Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ KÆRUNEFND fjöleignarhúsa- mála komst nýlega að þeirri niður- stöðu að kostnaði vegna teppalagn- ingar í stigahúsi fjölbýlishúss beri að skipta í samræmi við eignar- hluta hvers og eins, en ekki jafnt milli allra eigenda. í lögum um fjöl- eignarhús kemur fram sú megin- regla að sameiginlegum kostnaði skuli skipta á þann hátt sem kæru- nefndin ályktaði, en lögin gera ráð fyrir nokkrum undantekningum. Til dæmis þegar um er að ræða viðhalds- og rekstrarkostnað lyftu, en þá skiptist kostnaður að jöfnu, óháð eignarhluta. Annað dæmi um undantekningu er þegar unnt er að mæla óyggjandi not hvers og eins. Ósammála um skiptingu kostnaðar Forsaga þess að leitað var til kærunefndar vegna teppalagning- ar er sú að í apríl 1995 var teppi endurnýjað í stigahúsi fjölbýlishúss nokkurs. Meirihluti húsfélagsins taldi að kostnaði ætti að skipta jafnt milli íbúðareigenda eða í sam- ræmi við not þeirra. í rökstuðningi meirihlutans kom fram að fleiri íbúar væru að jafnaði í minni ibúð- um og slitu gólfteppi því meira en íbúar annarra íbúða. Þá taldi meiri- hlutinn að stigi gegndi sama hlut- verki og lyfta og á þeirri forsendu bæri að skipta kostnaði jafnt. Minnihluti húsfélagsins var þessu ósammála og var þá leitað til kærunefndar fjöleignarhúsa- mála. Þótt álit kærunefndar sé ekki bindandi er nefndin opinber álitsgjafi og má því gera ráð fyrir að menn sætti sig við niðurstöður hennar. Islenskt blómkál lækkar ÍSLENSKT blómkál er að Iækka í verði þar sem aukið magn af því er að koma í verslanir þessa dag- ana. Að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna er blómkálið þétt og fallegt þetta árið enda verið hagstæð tíð fyrir blóm- kálssprettu að undanförnu. íslenskar kartöflur eru að koma á markað og í næstu viku verða þær eflaust komnar víða í verslan- ir. Þær eru aðeins seinna á ferðinni en í fyrra. Þá eru fyrstu íslensku gulræturn- ar að koma í búðir, reyndar hafa um skeið verið til inniræktaðar gulrætur en það eru útiræktaðar gulrætur sem eru að koma í verslan- ir núna. ----♦-------- Bónus selur geisladiska í YIKUNNI var farið að seljá vin- sæla geisladiska í Bónus; Post með Björk Guðmundsdóttur á 1.390 krónur og History með Michael Jack- son á 2.490 krónur. Hægt hefur verið að kaupa safnpakka af geisla- diskum í Bónus fram til þessa en nú er sem sagt verið að gera tilraun með sölu á vinsælum geisladiskum. NEYTENDUR Ágreiningsefni hjá kærunefnd fjöleignarhúsamála Teppi á stigagang og viðgerðir á raðhúsi Úr myndasafni/Sverrir VIÐGERÐIR á fjölbýlishúsi geta valdið ágreiningi meðal eigenda. Sá sem á stóra íbúð í fjölbýlishúsi borgar meira fyrir nýtt teppi sem lagt er á stigahús- ið, en sá sem á litla íbúð. Brynja Tomer komst að því og ýmsu öðru, er hún skoðaði álit kærunefndar í þeim málum sem nefndin hefur þegar afgreitt. Frá því kærunefnd fjöleignar- húsamála hóf störf í mars s.l. hafa 40 mál borist og hafa 23 mál þeg- ar veríð afgreidd. í nefndinni eiga sæti tveir lögfræðingar og einn byggingafróður maður og taka þeir fyrir ágreining milli eigenda í fjöl- eignarhúsum um réttindi þeirra og skyldur samkvæmt lögum um fjö- leignarhús. Áður en nefndin tók til starfa gat verið nauðsynlegt að fara með slík mál fyrir dómstóla, sem varð oft tímafrekt og kostnað- arsamt. Kærunefnd skilar áliti inn- an 2ja mánaða frá því erindi berst og er þjónusta hennar ókeypis. Sif Guðjónsdóttir, ritari kæru- nefndar, segir að flest ágreinings- mál sem nefndinni hafa borist varði skiptingu sameiginlegs kostnaðar. „Með nýjum lögum um fjöleignar- hús, sem tóku gildi um síðustu ára- mót, var fjölgað nokkuð þeim kostnaðarliðum sem skipta á að jöfnu milli eigenda. í lögunum er tíundað um hvaða kostnaðarliði þetta gildir, en sem dæmi má nefna allan sameiginlegan rekstrarkostn- að, svo sem rafmagn, hita og vatn í sameign, og umhirðu á sameigin- legu húsrými og lóð. Meginreglan er samt að sameiginlegum kostnaði skal skipta eftir hlutfallstölum og gildir það t.d. um skiptingu kostn- aðar við teppalagningu á stigagang og utanhússviðgerðir. Nokkuð hef- ur borið á að fólk hafi talið sérregl- una um jafna kostnaðarskiptingu hafa víðtækara gildi og viljað beita henni ranglega um kostnað sem skipta á eftir hlutfallstölum.“ Deilur í raðhúsi Meðal annars hafa kærunefnd- inni borist mál frá eigendum rað- húsa, þar sem upp kom ágreiningur um hvernig skyldi skipta viðhalds- kostnaði. I einu tilviki risu upp deilur milli eigenda í raðhúsalengju um greiðslu kostnaðar við viðgerð og klæðningu á gafli hússins. Alk- alískemmdir voru á gaflinum og vildu aðrir eigendur ekki taka þátt í kostnaði vegna viðgerðar, sem gerð var sumarið 1994. Töldu þeir að viðgerðin væri ekki sameiginleg, enda hefði ekki verið staðið sameig- inlega að byggingu hússins á sínum tíma. Sögðu þeir að eigandi enda- húsins hefði alfarið kostað bygg- ingu á gafli húss síns og til þessa einnig annast allt viðhald. Hið sama hefðu allir aðrir eigendur gert varð- andi útveggi þeirra. Hvað er hús? Kærunefnd taldi að henni bæri ekki að fjalla um skiptingu ' tilboðin T1 10-11 BÚÐIRNAR GILDIR 3.-9. ÁGÚST Ökeypls grillkol fylgja grlllkjötlnu Lambalæri/hryggur 1. fl. 489 kr. Goða hangikjöts frampartur Goða úrbeinað hangikjötslæri Ný vínber 498 kr. 985 kr. 198 kr. | Kims grillftögur 250 g 189 kr. BurtonsToffypops 79 kr. Toro bollakjötsúpa 98 kr. NÓATÚN GILDIR 3.-6. ÁGÚST Hangiframpartar úrb. 699 kr. Svínarif í grillsósu 399 kr. K.S. súrmjólk, karamellu o.fl. 69 kr. Maarud súrsætt 250 g 199 kr. Frissi fríski 21 epla og appels. 89 kr. Bláber, stóraskja 99 kr. Kantalópur (bleikar melónur) 98 kr. Pilsner Egils 500 ml 49 kr. FJARDARKAUP GILDIR 2.-4. ÁGÚST KjúklingarÖípk. kg 495 kr. Svínalæri ’/i og Vi kg Rauðvíns- og jurtakr. lambalæri kg 435 kr. 598 krj Pylsutvenna 1 pk. hvítlaukspylsur og bratwurst 445 kr. Emmess sumarkassi 289 kr. Úrvalsflatkökur 27 kr. Langlokurallarteg. stk. 145 kr. Valencia súkkulaði 240 g 189 kr. BÓNUS GILDIR 1.-17. égúst Bónus hveiti 2 kg 49 kr. Snickers 6 stk. 149 kr. Bónus pylsur 367 <r Hamborgarar 10 stk. 499 kr. Svali 24 saman, bolur frír 599 kr. Kútur6x11 377 kr. Emmes íslurkur 99 kr. Grillbakki, svín, bak. kartöfl. + sósur 397 kr. Sórvara í Holtagörðum Hjol, dömu, 10 gira 7.997 kr. Strigaskór 99 kr. Sólstóll, tré 1.879 kr. | Sólstóll, plast 2.490 kr. Grill, stórt á hjólum 1.890 kr. HAGKAUP GILDIR 31. JÚLÍ til 23. ÁQÚST Hagkaupsgos, 1 l,7teg. 69 kr. Einnota grill 249 kr. SW maískorn, 432 g 39 kr. Engja'þykkni, 4 teg. ~ 39 kr. 2 ferskir sætir bandarískir kornstönglar 79 kr. Áppelsínur, kg ______________ 89 l<r- Búrfells svínakótilettur marineraðar 799 kr. Urbeinaður hangiframp. frá Kjarnafæði 769 kr. Soðið hangilæri m/beini, 1 kg 995 kr. Fjórir hamborgarar með Brauði 249 kr. Grillpylsuf, kg 429 kr. j Lambagrillsneiðar, kg 299 kr. London lamb, kg 690kr.j Bóndabrauð 99 kr. Papriku- og ostaflögur, 100 g 99 kr. Viking og Tuborg pilsner 0,51 59 kr. GARÐAKAUP GILDIR TIL 8. ÁQÚST Reykt svínaspareribs, kg 598 kr.! Beikon í bitum, kg 798 kr. Knorr bollasúpur, 3 í pk. 98 kr.! Fílakaramellur, 200 g 179 kr. Kraft salatdressingar, 3 í pk. 49 kr. Vatnsmelónur, kg 19kr. Kindakæfa, kg 498 kr.! Orville örbylgjupopp, 3 í þk. 85 kr. i MIÐVANGUR, HAFNARFIRÐI GILDIR TIL OG MEÐ 7. ÁGÚST Þurrkr. lambalærissneiðar 799 kr."| Þurrkr. svínakótilettur 789 kr. 5 SS pylsur, 5 pylsubrauð 219 kr. Grillkol, 4,5 kg 199 kr. Maarud Snack, 250 g 299 kr. j ABT mjólk, 3teg. 39 kr. Nuðlusúpur I9kr.j Sunkist, 2 I 89 kr. SKAGAVER HF., AKRANESI HELGARTILBOÐ Orville örbylgjupopp S&W Pik-Nik kartöflup., 255 g Toro sósur, pipar- og bemaise "gð'k'Ll 269 kr. 42 kr. Brauðhringir, Myllan 89 kr. Rauðvínslegið lambalærí 798 kr. GrÍIÍkoí, l O lbs ......................298 kr. ÞIN VERSLUN Plúsmarkaðir Grafarvogl, Grímsbæ og Straumnesi, 10/10 Hraunbæ, Suðurveri og Norðurbrún, Austurver, Breið- holtskjör, Garðakaup, Melabúðin, Hornið, Selfossi, Sunnukjör, Þín verslun, Seljabraut 54, Vöruval, ísafirði og Bolungarvík. GILDIR 2.-20. ÁGÚST Þurrkryddaðar grillsneíðar 39'9kr.j Griiísneiðar, frosnar ~ ~ ™ 299 kr. 4 stk. maísstönglar 99 kr. | 12 hamborgarar í kassa 989 kr. Bakarabrauð, gróf 99 kr. ] Vatnsmelónur 19 kr. Þykkmjólk, Vi Iftri 86 kr. Pepsi og Seven Up, 2 I 129 kr. ARNARHRAUN, HAFNARFIRÐI GILDIR TIL 7. ÁQÚST | Þúrrkr. svínabógsneiðar, kg 598 kr | Þurrkr. lambagrillsneiðar, kg 398 kr. j Bestu kaupin, 7? lambaskrokkur, kg 389 kr. j Pik-nik franskar, 50 g dós 59 kr. SWmaiskorn,'/2dós 45 kr. Maggi bollasupur, 4 stk. í pk. 59 kr. Tampico svaladrykkur, f I Marmarakaka, 400 g 138 kr. L Verslanlr KA H QILDIR 3.-9. ÁQÚST [Tommi og Jenni appelsínu- og ávaxtasafí 29 kr. bwiss Miss súkkulaðidrykkur, 3 teg. 275 kr. j Hunt's tómatsósa, 680 g 89 kr, j Maggi bollasúpur 69 kr. [Bridgeblanding, 400 g 229 kr. Súkkuiaðirúsínur, 500 g 199 kr. j Hvítlauksbrauð, ffn og gróf ii109kf:| Marmarakaka ' 139kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.