Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 AKUREYRI i Mikið um að vera við Sundlaug Akureyrar um verslunarmannahelgina ## Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson FJOLDI fólks hefur sótt Sundlaug Akureyrar undanfarna góðviðrisdaga og búist er við fjölmenni um helgina þegar dagskráin Vatnavextir verður þar í gangi. V atnavextir í sundlauginni BLEYTUM vel í okkur um versl- unarmannahelgina, án áfengis, er yfirskrift Vatnavaxta ’95, en það er dagskrá sem efnt verður til í Sundlaug Akureyrar og er liður í hátíðinni Halló Akureyri. Miklar endurbætur hafa ver- ið gerðar á og við sundlaugina. í sumar var opnaður leikgarður á sundlaugarlóðinni þar sem eru rafmagnsbílar, hoppkastali, minigolf, risatrambolin og leik- svæði fyrir ung börn. Þá verður á morgun opnuð í leikgarðinum þrautabraut sem verður opin um helgina frá kl. 13 til 17. Ýmislegt verður um að vera í garðinum, þangað mætir furðufjölskylda um hádegi á laugardag, Skralli trúður og sonur verða á staðnum og brúðubíllinn verður með sýn- ingar bæði á laugardag og sunnudag. Diskó í sundi Sundlaugardiskó Greifans verður í lauginni á laugardags- kvöld, það er ætlað 14 ára og eldri og stendur frá kl. 22.00 til 24.00, en meðal annars verð- ur þá efnt til keppni milli fyrir- tækja í rennibrautunum. Yngri krakkar fá einnig tækifæri til að sækja sundlaugardiskó, en á sunnudagskvöld verður það fyr- ir 8-14 ára krakka og stendur frákl. 21.00 til 24.00. Greifinn mun reisa sölutjald á sundlaugarlóðinni þar sem boðið verður upp á grillrétti alla helgina. „Það verður mikið um að vera hjá okkur um verslunarmanna- helgina og við gerum ráð fyrir að hér verði mikið fjölmenni," sagði Kristinn Svanbergsson, umsjónarmaður Vatnavaxta ’95. Akureyrarbær Menntasmiðja kvenna á Akureyri óskar að ráða verkefnisfreyju Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun, þekkingu og reynslu á sviöi stjórnunar, skipulagningar og kennslu fullorbinna, auk þekkingar á stöbu og reynslu kvenna. Einnig er gerá krafa um færni i tölvunotkun, þekkingu á erlendum tungumálum s.s. ensku og noráurlandamálum, auk góórar islenskukunnáttu. Hæfni í samskiptum og tjáningu i ræ&u og riti er mikilvæg. Menntasmiöja kvenna á Akureyri er dagskóli fyrir konur án atvinnu, meS norræna dagháskóla/lýSháskóla og námskeiS sem þróuS hafa veriS fyrir konur hér á landi aS fyrirmynd. Hún er framlag Islands til norræna verkefnisins Voks Nær-þróunarverkefnis um fullorSinsfræSslu. MenntasmiSjan er þróunarverkefni sem unniS hefur veriS síSan um mitt ár 1994 á vegum Jafnréttisnefndar Akureyra-bæjar (sbr. 3. og 13. gr. laga nr. 28/1991) fjármagnaS meS styrkjum m.a. frá menntamálaráSuneyti og félagsmálaráSuneyti auk Akureyrarbæjar. VeriS er aS vinna aS því aS tryggja verkefniS sem tilraun til næstu tveggja ára, en markmiSiS er aS aSlaga hugmyndafræSi daglýSháskóla aS íslenskum veruleika og skapa skóla meS innihaldi og andrúmslofti sem getur gefiS fullorSnu fólki grunn sem hægt er aS byggja á í lífi og starfi... Kennsla og ráSgjöf í MenntasmiSjunni, ásamt daglegri stjórn, skipulagningu og rekstri er unnin í samvinnu starfskvenna MenntasmiSjunnar sem verSa fjórar í tveimur og hálfri stöSu auk stundakennara. Hlutverk verkefnisfreyju er að hafa yfirumsjón meS þróunarstarfinu, auk þess aS sinna kennslu. Rábningin er timabundin til eins árs meb möguleika á framlengingu. Kjör eru samkvæmt kjarasamningum STAK og Akureyrarbæjar. Haustönn Menntasmiöjunnar hefst 11. september nk. og er æskilegt að verkefnisfreyja geti hafið störf fyrir þann tíma. Umsóknarfrestur er til 11. ágúst nk. og skal umsóknum skilað á starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, á sérstökum eyðublöðum sem fást þar. Nánari upplýsingar gefa starfsmannastjóri og jafnréttisfulltrúi í síma 462-1000. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Strandgatan fegruð UNNIÐ hefur verið af kappi við að fegra umhverfi Strandgötunnar á Akureyri og er nú komið að lokafrá- gangi. Á steinvegg sem hlaðinn var að mestu í fyrrasumar verður á næstunni settur timburleiðari langs eftir öllum veggnum og þannig gefst þeim, sem eru í gönguferð um götuna, færi á að tylla sér nið- ur stundarkom eða jafnvel sitja sem fastast og virða fyrir sér útsýnið. Á myndinni er Sigurður Jósefsson, sem var í óða önn að leggja þökur meðfram gangstígnum í góða veðr- inu í gær. Til sölu er mjög gott verslunar/iðnaðarhúsnæði við Hjalteyrargötu á Akureyri. Hér er um að ræða steypt hús og er stærð þess samt. um 563 fm.Húsið skiptist þannig að á neðri hæð er mjög gott verslunar- og iðnaðarrými, en á efri hæð eru skrifstofur. Húsið er mjög vel staðsett fyrir hverskonar starfsemi og getur verið til afhendingar strax. Akureyri - verslunar/iðnaðarhúsnæði til sölu 0PH) fftÁ KL.1Q-12 0G 13 -17 462-6441 «írtiGNA SALAN EIGNAKiOR SKIPAOÖTU 1S-FAX: 401-1441 l lán*i»r sjift icttt kmdrnm* WtntAu í*n: itoautttm. Upplýsingar á fasteignasölunni Eignakjör, Akureyri, sími 462-6441 Tjamar- kvartettínn á tónleikum FJÓRÐA og síðasta tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi verður um helgina. Sönghópurinn Tjarnar- kvartettinn syngur á þrennum tón- leikum, í Raufarhafnarkirkju á föstudagskvöld, 4. ágúst kl. 21.00, í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit á sama tíma á laugardagskvöld og loks í Akureyrarkirkju kl. 17.00 á sunnudag, 6. ágúst. Tjamarkvarettinn skipa þau Rósa Kristín Baldursdóttir, sópran, Krist- jana Arngrímsdóttir, alt, Hjörleifur Hjartarson, tenór og Kristján Hjart- arson, bassi. Á efnisskránni eru m.a. þjóðlög í útsetningum íslenskra höfunda, gamlir madrigalár, negrasálmar, trúartónlist, djass og dægurlög. Tjamarkvartettinn hefur starfað frá árinu 1989 og kennir sig við Tjörn í Svarfaðardal. Hann hefur víða komið fram, sungið á fjölda tónleika norðan og sunnan heiða. Síðar í mánuðinum kemur hópurinn fram fyrir íslands hönd á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni í Tampere í Finn- landi. -----» ♦ ♦----- Snælda með lögum af söngvöku ÚT er komin snælda með lögum sem flutt em á söngvöku í Minjasafns- kirkjunni. Flytjendur era þau Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartar- son, en á snældunni flytja þau úrval laga af söngvökunni. Söngvökumar em haldnar á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21.00. Þeim fer nú að fækka og verður síðasta söngvakan fimmtu- daginn 10. ágúst. Það fara því að verða síðustu forvöð að heyra í þeim Rósu Kristínu og Þórarni í sumar en Rósa Kristín er á förum til Finn- lands með Tjarnarkvartettnum, þar sem þau koma fram á leiklistarhá- tíð í Tampere. Snældan er seld á Minjasafninu og kostar 1.000 krónur. -----♦ ♦ »----- Harður árekstur HARÐUR árekstur varð á gatnamót- um Glerárgötu og Gránufélagsgötu um kl. 10.00 í gærmorgun þegar tveir fólksbílar skullu þar saman. Farþegar úr báðum bílum voru fluttir á slysadeild en meiðsl voru smávægileg að sögn varðstjóra lög- reglunnar á Akureyri. Bílarnir skemmdust báðir mikið og voru dregnir af slysstað með kranabíl. -----------» ♦ ♦----- aBffBboflffl00 G7<3r 0ÐB •BBBBofii í Klúbbi listasumars og Karolínu flytur Hólmfríður Benediktsdóttir ásamt hljómsveit dagskrá með lög- um úr söngleikjum, mest eftir Kurt Weill en einnig Bernstein, Webber og Gershwin. Dagskráin verður flutt í kvöld, fimmtudags- kyöldið 3. ágúst, og hefst kl. 22.00. Hljómsveitina, sem leikur með Hólmfríði, skipa þeir Karl Olgeirs- son, píanó, Jón Rafnsson, kontra- bassa, og Karl Petersen, trommur. Söngvaka verður í Minjasafns- kirkjunni í kvöld og hefst hún kl. 21.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.