því næstu menn notuðu tveimur púttum meira en Björgvin og eru tveimur höggum á eftir honum. „Ég hef verið að spila vel í sum- ar og vona að það breytist ekki núna. Ég hef leikið nokkuð stöðugt og þetta er hætt að vera ping-pong eins og það var,“ sagði Helgi sem lenti þó í klandri á 3. braut sem er par 4. „Ég lenti í karganum hægra megin og átti síðan lélegt högg og endaði með því að fá góða sjöu á hana,“ sagði Helgi. Akurnesingurinn Þórður Emil hefur löngum þótt slá mjög vel en hann hefur hins vegar átt í erfiðleik- um með púttin. „Púttin hafa verið að lagast síðustu tvær vikurnar og þau duttu í dag og ég held að mót- ið ráðist mikið á þeim, sérstaklega vegna þess að það er svo hvasst. Ég er ánægður með daginn og vona að þetta haldi svona áfrarn," sagði Þórður Emil. Sigurpáll Geir Sveinsson, ís- landsmeistarinn frá Akureyri, kom inn á 76 höggum. „Ég er þolanlega ánægður með daginn. Þetta er rétt byijunin og hann segir ekkert. Ég vona bara að það lægi aðeins og alla vega má ekki slá flatirnar svona snöggt ef vindurinn verður svona mikill því þá fýkur boltinn jafnvel undan vindi og á móti hallanum. Ég hef púttað mjög vel í sumar en púttaði skelfilega í dag,“ sagði Sig- urpáll við Morgunblaðið. Hvað gerir Ólöf gegn Karen? ÓLÖF María Jónsdóttir er í öðru sæti í meistaraflokki kvenna, þremur högg- um á eftir Karenu. Úlfar Jónsson, fyrr- um íslandsmeistari, spáði henni sigri í ár og Ólaf María byrjaði vel. Hafði forystu eftir fyrri níu holurnar í gær á 35 höggum en lék þann seinnl á 43 og er þremur höggum á eftir Karen eftir fyrsta keppnisdag af fjórum.. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson íuérnR FOLK ■ TÓMAS Karlsson úr Golfklúbbi Akureyrar var óheppinn á fyrsta degi keppninnar í 2. flokki. Hann lék alveg ljómandi vel, fyrri níu holunar á 34 höggum, einu höggi undir pari, og kom inn á 78 höggum, sem hefði nægt í annað sætið, en Tómas sigr- aði í 3. flokki á síðasta landsmóti. ■ TÓMAS var svo óheppinn á mánudaginn að skrifa undir kortið sitt þar sem sagði að hann hefði leikið á 77 höggum. Skrifarinn hafði litið undan á 18. flöt á meðan Tóm- as púttaði og hélt hann hefði fengið par, 3 högg, en hann lék holuna á ijórum höggum. Þar með var honum vísað úr keppni. ■ ÓLAFUR Búi Gunnlaugsson úr Golfklúbbi Akureyrar keppir í 3. flokki og hann var sæll og ánægður þegar hann hafði lokið leik í gær. Hann hóf leik klukkan 5.30 um morguninn og sagði að það hefði ekki verið erfitt því hann hefði ekki verið vaknaður hvort sem var. Hann var hins vegar mjög ánægður með skorið, lék á 91 höggi og bætti sig um 26 högg frá deginum áður. ■ ANNAR kylfingur var líka ánægður með lífið og tilveruna eftir leikinn í gær. Ingvar Jónsson úr Keili hafði bætt sig um 20 högg frá mánudeginum. ■ ÁSGEIR Sigurvinsson var ekki ánægður með hringinn hjá sér í gær, en hann var í síðasta riðli þar sern hann var með næst besta skor- ið. Ásgeir lék á 83 fyrri hringinn en í gær lék hanná 100 höggum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rðgnvaldsson Orkuhleðsla íkuldanum BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili í Hafnarfirði nærir sig í kuldanum á Strandarvelli við Hellu í gær. Hann lék vel og kom inn á 71 höggi — hefur tveggja högga forystu á Helga Þórisson úr GS, sem er á mynd- inni hér til hliðar, og Þórð Emil Ólafsson úr Leyni. Eins og sjá má á Björgvin var kalt á Hellu í gær — hvasst var og rigning — þannig að hann og aðrir keppendur voru fljótir að skella á sig lúffum eða annars konar veijum á hendurnar milli högga. íslendingar mæta með sitt sterkasta lið. Hvað með þig? Karen Sævarsdóttir hefur þriggja högga forystu í meistaraflokki kvenna Svipuð keppni og venjulega Skúii Unnar Sveinsson skrifar Karen Sævarsdóttir, sexfaldur íslandsmeistari úr Keflavík, virðist ekki taka mark á ummælum manna um að nú loksins verði ein- hverjar til að veita henni verðuga keppni í meistara- flokki kvenna. Karen hefur þriggja högga forystu eftirfyrsta hring, lék á 75 höggum, en Ólöf María Jóns- dóttir úr Keili lék á 78 höggum. Þórdís Geirsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á 81 höggi, Ragnhildur Sigurð- ardóttir úr GR er fjórða með 83 högg og Herborg Arnardóttir úr GR var á 86 höggum í gær. Karen byijaði ekki beint vel í gær. Hún var komin fjóra yfir par eftir fimm holur en iék það sem eftir var á einu yfir pari. „Ég fór bara að hugsa um að fá par, par og par. Ég vandaði mig vel við pútt- in og þau gengu bara vel, nokkuð sem hefur ekki verið mín sterkasta hlið upp á síðkastið. Ég átti mörg slæm högg í dag en líka nokkur ágæt en ég á að geta leikið betur,“ sagði Karen. Hún sagði vöilinn ágætan og ekki eins harðan og hún hefði búist við. En verður þetta einstefna hjá henni að sjöunda meistaratitlinum? „Nei, það held ég ekki. Stelpurnar geta spilað vel og Ólöf var að leika ágæt- lega í dag en gekk illa á nokkrum holum. Þetta er alls ekki búið og verpur vonandi spennandi.“ Ólöf María var ekki beint ánægð með árangurinn á seinni níu holun- um. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég fór að leika eitthvert vamargolf og var alls ekki nógu grimm. Ég ætla að vona að við náum að veita Karenu einhverja keppni, við höfum jú stefnt að því undanfar- in ár og nú var ætlunin að standa við það,“ sagði Ólöf María. Tommy Armour og Ping vinsælustu settin EINS og undanfarin ár athugaði Morgunblaðið hvernig golfsett, bolta og golfskó meistaraflokks- kylfingar nota á landsmóti. Það eru 48 kylfingar í .meistaraflokki karla og kvenna og þeir nota golf- sett af 14 mismunandi tegundum, 7 mismunandi golfbolta og 9 mis- munandi gerðir af skóm. Þegar golfsettin eru skoðuð kemur í ljós að það er dálítið mik- ið blandað í pokum margra kylf- inga. Átta kylfingar nota Tommy Armour og aðrir átta Ping sett. Maxfli og Hogan koma þar á eft- ir en sex kylfingar nota þannig sett og fimm eru með Slazenger. Þrír eru með Mizuno og Taylor Made, tveir með Wilson og Maru- man og síðan er eitt sett af King Cobra gerð, annað af Lynx, Pinseeker, Spalding og Titleist. Titleist hefur nokkra yfirburði í boltum en 22 kylfingar nota slíka bolta. Næst vinsælasti boltinn er Top Flite en 11 slíkir eru notaðir í meistaraflokkunum. Sjö nota Maxfli bolta, fimm eru með Slaz- enger og síðan er einn með Hog- an, annar með Ultra og einn með Rextar, en þeir boltar voru mjög vinsælir í fyrra en fást ekki hér á landi lengur. Flestir nota Etonic og Footjoy skó, 14 með hvora gerð fyrir sig. Sex eru í Stylo skóm, fimm í Mizuno, tveir í Nike og einn í Reebok, annar í Cotswort og einn í Phoenix. Mm FOLK ■ MJÖG gott skor var á fyrsta degi hjá 3. flokki karla og þar lék til dæmis Torfi Sigurðsson frá Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík á 81 höggi og tveir GR-ingar voru á 83 höggum, Ásgeir Sigurvins- son og Öttar Guðnason. ■ ÍVAR Hauksson tekur nú þátt í landsmóti í fyrsta sinn í sjö ár og er enn í meistaraflokki eins og hann var fyrir sjö árum. ívar kepp- ir fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. ■ VIÐAR Oddgeirsson upptöku- maður hjá Sjónvarpinu er annar tveggja sem tekur upp golfið fyrir RÚV, hinn er Friðþjófur Helga- son. Viðar var að mynda meistara- flokk kvenna þegar stúlkurnar hófu leik í gær og þegar Herborg Arnarsdóttir var að fara að slá hringdi GSM sími sem hann var með þannig að Herborg varð að hætta við að slá. ■ SIGURÐUR Pétursson golf- kennari hjá GR sat þar rétt hjá og hann var einnig með GSM síma og stökk kappinn á fætur og rauk í burtu því hann hélt að það væri hans sími sem væri að hringja. ■ SIGURPÁLL Geir Sveinsson núverandi íslandsmeistari og Birg- ir Leifur Hafþórsson léku saman í riðli í gær og þegar þeir voru að athuga boltana kom í ljós að þeir áttu bara Top Flite númer 4 í pok- um sínum og urðu því að merkja þá með tússi til að aðgreina þá. ■ ÞORSTEINN Geirharðsson úr Keflavík skar sig nokkuð úr í ' gær. Hann er örvhentur og það eru ekki margir þannig í meistara- flokki og svo var hann í fallega gulum regnfötum. Hann sagði að dóttir sín hefði sagt að hann yrði að vera svona klæddur því ef illa gengi gæti hann alltaf þóst vera starfsmaður, en þeir eru klæddir í fagurgula galla. ■ OTTAR Guðnason úr GR hef- ur forystu í 3. flokki karla þegar einn hringur er eftir og getur því tryggt sér sigur í dag. Það er ekki langt síðan hann hóf að leika golf, byijaði í fyrrasumar en hefur náð góðum tökum á íþróttinni. I kvöld kl. 20.00 mætast í 2. deild karla á Islandsmótinu í knattspyrnu á Valbjarnarvelli í Laugardal. VÍKINGUR - STJARNAN Fjölmennum á völlinn KAUPÞINCí HF ÚRSLIT Golf Landsmótið á Strandarvelli MEISTARAFLOKKUR KVENNA: Eftir 18 holur af 72. Karen Sævarsdóttir, GS...............75 Ólöf María Jónsdóttir, GK............78 Þórdís Geirsdóttir, GK...............81 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR........83 Herborg Amarsdóttir, GR..............86 1. FLOKKUR KVENNA: Eftir 18 holur af 72. Rut Þorsteinsdóttir, GS..............83 Erla Þorsteinsdóttir, GS.............84 Magdalena S. Þórisdóttir, GS.........85 Sigríður Mathiesen, GR...............85 Ásthildur M. Jóhannesd., GR..........86 Erla Adolfsdóttir, GA................86 Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS.........87 2. FLOKKUR KVENNA: Eftir 18 holur af 54. Auður Jóhannsdóttir, GK..............90 Lilja Karlsdóttir, GK................90 Helga Rut Svanbergsdótthv GKj........96 Guðrún Guðmundsdóttir, GK...........97 Sigrún Sigurðardóttir, GG............98 Kristín Guðmundsdóttir, GR...........99 Kristín Magnúsdóttir, GR.............99 MEISTARAFLOKKUR KARLA: Eftir 18 holur af 72. Björgvin Sigurbergsson, GK...........71 Helgi Þórisson, GS...................73 ÞórðurE. Ólafsson, GL.....;..........73 Öm Amarson, GA.......................74 ÁsgeirGuðbjartsson, GK...............75 Birgir L, Hafþórsson, GL.............75 Björgvin Þorsteinsson, GA............75 Hjalti Atlason, GR...................75 Jón Haukur Guðlaugsson, GKj...........75 Kristinn G. Bjamason, GL........... 75 Sæmundur Pálsson, GR.................75 Sveinn Sigurbergsson, GK.............75 Bjöm Knútsson, GK....................76 Einar Long Þórisson, GR..............76 Hjalti Pálmason, GR..................76 Kristinn Óskarsson, GS...............76 Sigurpáll Sveinsson, GA..............76 Kristján R. Hansson, GK..............77 Jón SteindórÁmason, GA................78 Sigurður Hafsteinsson, GR............78 Tryggvi Pétursson, GR.................78 Davíð Jónsson, GS....................79 Þorkell Snorri Sigurðsson, GR........79 Örn Ævar Hjartarson, GS..............79 Gunnar Þór Halldórsson, GK...........80 Gunnsteinn Jónsson, GK...............80 Vilhjálmur Ingibergsson, NK..........80 Guðmundur Sveinbjömsson, GK..........81 Halldór Birgisson, GHH...............81 Helgi Dan Steinsson, GL..............81 ívar Hauksson, GKG...................81 Sigurður Sigurðsson, GS..............81 Tómas Jónsson, GKj...................81 Þórleifur Karlsson, GA...............81 Helgi Anton Eiríksson, GR............82 Tryggvi Traustason, GK...............82 Rúnar Geir Gunnarsson, NK............84 SigurðurH. Ringsted, GA..............84 Sturla Ómarsson, GR..................84 Birgir Haraldsson, GA................85 Guðmundur R. Hallgrímsson, GS........85 Einar Bjami Jónsson, GKj..............86 Þorsteinn Geirharðsson, GS............89 1. FLOKKUR KARLA: Eftir 36 holur af 72. Sigurþór Sævarsson, GS.......79 82 161 GuðmundurJ. Óskarsson, GR..77 84 161 Friðbjöm Oddsson, GK.........84 78 162 Albert Elísson, GK...........80 82 162 Öm Gíslason, GK..............77 85 162 Jens Sigurðsson, GR..........84 79 163 Skúli Ágústsson, GA..........81 82 163 Páll Ketilsson, GS...........79 84 163 Magnús Hreiðarsson, GH.......79 84 163 Steindór Ingi Hall, NK.......76 87 163 SigurbjömÞ. Óskarsson, GV....83 81 164 Sveinn K. Ögmundsson, GR.....83 81 164 Hörður Gylfason, GR..........81 83 164 Rósant F. Birgisson, GL......81 83 164 Eiríkur Guðmundsson, GR......79 85 164 2. FLOKKUR KARLA: Eftir 18 holur af 54. Davíð Friðrikssson, GG................76 Ingvi Árnason, GB.....................78 Ólafur Már Gunnlaugsson, GKj..........80 Sigurður Jónsson, NK..................80 ívar Harðarson, GR...................81 3. FLOKKUR KARLA: Eftir 36 holur af 52. Óttar Guðnason, GR...........83 83 166 Páll Gunnarsson, GS..........85 83 168 Ríkharður Hrafnkelsson, GMS86 83 169 Már.Hinriksson,.GR...........86 84 170 Torfi Sigurðsson, GJÓ........81 89 170 HaukurGíslason, GOS..........90 82 172 Gunnar Gunnarsson, GKj.......88 84 172 í kvöld Knattspyrna 2. deild: Akureyri: KA - Víðir.............20 Borgarnes: Skallagr. - Þróttur R. 20 LR7iíQllur:.ÍR.í.Fylkir..........20 Kópavogur: HK - Þór A............20 Víkingsvöllur: Víkingur - Stjarnan20 3...deild;...................... Dalvík: Dalvík - Höttur..........20 Fjölnisvöllur: Fjölnir - Leiknir R. ...20 ísafjörður: Bl - Ægir............20 Neskaupss.: Þróttur N,- Haukar ...20 Selfoss: Selfoss-Völsungur......20 4. dcild: Hofsós: Neisti H.- Hvöt..........20 Sauðárkrókur: Þrymur - SM.......20 Siglufiörður: KS - Magni.........20 Djúptvogur: Neisti D.- KBS......20 Reyðarfjörður: KVA - Sindri.....20 Þórshöfn: UMFL - Huginn.........20 Vestm.eyjar: Framherj. - Víkveiji20 Björgvin komst í tæka tíð BJÖRGVIN Þorsteinsson, einn sigursælasti kylfingur Islands, komst í tæka tiða frá Briissel til að taka þátt í landsmótinu, en þetta er 32. landsmótið í röð sem Björgvin keppir í. Hann er lög- fræðingur að mennt og var í Brussel við störf síðustu daga og ekki var öruggt að hann gæti lokið vinnunni þar áður en mótið hæfist. En það tókst en þá átti eftir að koma sér til landsins og það tókst eftir nokkra leit að lausu fari. Honum tókst að fá far með leiguvél frá LTU frá Diisseldorf á mánudagskvöídið og lenti um miðnætti og var síðan mættur á teig í fyrsta riðli kl. 10.10 í gær- morgun. Menn fögnuðu honum að vonum enda höfðu sumir að orði að ef hann hefði ekki náð í tíma hefði verið við hæfi að fresta mótinu enda einstakt að taka þátt í 32 landsmótum í röð. Björgvin gekk ágætlega á fyrsta degi, er í 5.-12. sæti á 75 höggum, fjórum höggum á eftir nafna sínum Sigurbergssyni, sem hefur forystu. A myndinni til hliðar fylgist Björgvin Þorsteins- son með flugi kúlunnar eftir eitt upphafshöggið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.