Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ -f ! Verslunarmannahelgin EKKI á morgun heldur hinn í hefst ein mesta umferðarhelgi ársins, verslunarmannahelgin, sem er alltaf fyrstu helgina í águst. Á mánudaginn kemur, : 7. ágúst, er svokallaður frídagur | verslunarmanna, þá á margt afgreiðslufólk í verslunum í landsins frí. Víða um landið eru haldin allskonar mót, tónlistarhátíðir, bindindismót og fleiri mann- fagnaðir í þeim dúr. Og ekki má gleyma Þjóðhátíð (með stóru þodni) í Vestmannaeyjum. Upp- haf hennar má rekja alla leið aftur til ársins 1874, þegar ís- lendingar __ minntust 1000 ára búsetu á íslandi, sem er miðuð við árið 874, en það ár er talið að Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaðurinn á íslandi hafi sest hér að, í Reykjavík, sennilega við Aðalstræti í Kvo- sinni. Mikil hátíð var haldin á Þing- völlum árið 1874 en Vestmann- eyingar komust ekki upp á land vegna veðurs. Þeir dóu þó ekki ráðalausir frekar en oft áður f og héldu sína eigin þjóðhátíð á Heimaey, sem er stærst Vest- mannaeyja og þar sem byggðin er. . Eygló Egilsdóttir, 11 ára, Heiðartúni 2, 900 Vestmanna- eyjum, er höfundur þessarar , stórskemmtilegu myndar frá Þjóðhátíð. Hún bað um að myndin birtist 26. júlí því að hún átti afmæli 27. júlí. Ekki gátum við orðið við þeirri bón vegna þess að bréfíð hennar barst okkur ekki fyrr en 24. júlí og þá var búið að útbúa blaðið sem birtist þann 26. til prentunar. En við óskum þér, Eygló mín, til hamingju með afmælið. Ertu þá loksins orðin 12 ára? Ætli það sé ekki pabbi henn- ar sem er að borga verðinum aðgangseyrinn og líklega er það hún Eygló sem situr aftur i (auðvitað) og horfír spennt út um gluggann. Vonandi er hún ekki búin að losa öryggisbeltið. Þama sjást nokkur hinna frægu tjalda sem setja sterkan svip á Þjóðhátíðina. Það sést móta fyr- ir manneskju inni í einu þeirra og hefur verið kveikt á lampa eða prímus þar inni. Merki íþróttafélaganna tveggja í Vest- mannaeyjum, Týs og Þórs, sjást í hlíðinni inni í Heijólfsdal þar sem hátíðin fer fram. Búið er að kveikja í brennunni, sem er eitt einkenna hátíðarinnar, og heilmikil flugeldasýning er farin í loftið. Krakkar, hvort sem þið farið eitthvað eða ekkert um verslun- armannahelgina, gerið eitt - farið VARLEGA. GÓÐA SKEMMTUN! Örn heitir þessi geðþekki mað- ur, sem ýtir hundinum Depli í rólunni. Örn eða Öddi eins og við köllum hann í amstri dags- ins hefur ’ekki atvinnu af að ýta hundum alla daga, heldur er hann einn af þeim mörgu á Morgunblaðinu sem kemur nærri vinnslu Myndasagnanna í hverri einustu viku. Hann situr oft við svokallaða um- brotstölvu og raðar myndunum ykkar og orðunum inn á blað- síðurnar eins og útlitsteiknar- inn er búinn að ákveða hvern- ig þær eiga að vera. Það, sem þið eigið að gera, þægu börn, er að finna hvaða fimm atriði eru ekki nákvæm- lega eins á báðum myndunum. Hann Öddi er nefnilega mein- stríðinn og fannst tilvalið að reyna á þolinmæði ykkar og gerði smá breytingar, fimm talsins, á annarri myndanna. Þið græðið ekki neitt á að leita að lausnum í blaðinu, þær eru í kollinum ykkar. Gangi ykkur nú vel og ekk- ert hangs. ÍKr&thfí jSJÁÞU.'þusteirLX/tf HVERJU ÍARBAHPíUU I MimsícjLPl /WI6 lU/rt þl606 HOPfAtfiMfr4 TIL Þfi wppóGumeA^ ?__________- AFþví AN/ bAPEK AP GEZA EITTMAVA fAF I4VEKJU VERP ÉQ AP GERA ElTTHVA^ m LANGAe EkXI TIL AD 6FRA NEITT. MIG LANGAR 0AZA AV 5LÆPA5T.. MAWR. 6ETUR EK.ICI BARA SL/E9ST. / EKK) HORFA A v M16.. É6 ERBARA . AP SLÆPAST... j (\G \ HAGAR. MAPlX 9ÍR öOC»í bO $6ar ufi ■ ^iUoíeiaci/ í meitt/ / Míms É&ÉÉ \ \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.