Morgunblaðið - 03.08.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 03.08.1995, Síða 1
80 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 174. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLA.ÐSINS Króatar vígreifir fyrir samningafund í Genf um framtíð Krajina-héraðs Reuter BOSNÍUMAÐUR hjólar fram hjá vegg af bílum í hverfinu Dobrinja í Sarajevó í gær. Veggurinn var reistur til þess að verja vegfar- endur fyrir árásum leyniskyttna. Ibúar Sarajevó hafa verið án gass, rafmagns og rennandi vatns frá því í lok maí. Hundrað þúsund manna lið vígbúið gegn Serbum Zagreb, Sar^jevo, Moskvu. Reuter. KRÓATAR og Serbar í Bosníu og Krajina-héraði í Króatíu safna nú miklu liði til að ná aftur Krajina-hér- aði. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna bendir flest tii þess að deiluaðilar stefni í stórstyijöld. „Við teljum að nú séu um 100.000 full- búnir hermenn í liði Króata, reiðu- búnir til orrustu, og allt að 50.000 Serbar,“ sagði Chris Gunness, tais- maður SÞ í Zagreb í gær. Fulltrúar Króatíustjórnar og Krajina-Serba munu hittast í Genf í dag til samn- ingaviðræðna en lítil von er talin vera um árangur. Herir Króata gerðu sprengjuárás- ir í gær á stöðvar Krajina-Serba skammt austan við höfuðstað þeirra, Knin. Að sögn Króata gerðu and- stæðingarnir árásir á svæði á valdi stjórnarhersins við bæinn Gospic norðan við Knin en ekki var skýrt frá manntjóni. Krajina-Serbar ráða yfir nokkrum herflugvélum og vörp- uðu þær sprengjum á sveitir Króata fyrr í vikunni. Ein af vélunum flaug inn í lofthelgi Bosníu í Bihac-héraði í gær en hvarf á brott er eftirlitsflug- vélar Atlantshafsbandalagsins urðu varar við hana. Tudjman setur úrslitakosti Franjo Tudjman Króatíuforseti hefur sett Krajina-Serbum úrslita- kosti, þeir verði innan 24 stunda frá því að viðræður í Genf hefjist að opna á ný mikilvægar járn- brautarleiðir um héraðið sem tengja suðurhéruð Króatíu við norðurhluta þess, einnig olíuleiðslur sem liggja um héraðið. Króatía hefur boðið Krajina-Serbum sjálfsstjórn í eigin málum en þeir hafnað. Þeir ráða nú yfir um fimmtungi landsvæðis Króatíu og vilja ekki una yfirráðum stjórnvalda i Zagreb sem þeir losn- uðu við með aðstoð Serbíu í stríði 1991. Króötum hefur þegar tekist að skera á aðflutningsleiðir til Knin. Króatíski herinn réðst inn í suðvest- urhluta Bosníu í liðinni viku og náði mikilvægum svæðum af Bosníu- Serbum sem sótt hafa þar að músl- imaborginni Bihac með aðstoð þjóð- bræðranna í Krajina. Slobodan Milosevic Serbíuforseti hefur hvatt deiluaðila í Bosníu til að semja um frið. Talið er ósennilegt að hann verði við bænum leiðtoga Serba í Bosníu og Krajina um hjálp, efnahagur Serbíu er í rúst vegna viðskiptabanns SÞ sem forsetinn vill fyrir alla muni fá aflétt. Svo gæti þó farið að hann yrði að láta undan þrýstingi þjóðernissinna heima fyrir ef Króatar virtust líklegir til að vinna fullnaðarsigur á uppreisnarmönnum í Krajina og þrengja jafnframt að Bosníu-Serbum. Rússar áhyggjufullir Rússar lýstu í gær yfir áhyggjum vegna liðssafnaðar Króata í Kraj- ina. Þeir tóku einnig undir gagnrýni margra Vestur-Evrópuþjóða á bandaríska þingið fyrir að sam- þykkja að vopnasölubanni á Bosníu verði aflétt. Bosníu-múslimar fögn- uðu samþykktinni, bannið kemur mest niður á þeim þar sem þeir eiga lítið af öflugum .og nýtískulegum vopnabúnaði. Ekki er enn útilokað að Bill Clinton Bandaríkjaforseti geti hnekkt samþykktinni með neit- unarvaldi, sem tvo þriðju hluta þingheims þarf til að fella. Fórnarlamba orrustunnar um Okinawa minnst Heimsókn keisarans mótmælt Naha. Reuter. UM hundrað japanskir vinstrisinnar og námsmenn mótmæltu í gær heimsókn Akihitos keisara til Ok- inawa, syðstu eyju Japans, til að minnast á þriðja hundrað þúsunda manna sem féllu í orrustu, sem sagnfræðingar telja hina mann- skæðustu í síðari heimsstyijöldinni. Akihito heimsótti eyjuna í tilefni 50 ára afmælis stríðslokanna í mánuðinum. Mikill öryggisviðbún- aður var vegna heimsóknarinnar og 2.500 lögreglumenn gættu keis- arans og Michiko keisaraynju. Þau sluppu naumlega þegar bensín- sprengju var varpað að þeim þegar þau heimsóttu eyjuna árið 1975. „Keisarinn verður að íhuga alvar- lega hvers konar tilfinningar heim- sókn hans vekur meðal ættmenna þeirra sem létu lífið í stríðinu," sagði einn mótmælendanna, sem sökuðu keisarafjölskylduna um að hafa dregið Japan inn í stríðið. Fjórðungoir íbúanna lét lífið Um 140.000 íbúa Okinawa biðu bana í stríðinu, flestir á síðustu dög- um þess þegar japanskir hermenn háðu vonlausa baráttu gegn banda- ríska hernum. Alls er talið að 234.183 hafi fallið í orrustunni um Okinawa. Um fjórðungur íbúa Ok- inawa lét lífíð, svo og bandarískir og japanskir hermenn, auk Tævana og Kóreumanna í japanska hernum. Bandaríkjamenn hernámu eyjuna eftir stríðið þar til hún varð aftur hluti af Japan árið 1972. 28.000 af 58.000 bandarískum hermönnum í Japan eru nú á eyjunni. íbúarnir höfðu krafist þess árum saman að Hirohito keisari, faðir Akihitos, kæmi til eyjunnar til að biðjast afsökunar á þjáningum þeirra. Hann lést árið 1989 án þess að hafa stigið þar fæti. Úthafsveiðiráðstefna SÞ í New York Telja Norðmenn fá meira vald í Smugunni Ósló. Morgunblaðið. VAXANDI líkur eru nú taldar á að samkomulag náist á úthafsveiðiráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í New York sem á að ljúka um næstu helgi. Norskir ráðamenn lýsa ánægju sinni með drög að reglum sem eru til umræðu, segja að allt bendi til að strandríki fái aukið vald til að stjórna veiðum á umdeild- um úthafssvæðum, þ. á m. í Smug- unni. Jan Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, hyggst taka þátt í fundahöldunum síðustu dag- ana og sama er að segja um Brian Tobin, starfsbróður hans í Kanada. Að sögn Ara Edwalds, aðstoðar- manns Þorsteins Pálssonar sjávar- útvegsráðherra, var ætlunin að ráð- herrann héldi til New York í gær. Ekki náðist samband við íslensku samningamennina í gær vegna fundahalda. Væntanlegur samningur um út- hafsveiðarnar er afar flókinn og skiptist í 48 greinar. Verður reynt að ganga frá öllum lausum endum fyrir föstudag. Fréttastofan NTB segir að Evr- ópusambandið, ESB, muni sætta sig við að strandríkin fái að stöðva veiðar skipa sem ekki hlíti reglum er settar verða til að koma í veg fyrir rányrkju á úthöfunum. „Viðbrögð Kanadamanna vegna veiða spænsku togaranna við strendur Nýfundnalands eru að mörgu leyti lögfest í texta samn- ingsins,“ sagði Ulf Svensson, for- maður sænsku sendinefndarinnar. Fulltrúi Greenpeace-samtakanna fullyrti að ESB væri lítt hrifið af reglunum um löggæslurétt strand- ríkjanna og væri samningurinn að þessu leyti sigur fyrir strandríkin. Reuter AKIHITO Japanskeisari og Michiko keisaraynja ræða við nokkra Okinawa-búa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.