Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR' 3.‘ ÁGÚST 1995 FRETTIR Mórgunéláðið . Neyðarþjónusta á vegum Eurocard aðstoðar veika konu Morgunblaðið/Ámi Sæberg KONAN flutt um borð í sjúkrabifreið úr leiguflugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. Með leigu- flugifrá Grikklandi LEIGUFLUGVÉL frá frönsku neyðarþjónustunni GESA flutti unga íslenska konu með bakveiki frá Grikklandi til íslands í gær. Konan naut þjónustunnar vegna samninga Eurocard á íslandi við neyðarþjónustuna. Sigurður Jónsson, markaðs- fulltrúi Eurocard, sagði að mað- ur konunnar hefði tilkynnt um hastarleg veikindi hennar í Grikklandi á sunnudagskvöld. Fyrirtækið hefði svo látið GESA vita. Sigurður sagði að ákveðið hefði verið að senda konuna heim með leiguflugvél því ekki hefði verið nægilegt pláss fyrir sjúkra- börur í áætlunarvél fyrr en eftir nokkra daga. Hann sagði að flug- vélin sem flutti konuna hefði lagt upp frá Luton í Bretlandi kl. 9 í gærmorgun að staðartíma. Vélin hefði komið til Thessaloniki í Grikklandi kl. 14 og lagt af stað til íslands í gegnum Álaborg kl. 16. Flugvélin lenti um kl. 19 á Reykjavíkurflugvelli. Ungur piltur lést í slysi vid Borgarnes FJÓRTÁN ára piltur fórst í umferð- arslysi við Borgarnes í gærmorgun. Slysið varð skömmu fyrir klukkan hálfátta. Pilturinn var á reiðhjóli á leið í vinnuna og hjólaði af þvervegi, sem liggur úr gijótnámu fyrir ofan efstu húsin í Borgamesi, og inn á þjóðveg númer eitt. Eftir þeim vegi var vörubíl ekið í norðurátt og mun pilturinn hafa hjólað í veg fyrir hann. Ökumaður vörubílsins reyndi að koma í veg fyrir árekstur við piltinn og sveigði til hliðar. Hann fór út af veginum vinstra megin, miðað við akstursstefnu, valt og lenti á hliðinni úti í skurði. Bílstjóri vörubílsins slapp ómeiddur. Pilturinn var búsettur í Borgar- nesi. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. BÍLSTJÓRI vörubílsins reyndi að forða árekstri við piltinn með því að sveigja til hliðar en við það fór billinn út af. V er slunarmanna- helgin Hægviðri o g súld HÆGVIÐRI verður víðast hvar á landinu um verslunar- mannahelgina samkvæmt fimm daga veðurspá Veður- stofunnar. Hins vegar er hætt við að skúrir eigi eftir að angra tjaldbúa og aðra ferðalanga. Á föstudag eru horfur á suðvestlægri átt og víðast kalda. Skýjað verður með köfl- um og hiti 15 til 22 stig allra austast á landinu. Annars verður súld eða rigning og 10 til 14 stiga hiti. Á laugardag verður hæg vestlæg átt, dálítil súld með köflum vestan til á landinu en léttskýjað austan til. Hiti verð- ur 8 til 13 stig vestan til en 13 til 18 stig um landið austan- vert. Hæg vestanátt ríkir áfram á sunnudag. Sums stað- ar verður dálítil súld við vest- urströndina en annars létt- skýjað. Hiti verður 9 til 13 stig allra vestast en 14 til 20 stig annars staðar. Strekkingur og súld Daginn eftir tekur við strekkingur og dálítil súld allra vestast á landinu en annars vestlæg átt, gola eða kaldi og léttskýjað. Hiti verður 9 til 12 stig við ves'turströndina en 14 til 19 stig annars staðar. Horfur eru á suðvestangolu eða kalda á þriðjudag. Dálítil súld eða smáskúrir og fremur svalt verður vestanlands en léttskýjað og hlýtt austan til. Bíll fram af klettum BETUR fór en á horfðist þeg- ar fólksbifreið fór út af þjóð- veginum og féll 10-15 metra fram af klettum á Ytri- Strönd utan Hrútár við sunnanverðan Reyðarfjörð um hálfsjöleytið í gærkvöldi. Tveir menn voru í bílnum. Er talið að annar mað- urinn hafí rifbeinsbrotnað en hinn, sem var í öryggisbelti, slapp með skrámur. Okumað- urinn missti stjóm á bílnum þegar hvellsprakk á hjóli. Uppskrift að LSD í nýju tímariti sem dreift er til ungs fólks Ogruniii hvatti til birtingar r L L uqr^ppRrmtYM HVERNIGjGERA SKAL I..S.I>. í ELDHÚSINO! TÍMARITINU Kuski hefur verið dreift í 35 þúsund eintökum til ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára. Með- al efnis er uppskrift að LSD með fjórum athugasemdum, m.a. um það hversu hættulegt efni LSD sé, um að neysla þess sé ólögleg og að text- inn sé eingöngu ætlaður „til skemmt- unar, ánægju og yndisauka". Einar Þór Einarsson er ritstjóri Kusks og höfundur textans um LSD. Aðspurður um tilganginn með birt- ingu uppskriftarinnar sagði hann að þetta væri áhugavert efni, sérstak- lega vegna þess hversu auðvelt efnið væri í framleiðslu og upplýsingar um hana auðfáanlegar. Hann segist ekki telja neitt athugavert við að birta upplýsingar sem séu fáanlegar hvar sem er. Vekur athygli á gati í lögum - Finnst þér ekki ábyrgðarhluti að birta svona ef einhver færi nú að prófa þetta? „Þetta er frekar spurning um af- stöðu. Mín skoðun er sú að það eigi að vera leyfilegt að birta nokkurn veginn hvað sem er. Annað sem hvatti til birtingarinnar var náttúru- lega ögrunin. Auk þess er gat í lög- um sem ástæða er til að vekja at- hygli á. Eins og allir vita eru fíkni- efni ólögleg á Islandi og ólöglegt að auglýsa þau en samkvæmt áliti lög- fræðings, sem ég hef leitað til, er löglegt að birta svona lagað,“ sagði Einar. Hann sagði að hráefnið í upp- skriftina væri mjög óaðgengilegt. „Önnur af þessum tveimur fræteg- undum er ófáanleg á íslandi en hægt að panta hana erlendis frá. Tréspíra má ekki selja, samkvæmt upplýsing- um frá Lyfjaverslun íslands, nema gegn framvísun eiturbeiðni, sem lög- reglustjóri gefur út. Ég gerði þetta eins óaðgengilegt og ég gat því ég vildi helst ekki fá mikið af fólki til að prófa þetta,“ sagði hann. Kusk kemur nú út í fyrsta skipti en til stendur að framhald verði á útgáfunni. Einar sagði að til stæði að hafa meira efni af þessu tagi í blaðinu. „Ég kom höndum yfir ansi skemmtilegar uppskriftir um það hvemig hægt er að elda góðan mat úr kannabisefnum og eins hvemig hægt er að búa til nitroglycerín í baðkerinu hjá sér. Mér datt í'hug að halda áfram að ögra fólki svolítið með þessu ef um það yrði eining innan ritstjórnarinnar." Jakob Kristinsson lyfjafræðingur á rannsóknastofu Háskólans í lyfja- fræði sagðist ekki vita hvort einhver virk efni eða skynvilluefni væm í þeim frætegundum, sem nefndar eru í uppskriftinni, en þau em af plöntum af ættkvíslinni Ipomaea. Hins vegar væri alveg ljóst að ekki yrði LSD úr þeim efnum sem þarna væri bland- að saman. Hann sagðist telja mjög varasamt að birta svona lagað. I þeim leysiefnum, sem þama ætti að nota, væru banvæn eiturefni og þeim fylgdi mikil eldhætta. Þau væru óvíða höfð um hönd, aðallega notuð við rannsóknir og erfitt væri að komast yfír þau. Fræin gætu innihaldið vímugefandi efni Kristín Ingólfsdóttir lyfjafræðing- ur tók undir með Jakobi og sagði að úr þessari tilteknu blöndu yrði ekki LSD. Hún sagði að ýmsar plönt- ur af ættkvíslinni Ipomaea innihéldu efni sem væru efnafræðilega skyld LSD og gætu valdið ofskynjunum. Þess vegna gæti verið að þessi til- teknu fræ innihéldu einhver vímugef- andi efni en þau gætu þó ekki verið eins öflug og LSD. VÍ og VSÍ kæra heil- brigðis- gjöld VERSLUNARRÁÐ íslands og Vinnuveitendasamband íslands hafa leitað eftir áliti umboðs- manns Alþingis á lögmæti gjaldtöku svokallaðra mengun- ar- og heilbrigðiseftirlitsgjalda sem lögð eru á atvinnufyrirtæki í Reykjavík. Samtökin halda því fram að gjöldin séu lögð á óháð þjón- ustu eða þjónustutíðni við gjald- endur. Því sé um skattlagningu að ræða sem skorti lagastoð og bijóti gegn ákvæðum stjórnar- skrárinnar. Jafnframt eru gerðar at- hugasemdir við skiptingu gjald- enda í sérstaka gjaldflokka og bent á að sú skipting sé ekki byggð á hlutlægum viðmiðum. Sé í raun lagt í geðþóttavald embættismanna í hvaða flokk einstök fyrirtæki falla, en það getur skipt fyrirtækin tugum þúsunda króna. Slæmt að teflaá Internetinu ÍSLENSKIR skákmenn sem tefla á Internetinu hafa kvartað undan slæmu sambandi við keppinauta sína í útlöndum þegar skákir eru tefldar á ver- aldarvefnum. Margeir Péturs- son stórmeistari segir að oft taki það tíu sekúndur að skila af sér einum leik. Það sé fljótt að safnast saman. „Það veldur geysilegum óþægindum, þetta lélega sam- band,“ segir Margeir. Hann kveðst vita til þess að einn þjón- ustuaðili erlendis bjóði upp á sérstakt forrit sem heitir Time Stamp og jafnar út þann tíma sem það tekur að millifæra leik- ina. Það kosti hins vegar sitt að vera áskrifandi að slíku. Uppsagnir á Helg-arpósti HELGARPÓSTURINN kemur út í dag og næsta fimmtudag að sögn Kristins Albertssonar framkvæmdastjóra blaðsins. Kristinn segir að hluta starfs- manna þess hafí verið sagt upp, en þær uppsagnir séu þáttur í endurskipulagningu í kjölfar þess að ritstjóri blaðsins sagði nýlega upp störfum. Kristinn segir engar stór- vægilegar breytingar fyrirhug- aðar á útgáfu Mánudagspósts- ins og Helgarpóstsins og hann sjái ekki að hún stöðvist á næst- unni. Erfíð rekstrarstaða stafí af lausafjárskorti í kjölfar áskriftarherferðar. Starfandi ritstjóri er Sigurð- ur Már Jónsson og segir Krist- inn hann koma til greina áfram ; í stöðuna. Féll í sprungu á Langjökli UNG stúlka, starfsmaður Lang- jökuls hf., hrapaði nokkra metra ofan í sprungu á Lang- jökli í gær, en varð ekki meint af. Talið er að sprungan sé hyldjúp og sást ekki til botns, en stúlkan stöðvaðist þar sem hún þrengdist. Samferðarmenn stúlkunnar létu kaðal síga niður til hennar og tókst að draga hana upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.