Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Brezk vinnulöggjöf stangast á við evrópskar reglur Bætur greiddar til þúsunda kvenna? BREZKUR áfrýjunardómstóll hef- ur komizt að þeirri niðurstöðu að brezk lög um óréttmæta uppsögn úr starfi brjóti í bága við reglur Evrópusambandsins. Standi dóm- urinn, geta stjórnvöld þurft að greiða bætur til þúsunda kvenna, sem sagt hefur verið upp starfi, í sumum tilfellum vegna barnsburð- ar eða þungunar. Málið, sem um ræðir, var höfðað fyrir hönd tveggja kvenna, sem sagt var upp störfum hjá mismun- andi fyrirtækjum eftir 15 mánaða starf. Samkvæmt brezkum lögum verður fólk að hafa starfað hjá sama fyrirtæki lengur en í tvö ár þess að lagaákvæði um óréttmæta upp- sögn gildi. Jafnréttisreglur ESB veita launþegum hins vegar meiri rétt. Lögfræðingur kvennanna, Gay Moon, segir dóminn geta haft í för með sér að 25.000 konur, sem sagt hafi verið upp störfum á undanförn- um árum, geti krafizt bóta. Beygja sig fyrir Brussel Brezka iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið íhugar áfrýja dóminum til lávarðadeildar þingsins. And- stæðingar Evrópusambandsins segja dóminn enn eitt dæmið um það hvernig Bretland verði að „beygja sig fyrir Brussel." John Redwood, sem bauð sig fram gegn John Major í leiðtogakjöri íhalds- flokksins, hvetur stjórnvöld til þess að áfrýja dóminum. í viðtali við BBC sagði Redwood að áhrif ESB- réttar teygðu sig greinilega inn á svið, sem menn hefðu talið undir brezku þingi og lagakerfi. Formaður brezka jafnréttisráðs- ins, Kamlesh Bahl, fagnaði hins vegar niðurstöðunni og GUNILLA Carlsson, einn frambjóðenda Hægriflokksins, reynir að sannfæra vegfarendur. Svíar kjósa á Evrópuþingið 17. september Stefnuskrár flokkanna markaðar afstöðunni til ESB Kaupmannahöfn. Morgunbladið. ÞEGAR Svíum gefst færi á að kjósa þingmenn á Evrópuþingið 17. september geta þeir valið á milli 21 lista, en sumir þeirra eru þó með léttúðugu yfirbragði. Skilin ganga milli ESB-sinna og -andstæðinga og kljúfa enn suma flokkana. Af þessum ástæðum hefur staðið í sænskum jafnaðarmönnum að birta stefnuskrá fyrir kosningarnar og verður hún ekki lögð fram fyrr en um mánuði fyrir kosningar. Kosnir verða 22 sænskir þingmenn, en þeir sem hafa setið á þinginu frá áramót- um voru aðeins tilnefndir af flokkun- um. Flokkarnir lögðu fram lista sína í vor og það olli jafnaðarmönnum heilabrotum að jafna bæði stuðn- ingsmönnum og andstæðingum ESB á listana. Miðflokkur Olafs Johanns- sons er enn tvístígandi gagnvart ESB og býður fram tvo aðskilda lista fyrir stuðningsmenn og andstæð- inga. Kristilegi þjóðarflokkurinn er líka klofinn varðandi aðild, en það er flokksforystan sem markar stefn- una og hún er eindregið fylgjandi aðild. Stefnuskrár flokkanna markast af stefnunni í landsmálunum al- mennt. Þannig mun Jafnaðarmanna- flokkurinn leggja áherslu á hlutverk ESB við að efla frið og stöðugleika í Evrópu og taka umhverfis- og at- vinnumálum tak, auk þess sem þeir eru hallir undir félagslegt samstarf innan ESB. Því er Hægriflokkurinn á móti, en vill nota ESB til að auka samkeppni og haftalaus viðskipti í Evrópu. Samkvæmt flokknum er helsta verkefni ESB útvíkkun í aust- ur og undir þessa stefnu tekur Kristi- legi þjóðarflokkurinn. Breytilegar áherslur Miðflokkurinn, sem er að mestu sammála Jafnaðarmannaflokknum, hefur að undanförnu nálgast þann flokk, um leið og hann hefur fjar- lægst fyrri samstarfsflokk sinn, Hægriflokkinn. Þjóðarflokkurinn, sem sat í stjórn með þessum flokk- um, er ESB-hollasti flokkurinn og vill styrkja ESB og yfirþjóðlegt vald þess, að nokkrum sviðum undan- teknum. Vinstriflokkurinn og Um- hverfisflokkurinn, sem báðir eru á vinstrivængnum og yfirlýstir ESB- andstæðingar hyggjast beita sér fyr- ir að auka lýðræði innan ESB og bæta starf þess, líkt og til dæmis dönsku andstöðuflokkarnir gera. Það hefur vakið reiði að stóru flokkarnir hafa skipt með sér ríkis- styrkjum upp á sem svarar um 300 milljónum íslenskra króna til kosn- ingabaráttunnar, en minni flokkar fá ekki neitt. Af þeim mörgu listum, sem bjóða sig fram má nefna Sarajevó-listann, sem skipaður er mennta- og' listamönnum, en mark- mið hans er að vinna að friði í fyrr- um Júgóslavíu. Efst á listanum er Bibi Andersson, sem er þekkt leik- kona, ekki síst úr kvikmyndum Ingmars Bergmanns, en þau voru gift um tíma. VERSLUNARMANNAHELGAR TILrtQO - ánægjuleg ferð byrjar hér! y SHðUMMI Kúlutjaid fyrir tvo. Þéttur tjaldbotn og sterkar stangl Létt tjald sem tekur lítiö Aðeins: jfeiijj k lumsifsi Garðsett úr smíöajárni. Áður: 14900 kr. Nú aðeins: Sðltjjuli meö 3 vængjum. Sterkt bómullarléreft. Aðeins: liii k: Öll fpiðboi Qsrðstbll Úr hvltu plasti. Áður: 499 kr. Nú aðeins: 898 kr. 3 manna Kúlutjald fyrir þrjá. Vatnsþétt nælon meö álfilmu. Þéttur tjaldbotn og sterkar stangir. Aðeins: 4Í99Q k Stóv bakpok Stærö 60 litrar. Stærri og rúmbetri bakpoki. Vlvallnn I lengri feröir. Aðeins: 8999 kr. Sólglaraug Áður: 499 kr. 199 kr. J^aMdýniir 448 kr. áÍBgglll Áður: 1500 kr. Nú aðeins: 190 kr. SfÉÍii&MSlí VIÐLEGUBÚNAÐUR Altt í einni tösku. Fjórir kollar g samanbrotiö 4 manna orö. Auöveltaö fíytja og tekur lítiö pláss. Áður: 3990 kr. Nú aðeins: 990 kr. Svsfnpokar Ýmsar geröir handhægra og þægilegra svefnpoka. 90 kr. OHoltagöröum Skeitunni 13 Reykjarvikurvegi 72 Noröurtanga 3 i | Reykjavik Reykjavik HafnartirN Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.